Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriöjudagur 26. ágúst 1986 Mikill munur á framleiðsluveröi kartaflna milli landa: Danskir kartöf lubændur fá aðeins 6,84 krónur á kíló Austurlandsvegur lokaður í rúmlega 8 klst: Bíll valt yfir brúar- handriðið - á Kaldaklifsá - meðan íslenskir bændur fá 32-33 krónur „Á s.l. hausti fengu jóskir kar- töflubændur 0,60 u.kr. fyrir eitt kíló af 1. flokks kartöflum," sagði Agnar Guðnason, yfirmatsmaður garð- ávaxta í dagblaðsgrein nýlcga. Kar- töfluverð til danskra bænda hefur þá samsvarað 2,54 kr. íslenskum fyrir kílóið miðað við gengi danskrar krónu þann 1. október 1985. Þann I. október 1985 var skráð verð til íslenskra kartöflubænda 21,24 kr. kílóið, eða rúmlega 8 sinnum hærra en hjá Dönum. Spurður sagði Agnar þetta vcrð, 60 aura danska, hafa verið skráð verð á algengustu kartöflutegund- inni hjá þeim dönsku í fyrrahaust og þá miðað við flokkaðar kartöflur. Kartöflumjölsverksmiðjur, sem kaupi óflokkaðar kartöflur, og kar- töfluverksmiöjur sem ekki setji fyrir sig aö kartöflur sóu útlitsgallaðar, t.d. Ijótt hýði, hafi hins vegar borgað 50-55 aura á kíló, eða 2,12 til 2,33 kr. íslcnskar á kíló miðað við I. okt. ’85. Dönskum kartöflubændum þyk- ir þó mjögeftirsóknarvert að komast á samning hjá þessum verksmiöjum og fá færri en vilja að sögn Agnars. Hcr bcr að vísu að taka nteð í reikninginn að eðlileg haustupp- skera á hektara er um þrisvar sinnum meiri í Danmörku en úr íslenskum kartöflugörðum, að sögn Agnars. í síðustu viku fengu danskir kar- töflubændur 1,30 kr. danskar, eða 6,84 kr. íslenskar fyrir kílóið af snemmsprottnum 1. flokks kartöfl- um. Eftir verðlækkun nú um helgina var verð til framleiðenda hér 32-33 krónur á kílóið samkvæmt upplýs- ingum í Ágæti og hjá Þykkvabæjar- kartöflum í gær. Þarna er um tæp- lega fimmfaldan verðmun að ræða. Vcrði endanlegt haustverð nú um 20% hærra í báðum þessunt löndunt en í fyrra, mundu dönsku bændurnir fá um 3,80 kr. íslenskar fyrir kílóið (gengi danskrar krónu í gær) en þeir íslensku um 25,50 kr. En verð til bænda segir ekki ncma brot af sögunni í Danmörku fremur en á íslandi. Agnar sagði að dönsk- um bænduni sem hann ræddi við hefði þótt alveg ægilegt að kartöflur sem þeir seldu á 2,54 kr. ísl. kílóið voru á sama tíma seldar í Kaup- mannahöfn á verði sem svaraði allt frá 6,80 kr. og upp f 27.10 íslenskar krónur á kíló, enda verslunarálagn- ingin frjáls í Kaupmannahöfn. -HEI 21. aldar bíll Vöruflutningabifreið með tengivagni frá Kaupfélagi A- Skaftfellinga keyrði utan í brúar- handriðið á Kaldaklifsá í Austur- Eyjafjallahreppi um kl. 19:00 á sunnudagskvöldið með þeim af- leiðingum að bifreiðin valt yfir brúarhandrið en tengivagninn og aftari hluti bifreiðarinnar hékk á brúarhandriðinu. Ökumann sak- aði ekki við umferðaróhappið, en Austurlandsvegur var lokaður allri umferð til kl. rúmlega þrjú á mánudagsnótt. Tveir kranabílar drógu bílinn af brúnni og er bíllinn mikið skemmdur, eða jafnvel ónýtur. Umferð um Aust- urlandsveg varð að fara yfir vað á Kaldaklifsá á meðan bifreiðin var á brúnni, en allra minnstu bílar urðu þó að bíða uns búið var að fjarlægja bílinn af brúnni. ABS Um helgina var kynntur hjá Heklu hf. nýr tilraunabíll frá Mitsubishi verksmiðjunum, MP-90X. Bíll þessi er árangur áratuga rannsókna sér- fræðinga verksmiðjanna. Ýmsarnýj- ungar eru kynntar í hinum nýja bíl, svo sem fullkomið leiðsögukcrfi sem tengt er við gervihnött og auðveldar það mjög staðarákvörðun og leiða- val í akstri. Einnig er fullkomið kerfi skynjara, sem nema breytt ökuskil- yrði og óvæntar hættur sem á vegi bi'Isins geta orðið og aðlaga akstur hans eftir þeim upplýsingum. Ný- stárlegt útlit sóttu hönnuðir til nátt- úrunnar, þar sem þeir notuðu höfr- unginn sem fyrirmynd. Island er áttunda landið sem bíll- inn heimsækir og kom hann hingað frá Noregi. Athygli vekur að bíllinn er sýndur hér á landi áður en Bretar fá að berja hann augum. Þess má að lokum geta að bíllinn er ekki falur, hvað svo sem kann að leynast í buddunni. P.S. SKÁK