Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn SPEGILL 45 ára Bolshoi- ballettstjarna: Natalya Bessmert- nova - á ferö í Englandi meö sýningarhóp i JÚLI sl. fengu ballett-unn- endur í Bretlandi góða skemmtun viðsitt hæfi, en þá var Bolshoi-ball- ettinn frá Moskvu í hcimsókn þar í landi og liclt sýningar víða. Það hefur ekki gcrst síðan 1974. I’essi frægi rússneski ballett-flokkur sýndi nú í London, Manchester, Birmingham og í Dublin og vakti mikla hrifningu alls staðar. Þarna sáust klassískir ballettar og einnig sýndu ungir og óþekktir dansarar nýja dansa. Það mátti sjá þarna nýja kynslóð dansara, sem höfðu æft frá blautu barnsbeini, - cn þrátt fyrir leikni hinna ungu, glæsilcgu ballettdans- ara var það þó aldursforseti þeirra sem hreif fólkið mest, það var Natalya Bessmertnova, sem átti einmitt 45 ára afmæli í sýningar- ferðinni. Hún var kölluð „Ballett- drottningin". Natalya er gift listfræðilegum stjórnanda ballettshópsins og aðal- danshöfundi, Yuri Grigorovich. Hann er oft spurður hvort hann sé ekki hlutdrægur í vali sínu á prima- donnu ballettsins, þegar kona hans verður fyrir valinu hjá honum aftur og aftur í aðaldanshlutvcrkin. Hann svarar þá blátt áfram: „Sann- leikurinn er sá að ég giftist upp- áhalds-dansara mínum, sem cr líka einn af þeim allra bestu í heimi, - svo það má scgja að það sé auðvelt fyrir mig að gerast hlutdrægur í vali, - cn mér finnst ég ekki vera það.“ Natalya Bessmertnova „ballett-drottningin“ í Bolshoi-hópnum, sem var á ferð í Bretlandi. Hún var kosin „Kona vikunnar" hjá bresku tímariti. Afrekskonan Audrey Landers kemur víö við! Söng- og leikkona, sálfræð- ingur og DALLAS-stjarna Sjónvarpsáhorfendur hér á landi hafa áreiðanlega ekki enn gleymt hinni fögru Afton Cooper í DALL- AS-þáttunum, sem var svo hrifin af Cliff hvernig svo sem hann kom fram við hana. Það var Ijóskan Audrey Landers sem lék Afton. og hún varð víst þekktust fyrir leik sinn í DALLAS. Annars hefur Audrey komið víða við. Hún var aðeins 13 ára þegar hún lék aðalhlutverk í mynd- inni „The Secret Storm“ og lék þar söngpíu sem var að stíga fyrstu skrefin á framabrautinni -og meira en það, hún söngsín eigin lög! Hún var með ágætiseinkunnir í mennta- Audrey Landers skóla og tvítug tók hún B.A.-próf í sálarfræði frá Barnard-háskólan- um í New York, og um leið lék hún í „löðurþáttum (soaps) í sjón- varpi. svo sem „Somerset"-þáttun- unt. Næst kom DALLAS og þá varð Audrey Landers fræg sem hin þokkafulla Afton Cooper. I þessu lilutverki gat hún líka bæði sungið og dansað, og það var sú frammist- aða hennar scm færði henni hlut- verkið Val í „A Chorus Line". Þrátt fyrir að Audrey sé tvíburi (hún segir: „Judy systir er besti vinur minn") þá er Audrey sjálf einkar sjálfstæður pcrsónuleiki. Nú hefur hún mestan áhuga á söng og hefur nýlega gcfið út aðra plötu sína í Þýskalandi, þar sem hún er mjög vinsæl. Sú fyrri „Manuel Goodbye" komst á vinsældalista og söngkonan fékk gullplötu fyrir hana. Audrey á heima í Beverly Hills og býr þar nteð systur sinni. Þær koma fram í næturklúbbum víðs vegar, bæði í Bandaríkjununt og í öðrum löndunt og álfurn. Hún segist alltaf trimma og æfa dans af kappi. Audrey hefur vcrið beðin um að dansa á videospólu með einu topplaginu. Það virðist svo sem þessi fegurðardís geti gert hvað sem er - og verið alls staðar „á toppi". li söng- og dansmyndinni „A Chorus Line“ njóta hæfileikar Audrey Landers sín vel, en hún lcikur aðalpersónuna, Val, unga söng- konu og dansara. Þriðjudagur 26. ágúst 1986 ÚTLÖND FRÉTTAYFIRLIT VIN — Sovéski andófsmaður- inn Anatoly Shcharansky kom frá ísrael í gærtil Vínarborgar til þess að hitta móður sína og bróður ásamt öðrum fjöl- skyldumeðlimum sem fengið hafa leyfi til að fara frá Sovét- ríkjunum og flytjast til ísrael. VIN — Sovéskur embættis- maður sagði við hóp kjarnorku- sérfræðinga að Chernobyl slysið hafi verið skelfilegt áfall fyrir sovésku þjóðina, en myndi þó ekki þýða að Sovétmenn hættu að nota kjarnorku. BAGDAD — Yasser Arafat, leiðtogi palestinuaraba sagði í gær ao Jórdanía væri að revna að hunsa tilvist PLO, samtök palestínuskæruliða. Hann var- aði Hussain Jórdaníukonung við því að hefja viðræður vio Simon Peres forsætisráðherra ísrael. JAKARTA — Indónesía og Filippseyjar hafa komið sér saman um að vinna að því að stofnað verði Efnahagsbanda- lag Suðaustur Asíu fyrir árið 2000. GENF — Sérfræðingar frá Sovétríkjunum og Bandaríkj- unum komu saman í gær til eins dags fundar, til þess að ræða möguleikann á sam- komulagi til að draga úr hættu á að kjarnorkustyrjöld brjótist út fyrir slysni. DAMASKUS — Forseti Sýrlands Hafez Al-Assad er staddur í Lýbíu og ræðir við þarlend stjórnvöld, á sama tíma og eitt aðal dagblaðið í Damaskus fordæmir áætlanir Egyptalands og Bandaríkj- anna um heræfingar í Miðjarð- arhafinu undan ströndum Lí- býu. JÓHANNESARBORG — Tveir þeldökkir Suður-Afr- íkubúar hafa látist í uppþotum meðal svartra þar í landi um helgina að sögn stjórnvalda. Annar þeirra sem lést var fimm ára gömul stúlka. MARSEILLES - Stjórn- málamenn frá suðausturhluta Frakklands hvöttu til þess í gær að strangari refsingar yrðu teknar upp við íkveikju eftir að skógareldar hafa geysað á svæðinu nú alla helgina. Hátt á annað þúsund slökkviliðs- menn börðust við eldana sem eyðilögðu yfir 200 hús og stór svæði gróðurlendis. Fjórir menn létust af völdum eld- anna. Talið er að íkveikja hafi komið eldunum af stað. LAS PALMAS - Flutn- ingaskipið sem talið er hafa flutt T am ílana 152 frá V-Þýska- landi að ströndum Kanada fyrir skömmu liggur nú við festar í höfninni í Las Palmas á Kan- aríeyjum, að sögn hafnaryfir- valda þar. MOSKVA — Fellibylur skildi eftir sig slóð eyðileggingar á svæði rétt vestan Úralfjalla þar sem hann fór um í gær. Felli- bylurinn þeytti um byggingum, sleit niður rafmagnslínur og eyðilagði kornakra, sagði út- varpið í Moskvu í gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.