Tíminn - 06.08.1986, Page 7

Tíminn - 06.08.1986, Page 7
Miðvikudagur 6. ágúst 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR lllllllllli Páll Pétursson, alþingismaður Aðferð við að lifa og mismunandi gildismat Framkvæmdastjóri Stéttarsam- bands bænda Hákon Sigurgríms- son skrifaði tveggjablaða grein í Tímann 24. og 25. júlí. Þar reynir hann að vísa á bug gagnrýni sem ég hef sett fram á landnýtingarskýrsl- una, en Hákon var einn af 15 höfundum hennar. Að sumu leyti dregur hann í land frá því sem skrifað stóð í skýrslunni og er það vei. Gagnrýni mín á landnýtingar- skýrsluna stendur hinsvegar óhögguð. í henni kennir kala, jafnvei andúðar í garð íslenskr- ar bændastéttar og fjallað er um íslenskan landbúnað af litlum skilningi. Stórbændastefna Það sem hvetur mig til þess að stinga niður penna nú, eru þær skoðanir sem Hákon setur á blað um bústærð á íslandi á næstu árum og ég hef leyft mér, að kalla stórbændastefnu. Hákoni er illa við þá nafngift en segir samt, „að ekki verði rúm fyrir nema 1000- 1200 bændur" í mjólkurfram- leiðslu. Þá birtir Hákon útreikn- inga sem eiga að sanna að stórbú fyrirfinnist varla og einungis 12% framleiðslunnar komi frá búum með yfir 800 ærgildisafurða fram- leiðslu. Rétt er að taka það fram að ég tek öllum tölulegum upplýsingum frá Hákoni með nokkrum fyrirvara síðan hann var formaður stjórnar Nútímans hf. og þar með fjárhags- legt æðstaráð á dagblaðinu NTsem gefið var út um nokkurt skeið. Með svipuðum hætti mætti segja að þriðjungur búanna framleiddi tvo þriðju framleiðslunnar. Hákon virðist telja það sjálfgefið að búin stækki og bændum í hefð- bundnum búskap fækki. Annar merkisberi þessarar stefnu, Jó- hannes á Torfalæk, formaður stjórnar Framleiðnisjóðs, sagði í Mbl. 30. jan. síðastliðinn: „í dag framleiða 2000 menn mjólk, að meðaltali 50 þús. lítra hver á ári. Með því að fækka framleiðendunum og stækka búin upp í að framleiða 100 þús. lítra á ári gætu 1000 menn haft sæmileg laun af framleiðslunni. Bú sem framleiðir 100 þús. lítra er vel viðráðanlegt fyrir eina fjölskyldu. Dæmið er ennþá dekkra í sauð- fjárframleiðslunni. Þarframleiða á fjórða þúsund bændur samtals um 12 þúsund tonn af kindakjöti eða innan við 4 tonn að meðaltali á ári. Hver bóndi á mjög auðveldlega að geta framleitt 10 tonn af kjöti á ári og geta þá 1000 bændur séð um að framleiða þau 10 þúsund tonn, sem þörf er á fyrir innanlandsmarkað- inn. Nauðsynlegt er að efla hin hefðbundnu bú sem rekstrarein- ingar, þannig að sem mest hag- kvæmni og arðsemi náist.“ Síðar segir Jóhannes: „Undirstöðuatriðið hlýtur þó að vera að hver rekstrareining í hinum hefðbundnu búgreinum hafi þau skilyrði og rými að reksturinn geti í senn verið hagkvæmur og arðsam- ur og geti notað þá bestu tækni sem völ er á á hverjum tíma. Til þess að það verði, þarf stór hluti stéttar- innar að hverfa frá hinum hefð- bundna búskap." Þetta sagði stjórnarformaður Framleiðnisjóðs og þá þekki ég Jóhannes á Torfalæk illa ef hann hefur ekki hugsað sér að verða eftir í búskapnum, og frekar bæta við sig, ef einhversstaðar losnaði ærgildi. Þetta