Tíminn - 16.08.1986, Page 6
6 Tíminn
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjóri:
Aðstoðarfréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Guðmundur Hermannsson
EggertSkúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Timans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Fjárhagsleg endur-
skipulagning fiskvinnslu-
fyrirtækja þolir ekki bið
Vandamál fiskvinnslunnar hafa verið í brenn-
idepli að undanförnu, vegna slæmrar rekstrar- og
eiginfjárstöðu ýmissa fiskvinnslufyrirtækja. Hér er
um mjög alvarleg vandamál að ræða þar sem
fiskvinnslan er einn af undirstöðuatvinnuvegum
okkar og burðarás atvinnulífsins í fjölmörgum
byggðarlögum.
Víða út um land hagar þannig til að fiskvinnslan
ber höfuð og herðar yfir aðra atvinnustarfsemi í
byggðarlögunum að umfangi, og veitir þorra fólks
atvinnu. Fiskvinnslufyrirtæki eru oft stærsti gjald-
andi opinberra gjalda og ef afkoma þeirra brestur
þá er voði fyrir dyrum, í viðkomandi sveitarfélagi.
Nú þarf að fara fram fjárhagsleg endurskipulagn-
ing fiskvinnslufyrirtækja og sú endurskipulagning
þolir ekki bið. Bankakerfið þarf að koma þar til
hjálpar og aðstoða við að breyta lánum fiskvinnsl-
unnar til lengri tíma þannig að greiðslubyrðin verði
léttari og bardaginn við skammtímaskuldirnar
skaplegri.
Pannig hagar víða til að eigendur fiskvinnslufyr-
irtækja eru einstaklingar sem lagt hafa ævistarf sitt
og eigur til þessara fyrirtækja, sveitarfélög sem eiga
allt sitt undir afkomu þeirra og ýmis almannasam-
tök. Þessir aðilar hafa ekki yfir digrum sjóðum að
ráða, til þess að auka hlutafé. Þessum aðilum
verður að skapa svigrúm til fjárhagslegrar endur-
skipulagningar og verður bankakerfið að koma þar
inn í myndina.
Þá er fiskvinnslunni nauðsynlegt að kostnaðar-
hækkunum innanlands sé haldið í skefjum, því
innlendar kostnaðarhækkanir sem eru úr takt við
gengisþróunina hafa reynst fiskvinnslunni þungar í
skauti, ásamt fjármagnskostnaðinum sem er gífur-
lega þungur baggi.
Gengisfelling er óhugsandi sem lausn á vanda
fiskvinnslunnar. Skuldir þjóðarinnar og þar með
þessa atvinnuvegar hækka og verðbólgudraugurinn
kemst á kreik á nýjan leik vegna kostnaðarhækk-
ana. Það er versti kosturinn fyrir fiskvinnsluna,
sem og aðrar atvinnugreinar.
Bankakerfið hlýtur að verða að koma hér til
aðstoðar og leita úrlausnar á því með hverjum hætti
lánsfé verður beint í þessa undirstöðu. Pá er átt við
lánsfé til fjárhagslegrar endurskipulagningar.
Lánsfé hefur í verulegu mæli verið beint til
fjárfestingar í verslun og viðskiptum. Það er
kominn tími til og þolir ekki bið að undirstaðan
hafi forgang í þessu efni.
Laugardagur 16. ágúst 1986
illlllllllllllllHIIHI MENN OG MÁLEFNI ' ' : ■' ■ ;"t'!■: :!N:':'j:!tírl-;'f l'Ji!
Ingvar Gíslason, alþingismaður skrifar:
Hvers vegna fráfælist
unga fólkið undirstöðu-
greinar atvinnulífsins?
Nýlega hafa verið birtar ýmsar
upplýsingar varðandi könnun sem
fram fór á vegum félagsvísinda-
dcildar Háskóla íslands um fram-
tíðarsýnd íslenskra skólanema.
