Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímitm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- SUF þingar á Hrafnagilí í dag hefst í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 21. þing Sambands ungra framsóknarmanna, og stendur það yfir í tvo daga. Á þinginu verða fjölmörg mál til meðferðar þ.á.m. umhverfismál sem ungir framsóknarmenn láta sig miklu varða. Settar verða fram harðar tillögur um skipulag umhverfismála og umhverfisverndar í landinu. Ungt fólk gerir sér sífellt betur grein fyrir þýðingu þess að umhverfið skiptir okkur miklu máli, og verndun þess er forsenda fyrir velferð þjóðarinnar í framtíðinni. Þá má búast við að mikið verði rætt um stjórnmálavið- horfið og störf og stefnu Framsóknarflokksins. Ungir framsóknarmenn hafa margir hverjir gagnrýnt harðlega vinnubrögð flokksins og þá aðallega beint spjótum sínum að störfum þingflokksins. Margt af þeirri gagnrýni, sem þeir hafa sett fram, á við rök að styðjast og ástæðulaust annað en að taka tillit til hugmynda þeirra um breytingar. Það er styrkleikamerki og nauðsynlegt hverjum stjórnmálaflokki að hafa öflugan kjarna ungs fólks sem setur fram sín sjónarmið. Enda þótt skoðanir ungs fólks séu oft og tíðum róttækari en þeirra eldri og e.t.v. ekki eins ábyrgðarmiklar, eiga þær fullan rétt á sér og ber að taka ábendingar þeirra alvarlega. í frétt í Tímanum í dag er Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins spurður álits um þetta efni. Þar segir hann: „Ég hef alltaf talið að ungir framsóknarmenn eigi að vera gagnrýnir á stefnu flokks- ins en að vísu uppbyggjandi um leið. Öll gagnrýni þarf að vera þannig að hún byggi upp en rífi ekki niður. Það er einlæg von mín að svo verði á þessu þingi að þar verði skorið í meinin og þá bent á það sem betur mætti fara.“ Vera má að einhverjir telji Framsóknarflokkinn lítinn tækifærissinnaðan bændaflokk. Út af fyrir sig er það hvorki veikleikamerki, né heldur nokkuð til að fælast fyrir flokkinn að standa vörð um bændur og landbúnað á íslandi. Það virðist hins vegar vera svo að einstakir fjölmiðlar og tækifærissinnaðir stjórnmálamenn, sem litla þekkingu hafa á atvinnulífi landsmanna og uppbyggingu landsins, telji það skyldu sína að ráðast á þessa stétt og málsvara hennar í von um stundarfylgi. Hitt er aftur á móti íhugunarefni fyrir alla framsókn- armenn ef það er álit meirihluta landsmanna að Framsóknarflokkurinn sé lítill og tækifærissinnaður flokkur. Þeirri ímynd verður að breyta með nýjum vinnubrögðum sem koma stefnu flokksins og verkum hans betur á framfæri en verið hefur til þessa. Pólitískir andstæðingar Framsóknarflokksins vega hart að flokknum og gera allt hvað þeir geta til að lítillækka hann í augum almennings. Sannlcikurinn er nefnilega sá að Framsóknarflokkurinn stendur traustum fótum og þeir óttast áhrif hans. Fylgi hans er þó allt of lítið í Reykjavík og á Reykjanesi og verður flokkurinn að taka það sérstaklega fyrir hvernig hann getur aukið það þar. Ungir framsóknarmenn leggja á það áherslu að endurnýjun eigi sér stað á þingliði flokksins. Breytingar eru eðlilegar á hvaða sviði sem það er. Stöðnun hlýtur að teljast veikleikamerki. Enginn vafi er á því að ungir framsóknarmenn og konur muni leita eftir að skipa örugg sæti á framboðslistum flokksins í komandi alþingiskosningum og engin ástæða til að ætla annað en að þeim gefist tækifæri til þess. Föstudagur 29. ágúst 1986 GARRI Morgunblaðið og flugstöðin í lcidarastubbi í fyrradag víkur Morgunblaðid að fréttum frá þing- flokksfundi framsóknarnianna á