Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 26. ágúst 1986 Tíminn 3 Landssamband sauðfjárbænda: Lækkun framleiðslu- og milliliðakostnaðar - veröi könnuö til aö halda veröi dilkakjöts niöri til frambúöar Landssamband sauðfjárbænda hclt aðalfund sinn um sl. helgi og voru markaðs- og sölumál aðalmál fundarins. Fundurinn lagði til að of feitt kjöt yrði verðfellt þannig að enginn sæi sér hag í því að haustfita lamb né framleiða kjöt sem fer í flokk Il-O. Þessum tilmælum var beint til sexmannanefndar í fram- haldi af nýrri reglugerð um kjötmat sem kveður á um magrara kjöt en gamla kjötmatsreglugerðin gerði. Ályktunin um nýjar leiðir til sölu á lambakjöti sem stjórn L.S. lagði fyrir stéttarsambandsfund bænda á Hvanneyri í júlí, var rædd og breytt örlítið en í jteirri ályktun felst að kannaðar verði allar hugs- anlegar leiðir til að lækka fram- leiðslukostnað bænda og allur milliliðakostnaður lækki til sam- ræmis við framleiðslukostnað. Einnig að kanna hvort ekki sé grundvöllur fyrir endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts og að tollar og vörugjald af tækjum og rekstrar- vörum verði lækkað. Fundurinn leggur til að sölu- jróknun fyrir útflutt kindakjöt mið- ist framvegis við útflutningsverð en ekki skráð heildsöluverð innan- lands eins og nú er. Lögð var áhersla á að stjórn Landssambands sauðfjárbænda leitaði allra leiða til að selja það kjöt sem árlega safnað- ist upp og liggur í birgðum á haustin þegar nýtt kjöt er að koma á markaðinn. Ef lausn á því kjöt- fjalli fyndist í eitt skipti væri líklegt að hægt yrði að koma í veg fyrir kjötbirgðir á haustin framvegis. Ákvörðun var tekin um að lcngja sláturtímann á haustin þannig að á hverju ári væri lengri tími þar sem hægt væri fyrir neytendur að fá ófryst kjöt. Samþykkt var ályktun um að niðurgreiðslur á kjöti verði fast hlutfall, en ekki eins og verið hefur að undanförnu að þær séu mismunandi háar frá einu tímabili til annars. Að sögn Jóhannesar Kristjáns- sonar formanns félags sauðfjár- bænda var það greinilegur vilji fundarmanna að kindakjöt fáist á viðráðanlegu verði og að gæði þess séu sem allra mest. Um 50 fulltrúar sauðfjárbænda sátu fundinn auk fulltrúa frá Kaup- mannasamtökunum, Sláturfélagi Suðurlands, matreiðslumenn og fleiri. Alls sátu fundinn um 70 manns. Matreiðslumenn fluttu er- indi og sýndu hvernig þeir vinna kjötið með tilliti til nýtingar. Starfsmaður markaðsnefndar sagði frá söluátaki sem verið hefur í gangi að undanförnu á dilkakjöti óg hugmyndir um áframhaldandi söluaðferðir. Fulltrúi Sláturfélags Suðurlands flutti erindi um slátur- kostnað og taldi að hægt væri að lækka hann um 30% með betri skipulagningu. Landbúnaðarráð- herra lýsti því ennfremur yfir á fundinum að nefnd sem hefurstarf- að að því að undanförnu að kanna rekstursláturhúsanna myndi leggja til töluvert miklar breytingar varð- andi rekstur þeirra að könnun lokinni. Að sögn Jóhannesar er þetta í fyrsta sinn sem gestafyrirlesarar hafa tekið þátt í fundum Lands- sambands sauðfjárbænda og taldi hann það vera nauðsynlegt að allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta, kæmu skoöunum sínum á framfæri á fundum með bændum. Með því móti yrði umræðan frjórri fyrir alla aðila. ABS Hundar þurfa líka stundum að fá sprautu efþá hrjáireinhveróáran. Hér erverið að gefa pcnsilín við tannrótarbólgu. Þessir hundar voru í pössun er blaðamann bar að garði. Voru þeir orðnir ærið heimaríkir, geltu að gestkomandi en viðruðu sig upp við umsjónarmann sinn, Þorvald Þórðarson dýralækni. (límamynd Svemr) Dýraspítalinn í Víðidal: Hundar og kettir teknir í pössun Dýraspítalinn í Víðidal er eini staðurinn í Reykjavík og nágrenni þess sem tekur hunda í gæslu á meðan eigendur þeirra geta ekki sinnt þeim af einhverjum orsökum. Á dýraspítalann koma einnig hundar sem eru í óskilum og m.a. hefur lögreglan lykil að hundagirðingu sem er við spítalann. Þar getur hún skilað af sér hundum sem finnast á víðavangi, jafnvel þótt vakt sé ekki á spítalanum. Síðan er reynt að hafa upp á eigendum hundanna. Þorvaldur Þórðarson, einn af þremur dýralæknum við dýraspítal- ann sagði að hundagæslan og reynd- ar kattapössunin líka, væri liður í því að geta haldið spítalanum opn- um daglega og að halda heimsóknar- gjöldum í skefjum. Spítalinn er í einkaeigu og algjörlega rekinn á kostnaðargrundvelli. Það eru 9 félög sem eiga spítalann en þrír dýralækn- ar sem leigja hann, þótt ekki þeir sem þar starfa, nema einn. Starfsemi spítalans er aðallega tvíþætt, annars vegar er komið með dýr og þau lögð inn, ef um aðgerð eða meiriháttar meðferð er að ræða, hins vegar starfsemi sem fer frani á stofutíma sem er frá kl. 9.00 til 18.00. Þar er gert við beinbrot, skurðir saumaðir saman og lyf gefin við sjúkdómum, svo og ófrjósemis- aðgerðir og er þá fátt eitt talið. Bólusetningar, einkum á köttum er stór liður í starfseminni. T.d. hefur kattafár sem er veirusjúkdómur ver- ið skæður af og til, en hægt er að koma í veg fyrir hann með bólusetn- ingurn. Þá er bólusett á hverju ári eftir að tvær bólusetningar hafa farið fram með ca. 2ja mánaða millibili. Þorvaldur sagði að í fyrrasumar hefði geysað kattafár á höfuðborgar- svæðinu, en minna væri um það í ár. -ABS Kettir fá líka inni á dýraspítaianum, enda eiga þeir ekki í mörg hús aö venda sem stendur frekar en hundar ef eigendur eru aö heiman um tíma. BOÐI HF. AUGLÝSIR Vegna fenginnar reynslu í sölu á rafmagnsgirðingum á íslandi, höfum við hjá Boða hf. ákveðið að versla beint við framleiðendur á rafmagnsgirðingaefni. Við munum því hætta að versla í gegnum umboðsaðila í Danmörku. Með þessu vonumst við til að geta veitt betri þjónustu á sölu á rafmagnsgirðingum og vænt- anlega lækkar verð á komandi mánuðum. Við munum selja girðingar þessar undir vörumerk- inu B0DA GIRDINGAR LEIDANDIÁ ÍSLANDI BOÐI hf KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 Leitiö frekari upplýsinga hjá sölumönnum í síma 91-651800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.