Könnun af þessu tagi er meiriháttar
skoðanakönnun og virðingarverð
tilraun til þess að komast að því
hvernig unglingar sjá framtíðina
fyrir sér. En eins og vandað hefur
verið til framkvæmda á skoðana-
könnun þessari, eins verður að gcra
kröfu til þess að menn vandi sig við
að sýna niðurstöðurnar og draga
ályktanir af þeim. Það er engan
veginn augljóst mál. Flókin skoð-
anakönnun skýrir sig aldrei sjálf,
og túlkun á upplýsingum skoðana-
kannana er vandasöm.
Alþýðublaðið fjallar um þessi
efni í forystugrein nýverið. Að
meginefni er þessi forystugrein Al-
þýðublaðsins, sem nefnist Skóla-
kerfið og undirstöðuatvinnu-
vegirnir, lýsandi dæmi um fljót-
færnislegar ályktanir margra sem
fjalla unt þjóðfélagsmál, svo að
vcruleg ástæða er til að vara við
slíkum einföldunarkenningum eins
og þar koma fram.
Alþýðublaðið segir að ýmsir telji
sig verða vara við það að unga
fólkið sé orðið fráhverft undir-
stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar,
sjávarútvegi, fiskvinnslu og land-
búnaði. Þetta virðist hljóta stað-
festingu í könnun Háskólans á
framtíðarsýn skólanemenda, og er
vissulega ástæða til að láta sér
bregða viðslík tíðindi. Væri gagn-
legt ef ráðamenn þjóðarinnar
veittu þessu athygli og leituðu
svara við því hver sé ástæða þess
að svo er komið að unga fólkið vill
flest annað gera en vinna í undir-
stöðugreinum atvinnulífsins.
Alþýðublaðið lýsir sinni skoðun
á þessu og kennir skólunum um
það að unga fólkið sé fráhverft því
að hasla sér völl í sjávarútvegi og
landbúnaði. Þessi skýring Alþýðu-
blaðsins er í höfuðatriðum röng.
Skólarnir og skólakerfið ráða
minnstu í þessu efni. Þar eru allt
önnur öfl að verki. íslenskt skóla-
kerfi er ekki fullkomið og það þarf
vissulega að þróast betur, en sann-
leikurinn er sá að íslenska skóla-
kerfið stendur í fáu að baki skóla-
fyrirkomulagi í öðrum löndum.
fslensk kennarastétt vill áreiðan-
lega standa í stöðu sinni og gerir
það. Það er fráleitt að umbyltingar
í skólakerfinu getið orðið til þess
að bæta úr því vandamáli, sem hér
um ræðir.
Léleg kjör
Vandinn liggur í öðru en skóla-
kerfinu. Hann liggur m.a. í stjórn
fyrirtækja og aðbúnaði og atlæti
við þá sem vinna við undirstöðu-
greinar atvinnulífsins. Kjör vinn-
andi fólks eru ekki nógu góð á
íslandi. Áhrifaöfl þjóðfélagsins,
stjórnendur fyrirtækja, forystu-
menn stéttarfélaga, stjórnmála-
menn og fjölmiðlar, - jafnvel for-
eldrar - ráða hér mestu. Þessi öfl
móta þjóðfélagsviðhorfin og af
þeim draga unglingarnir ályktanir
sínar um það sem þeim á að vera
fyrir bestu. Það er ekki nema ein
leið til þess að fá ungt fólk til þess
að vinna á sjó, í fiskvinnslu og við
sveitastörf: Að því séu búin
mannsæmandi kjör hvað varðar
laun, vinnutíma og atlæti á vinnu-
stað. Það verður ekki gert með því
að æsa ráðamenn í menntamála-
ráðuneytinu (e.t.v. í samvinnu við
Seðlabankann) upp í það að bylta
skólakerfinu. Við það mun ekkert
vinnast. Menntamálaráðherra hef-
ur ekki stuðning stjórnarliða til að
ástunda einhvers konar prívat bylt-
inarstarfsemi í ráðuneyti sínu með-
an hann situr þar fremur en aðrir
ráðherrar. Hann ætti að hafa nóg
með að framkvæma þá löggjöf sem
Alþingi hefur fengið honum í
hendur. Skólakerfið á íslandi er
trúlega mun betra í raun og betur
upp byggt að sínu leyti en flest það
sem varðar uppbyggingu og stjórn
atvinnuvega og fjármálastofnana,
skiptingu þjóðartekna, kjaramál
og viðhorf ráðandi þjóðfélagsafla
til vinnuframlags þeirra, sem starfa
í undirstöðugreinunum.
