Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Sunnudagur 17. ágúst 1986 íiillllliiillllill! ÁRNAÐ HEILLA ■-i".'iil^ Áttræður: Jón Á. Jóhannsson, ísafirði I'að er mjög við hæfi að Tíminn minnist þess að Jón Á. Jóhannsson er áttræður í dag. Hann er fæddur á Auðkúlu í Arnarfirði 16. ágúst 1906. Foreldar hans voru Jóhann Jónsson, skipstjóri og kona hans Bjarney Friðriksdóttir. Nánar til tekið er fæðingarstaður Jóns Lónseyri, scm var grasbýli við Auðkúlusjó, en seinna höfðu foreld- ar hans búskap á Auðkúlu. Friðrik afi Jóns var sonur sr. Jóns Ásgeirssonar en frændur þeirra Holtspresta og Jóns forseta hafa löngum verið afbragðsmenn að lík- amlegu atgervi ekki síður en and- legu. Hér verður ekki rakin ævisaga Jóns Jóhannssonar. Hugur hansstóð til mennta í æsku og hann var í námi hjá scra Böðvari Bjarnasyni á Hrafnseyri. En svo féll faðir hans frá og þá fóru æskuárin til að hjálpa móðurinni við uppeldi yngri systkina svo að ekki varð úr annarri skóla- göngu. Jón fluttist til ísafjarðar og varð lögregluþjóðnn þar, en seinna var hann skattstjóri í Vesturlands- umdæ.mi. Hann var lengi í fremstu röð í starfi Framsóknarmanna á ísafirði. Og þegar myndað var kjör- dæmissamband eftir breytinguna 1959 var Jón Á. Jóhannsson formað- ur þess fyrstu árin. Hér vitna ég til orða sem einn af forustumönnum pólitískra andstæð- inga Jóns hafði um hann og þýðingu hans fyrir Framsóknarflokkinn á ísa- firði. Hann sagði að flokknum væri ómetanlegt að hafa slíkan fyrirmann - „mann sem öllum verður að þykja vænt um". Þetta eru viðurkenningar- orð, - og þau eru sannmæli. Nú situr Jón Á. Jóhannsson á friðarstól ellinnar og segist hættur afskiptum. Þegar við hann er rætt um mannfélagsmálin kentur mér þó í hug hið fornkveðna: „Sarnur er í þér hugurinn, fóstri“. Enn er hann hollur og trúr þeirri lífsskoðun sem skipaði okkur saman í flokk, trúr draumnum um frjálsa menn og góða þegna, sem verja rétt sinn og sækja af fullri einurð en ætlast til nokkurs af sjálfum sér. Það er samvinnustefna sem gerir ráð fviir ábyrgum félagsmönnum. Ur hópi vina iog samstarfsmanna Jóns sendi ég honum og Oktavíu komu hans afmæliskveðju og þakkir. Ellin sækir nú fast að en enn eiga þau heimili sitt saman. Dætur þcirra tvær eru giftar og búsettar á ísafirði og hafa daglegt santband við foreldra sína, en þriðja dóttirin er í Reykja- vík með sína fjölskyldu. Við óskum þeim hjónum góðrar elli í samræmi við farsælt og fagurt samlíf. H.Kr. 5AMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA3 105REYKJAVÍK SÍM1(91)81411 Tilboö óskast í eftirtaldar hafa í umferðaróhöppum: Volvo 744 GL Ford EscortXR31 Peugoet 505 Diesel GRD Fiat 127 HondaCivic Volvo 345 MMCColt1200GL Oldsmobile Subaru 1600 Chevrolet Malibu Classic HondaCivic ToyotaCorolla bifreiðir sem skemmst árgerð 1986 árgerð 1985 árgerð 1984 árgerð 1984 árgerð 1983 árgerð 1982 árgerð 1982 árgerð 1980 árgerð 1979 árgerð 1978 árgerð 1977 árgerð 1977 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, þriðju- daginn 19. ágúst 1986 kl. 12-16. Á sama tíma: ÁKópaskeri: Mazda626 árgerð1981 í Ólafsvík: Ford Escort 1300 árgerð 1984 Tilboðum sé skilað til samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 2, mið- vikudaginn 20. ágúst 1986. Leiðbeiningar fyrir handlagna Eins og mörgum mun vera kunn- ugt hafa orðið töluverðar breyting- ar á verslun Hagkaups í Skeifunni undanfarna mánuði. Ein helsta breytingin var stofnun nýrrar deild- ar innan verslunarinnar, sem ætluð er sérstaklega fyrir þá sem vilja takast á við viðhald og viðgerðir, smíðastörf og lagfæringar, garð- yrkju og gangstéttagerð á eigin spýtur. Deildir sem slíkar eru afar vinsælar erlendis, en þar ganga þær undan samheitinu „Do it Yourself Departments" í Hagkaupsverslun- inni í Skeifunni ber deildin nafnið „Hendur fram úr ermum". Þessari vinnu- og tómstunda- deild Hagkaups hefur verið afar vel tekið af viðskiptavinum fyrir- tækisins, enda er þetta ein af fyrstu