Tíminn - 16.08.1986, Page 12
12 Tíminn
S.U.F.- þing
Sambandsþing SUF hiö 21. veröur haldið í Hrafnagils-
skóla í Eyjafirði 29.-30. ágúst 1986.
Dagskrá:
Föstudagur 29. ágúst.
1. kl. 16:00 Mæting
2. kl. 17:00 Þingsetning,
Finnur Ingólfsson formaður SUF.
3. kl. 17:15 Kosning starfsmanna þingsins: a. Þingforsetar(2) b. Þingritarar(2) c. Kjörnefnd(8)
4. kl. 17:20 Skýrsla stjórnar a. Formanns b. Gjaldkera
5. kl. 17:45 Ávörp gesta
6. kl. 18:00 Framsóknarflokkurinn. Afl nýrratíma. a. Staða Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum. b. Niðurstöðurþjóðmálakönnunar SUF c. Megináherslur Framsóknarflokksins í stjórnmálum næstu árin.
7. kl. 19:00 Kvöldverður
8. kl. 20:00 Kynning á drögum að ályktunum. a. Stjórnmálaályktun b. Megináherslur Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum næstu árin.
9. kl. 20.30 Almennarumræður
10. kl. 22:30 Kvöldvaka
Laugardagur 30. ágúst.
1. kl. 8:00 Morgunverður
2. kl. 8.30 Nefndarstörf a. Stjórnmálanefnd b. Flokksmálanefnd
3. kl. 12:00 Hádegisverður
4. kl. 13:00 Knattspyrna, sund
5. kl. 14:00 Kynning á álitum nefnda, umræður og afgreiðslamála.
6. kl. 17:30 Kosningar
7. kl. 18:00 Önnurmál
8. kl. 19:30 Þingslit
9. kl. 20:00 Kvöldskemmtun.
Sunnudagur 31. ágúst
1. kl. 10:00 Morgunverður
2. kl. 12:00 Lagt af stað frá Hrafnagilsskóla.
Stjórnin
Nýr lífsstíll
Breytt þjóðfélag
Ráðstefna í Glóðinni í Keflavík laugardaginn 13.
septembernk. Allirvelkomnir. Nánarauglýstsíðar.
Landssamband framsóknarkvenna
Vesturland
Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vestur-
landskjördæmi verður haldið í Borgarnesi dagana
5. til 6. september nk.
Stjórnin
Héraðsmót
Hiö árlega héraösmót framsóknarmanna í Skagafirði
verður haldiö í Miðgaröi laugardaginn 30. ágúst.
Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi. Dagskrá
nánar auglýst síöar.
Nefndin
Vestfirðir
Kjördæmaþing framsóknarmanna á Vestfjöröum verður haldiö á
Reykhólum 5,-6.september n.k.
Nánar auglýst síöar.
Stjórnin
lllllllllllllllll DAGBÓK llllll
Messur:
Minnst 200 ára afmælis
Reykjavíkur
Árbæjarpreslakall
Guðsþjónusta í safnaðarheimili Ár-
bæjarsóknar kl. 11 árdegis. Ingólfur S.
Sveinsson læknir varaborgarfulltrúi flytur
stólræðuna. Guðrún Ágústsdóttir borg-
arfulltrúi flytur ávarp í lok messunnar.
Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmund-
ur Þorsteinsson.
Áskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sigrún
Magnúsdóttir borgarfulltrúi predikar og
Elfn Ólafsdóttir varaborgarfulltrúi les
ritningarorð. Kristín Sigtryggsdóttirsyng-
ur einsöng. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns-
son.
Bústaðakirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 með þátt-
töku borgarfulltrúanna Jónu Gróu Sig-
urðardóttur, Júlíusar Hafstein og Páls
Gíslasonar sem flytur stólræðuna. Ein-
söngvari Ingibjörg Martcinsdóttir. Söng-
stjóri Guðni Þ. Guðmundsson organleik-
ari. Sr. Ólafur Skúlason.
