Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn S.U.F.- þing Sambandsþing SUF hiö 21. verður haldiö í Hrafnagils- skóla í Eyjafiröi 29.-30. ágúst 1986. Dagskrá: Föstudagur 29. ágúst. kl. 16:00 Mæting kl. 17:00 Þingsetning, Finnur Ingólfsson formaður SUF. kl. 17.10 Ávarp: Ingvar Gíslason. kl. 17:15 Kosning starfsmanna þingsins: a. Þingforsetar(2) b. Þingritarar(2) c. Kjörnefnd (8) kl. 17:20 Skýrsla stjórnar a. Formanns b. Gjaldkera kl.17:45 Ávörpgesta kl. 18:00 Framsóknarflokkurinn. Afl nýrratíma. a. StaðaFramsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum. Steingrímur Hermannsson forsætisráö- herra. b. NiðurstöðurþjóðmálakönnunarSUF Stefán Ólafsson lektor. c. Megináherslur Framsóknarflokksins í stjórnmálum næstu árin. Magnús Bjarntreösson. kl. 19:00 Kvöldverður kl. 20:00 Kynning á drögum að ályktunum. a. Stjórnmálaályktun b. Megináherslur Framsóknarflokksins í íslenskum stjórnmálum næstu árin. kl. 20.30 Almennarumræður kl. 22:30 Kvöldvaka Laugardagur 30. ágúst. kl. 8:00 Morgunverður kl. 8.30 Nefndarstörf a. Stjórnmálanefnd b. Flokksmálanefnd kl. 12:00 Hádegisverður kl. 13:00 Knattspyrna, sund kl. 14:00 Kynning á álitum nefnda, umræður og afgreiðslamála. kl. 17:30 Kosningar kl. 18:00 Önnurmál kl. 19:30 Þingslit kl. 20:00 Kvöldskemmtun. Sunnudagur 31. ágúst kl. 10:00 Morgunverður kl. 12:00 Lagt af stað frá Hrafnagilsskóla. Stjórnin Ferðaáætlun: Hvolsvöllur kl. 7.00 Þorlákshöfn kl. 7.00 Reykjavík kl. 7.30 Borgarnes kl. 9.00 Staðarskóli kl: 11.00 Blönduós kl. 12.00 Varmahlíð kl. 14.00 Hrafnagilsskóli kl. 16.00 Þátttaka tilkynnist til: Guðrún, Akranesi s: 93-1873 Sigurður, Patreksfirði s: 94-1466 Sveinn, Bolungarvík s: 94-7362 Aðalbjörg, Blönduós s: 95-4427 Guðrún, Sauðárkróki s: 95-5200 Guðrún, Siglufirði s: 96-71228 Áslaug, Akureyri s: 96-24222 Sigurgeir, Húsavík s: 96-41510 Sigurður, Seyðisfirði s: 97-2303 Guðbjörg, Vestmannaeyjum s: 98-2424 Hjörtur, Þorlákshöfn s: 99-3938 Guðni, Selfossi s: 99-2182 Drífa, Keflavík s: 92-3764 Haukur, Kópavogi s: 91-71661 Þórunn, Reykjavík 91-24480 DAGBÓK llllll Þriðjudagur 26. ágúst 1986 Hádegisverðarfundur Stjórnunarfélags íslands: „Eru áhrif verkalýðsfélaga að þverra?“ Nú er staddur á fslandi próf. Jack Barbash. Jack Barbash er 76 ára gamall og er prófessor Emeritus við háskólann í Wisconsin. Hann er enn mjög virkur í kennslu og rannsóknum og ferðast mjög mikið. Hann er sérfræðingur í vinnuhag- fræði og er reynsla hans afar víðtæk. Prof. Barbash hefur boðið Stjórnunar- félaginu að halda hádegisverðarerindi á vegum félagsins. Hefur verið ákveðið að próf. Barbash muni ræða efnið “Eru áhrif verkalýðsfélaga að þverra?" í Átthagasal Hótel Sögu þriðjudaginn 26. ágúst n.k. kl. 12.00 stundvíslega. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stjórnunarfélags fslands í sima 91- 621066. Dagskrá um nám og kennslu á unglingastigi Dagana 25.-28. ágúst verður haldin í kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar, Laugarvegi 166, dagskrá um nám og kennslu á unglingastigi. Að dagskránni standa auk Námsgagnastofnunar: Skóla- þróunardeild menntamálaráðuneytisins, Kennaraháskóli íslands, Fræðsluskrif- stofa Reykjavíkurumdæmis og Kennara- sambands íslands. Tilgangur dagskrárinnar er að vekja athygli á og fjalla um nám og kennslu í 7.