Tíminn - 06.08.1986, Side 12
12 Tíminn
S.U.F.- þing
Sambandsþing SUF hiö 21. verður haldið í Hrafnagils-
skóla í Eyjafirði 29.-30. ágúst 1986.
Dagskrá:
Föstudagur 29. ágúst.
1. kl. 16:00
2. kl. 17:00
3. kl. 17:15
4. kl. 17:20
5. kl. 17:45
6. kl. 18:00
7. kl. 19:00
8. kl. 20:00
9. kl. 20.30
10. kl. 22:30
Mæting
Þingsetning,
Finnur Ingólfsson formaður SUF.
Kosning starfsmanna þingsins:
a. Þingforsetar (2)
b. Þingritarar(2)
c. Kjörnefnd(8)
Skýrslastjórnar
a. Formanns
b. Gjaldkera
Ávörp gesta
Framsóknarflokkurinn. Afl nýrratíma.
a. Staða Framsóknarflokksins í
íslenskum stjórnmálum.
b. Niðurstöður þjóðmálakönnunar SUF
c. Megináherslur Framsóknarflokksins
í stjórnmálum næstu árin.
Kvöldverður
Kynning á drögum að ályktunum.
a. Stjórnmálaályktun
b. Megináherslur Framsóknarflokksins
í íslenskum stjórnmálum næstu árin.
Almennarumræður
Kvöldvaka
Laugardagur 30. ágúst.
1. kl. 8:00 Morgunverður
2. kl. 8.30 Nefndarstörf a. Stjórnmálanefnd b. Flokksmálanefnd
3. kl. 12:00 Hádegisverður
4. kl. 13:00 Knattspyrna, sund
5. kl. 14:00 Kynning á álitum nefnda, umræður og afgreiðsla mála.
6. kl. 17:30 Kosningar
7. kl. 18:00 Önnurmál
8. kl. 19:30 Þingslit
9. kl. 20:00 Kvöldskemmtun.
Sunnudagur 31. ágúst
1. kl. 10:00 Morgunverður
2. kl. 12:00 Lagt af stað frá Hrafnagilsskóla.
Stjórnin
Nýr lífsstíll
Breytt þjóðfélag
Ráðstefna í Glóðinni í Keflavík laugardaginn 13.
septembernk. Allirvelkomnir. Nánarauglýstsíðar.
Landssamband framsóknarkvenna
Málefnanefnd SUF
Fundur verður haldinn í málefnanefnd ungra
framsóknarmanna miðvikudaginn 7. ágúst n.k. kl.
20.30 að Rauðarárstíg 18. Allir velkomnir
SUF
Vestfirðir
Kjördæmaþing framsóknarmanna á Vestfjöröum verður haldiö á
Reykhólum 5,-6.september n.k.
Nánar auglýst síöar.
Stjórnin
Miðvikudagur 6. ágúst 1986
lllllllilllllllllllllllll DAGBÓK 1111I1I1I1111111111111111II1IIII1II
6. ágúst kl. 20.00
Útivist í Heiðmörk
Með Hólmahrauni - Hólmsborg. Létt
kvöldganga í Heiðmörkinni. Brottför frá
B.S.Í. kl. 20.00. (bensínsölu).
Útivistarferðir - sumar-
leyfisferðir
1) Lónsóræfí 2.-9. ágúst. Tjaldað við
Illakamb. Kynnist óbyggðum austan
Vatnajökuls. Hægt er að Ijúka ferðinni
með dagsgöngu yfir Hoffellsdal. Farar-
stjóri er Egill Benediktsson.
2) Hélendishringurinn 8.-17. ágúst. Fjöl-
breytt hálendisferð: Sprengisandur -
Gtesavatnaleið - Askja - Kverkfjöll -
Snæfell - Mývatn. Tjöld og hús. Farar-
stjóri er Björn Hróarsson.
3) Austfjaröaferðin 17.-24. ágúst. Fyrst
farið í Mjóafjörð og síðan í Viðfjörð, en
þar verður tjaldbækistöð með dagsgöngu-
ferðum, m.a. á Barðsnes, Gcrpi, í Vaðla-
vík og víðar. Gist í húsum. Tilvalin
fjölskylduferð. Veiði, berjatínsla, hestar.
