Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. ágúst 1986 ótrauður til liðs við þá menn, sem í byrjun sjötta áratugarins unnu að því að tryggja atvinnulífið á Patreks- firði. Þá þótti full reynt að útgerð vertíð- arbáta þaðan gæti verið arðvænn at- vinnuvegur, sem tryggði fiskvinnsl- unni í landi hráefni til vinnslu og veitti þar með stór aukið atvinnu- öryggi. Um þetta leyti var Gísli kosinn í stjórn Hraðfrystihúss Patreksfjarðar h.f. og sat óslitið í stjórn félagsins fram á mitt ár 1985. Á þeim vettvangi tók hann þátt í mikilli uppbyggingu útgerðar og vinnslu fyrirtækisins á árunum 1956- 1966. Á árinu 1956 var stofnað útgerðar- félagið Kambur h.f., dótturfyrirtæki Hraðfrystihúss Patreksfjarðar h.f. Gísli gerðist einn af hluthöfum þessa fyrirtækis, á þessu ári var byggður fyrir félagið 66 lesta fiskibátur (Sæ- borg B.A.) í Vestur-Þýskalandi. Gísli dvaldi um tíma í Þýskalandi og annaðist eftirlit með smíði bátsins. Báturinn kom í heimahöfn í árslok 1956 og var Gísli ráðinn skipstjóri hans. Útgerð þessa báts gekk mjög vel. Þetta var fyrsti báturinn af fjórum stórum fiskibátum sem byggðir voru á vegum H.P. h.f. áellefu árabilinu. Þegar bátunum fjölgaði hætti Gísli sjómennsku og réðst fastur starfs- maður hjá H.P. h.f. Fyrstu árin sá hann um rekstur veiðarfæravinnu- stofu fyrirtækisins. Hann annaðist öll innkaup á veiðarfærum, uppsetn- ingu á þeim og afgreiðslu til bátanna. Síðar gerðist hann jafnframt útgerð- arstjóri fyrirtækisins. Hann gegndi þessum störfum til vors 1985. Öll þessi störf leysti Gísli af hendi af einstakri samviskusemi, natni og trúmennsku. Snyrtimennskahansog umgengni á vinnustað var öðrum til fyrirmyndar. Gísli Snæbjörnsson er nú fallinn frá fyrstur samstarfsmannanna í stjórn og forustuliði Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar h.f. frá mestu fram- kvæmda og umbrota árum þessa fyrirtækis 1956-1966. Ég veit að ég mæli fyrir okkur alla, sem höfum starfað með Gísla fyrr og síðar í stjórn og í framkvæmda stjórn H.P. þegar að ég færi honum látnum innilegustu þakkir fyrir marg- þætt óeigingjöm störf fyrir fyrirtækið. Við kveðjum hann allir með söknuð í huga. Þrátt fyrir miklar annir gaf Gísli sér ávallt tíma til þess að sinna ýmsum öðrum hugðarefnum sínum. Þó að hann hætti sjómennsku sakn- aði hann alltaf starfsins á sjónum. Veiðimennskan var honum í blóð borin. Stangaveiðar voru hans upp- áhalds íþrótt. Hann stundaði lax- og silungsveiðar á sumrin eftir því sem tími og efnahagur leyfði. Hann var einn af stofnendum Stangaveiðifélags Patreksfjarðar og lengi í stjórn þess og formaður í nokkur ár. Óhætt er að segja að þeir eru ekki margir, sem hafa unnið því félagi jafn vel og hann. Hann var alltaf allur í því starfi, sem hann tók að sér að vinna. Gísli var gleðimaður á góðri stundu og kunni manna best að njóta gleðinnar í góðra vina hópi. Þá var hann oft glettinn og kunnu vinir hans að meta græskulausa stríðni hans á þeim stundum. Hann hafði yndi af söng og hafði sjálfur góða söngrödd. Hann var um tíma í karla- kór á Patreksfirði. Gísli talaði ekki mikið um trúmál. Samt veit ég að hann treysti á handleiðslu æðri máttarvalda. Hann var draumamaður mikill og hafði gaman af að segja vinum sínum frá draumum, sem hann dreymdi. Hann réð draumana gjarnan sjálfur. Æði oft voru þær ráðningar réttar. Við ræddum oft þessi mál, sem við höfðum báðir áhuga á. Þáttaskil urðu í lífi Gísla árið 1938 þegar að hann gekk að eiga eftirlif- andi eiginkonu sína Guðrúnu Sam- sonardóttur frá Þingeyri í Dýrafirði. Þá eignaðist hann traustan lífsföru- naut, sem hefur staðið með honum í blíðu og stríðu í ástríku hjóna- bandi. Foreldrar Gísla fluttu til Patreks- fjarðar árið 1932 og stofnuðu þar sitt eigið heimili. Þegar að þau þraut krafta til þess að sjá um sigsjálf tóku Gísli og Guðrún gömlu hjónin á heimili sitt og þar dvöldu þau síðustu ár ævinnar og nutu nærfærni góðrar tengdadóttur og sonar. Þau hjónin byggðu tvisvar sinn- um íbúðir fyrir sig og fjölskylduna. Seinni byggingin er að