er röng stefna og hættuleg en því miður hefur henni vaxið ásmegin á síðasta ári og menn eru farnir að tuða þetta hver eftir öðrum! Fræðilega séð væri hægt að full- nægja kjötþörf íslendinga með einni kjötverksmiðju í Reykjavík þar sem framleidd væru hænsni og svín á niðurgreiddu Efnahags- bandalagskorni. Ennfremur er vafalaust hægt að fá ennþá ódýrara kjöt í þessa 240 þúsund íslensku maga einhvers- ■ staðar í útlöndum, en vonandi leggja þeir stjórnarformaður Framleiðnisjóðs eða framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda það ekki til ráðs. Hagkvæmni stærðarinnar? Lítum nú aðeins á staðreyndir. Stóru búin hafa síður en svo reynst hagkvæmari. Ég þekki stórbændur með mikla framleiðslu, sem undan- farin 20 ár hafa sífellt rambað á barmi gjaldþrots. Ég þekki líka stórbændur sem hafa gefist upp og hætt búskap. Ég bið menn að að Hákon Sigurgrímsson frá Holti, framkvæmdastjóri Stéttarsam- bands bænda Ijái því máli lið. En báðum þessum herrum getur þó skjátlast. Vandræðagangur og röng stefna Hákon fullyrðir að ríkjandi land- búnaðarstefna leiði óhjákvæmilega til þessa bændaniðurskurðar, þ.e. fækkunar bænda í hefðbundinni búvöruframleiðslu, en þá er þessi stefna röng að mínum dómi. Nú vil ég ekki færast undan því að bera minn hluta ábyrgðar af mistökum í stefnumörkun. Sum- part hef ég ekki ályktað rétt, sumpart hef ég af mislukkaðri tillitsemi, vægð eða öðrum bjálfa- dómi ekki barist af þeirri hörku eða með þeirri atorku að nægði til æskilegrar niðurstöðu. Má ég lega í þingnefndinni, þannig að þeir treystu sér til þess að ljá því atkvæði sín. Ég lagði - af mislukk- aðri tillitssemi - ekki í það að berjast gegn frumvarpinu opinber- y ^ -s *'' * ý , ' * > athuga hverjir það eru sem einkum hafa fengið skuldbreytingalánin. Kúfurinn af þeim hefur farið til manna með mikla framleiðslu. Nú er ég vinur stórbænda, ég vil , hjálpa þeim til þess að minnka við sig og eiga náðuga daga og hef stungið uppá að verja fé úr Fram- leiðnisjóði til þess að minnka fram- leiðslu stóru búanna, þannig að meira verði til skipta á minni búum. Af hverju búa menn stórt? Sumir eru metnaðargjarnir og þykir fínt að vera stórir, sumir trúa á hag- kvæmni stærðarinnar og hafa ráðist í fjárfestingar í vélum, byggingum og bústofni fyrir fé sem þeir hafa tekið að láni. í okurvaxtaástandi undanfarinna ára hafa þeir ekkert ráðið við skuldir sínar og talið sér trú um að með því að fylla stóra fjósið eða stóra fjárhúsið komi betri tíð. Því miður lagast staðan í bankanum ekkert að ráði, ekki heldur í kaupfélaginu. Svona bændur yfirfylla markaðinn, þeir þræla eins og skepnur, sárgramir og vansælir, borga fjósamönnum stórfé - jafnvel dönskum og drag- ast áfram örþreyttir og bölvandi þegar fjósamaðurinn hverfur „eins og þegar fuglar deyja“. Offramleiðsla í landbúnaði staf- ar ekki fyrst og fremst af of mörg- um bændum, hún stafar af of mörgum aðkeyptum vinnumönn- um, dönskum eða íslenskum. Þess- um stóru bændum verður að hjálpa til þess að minnka við sig, þá gætu þeir átt betri daga í vændum og framtíð minni búa yrði þá vænlegri. Ekki er ég þó viss um það að Jóhannes á Torfalæk komi til með að gera tillögu um það á stjórnar- fundum Framleiðnisjóðs - hvað þá VJ „Offramleiðsla í land- búnaði stafar ekki fyrst og fremst af of mörgum báendum, hún stafar af of mörgum aðkeyptum vinnumönnum, dönsk- um eða íslenskum. Þessum stóru bænd- um verður að hjálpa til þess að minnka við sig, þá gætu þeir átt betri daga í vændum og framtíð minni búa yrði þá vænlegri.