Þórarinn Þórarinsson:
Nauðsynlegt að endur-
skoða gengisskráningar-
reglur Seðlabankans
Annars eru frystihúsin í stórfelldri hættu
og viðreisnarstefna ríkisstjórnarinnar
Tvennt hefur gerst í efnahags-
málum íslendinga að undanförnu,
sem hlýtur að valda áhyggjum.
Hið fyrra er að hraðfrystihúsin
eiga við vaxandi efnahagsvanda að
stríða og veldur þar mestu lækkun
dollarans. Á mörgum útgerðar-
stöðum vofir yfir að fiskvinnslan
dragist stórlega saman með til-
heyrandi fólksflótta þaðan til
Reykjavíkursvæðisins.
Hið síðara er að framfærsluvísi-
talan hefur farið yfir hið svonefnda
rauða strik og veldur þar mestu
hækkun sú, sem hefur orðið á
gjaldeyri Evrópuríkja. Þessi hækk-
un hefur leitt til aukinnar dýrtíðar.
Af hálfu samtaka fiskvinnslufyr-
irtækja hefur því verið haldið fram,
að því hafi verið lofað, þegar
samið var um kjaramálin í sumar,
að skráningu dollars yrði haldið
óbreyttri. Um þetta voru að vísu
ekki gerðir skriflegir samningar.
Hins vegar trúi ég því fastlega, að
maður eins og Sigurður Markússon
myndi ekki halda þessu fram, ef
það væri ekki rétt.
Gengisskráningarreglur Seðla-
bankans munu nu byggðar á ein-
hverju meðaltali, sem kann að eiga
ýmis rök frá háfræðilegu sjónar-
miði. Það, sem skortir á í þeim er
nægjanleg sveigja, sem taki tillit til
íslenskra sérástæðna. Óhugsaðar
breytingar á erlendum gjaldeyri’
geta því haft óheppilegri breyt-
ingar á efnahagsmál þjóðarinnar
en menn gera sér ljóst fyrirfram.
Þessi hefur nú orðið raunin í
sambandi við afkomu frystihús-
anna og rauða strikið.
Það er vafalítið öllum ljóst, að
sjávarútvegurinn og fiskvinnslan
eru helsta undirstaða fjárhagslegr-
arafkomu þjóðarinnar. Fiskvinnsl-
an er ekki minna mikilvæg, því að
án hennar gæti sjávarútvegurinn
ekki þrifist. Frystihúsin eru jafn-
framt ein mikilvægustu atvinnufyr-
irtæki dreifbýlisins. Án þeirra er
framtíð þess í hættu.
Eigi að koma grundvelli undir
þá efnahagsstefnu, sem útilokar
margfalt meiri verðbólgu hér en
annars staðar, verður að samræma
gengisskráningarreglurnar þeirri
stefnu.
Þetta verður að hafa í huga,
þegar reglur eru settar um gengis-
skráninguna. Þær þurfa að hafa
sveigju, svo að hægt sé að taka
nauðsynlegt tillit til sérstæðrar
stöðu atvinnuveganna og verðlags-
þróunarinnar innanlands. Þessi
sveigja virðist ekki nægileg nú. Að
sjálfsögðu verður að taka nokkurt
tillit til gengisþróunar erlendis, en
það má ekki vera allsráðandi. Eigi
efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar
að heppnast verður að endurskoða
gengisskráningarreglur Seðla-
bankans og samræma þær betur
sérstöðu íslenskra atvinnuvega og
baráttunni gegn verðbólgunni.