Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 1
DAUÐSFALL í íbúö kvikmynda- leikarans Dustin Hoffmans er nú taliö hafa verið slys, en á laugardag fannst 43 ára gömul kona drukknuð í baðkeri í sveitasetri Hoff- mans í Connecti- cut. Talið er að konan hafi sofnað í baðinu og drukkn- að. Dustin Hoffman var í Los Angeles þegarkonanfannst en ekki er talið að konan tengist hon- um á neinn hátt heldur var hún vin- kona ráðskonunn- ar. ÞINGMENN frá Irlandi eru staddir hér á landi í boði Alþingis, meðal þeirra er forseti irska þjóðþingsins, Tom Fitz- patrick. Þingmennirnir komu á föstudag- inn og fara aftur á miðvikudag. Fyrstu þrem dögunum eyddu þingmennirnir í að skoða markverða staði á landinu en í dag munu þeirm.a. ræða viö forsætisráðherra og fjármálaráðherra og forseta íslands. NORRÆNIR bæjarstarfsmenn hafa skorað á ríkisstjórnir Norðurland- anna að samþykkja ekki neinar þær aðgerðir sem þrengja eða skerða rétt samtaka launafólks til að semja um kjör félagsmanna sinna í frjálsum samning- um, og er þarna verið að vísa til þess að lög ógilda oft frjálsa samninga. Aðalfund- ur samtaka norrænna bæjarstarfsmanna var haldinn í Reykjavík um helgina og sóttu hann 60 fulltrúar frá öllum Norður- löndunum. FREIGATA frá Bandaríkjunum, U.S. Doyle, verður í Reykjavík dagana 27.-30. ágúst og er viðkoman vegna heræfinga Atlantshafsbandalagsins í Norðurhöfum. Doyle mun liggja í Sunda- höfn og verður til sýnis fyrir almenning frá klukkan 13-16.00. Doyle er 138,2 metra löng, ristir 9 metra, og áhöfnin telur 250 manns. ÍSFIRÐINGAR hafa fengið nýtt rækjuskip, Sigrúnu ÍS, sem smíðað var í Finnlandi 1979 en hefur aðeins verið notað í eitt ár. Fyrirhugaðar eru breytinaar á skipinu, m.a. á að setja í það búriao til rækjufrystingar, endurnýja siglingatæki og lagfæra íbúðir. PETER C. BAXTER höfuðs- maður hefur tekið við yfirstjórn herstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli af George T. Loyd höfuðsmanni. Baxter var síðast við skyldustörf í London. HEIMSMET í maraþonvélritun var sett í gær af Shambhoo Anbhawane, indverskum vélritara, sem vélritaði sam- fleytt í 123 klukkutíma og bætti gamla metið um 3 tíma. Til að byrja með var vélritunarhraðinn 60 orð á mínútu en undir lokin var hraðinn aðeins 15 orð á mínútu. Anbhawane vélritaði sömu ræðuna aftur og aftur og skaut inní ritningargreinum hindúa til að auka sér kraft og bægja frá illum öndum. Hann sló ritvélarlyklana 906.000 sinnum á meðan. HÖRKUÁREKSTUR varð á Kotárbrú við Silfrastaði í Skagafirði um kl. hálf sex á sunnudagskvöld. Volvo bifreið keyrði aftan á Mercedes Benz sem var að fara yfir brúna en hafði hægt á sér. Volvoinn kastaði Benzinum inn á brúna og við það skemmdust báðir bílarnir mjög mikið. Ökumaðurinn var einn ( Volvo bifreiðinni en þrír farþegar auk ökumanns í Benzinum en engan sakaði í árekstrin- um. KRUMMI ...ég hélt að það væri hvort eð er ekki hægt að skulda í Ríkinu... Afleiðingin af stöðvun sölu á ríkisskuldabréfum: Skuldabréfavextir munu lækka um 1 -2% - að mati Kaupþings „Við reiknum með því að vextir vextir á bankatryggðu bréfunum lækkium 1-2% á öllum skuldabréf- iækkj úr 10-12% eins og þeir eru um eftir 1. september, þannig að nú kannski niður í 9-10% og vextir á öðrunt skuldabréfum lækki síðan sarrisvarandi," sagði Davíð Björns- son hjá Kaupþingi, spurður um START MáfiA áhrif þess á verðbréfamarkaðinn að