Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. ágúst 1986
Tíminn 3
Hreindýraveiðar í fullum gangi:
BÚIÐ AÐ VEIDA
ÁTTATÍU DÝR
- í Norðfjarðar og Borgarfjarðarhreppum
Hreindýraveiðar eru í fullum
gangi þessa dagana á Austurlandi.
Tíðarfar hcfur verið gott til veið-
anna en á mörgum stöðum er
sáralítið búið að veiða. Veiðarnar
hafa gengið vel í Norðfjarðar og
Borgarfjarðarhreppum. í gær var
búið að veiöa um 40 dýr í hvorum
hreppi að sögn Runólfs Þórarins-
sonar hjá menntamálaráðuneyt-
inu.
Geislavarnir ríkisins hafa gert
ráðstafanir til þess að fá sýni frá
hreindýrunum til mælingar á
geislavirkni vegna Chernobyl
slyssins. Að sögn Sigurðar Magn-
ússonar hjá Geislavörnum ríkisins
eiga þeir von á sýni núna næstu
daga. Einnig hafa verið gerðar
ráðstafanir til að fá sýni af kjötinu
frá seinasta ári til samanburöar.
Sagði Sigurður að strax í vor þegar
slysið átti sér stað hafi verið fylgst
með rigningarvatni, drykkjarvatni
og andrúmslofti. Síðan hefur verið
fylgst með mjólk og allar niður-
stöður hafa hnigið í söntu átt að
áhrifin hérséu mjög óveruleg. „En
það er samt sjálfsagður hlutur að
taka sýni úr hreindýrum og rann-
saka þau. Það sama veröur gert
með lambakjötið þegar slátrað
verður í haust," sagði Sigurður
Magnússon. -S.H.
Hreindýraveiðimenn með myndarlega veiði. rímaniynd Svanfríður
!l!!lll!!ll!l!!l! VEIÐIHORNIÐ- lllllll!llUmsjón: Eggert Skúlason|||
STÆRSTILAX í
BREIÐDALSÁ
- frá því veiöifélagið var stofnað
Hallgrímur Þórarinsson aust-
firðingur dró ríflega tuttugu punda
lax úr Breiðdalsá nú fyrr í vikunni.
Er þetta stærsti lax sem veiðst
hefur í ánni síðan að veiðifélag var
stofnað um ána. Laxinn veiddist í
Klapparhyl á fyrsta svæði. Hann
var að sögn Sigurður Lárussonar
formanns veiðifélagsins, ekki ný-
runninn og hefur því sennilega
heldur rýrnað en hitt.
Alls hafa veiðst í ánni um 140
fiskar, og er það mjög gott eftir
afspyrnu lélega veiði nokkur ár þar
á undan. Það háir þó ánni hversu
vatnslítil hún hefur verið undanfar-
ið. Þó að aldrei hafi sést meira af
laxi í ánni en einmitt í sumar, tekur
hann vægast sagt illa vegna þurrka.
Sem dæmi hversu gífurlega þýð-
ingu vatnsmagn hefur fyrir veiði-
skapinn, má nefna að rigningu
gerði þann tólfta, og veiddust
næstu tvo daga 26 laxar.
Skotveiðimenn:
Gæsaungar eru
skammt komnir
- skjótið ekki á ófleyga fugla
Gæsaveiði er hafin fyrir nokkr-
um dögum. Talsvert hefur borist á
því að gæsaungar séu skammt á
veg komnir og jafnvel lítt fleygir.
Það er fyllsta ástæða fyrir skot-
veiðimenn að fylgjast vel með
hversu ungviðið spjarar sig og láta
ófleyga fugla njóta friðar.
í Húnavatnssýslum hefur orðið
vart við gæsaunga sem ekki eru
fleygir og hefur nokkuð verið skot-
ið af þeint, enda auðveld bráð fyrir
skotveiðimenn.