Aðalstræti 117 á Patreksfirði stórt og vandað einbýlishús þar sem fjölskyldan hef- ur alltaf átt öruggt athvarf. Gísli og Guðrún eignuðust sex börn, tvo drengi og fjórar stúlkur. Börnin eru öll gift og farin að heiman. Barnabörnin eru orðin 17. Þessi stóra fjölskylda hefur öll haldið einkar vel saman. Nú er skarð fyrir skildi. Eigin- maðurinn, faðirinn og afinn fallinn frá. Við hjónin vottum allri fjölskyld- unni okkar innilegustu samúð og biðjurn guð að blessa ykkur öll. Kópavogi 21. ágúst 1986, Svavar Jóhannsson frá Patreksfirði. í dag er kvaddur hinstu kveðju góður vinur og tengdafaðir Gísli Snæbjörnsson, skipstjóri frá Pat- reksfirði. Hann lést á Landukotsspítala laugardaginn 16. ágúst sl. eftir skamma sjúkdómslcgu. Gísli fæddist á Tannanesi við Tálknafjörð hinn 4. maí 1914 sonur hjónanna Snæbjarn- ar Gíslasonar og Margrétar Guð- bjartsdóttur. Tannanes var harðbýlt kot og barnahópurinn var stór svo að ráði varð að Gísli hleypti heim- draganum 10 ára gamall og fluttist að Dufansdal í Arnarfirði til Guð- mundar Bjarna Tómassonar bónda þar og konu hans Sólborgar. Þar var hann til 14 ára aldurs er hann hafði skipti á fermingarfötunum og sjó- gallanum og hélt til sjóróðra með mági sínum Friðþjófi Þorsteinssyni á Patreksfirði, en þar bjó hann og starfaði alla tíð síðan. Tfl húsráðendanna í Dufansdal hugsaði Gísli ávallt með hlýju og virðingu og til marks um það ber yngri sonurinn nafn húsbónda. Síðar er hann lét smíða stærsta bát sinn í Þýskalandi hafði hann ákveðið að hann bæri nafn Sólborgar og þótti miður að af því gat ekki orðið. Á Patreksfirði kynntist Gísli eftir- lifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Samsonardóttur frá Þingeyri sem þá vann á heimili Garðars Jóhannes- sonar þess kunna athafnamanns á Vatneyri. Gæfusporin þeirra beggja stigu þau 1938 er þau gengu í hjónaband. Þau virtu hvort annað að vcrðleikum og voru samrýmd, þó annað virtist oft á yfirborðinu. Gísli glettinn og gáskafullur, en Guðrún ábyrgðar- fyllri og stjórnsamari hcima fyrir eins og títt er með sjómannskonur sem oft í langri fjarveru eiginmann- anna eru nánast húsráðendur heimil- anna. Gísli vartrausturheimilisfaðir og nutu börnin tengdabörnin og þá ekki síst barnabörnin mikils af vin- áttu hans. Þeim hjónum varð 6 barna auðið sem öll eru á lífi starfs- samt dugnaðarfólk. Þau er, Stella fædd 1939 gift Richard Kristjáns- syni, Bjarney fædd 1943gift undirrit- uðum, Sigríður fædd 1946 gift Magna Steingrímssyni, Snæbjörn fæddur 1952 kvæntur Kristínu Finn- bogadóttur, Guðmundur Bjarni fæddur 1954 sambýliskona Hildur Valsdóttir og Margrét fædd 1958 sambýlismaður Hálfdán Þórhallsson og barnabörnin eru orðin 17 og barnabarnabörnin 4. Sjómennska og störf tengd sjó- sókn voru lífsstarf Gísla Snæbjörns- sonar. 17 ára gamall fer hann á togara Ó. Jóhannesson á Vatneyri og er þar til 1936 er hann vcrður skipstjóri á bát er hann keypti ásamt félögum sínum. Árið 1955 ræðst hann í það í samvinnu við Kaupfélag Patreksfjarðaraðsmíða í Þýskalandi 70 tonna stálbát. Mér er sagt að með tilkomu Sæborgarinnar hafi orðið kaflaskipti í línuútgerð frá Patreks- firði, enda gafst nú kostur á að sækja lengra út á fengsælari mið en áður var, meðan bátar voru smærri. 1959 fer Gísli í land og gerist útgerðarstjóri hjá ört vaxandi útgerð Kaupfélags Patreksfjarðarog gcgndi því starfi uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1984. Hanti var alla tíð farsæll og feng- sæll skipstjóri. kom vel að sér mann- skap enda góður félagi og sanngjarn yfirmaður. Ég kynntist Gísla ekki nema af afspurn, fyrr en ég fór að gera hosur Tíminn 11 mt'nar grænar fyrir dóttur hans. Er mér minnisstætt mitt fyrsta erindi á hans fund. Það var að fala víra og fleira smáræði fyrir brúarvinnuflokk er ér starfaði í. Eðlilega var ég valinn til fararinnarafstakri vinsemd félaganna í flokknum og vitað var að Gísli var ekki útausandi á efni sitt. Vírana fékk ég. þó afgreiðslan væri ekki greiðleg né viðmótið þýtt. en ég sá góðviljaðan glettnisglampa er ég átti eftir að