Dómkirkjan
Hátíðarmessa kl. 11. Frú Katrín Fjcld-
sted læknir og borgarfulltrúi predikar.
Borgarfulltrúar lesa ritningartexta en
Dómkirkjuprestarnir þjóna fyrir altari.
Sr. Þórir Stephensen.
Hátíðarmessa kl. 14. Biskup íslands
hr. Pétur Sigurgeirsson predikar. Dóm-
kirkjuprestarnir og dómprófastur sr.
Ólafur Skúlason vígslubiskup þjóna fyrir
altari ásamt biskupi. Sr. Þórir Stephen-
sen.
Landakotsspítali
Kl. 10. Messa í Landakotsspítala. Org-
anisti Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir
Stephensen.
Fella- og Hólakirkja
Guðsþjónusta k'l. 14. Skírn og altaris-
ganga. Ræðuefni: „Undrið að heyra og
sjá“. Stólvers, Lofsöng eftir Beethoven.
syngur Ágústa Ágústsdóttir sópransöng-
kona. Fríkirkjukórinn syngur. Söngstjóri
og organisti Kjartan Sigurjónsson í fjar-
vcru Pavels Smid. Sr. Gunnar Björnsson.
Grensáskirkja
Hátíðarmessa kl. 11. Ritningarlestur
annast Egill Skúli Ingibergsson fyrrv.
borgarstjóri og Birgir IsleifurGunnarsson
fyrrv. borgarstjóri flytur ávarp. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur undir
stjórn Harðar Áskelssonar. Sr. Karl Sig-
urbjörnsson.
Háteigskirkja
Messa kl. 11. Guðrún Zöega varaborg-
arfulltrúi flytur ritningarorð. Sr. Tómas
Sveinsson.
Kópavogskirkja
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11
árdegis. Sr. Árni Púlsson.
Laugarnesprestakall
Laugardag 16. ágúst. Guðsþjónusta í
Hátúni 10 b 9. hæð kl. 11. Sóknarprestur.
Landspítalinn
Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Langholtskirkja
Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Orgel- og
kórstjórn Örn Falkner. Davíð Oddsson
borgarstjóri predikar. Sr. Frank M. Hall-
dórsson. Miðvikudag: Fyrirbænamessa
kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Sig-
hvatur Jónasson. PrcsturSr. SólveigLára
Guðmundsdóttir.
Fréttatilkynning
Akstur vagna SVR 18. ágúst
1986
Vagnarnir aka eftir tímaáætlun virka
daga fram til kl. 13.00, en síðan eftir
áætlun helgidaga. Með því fyrirkomulagi
eru vagnarnir best í stakk búnir að gegna
hlutverki sínu 18. ágúst.
Aukavagnar verða til taks eftir þörfum
til að flytja þátttakendur í hátíðarhöldun-
um að og frá ntiðborginni.
Athygli er vakin á að víkja verður frá
venjulegum aksturslciðum.
Frá kl. 13.00 til kl. 19.00 aka vagnar á
leiðum 2,3,4 og 5 Skúlagötu og Tryggva-
götu í vesturátt, með viðkomu við Toll-
stöðina.
Leiðir 15 A og 17 verða með endastöð
á Hverfisgötu gegnt Þjóðleikhúsi til kl.
01.00. Ekið verður á hálftíma fresti á leið
15 A frá kl. 13.00-01.00 þennan dag.
Leiðri 6,7,13 og 14 aka Aðalstræti,
Hafnarstræti og verða með endastöð við
Tollstöðina.
Frá kl. 19.00 verður brevting á akstri
vagnanna frá því sem var um miðbik
dagsins.
Leiðir 2,3,4 og 5 aka Laugaveg, Ing-
ólfsstræti og Hverfisgötu og verður enda-
stöð við Hverfisgötu austan Ingólfsstrætis
(gegnt Safna- og Þjóðleikhúsi).
