Tíminn - 06.08.1986, Side 1

Tíminn - 06.08.1986, Side 1
Ungliðahreyfingar Atiokk annánafa ákveöio að eFna til sameigin- legrar skemmti- og rabbferðar á Þingvöll um næstu helgi. Hér er um tilraun beggja ungliðasamtakanna um samstarf að ræða, samstarf sem gæti með tímanum orðið víðtækara, að sögn Gísla Þórs Guðmundssonar starfsmanns Æskulýðs- fylkingar Alþýðubandalagsins. Gísli saqði að hjá ungliðahreyfingunni spillti fortíðin og gamlar erjur ekki fyrir slíku samstarfi. Hann sagði að forysta flokkanna hefði tekið vel í hugmyndir þessar og er fyrirhugað að í förinni verði forystumenn úr báðum flokkum. Umferðarátak sem er nú nýlega hafið og beinist gegn hraðakstri og ölvun- arakstri gengur vel og vill Umferðarráð þakka landsmönnum eindreginn stuðning við átakið sem lýsti sér í hóflegum hraða og almennri notkun bílbelta og Ijósa nú um verslunarmannahelgina, mestu um- ferðarhelgi ársins. Jafnframt hvetur ráðið landsmenn til að halda áfram á þessari braut umferðarmenningar og spenna nú einriig beltin i þéttbýlisumferðinni. Bíll brann til kaldra kola í Miðfirði um helgina. Bíllinn var frá Eskifirði og voru nokkur ungmenni á ferð í Miðfirðin- um þegar gat kom á bensíntankinn. Þegar vart var við lekann var brugðið á það ráð að troða tyggigúmmí í gatið. Til að ganga úr skugga um að vel væri frá gengið brá viðgerðarmaðurinn kveikjara- Ijósi að til að sjá betur. Bíllinn fuðraði upp á svipstundu. Suður-afríski biskupinn Des- mond Tutu sakaði í gær leiðtoga Banda- ríkjanna, Bretlands og Vestur-Þýskalands um að verja stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku og hvatti til aukinna alþjóð- iegra refsiaðgerða gegn stjórninni í Pret- oríu. „Snúi alþjóðlega samfélagið sér ekki að því að styðja réttlæti og frelsi í Suður-Afríku verður stutt í lokaorustuna í landinu." Sovéska sjónvarpið sýndi í gær frá popptónleikum í Tsjernóbíl sem haldnir voru til að skemmta þeim verkamönnum sem eftir voru til að hreinsa staðinn eftir kjarnorkuslysið mikla í þessu kjarnorku- veri í Úkraínu í apríl. Inn í dagskrána var síðan skotið . myndum af fjölskyldum sumra verkamannanna þar sem þær slöppuðu af í sumarfríum sínum við Svartahaf. Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands lagðist inn á sjúkrahús í gær til uppskurðar á hægri hönd hennar. Hún fór inn á King Edvard VII sjúkrahúsið í Lundúnum vegna smáuppskurðar er taka átti um klukkustund. Fréttir herma að Thatcher sé ekkert gefið um að fara í næstu kosningar án þess að hafa sterkan hægri arm. Skorið var upp vegna áráttu litla fingurs að færast inn í lófann. KRUMMI „Þetta virðast hálf kvalafullar samn- ingaviðræður! “ Viðræður Halldórs Ásgrímssonar og Baldridge: Reyna að forðast frekari árekstra - en lausn lætur standa á sér Fundi Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra og Malcolm Baldridge viðskiptaráðherra Bandaríkjanna í gær um hvalveiði- deilu landanna Iyktaði án þess að nokkur niðurstaða fengist. Seint í gærkvöldi voru í gangi óformlegar þreifingar unt það hvort eða með hvaða hætti viðræöunum skykli framhaldið. „Þetta voru all langar viðræður og við fórunt yfir málin frant og til baka. Það voru ræddar á fundinum hugsanlegar leiðir til þess að kom- ast út úr málinu án þess að það kænti til t'rekari árekstra milli land- anna. Við ákváðum að vera í sambandi núna næstu klukkutím- ana til þess að ákveða um fram- haldið," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Tímann í gærkvöld þegar hann var spurður um árangur af fundi hans og Baldridge við- skiptaráðhcrra í Washington í gær. Halldór vildi ekki tjá sig um hvaða leiðir hér væri unt að ræða. Halldór ræddi við Dr. Calioéinn aðal samningamann Bandaríkja- stjórnar í fyrrakvöld, cn sá fundur hafði ekki verið áformaður í dagskrá sjávarútvegsráðherra. Eft- ir fundinn með Dr. Calio þótti Ijóst að talsvert bar á milli í þessari deilu og var haft eftir fréttamönnum í Washington að Bandaríkjamenn vildu setja úrslitaskilyrði unt að íslendingar veiddu ekki meira en 75 hvali í ár. Halldór Ásgrímsson vildi ekki staðfesta þetta þegar Tíminn bar það undir hann í gær og sagðist ekkert geta sagt um þetta að svo stöddu þar sem málið væri á ntjög viðkvæmu stigi. Aðspurður um hvort hann væri bjartsýnni á viðunandi laust eftir fund sinn með Baidridge heldur en hann var fyrir fundinn sagði Halldór: „Ég hef hvorki verið bjartsýnn né svartsýnn og það hefur í sjálfu sér ekki mikið breyst við að sitja þennan fund.