Fararstjóri er Jón J. Elíasson.
4) Hornstrandir - Hornvík um verslunar-
mannahelgina 31. júlí-5. ágúst. Tjaldað
við Höfn.
5) Hornstrandir- Lónafjórður o.fl. 7.-14.
ágúst. Góð Hornstrandaferð með nýju
sniði. Fararstjóri: Gísli Hjartarson. Upp-
lýsingar og farmiðar á skrifstofu Útivistar,
Grófinni 1. Símar 14606 og 23732.
Ferð Kvenfélags Bústaða-
sóknar
Kvenfélag Bústaöasóknar hefur ákveð-
ið að fara í ferðalag laugardaginn 23.
ágúst. Farið verður um uppsveitir Árnes-
sýslu. Nánar auglýst síðar.
Sumarleyfisferðir Ferðafélags-
ins:
1) 6.-10. ágúst (5 dagar): Landmanna-
laugar - Þórsmörk.
Gengið milli gönguhúsa. Fararstjóri: Jón
Hjaltalín Ólafsson.
2) 6.-15. ágúst (lOdagar): Hálendishring-
ur. Fararstjóri: Hjalti Kristgeirsson.
3) 8.-13. ágúst (6 dagar): Landmanna-
laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Sigurður
Kristjánsson.
4) 9.-13. ágúst (5 dagar): Eyjafjarðardalir
og víðar. Fararstjóri: Baldur Sveinsson.
5) 14.-19. ágúst (6 dagar): Fjörður -
Hvalvatnsfjörður - Þorgeirsfjörður.
6) 15.-19. ágúst (5 dagar); Fjallabaksleiðir
og Lakagígar. Gist f húsum.
7) 15.-20. ágúst (6 dagar): Landmanna-
laugar - Þórsmörk:
Gengið milli gönguhúsa F.L Farar-
stjóri: Dagbjört Óskarsdóttir. Farmiða-
sala og upplýsingar á skrifstofu Ferða-
félagsins, Öldugötu 3. Ferðafélagið býður
upp á ódýrar og öruggar sumarleyfisferð-
ir. Skoðið landið ykkar með Ferðafélagi
íslands.
Ferðafélag íslands
Helgarferðir 8.-10. ágúst:
1) Þórsmörk - gist í Skagfjörðsskála.
2) Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í
sæluhúsi F.í. í Laugum.
3) Hveravellir-Þjófadalir. Gist í sæluhúsi
F.í. á Hveravöllum.
4) Nýidalur/Jökuldalur - Vonarskarð -
Tungnafellsjökull. Gist í sæluhúsi Ferða-
félagsins við Nýjadal.
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu
Ferðafélagsins, Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands
Bokjoo Cho píanóleikari
Píanótónleikar á Höfn í Horna-
firði
Fimmtudag 7. ágúst kl. 20.30 heldur
Bokljoo Cho píanótónleika í Hafnarkirkju
á Höfn í Hornafirði.
Á efnisskránni er sónata í F-dúr eftir
Haydn, sónata í fis-moll eftir Brahms, Le
tombeau de Couperin eftir Ravel og
Mefisto-vals eftir Liszt.
Bokjoo Cho er fædd árið 1960 í S.-Kór-
eu. Framhaldsnám hefur hún m.a. stund-
að í Vínarborg hjá Paul Badura-Skoda,
en eins og stendur nýtur hún leiðsagnar
Prof. Gúnter Ludwig við tónlistarháskól-
ann í Köln.
Hún hefur haldið einleiks- og kammer-
tónleika, bæði í Þýskalandi og heimalandi
sínu og hefur líka komið fram með
hljómsveitum.
Bokjoo flytur þessa sömu efnisskrá í
Logalandi í Borgarfirði mánud. 11. ágúst
og í Norræna húsinu í Reykjavík mið-
vikud. 13. ágúst.
Menningarstofnun Banda-
ríkjanna:
Skopmyndasýning
Menningarstofnun Bandaríkjanna til-
kynnir, að skopmyndasýningin The New
Yorker Exhibit hefur verið framlengd til
fimmtudagsins 7. ágúst.