-9. bekk. Þriðjudagurinn 26. ágúst hefst kl. 9.30. Hann ber yfirskriftina: Er skólinn fyrir nemendur eða nemendur fyrir skólann? Umsjónarmenn dagsins eru þær Elín G. Ólafsdóttir og Sólvcig Ásgrímsdóttir. Miðvikudaginn 27. ágúst hefst dag- skráin kl. 13.00. Yfirskrift dagsins er: Erum við á réttri leið? Lars Andersen og Guðrún Geirsdóttir kennarar á Akranesi munu flytja hug- leiðingar um kennslu á unglingastigi og síðan verða pallborðsumræður. Wolfgang Edelstein ntun hefja umræðuna. Fimmtudaginn 28. ágúst verða síðan haldin stutt námskeið fyrir kennara. Námskeiðin eru um kynfræðslu, náms- og starfsfræðslu og námsgagnagerð í móður- máli. Allir eru velkomnir á dagskrána meðan húsrúm leyfir. Eins og yfirskrift dagskrárinnar ber með sér verður bæði fjallað um skólastarf- ið frá sjónarhóli nemenda og kennara. Sumir nemendur eiga erfitt með að sjá tilgang með ýmslu því sem kennt er í skólanum auk þess sem hugurinn dvelur frekar við áhugamál og félagana heldur en skólabækurnar. Samskipti nemenda og kennara geta því einkennst af árekstrum sem oftar en ekki eiga rætur sínar að rekja til þess breytingaskeiðs sem nemendur eru á. Á dagskránni verður fjallað um hvernig reynt er að koma til móts við nemendur á unglingastigi bæði í almennum skólum, í dreifbýli og í sérskólum. Kynntar verða nýjungar sem nokkrir skólar í Reykjavík og nágrenni verða með á komandi skóla- ári. Skiptar skoðanir eru unt hvernig skóla- starf á þessu aldursstigi eigi að þróast á komandi árum. Bent er á að breyttir tímar krefjist nýrra kennsluhátta og því þurfi að bæta námsefni og breyta innra starfi skólans. Aðrir eru ánægðir með núverandi skipulag þó þeir telji það megi vissulega bæta. Á dagskránni verður leitast við að fá fram mismunandi viðhorf varðandi þessi mál. Hádegisverðarfundur Stjórnunarféiags íslands „Eru áhrif verkalýðsfélaga að þverra" Nú er staddur á íslandi próf. Jack Barbash. Jack Barbash er sjötíu og sex ára gamall og er prófessor Emeritus við háskólann í Wisconsin. Hann er enn mjög virkur í kennslu og rannsóknum og ferðast mjög mikið. Hann er sérfræðingur í vinnuhagfræði, og er rcynsla hans afar víðtæk. Prof. Barbash hefurboðiðStjórn- unarfélaginu að halda hádegisverðarer- indi á vegum félagsins. Hefur verið ákveðið að próf. Barbash muni ræða efnið „Eru áhrif verkalýðsfélaga að þverra?" í Atthagasal Hótel Sögu í dag, þriðjudaginn 26. ágúst kl. 12.00 stundvís- lega. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stjórnunarfélags Islands í síma 91- 621066. Háls-, nef- og eyrnalæknar á Vesturlandi Friðrik Páll Jónsson, háls, nef- og eyrnalæknir ásamt öðrum sérfræðingum Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð í Búðardal og á Snæfellsnesi dagana 8.-12. september n.k. Rannsökuð verður heyrn og tal og útveguð heyrnartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Búðardal 8. sept., Stykk- ishólm 9. og 10. sept.. Grundarfjörö 11. sept. Olafsvík 12. sept. Tekið á móti tímapöntunum á viðkom- andi heilsugæslustöð og er fólki bent á að panta tíma sem fyrst. Bóndinn kominn út Tímaritið Bóndinn er komið út fyrir nokkru, þriðja tölublað þessa árs. Útgef- andi Bóndans er Fjölnir hf, en ritstjóri Anders Hansen. Meðal efnis í þriðja tölublaði er grein um ferhyrnda fjárstofninn á íslandi, sem talið er að hafi verið hér á Iandi allt frá landnámsöld. Þá