Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 6
Títninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aöstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guömundur Hermannsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Atvinnuöryggi Eitt versta böl sem yfir hverja þjóð getur dunið er atvinnuleysi. Atvinnuleysi fylgja margs konar hliðarverkanir sem skaða hvert þjóðfélag. Rótleysi gerir vart við sig, því fylgja ofbeldisverk og fólk missir trúna á lífið og sjálft sig. íslendingar hafa næga og góða atvinnu og hefur eftir því verið tekið af grannþjóðum okkar hve atvinnuástand hér er gott. Vonandi verður svo um alla framtíð. í júlí voru aðeins 0.5% af áætluðum mannafla á atvinnuleysisskrá sem verður að teljast gott. Til saman- burðar er fróðlegt að líta á atvinnuleysistölur frá okkar næstu nágrannalöndum enda okkur tamt að miða við þær þjóðir. í Noregi og Svíþjóð er nú 3-4% atvinnuleysi. Þess ber þó að gæta að í Svíþjóð eru tugir þúsunda manna á sérstökum námskeiðum sem stjórnvöld vinnumarkaðs- mála standa fyrir og það fólk telst ekki vera atvinnulaust enda á launum. Áætla má að falið atvinnuleysi sé þar um 3-4%. í Finnlandi er atvinnuleysi um 6% og í Danmörku um 8-9%. Þar fer ástandið batnandi en atvinnuleysi þar fór upp í 15% þegar verst var. í Bretlandi er það um 13% og hefur verið það lengi eða allt frá því að Thatcher stjórnin tók við völdum. Á írlandi var atvinnuleysi í apríl sl. um 18% og í Belgíu á bilinu 11 til 13%. Á þessum tölum má sjá hve ástand atvinnumála hér á landi er gott. F»ó má aldrei sofna á verðinum og það er stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins að sjá til þess að næg atvinna sé fyrir landsmenn. Þegar núverandi ríkisstjórn greip til harðra efnahags- aðgerða vorið 1983 var því spáð af andstæðingum hennar að afleiðingarnar yrðu fjöldaatvinnuleysi. Full- yrða má að sú neikvæða umræða um atvinnumál og úrtölutal andstæðinganna var til skaða fyrir mörg sveitarfélög ekki síst á landsbyggðinni. Ástæðulaus ótti greip marga og afleiðingin var oft sú að menn kusu að flytjast búferlum. M.a af þessum sökum flutti margt fólk af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Pessi ótti hefur reynst ástæðulaus enda hefur verulega dregið úr þeirri byggðaröskun sem var farið að bera á. Markmið aðgerða ríkisstjórnarinnar 1983 var að tryggja að hjól atvinnulífsins snérust áfram og það hefur tekist. Það er ekki nóg að fiskur sé í sjónum og að spretta sé góð heldur verða atvinnufyrirtækin að vera fær um að halda uppi starfsemi. Forsætisráðherra hefur hvað eftir annað bent á þessa staðreynd, hvatt menn til dáða og beitt sér fyrir nýsköpun í atvinnulífinu. Fessi hvatning og forysta hefur skilað árangri. Þá hefur félagsmálaráðherra beitt sér fyrir ýmsum úrbótum á vinnumarkaðssviðinu. M.a. hefur verið lögð áhersla á að efla vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins og sett hafa verið ný lög um vinnumiðlun, sem skapa grundvöll fyrir greiðari tilfærslu á vinnuafli milli atvinnugreina. Markmið laganna er að styrkja vinnu- miðlun í landinu sem sífellt verður nauðsynlegri eftir því sem þjóðfélagið verður fjölbreyttara og þörfin fyrir menntað starfsfólk á hinurn ýmsu sviðum eykst. Ríkisstjórninni hefur tekist að ná því markmiði sínu sem hún setti sér í upphafi og lagði mesta áherslu á að ná, - atvinnuöryggi í landinu. 6 Tíminn Þriðjudagur 26. ágúst 1986 Afmæli Eskifjarðarkaupstaðar Ibúar Eskifjarðar héldu upp á 200 ára afmæli kaupstaðarréttinda í síðustu viku. Sannkallaður hátíð- arblær var á staðnum og lögðust allir íbúarnir á eitt að gera þessa hátíðarviku sem eftirminnnileg- asta. Hátíðarhöldin náðu hámarki á afmælisdeginum þann 18. ágúst og fimmtudaginn 21. ágúst þegar for- seti Islands kom í heimsókn Þann 21. ágúst var haldin kvöld- vaka í félagsheimilinu Valhöll, þar sem forseti íslands var gestur Esk- firðinga í opinberri heimsókn til staðarins, en fyrr um daginn hafði forsetinn m.a. heimsótt hinar stór- myndarlegu sýningar sem settar voru upp í tilefni afmælisins, og snætt kvöldverð með heimamönn- um. Ég brá mér í heimsókn til Eski- fjarðar þennan dag og hlýddi á kvöldvökuna í Valhöll. Öflugur sjávarútvegsbær í dag er Eskifjörður um þúsund manna