Sýningin er í sýningarsal Menningar-
stofnunar Bandaríkjanna á fyrstu hæð að
Neshaga 16 og er opin daglega kl. 08.30-
17.30. Allir velkomnir.
Mál og menning:
Tvær nýjar Ijóðabækur
Út eru komnar hjá Máli og menningu
tvær nýjar ljóðabækur, Yatnaskil eftir
Böðvar Guðmundsson og Veggfóðraður
óendanleiki eftir fsak Harðarson.
Yatnaskii er fjórða ljóðabók Böðvars
Guðmundssonar. en hann hefur áður
sent frá sér bækurnar Austan Elivoga
(1964), í mannabyggð (1966) ogBurt reið
Alexander (1971), auk þess sem hann
hefur sungið eigin texta inn á stóra
hljómplötu. Eftir Böðvar hefur einnig
birst smásagnasafnið Sögur úr seinni
stríðum (1978).
Vatnaskil er því fyrsta ljóðabók Böðv-
ars í 15 ár og á ýmsan hátt ólík hinum
fyrri, lágmæltariogíhugulli.ogform ljóð-
anna er ekki fast bundið. Yrkisefnin eru
sígild og íslensk, ættjörðin, karlmennsk-
an, heimasveitin, en sjónarhornið er
iðulega óvænt. { bókinni eru 27 ljóð; hún
er unnin í Brentsmiðjunni Hólum hf, en
kápu gerði Hilmar Þ. Helgason.
Isak Harðarson hefur áður sent frá sér
bækurnar Þriggja orða nafn (1982),
Ræflatestamentið (1984) og Slý (1985).
Veggfóðraður óendanleiki er ljóðabók
eins og þessar fyrri og all stór að vöxtum.
röskar 90 blaðsíður. Ljóð Isaks eru
nýstárleg og fjölbreytileg bæði að inntaki
og formi, en stef bókarinnar er öðru
fremur afdrif þess óendanleika, sem býr í
manninum sjálfum, og birtist ekki síst í
ljóðinu, á okkar tímum tölvustýringar og
„hugtæknivæðingar“. Tónn bókarinnar
er ekki bjartur en þó langt því frá að vera
Þunglyndislegur, því Isak leikur sér víða
skemmtilega að klisjum nútímans. Vegg-
fóðraður óendanleiki er unnin í Prent-
smiðjunni Hólum, en Teikn gerði kápu.
Samtökin Lífsvon opna
skrifstofu
Lífsvon er samtök fólks sem telja sér
skylt að standa vörð um líf ófæddra
barna. Samtökin voru stofnuð fyrir rúmu
ári og formaður þeirra er Hulda Jensdótt-
ir, forstöðumaður Fæðingaheimilis
Reykjavfkur.
Síðastliðið ár hafa kraftar samtakanna
að mestu farið í upplýsingastarfsemi og
félagasöfnun, auk noíckurrar ráðgjafar,
sem að mestu hefur verið á persónulegum
grunni. Nú hafa samtökin opnað skrif-
stofu að Auðbrekku 2 í Kópavogi og er
hún opin kl. 15.00-17.00 alla virka daga
og er síminn þar 44500. Þar eru veittar
upplýsingar um samtökin auk þess sem
þar er aðstaða til að sjá myndbandasafn
sem samtökin eiga. Síðar mun stefnt að
því að koma á ráðgjafaþjónustu á sama
stað í þeirri von að fleiri börn fái að lifa,
en líf þeirra verði ekki fljótfærni og
vanhugsun að bráð.
Stýrimann
Annan stýrimann vantar á skuttogarann Sigurey
ÍA-25 frá Patreksfirði.
Upplýsingar í síma 94-1308 frá kl. 8-16 á daginn.
t
Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu
við fráfall og útför
Guðmundar Óskars Guðmundssonar
bónda
Seljalandsbúinu, ísafirði
Guðbjörg Jónsdóttir
Bragi Líndal Ólafsson Lilja Eiríksdóttir
Birkir Þór Bragason Reynir Freyr Bragason
t
Útför föður okkar
Sigurjóns Arnarsonar
bónda Pétursey
fer fram frá Skeiðflatarkirkju Mýrdal föstudaginn 8. ágúst kl. 14.00.
Börnin
t
Útför
Þórðar Guðmundssonar
Syðstu-Görðum
fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00.
Lára Guðnadóttir og börn