Ýmislegt bendir til þess að gæsin
hafi verið heldur seinni til að verpa
í ár, en mörg undanfarin ár. Það er
því viðbúið að óregulegt háttalag
sem menn urðu varir við hjá fuglin-
um í fyrra geti endurtekið sig í
haust. 1 uppsveitum Rangárvalla-
sýslu er gæs aðeins farin að sjást í
túnum, en hún er ekki farin að
hópa sig í verulegu mæli enn sem
komið er. Þó hefur frést að menn
norðan heiða séu farnir að hreinsa
byssur sínar og gera klárt fyrir
veiðiskapinn, enda gæsin fyrr á
ferðinni Norðanlands, heldur en
syðra og fyrir austan og vestan.
-ES
21. Sambandsþing SUF í Hrafnagili:
Búast má við stórum
og miklum tíðindum
átök í sambandinu og inn í þingflokkinn
Allir vilja í stjórn
En það eru víðar blikur á lofti, en
kringum formannsstólinn. Stjórn-
21. Sambandsþing ungra fram-
sóknarmanna, verður sennilega eitt
hið sögulegasta sem haldið hefur
verið, ef mál fara svo sem virðist.
Gífurleg undiralda hefur risið síð-
ustu vikur, og jafnvel enn kröftugri
alda kemur til með að gera vart við
sig, í formi mikilla sviptinga milli
SUF manna og þingflokksins. Þá er
viðbúið að átök verði um innri
málefni SUF, bæði við kjör for-
manns og stjórnar.
Mótframboð við Gissur?
Margir menn hafa verið nefndir
sem eftirmenn Finns Ingólfssonar í
formannssæti SUF. en Finnur lætur
af formennsku eftir fjögurra ára
starf. Hann segist vera tilbúinn í
slaginn í prófkjöri í Reykjavík fyrir
Alþingiskosningar sent fram fara
næsta ár.
Hallur Magnússon, Hrófur Ölv-
isson, Þórður Ægir Óskarsson og
Þórunn Guðmundardóttir hafa öll
verið orðuð við framboð í formann-
inn, en öll hafa gefið afsvar við því.
Hinsvegar hafa heyrst raddir sem
vilja fá mótframboð gegn Gissuri
Péturssyni, sem er einn í framboði.
Ekki hefur enn frést af þeirri umleit-
an, en viðbúið er að dragi til tíðinda
um leið og þinggestir og fulltrúar
verða samankomnir á Hrafnagili í
Eyjafirði, þar sem þingið fer fram.
arkjör fer fram og er vitað að þar
verður heitt í kolunum og geta mál
tekið óvænta stefnu. Sem sagt gífur-
leg spenna og titringur í kringum allt
þingið.
Tveggja ára „plott“
Ungir framsóknarmenn mæta til
leiks vel undirbúnir og hafa unnið
leynt og ljóst að þessum fundi síðast-
liðin tvö ár, eða frá því að síðasta
SUF þing var haldið í Vestamanna-
eyjum 1984. Þar var samþykkt að
láta framkvæma viðamikla þjóð-
málakönnun. í könnuninni sem Há-
skóli íslands vann. kemur frant að
„flokkurinn er lítill, afturhaldssamur
og tækifærissinaður bændaflokkur"
svo notuð séu orð Þórðarlngva
Guðmundssonar, í stjórn fram-
kvæmdastjórnar SUF, sem hann lét
falla í samtali við DV í gær.
Áherslumá! ungra framsóknar-
manna á þinginu verður að Fram-
sóknarflokkurinn tryggi ungu fólki
og konum sæti ofarlega á listum
sínum til Alþingiskosninga. Niður-
stöður þjóðmálakönnunar SUF sem
raktar eru að ofan styðja mjög mál-
flutning þeirra ungliða og segja sum-
ir að þá hafi líklega rennt í grun liver
niðurstaðan yrði.