“ " VJ nefna dæmi um hvorutveggja. Einu sinni var ég ákafur talsmað- ur héraðabúmarks. Það er ég ekki lengur. Héraðabúmarkshugmynd- in hefur varið afskræmd þannig að það er níðst á þeim sem urðu við tilmælum stjórnvalda og augljósum hagsmunum bærida að draga sam- an framleiðsluna, en þeir verð- launaðir sem framleiddu eins og vitleysingar, án þess að taka nokk- urt tillit til annarra, hvorki stéttar •né þjóðfélags. Dæmið um tillitssemina eða bjálfadóminn er um það þegar búvörulögin voru sett 1985. Mis- lukkað frumvarp var undirbúið, ég gerði það sem ég gat til þess að lagfæra það í þingflokknum og félagar mínir endurbættu það veru- lega af þeim þrótti sem dugað hefði til þess að stöðva þessa óheillalaga- setningu. Ég treysti mér hinsvegar ekki til þess að taka ábyrgð á þessari lagasetningu, þeim niður- skurði bændastéttarinnar sem í þessari lagasetningu felst og Hákon , Sigurgrímsson, ákafasti baráttu- maður þessarar lagasetningar í Bændahöllinni upplýsir nú, að sé pólítísk forsenda bændafækkun- arinnar. Ég gerði það sem ég gat til þess að lagfæra frumvarpið í þing- inu. Samt varð það ekki nógu gott þrátt fyrir jákvæða þætti og frani- kvæmdin mislukkaðist. Hákon er mjög undrandi í rit- gerð sinni á því að ég skuli tala um landbúnað sem „aðferð við að lifa“ og vill kenna því viðhorfi um slakan árangur í kjarabaráttu bændastéttarinnar. Mig langar til þess að vitna í ritgerð Hákonar, undirfyrirsögnin „Hvað ræður vali fólks?“ og nú sítera ég Hákon framkvæmdastjóra: „Ég held að það sem fyrst og fremst ræður vali fólks þegar það velur sér lífsstarf sé það hvaða lífskjör viðkomandi starf býður upp á. Frá þessu kunna vissulega að vera undantekningar, en þetta á við um flesta. Ég held líka að það sé ekki lengur ýkja mikill munur á óskum yngra fólks um afkomu hvort heldur er í Breiðholtinu eða Svínavatnshreppi, þetta á meðal annars við um húsnæði, fatnað, fæði, bíl, sjónvarp, útvarp, náms- aðstöðu og önnur ytri, lífsgæði." Nú hélt ég að framkvæmdastjór- inn hefði tekið sér bólfestu í Kópa- vogi en ekki í Breiðholti þegar hann valdi sér lífsstarf, en sem kunnugt er kaus hann sér ekki stórbúskap í Flóanum heldur skrif- stofustarf í Reykjavík. Honum vil ég segja þetta varðandi lífsgæða- kapphlaupið: Bændafólk í Svína- vatnshreppi gerir í megindráttum kröfur til þess að njóta sömu eða svipaðrar lífsaðstöðu og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Hinsvegar tel ég, að „yngra fólk í Svínavatns- hreppi“ geri t.d. ekki sömu kröfur til „fatnaðar" og framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda, a.m.k. ekki á virkum dögum. í hlut þessa „yngra fólks" fellur hinsveg- ar ýmislegt