Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Þriðjudagur 26. ágúst 1986 UTLÖND 11 Tilraunabann Sovétríkjanna: „Gefur Bandaríkjamönnum hernaðarlegt forskot“ segir Akhromeyeu marskálkur, yfirmaður sovéska herráðsins Yfirmaður sovéska herráðsins, Sergei Akhromeyeu marskálkur sagði á fréttamannafundi í Moskvu í gær, að einhliða bann Sovétríkjanna við tilraunum með kjarnorkuvopn, heföi gefið Bandaríkjamönnum nokkurt forskot í vopnakapphlaup- inu, en hernaðarjafnvæginu í heirn- inum væri þó ekki ógnað. Hann sagði að pólitískir og hernaðarlegir leiðtogar hefðu orðið ásáttir um að framlengja tilraunabannið til 1. janúar þar sem pólitískir ávinningar yrðu að þeirra mati mikilvægari, en sá skaði sem bannið ylli kjarnorku- vopnaáætlunum landsins. „Ef málin eru skoðuö út frá hreinu hernaðar- legu sjónarmiði. þá gefa kjarnorku- vopnatilraunir Bandaríkjanranna - þ.e. 18 tilraunasprcngingar á cinu ári - þeini óneitanlega forskot. En við verðum að horfast í augu við slíkt,1' sagði Akhromeycu marskálk- ur við fréttamenn. Eins og áður hefur verið greint frá. þá hafa Bandaríkjamenn hafnað þátttöku í tilraunabanninu og sagt að ekki sé unnt að koma við eftirliti með slíku tilraunabanni, auk þess sem kjarnorkuvopnatilraunir séu nauðsynlegar ef þeir eigi að geta haldið uppi raunhæfum fælingar- mætti kjarnorkuvopna sinna. Á fréttamannafundinum í Moskvu í gær svaraði Yuli Voront- sov aðstoðarutánríkisráðhcrra þess- um viðbrögðum Reaganstjörnarinn- ar og kallaði áhyggjur þeirra af eftirliti, tilraun til að þyrla upp moldviðri, „til þess eins að geta í skjóli þess byggt upp geimvopnaá- ætlun sína." Benti hann í því sam- bandi á, að í Sovétríkjunum liafi leiðangur óháðra bandarískra vís- indamanna fengið að setja upp mæli- tæki sín í grennd við aðaltilrauna- svæðið í Kazakhstan, og sagði að Reaganstjórnin hefði ekki enn sýnt vilja sinn í þcssum efnum með sambærilegum hætti. V-þýskir jafnaðarmenn: Flokksþingid sameinast að baki Johannesi Rau - í upphafi kosningabaráttunnar Vestur-þýskir jafnaðarmenn sitja nú fimm daga flokksþing. þar sem mcginviðfangsefnið er kosningar til sambandsþingsins, sem eiga að fara fram 25. janúar á næsta ári. Flokks- þing þetta markar jafnframt upphaf kosningabaráttu jafnaðarmanna. Flokksþingið var sett í gær af formanni þingflokks jafnaðar- manna, Hans-Jochen Vogel, og ávarpaði hann í ræðu sinni hinn nýja leiðtoga flokksins Johannes Rau og sagði: „Þú einn og sér getur ekki náð því að sigra í kosningunum, en ef við tökum öll höndum saman þá munum við ná því markmiði okkar." Flokksþingið virðist leggja mikla áherslu á að flokksmenn sameinist að baki leiðtoga sínum í þessari kosningabaráttu, svo takast megi að velta samsteypustjórn Kristilegra demókrata og Frjálsra demókrata úr valdastóli. Willy Brandt, forinaður jafnað- armanna og fyrrum kanslari ávarp- aði flokksþingið í gær og skoraði á fiokksmcnn að setja niður ágrein- ingsmál sín og styðja við bakið á Johannesi Rau. Brandt skoraði jafn- framt á vinstrisinnaða þingmenn að forðast þá stefnu í umræðum á þingi, sem gæti leitt til þcss að þeir yrðu Átökin við Persaflóa: íranir ógna öllum olíuútflutningi Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, forseti íranska þingins hvatti til þess í Teheran um helgina, að íranir geri allsherjar árás á Irak, áður en Irak fengi tækifæri til þess að endurskipu- leggja herafla sinn, sem nokkur óreiða er á um þessar mundir. Yfirlýs- ing Rafsanjanis kemur í kjölfar svip- aðrar yfirlýsingar frá forseta íran, Ali Khamenei, fyrir helgina um að íran búi nú yfir herafla til að ráðast af fullum krafti gegn því „samsæri Persaflóaríkjanna", að ráðast á olíu- vinnslustöðvar Irana. Forsetin sagði, að árás Iraka á olíuvinnslustöð írana á Sirri eyju fyrir skömmu myndi ekki veikja írani heldur þvert á móti gæti hún þýtt að stríðið myndi nú magnast upp. Olíuvinnslustöðin á Sirri, hefur hingað til verið talin utan þess svæðis sem írakar hafa bolmagn til að ráðast á úr lofti, og hafa íranir ásakað önnur Arabaríki við Persa- flóann um að hafa veitt Irökum aðstoð við loftárásirnar á Sirri eyju, Ali Khamenei forseti hefur hótað því, að í nýrri sókn írana muni þeir jafnframt beina athygli sinni að þess- um Arabaríkjum, sem flest eru vin- veitt írökum og þetta geti þýtt það að öll olíuvinnsla við Persaflóa stöðvist. Utanríkisráðherrar og olíumála- ráðherrar sex ríkja við Persaflóann munu hittast í dag til að ræða þróun mála á svæðinu og þá vaxandi ógn sem olíuverslun þeirra stendur af stigmögnun stríðsins milli fraka og Irana. Ekki er þó búist við að á þessum tveggja daga fundi ráðherr- anna