Steingrímur vill
skera í meinin
Formaður Framsóknarflokksins,
Steingrímur Hermannsson heldur
erindi um stöðu Framsóknarflokks-
ins á þinginu. Steingrímur var inntur
eftir því hvort hann ætti von á
ntiklum átökum á þinginu og hisp-
urslausum umræðum um flokkinn
ahnennt. Hann svaraði: „Ég hef
alltaf talið að ungir framsóknarmenn
eigi að vera gagnrýnir á stefnu
flokksins, en að vísu uppbyggjandi
um leið. Öll gagnrýni þarf að vera
þannig að hún byggi upp en rífi ekki
niöur. Það er einlæg von mín að svo
verði á þessu þingi, að þar verði
skorið í mcinin og þá bent á það sem
betur mætti fara. Þá vona ég að
umræða á þinginu vcrði ekki síst um
það hvernig Framsóknarflokkurinn
á að aðlagast fjölbreyttum viðhorf-
um,“ sagði Steingrímur.
Á afturfæturna
Frekar hefur verið lygnt í kringum
SUF, en nú virðist heldur vera að
hvessa og tíðinda að vænta af þing-
inu. Þar koma til með að takast á
gamli og nýi ti'minn og ungir fram-
sóknarmenn mrnu reyna til hins
ýtrasta að koma' ár sinni vel
fyrir borð, með framboðslista
Alþingiskosninganna í huga.
Nánar verður sagt frá þinginu og
framvindu mála.og þjóðmálakönn-
un SUF á morgun. -ES
Einar Sigurðsson útvarpsstjóri Bylgjunnar hlustar á útsendinguna
Tímaniynd Pclur
Ný útvarpsstöö tekin til starfa:
Viðbrögð með ólíkindum
- segir Einar Sigurðsson útvarpsstjóri
„Einar - veistu hvaða hitastig er í
Reykjavík núna".
„Nei - en við skulum bara athuga
það snöggvast".
Þetta voru orðaskipti Péturs Steins
og Einars Sigurðssonar útvarps-
stjóra er Tíminn leit inn á vígstöðv-
um Bylgjunnar eftir hádegið í gær.
Pétur Steinn var í beinni útsendingu
að spila tónlist og spjalla við hlust-
endur, en aðrir starfsmenn Bylgj-i
unnar voru í símanum eða að
undirbúa franthald dagskrárinnar
það sem eftir var dags. í mörg horn
var að líta og loftið rafmagnað en
útsending Bylgjunnar hófst klukkan
sjö í gærmorgun og stóð til kl. 19.00.
Utsendingartíminn verður fyrstu
fjóra dagana á þessum tíma, en
síðan verður í framtíðinni sent út frá
kl. 6 á morgnana til miðnættis og til
kl. þrjú að nóttu um helgar.
Útsendingar og dagskrárvinna fer
að mestu fram í tveimur tækjaher-
bergjum og einu hljóðupptökuher-
bergi. Auk Einars Sigurðssonar út-
varpsstjóra eru fastráðnir starfs-
menn níu, sex fréttamenn scm konta
til með að vinna tveir og tveir saman
að sjálfstæðum fréttum, markaðs-
stjóri, skrifstofumaður og tækni-
stjóri sem jafnframt er eini tækni-
ntaður Bylgjunnar. Það er Sigurður
Ingólfsson fyrrum tæknimaður frá
Rás 2 sem ásamt Einari hefur unnið
frá upphafi að uppbyggingu hins
nýja útvarps, sent er hið fyrsta
frjálsa útvarp scm tekur til starfa
eftirað nýju útvarpslögin tóku gildi.
Einar sagði að mikið ntagn auglýs-
inga hefði borist Bylgjunni og einnig
væru viðbrögð með ólíkindum við
flóamarkaðinunt, en nteiningin er
að hlustendur geti í einn klukku-
tíma á dag auglýst ókeypis á
flóamarkaði þá hluti sem það vill
selja eða gefa.
Bylgjan sendir út á FM98,9 og
heyrist fyrst um sinn á suðvestur-
horni landsins, en einnig heyrist í
henni víða á Vesturlandi, Vestfjörð-
um, og á Suðurlandi.
-ABS