er grein um íslenska hundinn, og birt viðtal um hann við Guðrúnu Guðjóhnsen, formann Hunda- ræktarfélags Islands. Þá er í yfirliti gerð grein fyrir öllum þeim tegundum dráttar- véla, sem eru á markaði hérlendis, og birtar upplýsingar um stærð og eiginleika vélanna ásamt verði og nafni innflytj- enda. Þá eru birt stutt viðtöl við bændur um allt land um sauðburð í vor er leið og horfur í sauðfjárbúskap, og fjöldamargar fréttir eru úr ýmsum áttum, svo sem um vélar og tæki, um skógrækt, grasköggla- framleiðslu, heysölu, loðdýrarækt og margt fleira. Af efni tengdu hrossarækt má nefna að viðtal er við Þorkel Bjarnason hrossa- ræktarráðunaut, sem nú hefur gegnt því starfi í aldarfjórðung. Þá eru birtir dómar allra kynbótahrossa á nýafstöðnu lands- móti hestamanna, og ýmislegt fleira efni er um hestamennsku. Bóndinn er að þessu sinni 72 blaðsíður að stærð, að hluta litprentaður. Nýr lífsstíll Breytt þjóðfélag Ráðstefna í Glóðinni í Keflavík laugardaginn 13. septembernk. Allirvelkomnir. Nánarauglýstsíðar. Landssamband framsóknarkvenna Vesturland Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Vestur- landskjördæmi verður haldið í Borgarnesi dagana 5. til 6. september nk. Stjórnin Vestfirðir Kjördæmaþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á Reykhólum 5.-6.september n.k. Nánar auglýst síðar. Stjórnin HÉRAÐSMÓT - SKAGAFIRÐI Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið í Miðgarði laugardaginn 30. ágúst nk. og hefst kl. 21.00. Ávarp flytur Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, Ómar Ragnarsson skemmtir. Sigurður Bragason syngur við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur, hljómsveitGeirmund- ar leikur fyrir dansi. Sigrún Ómar Sigurður bariton- Þóra Fríða söngvari píanóleikari Mannlíf komið út Tímaritið MANNLÍF er komið út, fimmta tölublað þessa árs. Ritið er 140 síður að stærð, að mestu litprentað og fjölbreytt að efni að vanda. Forsíðuviðtalið er að þessu sinni við Halldór Laxness, þar sem komið er víða við og rætt um störf hans og fleira gegnum tíðina, sem og samband hans við fjöl- skyldu sína. Þá er einnig rætt við Peter Haljberg íum Laxness . og verk 'hans, en enginn einn maður hefur rannsakað verk Laxness á borð við Hallberg. Þá er í MANNLÍFI smásaga eftir Davíð Oddsson borgarstjóra. ásamt stuttu viðtali við hann. Þetta er fyrsta smásaga Davíðs, og rituð sérstaklega fyrir MANNLlF í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. I tilefni afmælisins eru einnig myndir af sex borgarfulltrúum jafn margra flokka, í nýjastatískufatnaði. Af öðru efni má nefna viðtal við Hrafnkel A. Jónsson á Eskifirði, sem birt er undir fyrirsögninni „Hrafnkels saga flokka- flakkara". Enn má nefna grein um fátækt í velferðarríkjum, greinar um fólk í fréttum, sagt frá köfun og birtar myndir úr íslenskum vötnum og ám, grein er um Hollywood-Babylon, byggð á samnefndri bók, viðtal við Guðna Erlendsson í Noregi og margt fleira, svo sem frásögn af ferð blaðamanns MANNLÍFS um Sovétríkin. MANNLlF er sem fyrr segir 140 blað- síður að stærð. Ritið er að þessu sinni prentað í 17.000 eintaka upplagi, sem mun vera langstærsta upplag íslensks tímarits um þessar mundir. Útgefandi MANNLÍFS er Fjölnir hf en ritstjóri er Árni Þórarinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.