kynnast vel síðar og hlýjunni sem hann stafaði frá. Nú að leiðarlokum eftir nær aldarfjórðungs samleið eru það veiðiferðirnar okkar sem orðnar eru æði margar sem framar öðru koma í hugann. Á bökkum ánna naut Gísli efri áranna. Þar kom gamla veiðigleðin fratn. þó með undantekningarlausri virðingu fyrir mótherjanum í vatninu. Úti í náttúrunni ræddi hann meir en venjulega um skoðanir sínar og reynslu og margt mátti af honum læra. Eitt vinsælt untræðuefni var tekið af dagskrá fyrir all löngu, stjórnmálin, enda fóru skoðanirekki saman í þeim efnum og Gísli fastur fyrir, en aldrci spillti það hcilli vináttu. Við höfðum nýlokið 2 velheppn- uðum veiðiferðum og lyrir dyrum stóð að sleppa í árnar seiðum úr eldisstöðinni sem hann reisti ásamt vinum sínum eftir að eiginlegum starfsdegi hans lauk. Það verður að bíða. Gísli var brottkallaður eftir skamma legu eins og áður gat og engan vina hans scm áttu með hon- um bjarta sumardaga hefði grunað að hann væri á förum. En fótmál dauðans er fljótt stigið og Gísli var viðbúinn að kveðja. Hann átti sína barnatrú og hún honum haldgóð sem fleirum og heimvon góða hefur hann átt. Eyjólfur Þorkelsson. Umboðsmenn Tímans: Nafn umboðsmanns Heimlli Sími Hafnarfjörður Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbrautú 651141 Garðabær Anna Jóna Ármannsdóttir Suðurbraut8 651141 Keflavík Guðriður Waage Austurbraut 1 92-2883 Keflavík Ingibjörg Eyjólfsdóttir Suðurgötu37 92-4390 Sandgerði Guðbjörg Haraldsdóttir Holtsgötu 35 92-7795 Garður Benedikt Viggósson Eyjaholti 16 92-7217 Njarðvik Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-1261 Borgarnes Rebekka Benjaminsdóttir Borgan/ík18 93-7463 Stykkishólmur ErlaLárusdóttir Silfurgötu 24 93-8410 Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir Grundargötu 43 Ólafsvik GuðnýH.Árnadóttir Gunnarsbraut 93-6131 Rif Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-6629 Búðardalur Sólveig Ingvadóttir Gunnarsbraut 7 93-4142 ísafjörður EsterHallgrímsdóttir Seljalandsvegi69 94-3510 Bolungarvík Kristrún Benediktstdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Súðavik Heiðar Guðbrandsson Neðri-Grund 94-4954 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður NannaSörladóttir Aðalstræti 37 94-1234 Bíldudalur HrafnhildurÞór Dalbraut24 94-2164 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Elisabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson Skagfirðingabr. 25 95-5200 Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir Aðalgötu 21 96-71208 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri ÞrösturKolbeinsson 96-25016 Dalvík Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Húsavík ÆvarÁkason Garðarsbraut45 96-41853 Reykjahlið ÞuríðurSnæbjarnardóttir Skútahrauni 13 96-44173 Kópasker Þóra Hjördís Pétursdóttir Duqquaerði 9 96-52156 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þócshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður VeigurSveinsson Lónabraut21 97-3122 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður Sigríður K. Júliusdóttir Botnahlið28 97-2365 Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-4119 Eskifjörður Harpa Rún Gunnarsdóttir Steinholtsveg 1 97-6316 Neskaupstaður Hlif Kjartansdóttir Miðstræti 25 97-7229 Fáskrúðsfjörður JóhannaEiriksdóttir Hlíðargötu8 97-5239 Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839 Djúpivogur RúnarSigurðsson Garði 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiðarbrún32 99-4194 Þorlákshöfn Guðrún Eggertsdóttir Básahrauni7 99-3961 Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsdóttir Hvammi 99-3402 Stokkseyri HlynurGylfason Sæbakka 99-3320 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172 Vik Ólafur Ögmundsson Mýrarbraut 8 99-7226 Vestmannaeyjar Ásdís Gísladóttir Bústaðabraut 7 98-2419 Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600 sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. ðe'*'s \|eíð nntiiittimtttff •‘iiiiiiitiiiimtt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.