ríkissjöður hættir sölu á spari- skírteinum sínum. Þessa vaxtalækkun sagði Davíð koma til af tvennu: í fyrsta lagi hafi vextir spariskírtcina vcrið svokall- aður botn á vaxtalínunni. Þegar botninn detti úr, þá dctti öll línan með. 1 öðru lagi verði svo minna • frantboð af verðbréfum á markað- inum, þar sem spariskírteinin verði ckki seld hverjum sem cr. Þcirsem hefðu keiypt þau murii nú leita cftir kaupum á öðrum tegundum skuldabréfa og þá líkast til banka- tryggðra bréfa. Það leiði af sér aukna eftirspurn eftir þeint bréfum og þar með vaxtalækkun á þeim, þ.c. þegar framboðið á peningum verður kannski meira cn á bréfum til sölu. En gæti þetta cinnig aukið fram- boð á bréfum? Ef vextir lækka um t.d. 2% sagði Davíð það að vísu geta hal't áhrif á fyrirtæki, sem hafi veigrað sér við því að selja bréf til þessa, en telji vextina þá kannski komna í það horf að þeir væru viðunandi. Þannig gæti vaxtalækk- unin hugsanlcga einnig aukið eitthvað framboð á markaðinum. En það eigi eftir að koma í Ijós. HEI Maraþon- hlaupmed farþega! Reykjavíkurmaraþonið var hlaupið nieð ponipi og prakt á sunnudaginn og tóku rúmlcga 1000 manns þátt í hlaupinu þrátt fyrir rigningu og slabb. Flestum fannst nóg að draga sjálfa sig áfram rúma 42 kíló- metra en þessi kunnuglegi keppandi var svo þróttmikill að hann tók með sér farþega, a.m.k. fyrsta spölinn. Nánar er sagt frá Reykjavíkurniaraþon- inu á íþróttasíðu i 'íinamynd Pétur Cameroon: Eldfjallagas banar 1200 manns Að minnsta kosti 1200 manns hafa nú látist af völdum citurgass sem losnaði úr læðingi eftir eldsum- brot djúpt undirstöðuvatninu Nios í suðausturhluta Cameroon um helgina. Þrjúhundruð manns til viðbótar liggja nú á sjúkrahúsi, að sögn forseta landsins Paul Biya. Hann sagði ennfremur að citurgas- ið hefði mengað svæði í 10 kíló- metra radíus í kringum vatnið sem er um 400 knt norður af höfuðborg- inni Yaounde. fsrael, Frakkland, Bandaríkin og V-Þýskaland hafa veitt Camer- oon aðstoð vegna þessa slyss og sent hjálparsveitir, lyfjabirgðir og læknisgögn á staðinn, en ein- kenni eitrunarinnar lýsa sér í brennandi sviða í augunt ogeyrum, hósta og köfnunartilfinningu. Biya forseti sagði í gær að hann myndi fagna alþjóðlegri hjálp til þcss að reyna að fyrirbyggja slys af þessu tagi með einhvers konar varnarkerfi, en svipað atvik átti sér stað fyrir tveimur árum í Camer- oon og létust þá 35 manns. Guðmundur E. Sigvaldason hjá Norrænu eldfjallastöðinni er for- maður Alþjóðasamtaka eldfjalla- stöðva, og fékk hann í gær erindi frá UNESCO um að gera tillögu um lista sérfræðinga sem UN- ESCO gæti sent til Cameroon ef formleg beiðni kæmi frá þeim um slíkt. Guðmundur sagði í samtafi við Tímann að Alþjóðasamtök eld- fjallastöðva hefðu hér á landi upp- lýsingabanka um sérfræðinga á hin- um ýmsu sviðum eldfjallafræða og í neyðartilfellum sem þessum leit- aði UNESCO til þcirra um tillögur um hverja stofnunin ætti að senda á staðinn ef þess yrði óskað. „Það var spurning af þcssu tagi sem kom fram í dag og ég er þessa stundina að finna út hvaða menn ég á að leggja til að fari suður til Cameroon ef til þess kemur,“ sagði Guð- mundur. Aðspurður sagði Guð- mundur að Ijóst væri að einn Islendingur yrði á þeint lista, Nícls Óskarsson hjá Norrænu eldfjalla- stöðinni, en hann er einn fremsti maður á sviði gasefnafræði í heint- inum. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.