Sauðárkróki. I’ar var ræddur sá vandi scm nú blasir við vcgna óhjákvæmilcgs niðurskurðar á fyrirliggjandi drögum að fjárlög- um. I jieim umræðum var m.a. varpað fram þcirri hugmynd hvort til grcina gæti koinið að seinka því að nýja flugstöðin á Keflavíkur- flugvclli verði tckin í notkun. Um þctta segir Morgunblaðið: „Það er furðuleg þröngsýni, sem byggist á ótrúlegum þekkingar- skorti, ef einhverjir þingmenn eru enn þeirrar skoðunar, að nýja flugstöðin og smíði hennar sé og verði baggi á þjóðarbúinu. Þvert á móti er auðvelt að færa sterk rök fyrir því, að engin opinher fram- kvæmd og kannski engin fram- kvæmd í landinu sú líklcgri til að skila arði en smiði flugstöðvarinn- ar.“ Og Morgunblaðið helduráfram: „I fáum atvinnugreinum er meira lífnúna en ferðaútvegi. Flug- stöðin á-Keflavíkurflugvelli, sem á að kenna við Leif Eiríksson eins og völlinn sjálfan, þegar smíði hennar lýkur, er það hlið, scm flestir ferðamenn til landsins fara um, svo að ekki sé minnst á allu þá, er þar hafa stutta viðdvöl. Með bættri aðstiiðu i þessu hliði landsins munu viðskipti og umsvif aukast, hvort sem þingflokkur framsóknar- manna áttar sig á því eða ekki.“ Pólitískt klamhögg Eins og svo oft áður fcr Morgun- blaðið mcð gjörsainlcga rangt mál í þcssuni málflutningi sínum og snýr út úr staðrcyndunum. Á þing- flokksfundinum á Sauðárkróki var einfaldlega til umfjöllunar sá vandi scni stafar af því að núna vantar þrjá milljarða króna til þcss að hægt sc að afgreiða fjárlög í þeirri mynd scm ríkisstjórnin ætlar sér.Þar var vitaskuld farið yfír alla stærstu ógjaldaliði fjárlagadrag- anna, og þar á nicðal útgjöld vcgna byggingar flugstöðvarinnar. I þcirri umræðu var flugstöðin að sjálfsögðu eitt af því scm kom upp á borðið. Hins vegar var engin ákvörðun tckin í því máli og þing- flokkur Framsóknarflokksins hef- ur ckki markað scr ncina stcfnu um það að fresla flugstöðvarbygg- ingunni, hvað þá að hætta við hana líkt og Morgunblaðið cignar hon- uin að tilcfnislausu. Málsvari auðvaldsins Morgunblaðið hefur hins vegar um mcir en fímmtíu ára skcið vcrið aðalmálsvari þcirra sein bctur mcga sín fjárhagslega, cða mcð öðrum orðunt auðvaldsins hcr á landi. Málllutningur cins og þessi sýnir vcl að blaðið cr hér cnn við sama heygarðshornið. Þegar á rcynir cru það sjónarmið af þessu tagi scm þar cru furðu fljót að koma upp á yfirborðið. Vitaskuld dcttur engum manni það í hug í fullri alvöru að hætta við byggingu nýju flugstöðvarinnar eins og Morgunblaðið lætur liggja að. Gamla flugstöðin í Keflavík er fyrir löngu orðin til háborinnar skammar. að því óglcymdu aö staðsctning hcnnar er þannig að fyrsta hugmyndin um landið, sem erlcndir fcrðamenn fá, er sú að þcir séu þar lcntir inni í niiðjum Bandaríkjunum. Það er fyrir löngu knniinn tími til að brcyta þcssari ímynd fslands út á við. En það sem Morgunblaðið þcgir vandlega um cr liitt að við ákvörð- un um það, hvernig skipta eigi niður skattpeningum hinna al- mcnnu borgara, þarf oft að skera niður og seinka þörfum fram- kvæindum þegar vcrið er að velja úr það scm er brýnast. Þetta gæti til dæmis núvcrandi (jármálaráð- hcrra vafalaust útskýrt fyrir þeim Morgunblaðsmönnum cf þcir skilja það ckki. Fiskiðnaður og erfið kjör launþega Það er til dæmis að því að gæta að fískiðnaöurinn i næsta nágrcnni Keflavíkurflugvallar hcfur átt í miklum erfíðleikuin undanfarið. Þar væru full not fyrir myndarlcga ríkisaðstoð, og hún kostar pcninga. Það er líka að því að gæta aö fjöldinn allur af launþcgum lands- ins þarf nú að þola mjög erfíð kjör vegna þeirra byrða sem