“ -BG Úlfar Jónsson og Steinunn Sæinundsdóttir urðu sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna á glæsilegu landsmóti í golfi sem lauk á Hólmsvelli í Leiru á laugardaginn. Úlfar er aðeins 17 ára og yngsti Íslandsmeistari í golfi frá upphali en Steinunn bætti golftitli í safn íslandsmeistaratigna í skíðaíþróttum. Tíinamynd: - Sverrir. Norðmenn sleppa við þvinganir Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti hefur ákveðiö að Norðmenn skuli ekki beittir viðskiptaþvingun- um, þrátt fyrir að Malcolm Baldridge viðskiptaráðhcrra hali í síðasta mánuöi úrskurðað aö hvalveiðar Norðmanna brytu gegn samþykkt- um Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ákvörðun Bandaríkjaforseta er byggð á yfirlýsingu norsku ríkis- stjórnarinnar frá 3. júlí þarsem því er lýst yfir að Norðmenn hyggist hætta hvalvciðum i viðskiptaskyni eftir hvalvertíð næsta ársog að þcir muni minnka kvóta veiddra dýra, til innanlandsnotkunar en áöur höfðu þeir ráðgert að vciöa 400 hvali i því augnamiði. Það hefur hinsvegar ekki komið frarn hversu mikiö Norðmcnn ætla að draga saman veiðarnar og sam- kvæmt upplýsingum norska sendi- ráðsins hér á landi hefur ákvörðun þar að lútandi ckki verið tekin enn. „Ég byggi ákvörðun mína á þcirri forsendu að Norðmenn hefji ekki altur hvalveiðar í viðskipta- skyni eftir 1987. nema þá breyttar reglur hvalveiðiráðsins leyfi slíkt," er hatt eltir Bandaríkjaforseta í fréttaskeyti frá Reuter. phh Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps: Vill að varnarsamningurinn verði tekinn til athugunar - sem og sérréttindi NATO í hreppnum, í kjölfar hótana Bandaríkjanna Hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandarhrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem afskiptum Banda- ríkjanna af hvalveiðum íslendinga er harðlega mótmælt. Telur hreppsnefndin að hótanir Bandaríkjamanna unt viðskipta- þvinganir beri vott unt drottnunar- girni og yfirgang gagnvart smáþjóð og sé bein ögrun við sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt íslendinga. Það sé ekki háð lögsögu eða í valdsviði Bandaríkjanna að ákv- eða hvernig fslendingar nýta auð- lindir sínar eða hverjum þeir selji afurðir sínar. Þá skorar hreppsnefndin á ríkis- stjórnina að mótmæla yfirgangi Bandaríkjanna harðlcga og taka til athugunar samvinnu og samskipti fslands við Bandaríkin, þar á með- al varnarsamninginn. Hreppsncfndin minnir á að Atlantshafsbandalagið á hernað- armannvirki og verulegar fasteign- ir í Hvalfirði og hefur Iagt undir sig jörð til þeirra hluta. Af þessum fasteignum eru engin gjöld grcidd til hreppsins og nýtur NÁTO þann- ig sérréttinda í hreppnum. Þá segir að þar sem Bandaríkin ætli nú að leggja aðalatvinnuveg hreppsins í rúst, cr óverjandi að líða slík sérréttindi lengur. Skorar hrepps- nefndin á ríkisstjórnina að gera ríkisstjórn Bandaríkjanna grein fyrir þessu og taka þessi mál til endurskoðunar og úrbóta. phh Dauðaslys í Langadal Dauðaslys varð á bænum Geitskarði í Langadal síðdeg- is á föstudag, þegar dráttarvél sern 22 ára Vestur-fslendingur ók, hafnaði í ánni Blöndu. Maðurinn var að vinna við heyskap þegar holbakki gaf sig með þeim afleiðingum að dráttarvélin valt í ána og varð maðurinn undir henni. Enginn sjónarvottur var að slysinu, en gufustrókur sent lagði upp úr ánni á slysstað vakli athygli heintamanna á því sem gerst hafði. Maðurinn reyndist látinn þegar að var komið. Hinn látni hét Keith Morris Scott og var frá Kanada. -BG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.