Vagnar á Ieið 2,3, og 4 á vesturleið fá
endastöð við Tollstöð.
Vagnar á leiðum 5,6,7,13 og 14 aka
eftir kl. 19.00 um Fríkirkjuveg, Vonar-
stræti og Suðurgötu og verður endastöð
þeirra í Vonarstræti.
Athygli er vakin á að eftir kl. 19.00
rofnar akstur vagna á leiðum 2,3,4 og 5
þannig. að vagnar á austurleið verða með
endastöð á Hverfisgötu gegnt Þjóðleik-
húsi, en á vesturleiö við Tollstöð, nema
leið 5 sem verður með endastöð í Vonar-
stræti á leið sinni í Skerjafjörð.
Ókeypis verður ■ vagnana allan daginn.
Sunnudagsferðir F.í.
1. kl. 08.00: Þórsmörk - dagsferð, en
ntöguleikar á ntismunandi langri dvöl
í Skagfjörðsskála.
2. Kl. 10.00: Frá Hjaröarholti í Kjós á
Skalatind að Mógilsá. Nýstárleg
gönguferð yfir Esju.
3. Kl. 10.00 Reykjavík og nágrenni -
söguferð í tilefni 200 ára afmælis
Reykjavíkurborgar. Fararstjóri Páll
Líndal. Ath. breyttan brottfarartíma,
- en engin ferð er nú kl. 13.00.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bfi. Frítt fyrir
börn í fylgd fullorðinna.
Útivistarferðir Ferrtafe,aR ,s,ands-
ásunnudag 17. ágúst
Kl. 10.30 : Lækjurbotnar - Ártún -
Elliðaárdalur - Grófin. Gamla Þjóðleiðin
lá um Reiðskarð hjá Ártúni. Hægt er að
styíta leiðina til 13.30 við Elliðaárstöðina
en þá fer rúta þaðan.
Kl. 13.00: Ganila þjóðleiðin um
Kcykjavík. Gengið frá Elliðaánum neðan
Ártúns um Bústaðaholt, Öskjuhlíð,
Skólavöruholt og Arnarhól í Grófina.
Frítt fyrir börn mcð fullorðnum. Brottför
frá BSÍ, bensínsölu, 10 mín. fyrir auglýst-
an tíma úr Grófinni (Grófartorgi). Geng-
ið elstu þjóðleið landsins í tilefni 200 ára
afmælis Reykjavíkurborgar.
Málverkasýning í
Listamannaskálanum
í Hveragerði
Finnsku listmálararnir Elína Sand-
ström og Jultani Taivajárvi halda mál-
verkasýningu í Listmannaskálanum í
Hveragerði 15.-24. ágúst. Þau hafa haldið
sýningar árlega hér á landi um langt skeið.
Á þessari sýningu hefur Elína 20 vatns-
litamyndir og nokkrar smámyndir málað-
ar með olíu- og akryllitum. Margar þeirra
eru af íslensku landslagi.
Vatnslitamynd úr Þórsmörk eftir Elinu
Sandström, sem sýnir nú í Listamanna-
skálanum í Hveragerði ásamt Juhani
Taivajarvi.
(Pétur tók myndina nmmludag kl. 14.00)
Júhani hefur einnig íslenskt stef fyrir
sínar myndir í þetta sinn. Hann hefur alls
12 olíumálverk með á sýningunni.
Þá eru einnig með nokkrar myndir
eftir Paula Sychold og Arto Aalto. Paula
hefur sýnt áður hér og hún málar oftast
fuglamyndir. Arto Aalto sýnir í fyrsta
sinn á fslandi, og hefur hann sex vatnslita-
myndir á sýningunni.
Sýningin byrjar föstudaginn 15. ágúst
og stendur fram til 24. ágúst.