verslunardeildum sinnar tegundar hérlendis. Hendur fram úr ermum er skipu- lögð sem sjálfsafgreiðsludeild - þannig að viðskiptavinir deildar- innar geta kynnt sér vörurnar og notkunarmöguleika þeirra ítarlega áður en þeir festa kaup á þeim. Vöruúrval er fjölbreytt og mikið, - allt frá skrúfum upp í sláttuvélar og svo að segja allt jrar á milli. Starfsfólk deildarinnar er einnig reiðubúið að veita viðskiptavinum sínum hvers konar upplýsingar um notkun og nýtingu hinna ýmsu efna og verkfæra, sem eru á boð- stólum fyrir þá sem ætla sér að láta hendur standa fram úr ermum. í sambandi við þessa upplýsinga- þjónustu hefur Hagkaup bryddað upp á nýjung fyrir Hendur fram úr ermum og þá sem þar versla. Nýjungin felst í útgáfu 11 bækl- inga, sem hver um sig sýnir í myndum og máli hvernig hægt er að bera sig að við hin ýntsu verk, sem oft á tíðum vilja vefjast fyrir áhugamönnum. Bæklingarnir heita: 1. Pípulagnir í þvottahúsinu. 2. Gardínubrautir og stangir. 3. Að tengja krana. 4. Að tengja handlaug. 5. Hvernig leggja á korkgólfflísar. 6. Hvernig leggja á speglaflísar. 7. Að tengja eldhúsvask. 8. Málningarvinna. 9. Að koma fyrir hurð. 10. Stigagerð. 11. Lakkmálning - hvernig full- kominn árangur næst. fm 9 Fræðslumiðstöð iðnaðarins auglýsir: NÁMSKEIÐ UM VÖKVAKERFI, 60 stundir, verður haldið dagana 22.-30. ágúst, kl. 9.00-16.00 alla dagana, reynist þátttaka nægileg. Námskeiðsstaður: Borgartún 6, 4. hæð. Verð kr. 12.000.- Innifalin vönduð hand- og kennslubók, léttur hádegisverður og kaffi. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. Átímabilinu 1. mai til 30. sept. A timabilinu 1. júni til 31. ágúst Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottfor rútu til Rvk Þriðjudaga Frá Stykkishólmi kl 14.00 eftir komu rútu Fra Brjánslæk kl 18 00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga. Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14 00. eftir komu rutu Laugardaga: Fra Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar Fra Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Viðkoma i inneyjum A timabilinu 1. júlí til 31. ágúst Fra Brjánslæk kl 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09 00 Frá Brjánslæk kl 14 00 Til Stykkishólms kl 18 00. fyrir brottfor mtu Viðkoma er avallt i Flatey a baðum leiðum. Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkishólmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkisholmi, s.: 93-8120 Frá Brjánslæk: Hja Ragnari GuðmundssynL' Brjanslæk, s.. 94-2020. ' Útboð Hagkaup hf. Lækjargötu 4, Reykjavík, óskar eftir tilboði í niðurfelld loft og lampa fyrir verslanir á 1. og 2. hæð norðurhúss í verslanamiðstöð í Kringlu- mýri í Reykjavík. Tilboð óskast í eftirtalið efni: A. Málm panilloft fyrir 1. hæð 2000 m2 B. Málmplötuloft fyrir 2. hæð 1525m2 C. Lampafyrir 1. hæð 333 m2 D. Lampafyrir 2. hæð 78 m2 Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen hf. Ármúla 4, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 19. ágúst 1986 gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu 4, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þriðju- daginn 23. september 1986 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup hf., Lækjargötu 4, Reykjavík. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMUI.A 3 108 RK/KJAVIK SÍMI (91)681411 Sölumaður Óskum eftir sölumanni í bifreiðadeild. Samvinnu- skólapróf eða hliðstæð menntun æskileg, ásamt hæfileikum í mannlegum skamskiptum. Allar frek- ari upplýsingar hjá starfsmannshaldi Ármúla 3, síma 681411. Samvinnutryggingar G.T. Verslunarstjóri - Mývatnssveit Starf útibústjóra við verslun okkar í Reykjahlíð Mývatnssveit er laust \\\ umsóknar. Umsóknarfrest- ur er til 31. ágúst n.k. Fylgja skal umsókn upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf. Upplýsingar um starfið gefa Hreiðar Karlsson eða Haukur Logason í síma 96-41444. Kaupfélag Þingeyinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.