almcnning- ur hefur tekið á sig til að ná niður vcrðbólgunni. Þar er spurning hvort verja eigi einhverju af sam- eiginlegum fjármunum okkar allra til að bæta kjör þessa fólks, svo scm með því að draga úr skatt- hcimtu eða auka niðurgreiðslur. Gróðapungamir, sem ráða ferð- inni á Morgunblaðinu, hugsa hins vegar ekki um þetta. Þeir vilja fá að vera ríkir, iifa flott, og þeir ’ heimta glæsilcga flugstöð í livelli, líkt og dekraðir krakkar nýtt leik- fang. Spurningin er hins vcgar hvort fískvinnslufólkið á Suður- nesjum eða fólkið, sem vinnur láglaunastörfín um landiö allt, liugsi eins. Vera má að það vilji sýna fyrirhyggju í fjármálum þjóð- arinnar, raða verkefnunum í for- gangsröð og eyöa ekki um efni fram. En það fer ekki á niilli mála hvor hópurínn það er sem á sér málsvara í leiðurum Morgunblaðs- ins. Garri illlllllllllllllllllli VÍTT OG BREITT „Há dú jú læk Æsland?“ Það gerðist hér á dögunum að hópur af bandarískum kvenrétt- indakonum lagði leið sína hingað til lands. Þær komu hingað þeirra erinda að skoða sig um og kynnast málefnum kvenna hér á landi. Þetta voru í sjálfu sér ágætar konur og ekkert nema gott að segja um áhuga þeirra á landi og þjóð. En hins vegar brá svo við að Sjónvarp- inu þótti koma þeirra hingað svo merkileg að það gat hennar sér- staklega í dýrmætum fréttatíma sínum og birti þar viðtal við tals- mann hópsins. Nú má svo sem segja að frétta- mat af þessu tagi skaði engan og þess vegna sá ástæðulaust að vera að agnúast út í það. En hitt er annað mál að þetta vekur til um- hugsunar um það hvort við Islend- ingar gerum okkur alltaf fulla grein fyrir því að við erum fyrir löngu orðnir sjálfstæð þjóð, fullfærir um að standa á eigin fótum og fullgildir þátttakendum í samfélagi þjóð- anna. Þegar blaðað er í sögubókum er það fljótt að koma í Ijós hve minnimáttarkenndin var rík með Islendingum hér á öldum áður. Landsmenn voru þá gagnteknir af tilfinningunni um hvað þeir væru fá- ir, fátækir og smáir. í bókmenntum okkar frá tveimur síðustu öldum eru fjöldamörg dæmi um þetta. Og þessi minnimáttarkennd birt- ist kannski einna skýrast í þeirri lotningu sem landsmenn báru lengi vel fyrir öllu útlendu. Að ekki sé talað um þann stórviðburð ef út- lendur maður, sem bar með sér höfðinglegra yfirbragð en sauð- svartur almúginn, lét svo lítið að heimsækja landið. Þá fylltust Is- lendingar takmarkalausri virðingu. Það hefur eimt eftir af þessu lengi, en sem betur fer líður nú trúlega að því að afstaða af þessu tagi heyri fortíðinni til. Þetta kom m.a. vel fram í því að lengi vel þótti sjálfsagt að taka fréttaviðtöl við alla slíka menn. Þau viðtöl byrjuðu víst oftast á spurningunni „Há dú jú læk Æsland?" (how do you like Iceland, hvernig líst þér á fsland). I sannleika sagt þá er meir en tími til kominn að við förum að venja okkur af þessum ósið. ísland er nú háþróað og tæknivætt menn- ingarríki í þjóðbraut, og það er engin ástæða lengur til að uppveðr- ast út af því þótt útlendinga langi til að koma hingað. I alþjóðasamskiptum megum við líka vel hafa þetta hugfast. Við höfum náð þeim árangri í uppbygg- ingu og þróun að nú orðið er það býsna margt sem erlendar þjóðir geta sótt til okkar, ekki síður en við til þeirra. Til dæmis eigurn við merkilegan menningararf, og við stöndum líka að minnsta kosti jafnfætis öðrum þjóðum að því er varðar viðskipti, samgöngur og tæknivæðingu. Það er þess vegna engin ástæða lengur fyrir okkur að ganga um með hangandi haus í samfélagi stærri og fjölmennari þjóða. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.