annað sem ekki verður metið í fjármunum eða fatnaði, svo sem ánægja yfir vel unnu dagsverki. Gildismat fólks er mis- munandi og augu ekki síst yngra fólks hafa opnast fyrir verðmætum sem næsta kynslóð á undan hug- leiddi ekki. Hvað er til ráða? Hvernig eiga bændur þá að bjargast? Ekki með því að kroppa augun hver úr öðrum, heldur með því að standa saman og hjálpa hver öðrum í samstarfi við lángefin stjórnvöld. Það er mikill ábyrgðarhluti að espa bændur upp í að farga hefð- bundnum bústofni í von um að þeir geti framfleytt sér og sínum ein- göngu á áhættusamri loðdýrarækt, eða verði að flytja á mölina ella. Það er pláss fyrir okkur öll í sveitum landsins. Hér er hægt að lifa ánægjulegu menningarlífi fyrir okkur öll, livað sem þeir segja framkvæmdastjóri Stéttarsam- bandsins og formaður Framleiðni- sjóðs. Bændur þurfa að brúka búvitið, búa að sínu, nota heima- afla frernur en aðkeypt aðföng, nýta tekjuöflunarmöguleika utan hefðbundinna búgreina og ásamt með þeim, svo sem bílkeyrslu, smíðar, viðgeröir, loðdýrarækt, tamningar, ullarkanínur, fiskeldi, jafnvel endur og gæsir. Bættar samgöngur gera bændafólki kleift að sækja vinnu utan bús um lengri veg en áður. Ég legg mjög mikla áherslu á það að hefðbundinn búskapur er kjölfestan í framtíðarbúsetu í sveitum. Hefðbundni búskapurinn tengir fólkið við umhverfi sitt og þess vegna fer það síður burtu. Hefðbundna búskapinn verður svo að styrkja mcð aukabúgreinum og annarri tekjuöflun. óll landbúnaðarframleiðslan verður að lúta markvissri stjóm Þá þurfa bændur að fylgjast nákvæmlega með sölu afurðanna og öllum ferli þeirra frá búi til neytanda. Hlutverk bóndans er að fá neytandanum góða og ódýra búvöru, ekki að skapa kaupmönn- um eða öðrum milliliðum gróða. Söluaðilar eru til vegna bænda en ekki bændur vegna þeirra sem versla með vöru þeirra. Utflutningur í einhverjum mæli á dilkakjöti getur fyllilega átt rétt á sér. Hugsanlega opnast kjöt- markaðir á Norðurlöndum nú fyrir kjöti sem sannanlega ekki er geisla- virkt. Svo verða bændur að halda betur utan að sínu en þeir hafa gert. Sjóðakerfi landbúnaðarins þarfnast endurskoðunar. Ég lofa því að beita mér á næsta þingi af alefli fyrir endurskoðun sjóðakerf- is landbúnaðarins. Margvíslegum byrðum, sem á búunum hvíla, má auðveldlega létta af. Setjum svo að bændum fækki um helming, þá leiðir af sjálfu sér að nijög léttist á mötu bænda, jafnvel um helming svo sem á kontórum í Reykjavík. Ég óska svo að lokum Stéttar- sambandi bænda allra heilla. Ég vona að það beri gæfu til þess að heyja árangursríka kjarabaráttu fyrir hönd bændastéttarinnar og ekki síður baráttu fyrir tilverurétti bænda og þetta vil ég undirstrika í lokin. Það er ósæmilegt og engan veginn siðferðilega verjandi, hvorki fyrir skrifstofumenn á veg- um bænda, né heldur pólitíkusa að taka sér vald til þess að úrskurða það að stór hluti, jafnvel helmingur bændafólks skuli hrekjast frá stað- festu sinni og óðulum. Það er pláss fyrir okkur öll, þar sem við viljum vera og við það sem við höfum ánægju af.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.