Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 16
Sykurlausar meðVISA PÉTUR PÉTURSSON sá um aö fella Blikana í 2. deild meö marki á síðustu mínútu í viöureign ÍA og Blikanna á Skaganum i gærkvöldi. Staðan fyrir markiö var 1-1 og höfðu Blikar barist vel fyrir tilveru sinni í deildinni. Nú getur aöeins kraftaverk og þaö stórt, bjargað þeim. Sveinbjörn Hákonarson skoraði fyrra mark Skagamanna en Jón Þórir geröi mark Blika. Lífeyrissjóðirnir eru tortryggnir: Vilja sjá vexti lækka víðar en hjá sjóðunum Sætta sig ekki við lakari kjör en ríkið býður öðrum „Við höfum alltaf lýst því yfir að lífeyrissjóðirnir sætti sig við þau vaxtakjör sem ríkið býður almennt. Og mín persónulega skoöun er sú að ríkið hefði fyrr mátt lækka vexti á þeim bréfum sem það hcfur verið að bjóða. Lífeyrissjóðirnir vilja hins vegar ekki búa við lakari kjör en ríkið býður öðrum - það er mergur- inn málsins," sagði Gunnar J. Frið- riksson, form. VSÍ eftir fund fulltrúa lífeyrissjóðanna í fjármálaráðuneyt- inu í gær. Niðurstöðu þess fundar sagði hann hafa verið að skipa í starfshóp 2 fulltrúa lífeyrissjóðanna, einn frá fjármálaráðuneyti og einn frá Hús- næðisstofnun og átti hann að hefja störf strax í gærkvöldi. Þótt fjármálaráðuneytið ætli sjálfsagt að leggja línuna með þeim 6,5% vöxt- um sem það hefur nú ákvcðið á spariskírteinum sagði Gunnar málið ekki svo einfalt. Semja þurfi um lengd lánstíma, hugsanlega valkosti, breytilega vexti eða fasta vexti og fleira sem komi inn í þetta dæmi. Það sé einmitt verkefni fyrrnefnds starfshóps. Heyra mátti á fleiri lífeyrissjóðs- mönnum í gær að þeir vilji sjá að vextir verði lækkaðir víðar - lífeyris- sjóðirnir sætti sig ekki við það að vera þeir einu sem komi til með að lækka sína vexti. Gunnar var því spurður hvort hann sé trúaður á almenna vaxtalækkun. „Það ræðst afskaplega mikið af því hvað ríkissjóður sækir mikið á fjármagnsmarkaðinn. Ef ríkissjóður er endalaust rekinn með halla og þarf stöðugt meira lánsfé, þá fara vextirnir ekki niður. En þá færi hins vegar svo margt annað niður, þannig að það fær ekki staðist að halda svona háum raunvöxtum. Atvinnu- lífið stendur ekki undir því. Fáskrúðsfjörður: Hekla sigldi á Sólborgu - sem kastaðist utan í bryggjuna Strandferðaskipið Hekla keyrði á vélskipið Sólborgu SU- 202 við bæjarbryggjuna á Fá- skrúðsfirði um kl. hálf sex á sunnudagsmorguninn. Óhappið varð þegar Hekla var að koma inn til Fáskrúðsfjarðar í mikilli þoku og var að bakka fram hjá hafskipsbryggjunni þegar hún lenti á bakborðshlið Sólborgar. Við áreksturinn lenti Sólborgin utan í bæjarbryggjuna, gekk bryggjukanturinn rúmlega hálfan metra til og eru staurar og bönd bryggjunnar brotin. Skemmdir á skipunum og bryggjunni eru taldar skipta millj- ónum, en eftir er að meta tjónið. ABS FJÖLDI FÓLKS Á FLUG- SÝNINGU Afmælishátíð Flugmálafélags ís- lands og Flugmálastjórnar lauk um helgina með heilmikilli Ifugsýningu yfir Reykjavíkurflugvelli þar sem flestar flugvélar sem á loft geta farið sýndu sig í loftinu. Einnig voru herflugvélar frá ýmsum löndum með í hópnum. loftbelgur og flugmódel. Mesta