verði gerð tilraun til að finna nýjar leiðir til sátta, heldur beðið eftir sáttaumleitunum sem fyrirhug- aðar eru á þingi Samtaka óháðra ríkja sem hefst um mánaðamótin í Harrare höfuðborg Zimbabwe. Johannes Rau, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna í kosningununi í janúar. sakaðir um að vera fjandsamlegir Bandaríkjunum. Johannes Rau, sem nú er í forsæti landsstjórnarinnar í Rín-Westfalíu mun í dag kynna stefnuskrá flokks- ins fyrir kosningarnar. Stefnuskráin, sem mun vera í 15 liðum, kveður m.a. á um að kjarnorkuvcr verði lögð niður í áföngum á næstu tíu árunt, brottflutning bandarískra stýriflauga frá Þýskalandi, og minnk- un atvinnuleysis með því að stytta vinnuvikuna og fjárfesta í nýjum atvinnugreinum. ---------------f- Akhromeyeu marskálkur sagði á fréttamannafundinum að ef nauðsyn krefói. myndu Sovétríkin finna við- eigandi svar við geimvopnaáætlun Bandaríkjanna og ítrekaði það sem Gorbachev sagði í sjðustu viku, að það svar yrði ckki það svar sem Bandaríkjamenn reiknuðu með. Svíþjóö: Nýr leiðtogi íhaldsmanna Sænski íhaldsflokkurinn, Mod- erata samlingspartiet kaus sér nýjan flokksformann á Iaugar- dag, og fyrir valinu varð Carl Bildt, sem hefur verið sérfræðing- ur flokksins í utanríkis- og varn- armálum. Bildt er 37 ára gamall og yngstur sænskra flokksfor- manna. Hann á ættir sínar að rekja til sænskra góðborgara í margar kynslóðir og var t.d. langa-langafi hans, Gills Bildt forsætisráðherra í Svíþjóð 1888- 1889. íhaldsmenn vonast til, að undir leiðsögn hins nýja leiðtoga takist flokknum að endurheimta það fylgistap sem varð í síðustu kosn- ingum þegar flokkurinn fékk 21,3% atkvæða, en hafði fengið í kosningunum 1982 23,6%. Carl Bildt tekur við for- mennsku af Ulf Adelsohn, sem sagði starfinu lausu af persónu- legum ástæðum í júní sl. Bildt hefur orð á sér fyrir að vera hvass og harður stjórnmála- maður og hefur stíl hans stundum verið líkt við stíl fyrrum lciðtoga sænskra jafnaðarmanna, Olof Palme, enda er félagslegur upp- runi þeirra ekki ósvipaður og Bildt hefur brennandi áhuga á utanríkismálum eins og Palme hafði. Pessir tveir menn deildu þó oft harðlega og kunnu illa hvor við annan. Pað var Palme sjálfur sem gerði Bildt á sínum tíma að þjóðkunnum manni því hann lét alla ríkisstjórn sína skrifa undir yfirlýsingu þar sem sagði að Bildt, sem á sæti í Utanríkismálaráði Svíþjóðar, hefði stefnt hlutleysi landsins í voða í viðræðum sem hann átti við embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins árið 1983. Reutersfréttastofan hefur það eftir ýmsum sænskum stjórn- málamönnum að Olof Palme hafi staðið stuggur af Bildt ekki hvað síst vegna þess að hann hafi séð í honum stjórnmálamann, sem líktist að mörgu leyti hægrisinn- aðri útgáfu af honum sjálfum. r,W A timabilinu 1. mai til 30. sept. A timabilinu 1. jum til 31. agust Manudaga: Frá Stykkisholmi kl 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rutu til Rvk Þriðjudaga Fra Stykkishólmi kl 14.00 eftir komu rutu Fra Brjánslæk kl 18 00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Fimmtudaga Fostudaga: Sama timataflaog mánudaga Frá Stykkishólmi kl 14 00. eftir komu rutu Laugardaga Frá Stykkisholmi kl 09.00 Sigling um suðureyjar Fra Brjánslæk kl 15.00 Til Stykkishólms kl. 19 00 Viðkoma i inneyjum A timabilinu 1. júli til 31. aqúst Frá Brjanslæk kl 19 30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl 09 00 Fra Brjánslæk kl 14.00 Til Stykkishólms kl. 18 00. fynr brottför rútu Viðkoma er avallt i Flatey a báðum leiðum. Bilallutninga er nauðsynlegt aft panta með fyrirvara. Fra Stykkishólmi: Hjá afgreiðslu Baldurs Stykkisholmi, s.: 93-8120 Fra Brjánslæk: Hjá Ragnari Guðmundssyni Brjanslæk, s.: 94-2020. Brú yfir Eyrarsund? Samgönguráðherrar Svíþjóðar og Danmerkur ræddu í gær um möguleikann á að brúa eða gera neðansjávargöng yfir Eyrarsund, og tengja þannig samgöngukerfi landanna tveggja. í sameiginlegri yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar í þessu sambandi og að nauðsynlegt sé að afla frekari upplýsinga um hvaða áhrif slík „samgöngubrú" myndi hafa á umhverfið áður en frekari skref yrðu stigin. Það sem einkum er verið að skoða er gerð vega- og járnbrautartengingar milli Hels- ingborgar og Elsinore annars veg- ar eða frá Kaupmannahöfn til Málmeyjar hins vegar. coopecr Síur í f lestar vélar á góðu verði ¥ÍimiR& TOMPSmHF Jámhálsi 2 Sími 83266 TlORvk. Pósthólf 10180 BÍLALflGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ...97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 irrterRent ¥ÍS#M& NWöimHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.