Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 4
4 Tímínn SPEGILL Hvað var fólkið að kalla? „Koss! Koss!!“ I enskum vikublöðum hefur auðvitað verið uppfullt af myndum úr brúðkaupi Andr- ews prins og Söru Ferguson. Petta er mjög vinsælt efni í Englandi, þar sem fólk þekkir á myndum alla meðlimi kon- ungsfjölskyldunnar, allt ofan í smábörnin og allir hafa gaman af að skoða myndirnar og lesa frásögn frá hátíðahöldunum. í þessum blöðum var ein sérlega skemmtileg mynd, þar sem brúðhjónin eru komin út á svalir til að veifa til fagnandi mannfjölda og þau setja bæði hönd við eyra eins og þau geti alls ekki heyrt hvað kallað er niður á torginu,-en þar heyrð- ist kallað margraddað: „Koss! Koss!!“ hvað eftir annað. Loksins þóttust Andrew og Sarah heyra og skilja hvað fólkið vildi og þá stóð ekki á kossinum. „Nú, já, koss, - ekkert sjálfsagðara!“ J.R. í sængur- fata- auglýs- ingu! að vekur nokkra furðu manna, að sjá margmilljónera eins og Larry Hagman - J.R. í DALLAS - á síðum blaðanna í auglýsingu. Hann er með alhæstlaunuðu leikurum og fastan samning, en mikið vill meir, og aldrei fá sumir of mikið af peningum og hér sjá- um við hinn fræga J.R. sem, eins og þeir segja í Ameríku: allir elska að hata. Yfirskriftin í auglýsingunni var á þá leið, að hér mætti sjá tvö þekktustu nöfn Ameríku sænga saman: þ.e. J.R. og Cannon sængurföt! Hetjan læt- ur fara vel um sig í sérhönnuð- um rúmfötum, sem heita „Kaflar, rendur og þríhyrning- ar“, og svo eru auðvitað nátt- fötin í stíl. Við höfum nokkrum sinn- um séð J.R. í rúminu í DALLAS - en aldrei í nátt- fötum fyrr! Laugardagur 16. ágúst 1986 llililllllll! ÚTLÖND lÍllllllllllll Nýja Delhi — Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands sagði þjóð sína vera ákveðna í að hefja fertugasta sjálf- stæðisár sitt með baráttu er „binda myndi enda á hryðju- verk“. Hann bætti því við að senn yrði unnin bugur á ofbeld- isaðgerðum öfgafullra síkha. Lögreglan I Chandigarh um- kringdi aðsetur landstjórans í Punjabhéraði og handtók að minnsta kosti 190 síkha til að koma ( veg fyrir að óeirðir brytust út í tilefni þjóðhátíðar- dagsins sem var í gær. Karachi — Stuðningsmenn Benazir Bhutto leiðtoga stjórn- arandstöðunnar í Pakistan grýttu lögreglu og komu fyrir vegatálmunum til að mótmæla handtöku leiðtoga þeirra. Bhutto var haldið í fangelsi rétt fyrir utan Karachi, stærstu borg Pakistan. Ankara — Tyrkneskar her- flugvélar gerðu árás á staði í írak þar sem skæruliðarKúrda hafast við. Árásin var gerð fjórum dögum eftir að tólf tyrk- neskir hermenn létu lífið í átök- um við landamærin. Washington - Þrátt fyrir reiði repúblikana og hótanir frá Hvíta húsinu komst fulltrúa- deild Bandaríkjaþings nær samkomulagi um varnarmála- frumvarp fyrir árið 1987 sem inniheldur áður óþekkt and- mæli við varnarmálastefnu Re- agans Bandaríkjaforseta. Washington - Aiit virtist benda til að öldungardeild Bandaríkjaþings samþykkti harðari refsiaðgerðir gegn stjórn Suður-Afríku heldur en Reagan Bandaríkjaforseti vill að komið verði á. Öldungar- deildin er þó hógværari í mál- efnum Suður-Afríku en full- trúadeildin þar sem nánast al- gjört viðskiptabann var sam- þykkt fyrir stuttu. Beirút —Helsti hópur krist- inna hernaðarsinna í Líbanon hóf að draga menn sína frá strætum Beirútborgar til að stöðva skærur milli kristinna herfylkja. Bern — Svissnesk stjórn- völd hafa sent harðorð mót- mæli til utanríkisráðuneytisins í Zambíu en fimm svissneskir ferðamenn voru handteknir ( landinu fyrir rúmum hálfum mánuði síðan á þeim forsend- um að þeir væru njósnarar Suður-Afríkustjórnar. Ferða- mennirnir sögðust hafa mátt þola margvíslegar pyndingar. Manila — Búist er við að svissneskir bankar skili ríkis- stjórninni á Fillipseyjum ein- hverjum hluta peninga þeirra sem Marcos fyrrum forseti kom fyrir skömmu áður en hann "' 5i landið fyrr á þessu ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.