Ellefta einvígisskákin Ein sú besta sem þeir félagarnir hafa teflt Ellefta einvígLsskák þeirra Kasparovs og Karpovs í Lundúnuin varð æsispennandi og það hlýtur að hafa verið óviðjafnanlegt að verða vitni að henni á skákstað. Þetta var næst síðasta skákin sem tefld verður í Lundúnum og Karpov haföi hvítt. Það var því búist við því að hann léti einskis ófrestað að jafna metin og það gekk svo sannarlega eftir. Eftir að Karpov kom með nýjung í Grúnfeldsvörninni, fórnaði skiptamun í 15. leik var uppi fótur og fit meðal skákmeistara á staðnum og margir frægir meistarar voru fljótir að spá Karpov sigri. í Reutersfrétt er hins vegar vitnað í einn stórmeistara sem engu þorði að spá heldur lét svo um mælt eftir fórn Karpovs að staöan væri tómur kaos fyrir sér. Þetta var enginn annar en Jón L. Árnason. En sjón er sögu ríkari, Hér kemur skákin. Hvítt: Karpov Svart: Kasparov 1. <14 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 (Kasparov hefur aftur öðlast trú á Grúnfcldsvörnina eftir hið auðvclda jafntefli í 9. skákinni). 4. Bf4 Bg7 5. e3 c5 6. dxc5 Da5 7. Hcl dxc4 8. Bxc4 0-0 9. RI3 Dxc5 , 10. Bb3 Rc6 11. 0-0 Da5 12. h3 Bf5 13. De2 .. (Fram að þessu hafa þeir fylgt 9. skákinni, en hér bregður Karpov út af. Hann lék 13. Rd4, en eftir hið einfalda svar 13. .. Bd7 átti svartur ekki í erfiðleikum með að jafna taflið). 13. .. Rc4 14. Rd5 (Með hótuninni 15. Bc7 og hvítur fær vinningsstöðu. Ekki dugir 14. .. Hac8 vegna Hxc6 og svartur fær afar erfitt tafl m.a. vegnaslæmrarpeðast- öðu). 14. .. e5 A | 1 llllllll! ilii illlllllll^llllllllll llllllil 111 «4 ■ Allll * S I Alllllllllll B Slllllllllll |0| 111 UAlf 01A IB 1 fiH A 15. Hxc6!? (Stórskemmtilegur leikur og án efa árangur heimavinnu. Eftir 15. .. bxc6 16. Re7t Kh8 17. Rxe5! hefur a.rn.k. 2 peð upp í skiptamuninn og stórhættulegt frumkvæði. Svar Kasparovs kom eftir langa umhugs- un en er nær þvingað) 15. .. exf4 16. Hc7 (Svartur er allt annað en öfundsverð- ureftirþennanógnandi leik. Riddar- askák á e7 vofir yfir og b7 peðið virðist dauðans matur. En Kasparov finnur vörn). 16. .. Be7 17. Del! (Dæmigerður Karpovsleikur í flók- inni stöðu. Eftir 17. .. Dxel 18. Hxel hefur hvítur þægilega stöðuyf- irburði. 17. Hxb7 er hins vegar hæpið vegna 17. .. Rc5 18. Hb5 a6! og svartur má vel við una). 17. .. Db5 (besti leikurinn) 18. Re7t Kh8 19. Bxe6 fxe6 20. Dbl! (Taflmennskan ersannkallað augna- yndi. Karpov virðist staðráðinn í því að na sigri og beinir nú spjótum sínum að kóngspeði svarts. Ög enn ratar Kasparov á bestu svarleikina). 20. .. Rg5 21. Rh4 (Hótun um riddarafórn á g6 sem væri bráödrepandi). (Eini varnarleikurinn. Þessar stór- skemmtilegu vendingar ætla engan endi að taka. Ef nú 22. gxh3 kemur Dg5t 23. Rg2 f3 og svartur vinnur. Þetat hefur Karpov ugglaust séð fyrir og hann heldur sókninni gang- andi mcð...) 22. Kh2! Dh5! (Drottningin kemst í vörnina með áhrifaríkum hætti. Nú strandar 23. Kxh3 á 23. .. g5 o.s.frv. Og nú er komið að Karpov að fórna). Helgi Ólafsson STÓRMEISTARI lllllllllllllllllillllllllllllllllllll 23. Rexgöt! hxg6 24. Dxg6!? (Eftir glæsilega vörn Kasparovs á Karpov sennilega ekkert meira en jafntefli í stöðunni og það hafa mcð 24. Rxgót Kg8 25." Re7t o.s.frv. Textaleikurinn vitnar um ósvikinn baráttuhug og enn verðum við vitni að óvæntum og glæfralegum leikj- um). 24. ... De5! (Hrókurinn á c7 er í uppnámi. Þetta var eina vörn svarts). 25. Hf7 Hxf7 26. Dxf7 Rg5 27. Rg6t Kh7 28. Rxe5 Rxf7 29. Rxf7 Kg6! (Nákvæmur sem endranær og nú fyrst er Kasparov úr allri hættu og stendur sennilega eitthvað betur. Karpov verður að tefla af nokkurri varúð til að halda sínu). 30. Rd6 fxe3 31. Rc4 exf2 32. Hxf2 b5 33. Re3 a5 34. Kg3 a4 35. Hc2 Hf8 36. Kg4 Bd4 37. He2 Bxe3 38. Hxe3 Hf2 39. b3 Hxg2t 40. Kf3 Hxg2 41. bxa4 jafntefli Eftirminnileg baráttuskák, ein- hver sú besta sem þessir kappar hafa teflt. Framhaldið gæti orðið 41. ... Hxa4 42. Hxe6t Kf5 43. Hb6 b4 44. Ke3 og hvíti kóngurinn kemst fyrir b peðið í tíma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.