athygli vakti Nimrodþota, sem er stærsta herflugvél sem lent hefur á Reykjavíkurflugvelli, F-l5 vélar frá varnarliðinu sem sýndu ýmsar kúnstir, og þýsk Dornier-far- þegavél sem lék ýmsar flugþrautir. Fjöldi fólks var á Reykjavíkur- flugvelli til að fylgjast með flugsýn- ingunni, en einnig var Öskjuhlíð og nágrenni full af fólki. Flugatriðunum var lýst beint í svæðisútvarpi Reykja- víkur og einnig var sjónvarpað beint frá hluta sýningarinnar. HEI Hollensk kafbátaleitarvél skríður yfir Reykjavíkurflugvelli Tímamynd Pétur Veiðiþjófar gómaðir Þingflokkur Framsóknarflokksins á Sauðárkróki: FJÁRLAGAGERÐ VAR ADALMÁLID á Arnarvatnsheiði Fjórir veiðiþjófar voru teknir upp á Arnarvatrjsheiði á sunnudag. Veiðivörðurinn á hciðinni sá til þeirra úr flugvél, en eftirlit með veiði fer m.a. fram úr lofti. Veiði- vörðurinn kallaði til lögreglu úr Borgarnesi og voru tvö silungsnct gerð upptæk og mennirnir skrifaðir niður. Voru þeir búnir að taka upp netin þegar að þeim var komið, en við lcit í bílnum fundust netin og viðurkenndu mennirnir brot sitt. Að sögn veiðivarðarins, Snorra Jóhannessonar, hefur það stöku sinnum komið fyrir að menn ætla að reyna að láta veiðiferðina borga sig ef illa gengur að veiða á stöng og veiða silung í net, en ef það hafi verið ætlunin í þessu tilviki, þá gekk það ekki að heldur, vegna þess að enginn silungur kom í netin. „Þetta er í fyrsta sinn sem vart verður við veiðiþjófnað á Arnar- vatnsheiði í sumar, enda þarf miklu oftar að hafa eftirlit með því hvernig umgengnin er kringum tjaldstæði fólks og að menn keyri ekki hér utan vega sí og æ,“ sagði Snorri. Þeir sem tcknir eru fyrir ólöglegar veiðar oftar en einu sinni verða að taka þeim afleiðingum að þeir fá ekki veiðileyfi í því héraði sem þeir eru staðnir að verki og jafnvel víðar um ókominn tíma, svo þetta er iðja sem ekki er aftur tekin, frekar en önnur brot. -ABS Þingflokksfundur Framsóknar- flokksins var haldinn á Sauðár- króki á sunnudag og mánudag, en lauk í gærkvöldi. „Aðalmál fundarins eru efna- hagsmálin og fjárlagagerðin. Einn- ig höfum við fjallað um húsnæðis- mál, landbúnaðarmál og vandann í sjávarútvegi. Þessi mál eru þau mál sem mest eru knýjandi í dag,“ sagði Stefán Guðmundsson þing- maður Framsóknarflokksins í sam- tali við Tímann í gær. Alls sitja fundinn 20 manns, bæði þingflokksmenn og aðrir þeir sem rétt hafa til setu á fundinum. Fundarmenn skoðuðu mörg fyrir- tæki á Sauðárkróki og nágrenni fyrri partinn í gær. Fyrir hádegi skoðuðu þeir Fiskiðju Sauðár- króks, Rækjuvinnsluna Dögun á Sauðárkróki, Bændaskólann á Hvanneyri, kirkjuna þar og einnig Hólalax hf. Á Hólum var borðaður hádegisverður en síðan var farið aftur til Sauðárkróks og skoðuðu fundarmenn þá flugvöllinn, aðal- bækistöðvar Kaupfélags Skagfirð- inga, heilsugæsluna, öldrunar- og hjúkrunarheimili sem verið hefur í byggingu en á að fara að taka í notkun, Sútunarverksmiðjuna, saumastofuna Vöku, Steinullar- verksmiðjuna, fóðurstöðina Mel- rakka sem er í byggingu og Haf- rúnu, litla fiskiræktarstöð á Sauð- árkróki. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.