Laugardagur 16. ágúst 1986
Sveppanámskeið,
sveppatínsluferð
Eins og undanfarin ár mun hið íslenska
Náttúrufræðifélag halda námskeið í
greiningu sveppa. Aðaláherslan verður
lögð á greiningu sveppa til matar, en
einnig verða kynntir sveppir sem ber að
varast. Námskeiðið verður haldið mið-
vikudagskvöldið 20. þessa mánaðar í húsi
Líffræðistofnunar að Grensásvegi 12 (3.
hæð). Þeir sem hafa áhuga á námskeiðinu
eru beðnir að skrá sig í síma Náttúru-
fraðistofnunar (29822) fyrir 19. ágúst.
1 tengslum við námskeiðið verður farin
sveppatínsluferð í Skorradal sunnudag-
inn 24. ágúst. Lagt verður af stað í ferðina
frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 árdegis.
Leiðbeinandi verður Eiríkur Jensson.
Torfhleðslunámskeið
í Vatnsmýrinni
um helgina
Torfhleðslunámskeið verður haldið í
Vatnsmýrinni um næstu helgi, laugardag
ogsunnudag 16.-17. ágúst kl. 10.00-18.00
báða dagana. Hleðslumenn Sveinn Ein-
arsson og Tryggvi Hansen leiðbeina í
Vatnsmýrinni. Þeir hafa saknað að ekki
skuli fleiri garðyrkjumenn og garðarki-
tektar koma og kynna sér torfhleðslu
þeirra. því hún kemur að miklum notum
við uppbyggingu og skipulagningu garða.
Gróðureyðing og endurheimt
landgæða
Þetta er bæklingur, sem gefinn er út af
námsgagnastofnun í ár. Höfundar eru
Ingvi Þorsteinsson og Sigurður Blöndal.
Fyrsta grein heitir Gróðureyðing á jörð-
inni. sú næsta Náttúrulegt gróðurfar Is:
lands fjallar um umhverfisþætti. sem
móta góður landsins og eru margar falleg-
ar myndir í þcirri grein. Áhrif beitar
skýrir frá beitarrannsóknum hér á landi
og þeim áhrifum, sem ofbeit hefur á
landið. Þá er grein um Aðgerðir gegn
eyðingunni og önnur sem nefnist Endur-
heimt horfinna landgæða. Skrifað er um:
Ræktun, Votlendi, Uppgræðslu ógróins
lands og að síðustu Horft til framtíðar.
Káputeikningu gerði Áslaug Sverris-
dóttir og aðrar teikningar í bökinni Aðal-
heiður Valgeirsdóttir. Margir eru höfund-
ar Ijósmynda, en flestar ljósmyndir eru
eftir Sigurð Blöndal.
Útgefandi að Stefni er Samband ungra-
sjálfstæðismanna. en ritstjóri Þór Sigfús-
son. Ritstjórnargrein fjallar um ástand
mála að loknu sveitarstjórnarkosningum,
Þá er skrifað um „Stjórnarsamstarf eftir
kosningar". Það eru þeir Guðmundur
Magnússon, Birgir ísleifur Gunnarsson,
Friðrik Sophusson og Halldór Blöndal,
sem skrifa um þctta efni. Óli Björn
Kárason blaðamaður skrifar: Hugleiðing-
ar um ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins.
Geir H. Haarde varar í grein sinni við
„Nátttröllum nútímans". „Kristin trú og
sambyggjan" heitir grein eftir Þór Sigfús-
son. Framsýni Sakharovs er heiti greinar
eftir Sigurð M. Magnússon kjarneðlis-
fræðing og formann utanríkismálanefnd-
ar SUS. Ljóð eru í ritinu eftir Tómas
Guðmundsson skáld í tilefni 200 ára
afmælis Reykjavíkur. Róttæk byggða-'
stefna heitir grein eftir Einar K. Guð-
finnsson stjórmálafræðing. Margt fleira
er í blaðinu sem er um 50 bls.