bæjarfélag hluti af hinu svo kallaða miðsvæði Austurlands þar sem þéttbýliskjarnarnir liggja í röð og eru að tengjast saman með góðum vegi. Vegurinn um Fagra- dal sem nú er að verða fullendur- byggður og áfram yfir Hólmaháls til Eskifjarðar mun auðvelda mjög samskipti þessara byggðar- laga. Brýnt er að bæta vegasam- bandið við nágrannana á Norð- firði, en stutt er í þann fjölmenn- asta þéttbýliskjarna á Austurlandi, frá Eskifirði. Bættar samgöngur á þessu svæði eru grundvallaratriði, þær auðvelda samskiptin og þjappa íbúunum saman um sín mál. Utgerð og fiskvinnsla er undir- staða atvinnulífsins á Eskifirði. Hann er dæmigerður útgerðarbær þar sem fram fer verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Bæjarfélagið stendur nú og fellur með því sem sjórinn gefur af sér. Nú líður að því að teknar verða veigamiklar ákvarðanir hvað varð- ar framtíð byggðarlaganna við Reyðarfjörð. Verði af byggingu Kísilmálmverksmiðju, geta orðið miklar breytingar á næstu árum f nágrannabyggðarlögunum, Reyö- arfirði og Eskifirði. Vonandi verð- ur af þessum framkvæmdum því það er sannfæring mín að þær myndu efla atvinnulífið á þessum stöðum, gera það fjölbreyttara. Það er til góðs ekki aðeins fyrir Reyðarfjörð og Eskifjörð, heldur fyrir Austurland allt. Ég er sann- færður unt að sjávarútvegurinn mun halda sínu þegar á heildina er litið, þótt sviptingar geti orðið þegar þessar stórframkvæmdir eru í algleymingi, ef verður. Hátíðablær Ég ók sem leið liggur frá Egiis- stöðum til Eskifjarðar. Mér fannst hátíðarblær yfir þegar ég ók út með Reyðarfirði yfir Hólmahálsinn með Hólmanesið á hægri hönd. Fjarðarlognið var í algleymingi, kyrrðin algjör á mildu síðsumar- kveldi. Þegar upp á Hólmahálsinn kom, blasti byggðin á Eskifirði við handan við spegilsléttan fjörðinn undir Hólmatindi. Það leyndi sér ekki þegar ekið var í bæinn að hendur höfðu verið látnar standa fram úr ermum í tilefni afmælisins. Rusl hafði verið fjarlægt, gömul hús rifin og þau nýrri máluð. Allir hafa lagst á eitt að snyrta og prýða og hefur þó Eskifjörður aldrei verið neitt ójrrifalegur bær. Árangurinn blasti við augum hinna fjölmörgu gesta sem heimsóttu byggðarlagið þessa sumardaga. Ef til vill hafa hátíðarhöld þau sem nú eru um garð gengin mest gildi í því hátíðarskapi og þeirri samstöðu íbúanna sem skapast ef vel tekst til. Tengslin við heima- byggðina verða sterkari með þeirri samstöðu, sem skapast þegar fólk tekur sig saman um að prýða byggð sína með nærfærnum höndum. Þessi áhrif hátíðarhaldanna eru sérlega áberandi á Eskifirði. Söngur, Ijóð og hljóðfæraleikur Kvöldvakan í Valhöll var eftir- minnileg ekki síst fyrir það að burtfluttir Eskfirðingar höfðu fjöl- mennt þangað til þess að fagna með heimamönnum. Þeir endurfundir voru innilegir, það fór ekki framhjá neinum. Kvöldvakan var borin upp af listamönnum sem höfðu slitið barnsskónum á Eskifirði og heima- mönnum sem lögðu nótt við dag í undirbúningnum. Það voru engir aukvisar í listum sem tróðu þarna upp. Má þar nefna Rögnvald Sigurjónsson, píanóleikara, Róbert Arnfinnsson og Ásdísi Skúladóttur leikara og Einar Braga skáld og rithöfund. Foreseti íslands hélt ávarp og færði Eskifjarðarbæ táknæna gjöf, tvo fjögurra laufa smára, en slík grös eru gæfumerki sem forsetinn hafði tínt með eigin hendi á sögu- slóðum á Vesturlandi, og flutt sem kveðju austur. Fór henni þar sem oft áður að hún lagði þar áherslu á samspil sögunnar og landsins og lagði áherslu á tengsl milli lands- hluta með þessum hætti. Hátíðarhöldin á Eskifirði eru nú liðin. Þátttakendur þeirra eiga góð- ar minningar um þessa ágústdaga. Það sem mest var um vert var að allir gáfu hluta af sjálfum sér til þess að þau mættu fara sem best fram og verða sem eftirminnilegust. Slíkt er hverjum manni hollt á tíð sem hellir yfir okkur niður- soðnu skemmtiefni á myndbönd- um eða öðru slíku. Það er ólýsanleg hvíld og reynsla að setjast í troðfullan sal af fólki og heyra skáld fara með stutt ljóð, lesnar sögur eftir okkar bestu höf- unda, heyra lifandi tóna flygilsins og fólkið af götunni troða upp og flytja söng og leik sem það hefur fórnað frístundum sínum í að æfa. Bestu þakkir fyrir skemmtunina. Jón Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.