Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. ágúst 1986 Tíminn 5 UTLÖND lllllillllllllllllll! lllllllllllll llllllllllllllllllllll Líbýa - Bandaríkin: „Svörum hryðjuverkum á viðeigandi hátt“ Bandarískir embættismenn hafa borið á móti því að Bandaríkjastjórn hafi gert of mikið úr því að Gaddafí Líhýuleiðtogi hyggist standa fyrir hryðjuverkaárásum á staði þar sem Bandaríkin eiga hagsmuna að gæta. Þeir hafa jafnframt borið á móti því að hafa nteð orðum eða gerðum, gert neitt til að ögra Gaddafi. Þeir hafi einungis reynt að koma í veg fyrir að hann hæfist handa, enda hcfðu þeir undir hönduni óvefengj- anlegar sannanir fyrir ásökunum sínum. Larry Speaks, talsmaður Hvíta hússins sagði: „Við viljum einungis koma í veg fyrir að Gaddafí geri nokkuð, en ekki ögra honum." Spe- aks lét þessi orð falla á fréttamanna- fundi á miðvikudaginn og sagði hann að á mánudag hefðu bandarísk stjórnvöld fengið upplýsingar um það að Gaddafí væri að undirbúa hryðjuverkaárásir á bandarísk skot- mörk í Evrópu. Þá strax gaf hann út yfirlýsingu að árásum af þessu tagi yrði svarað á „viðeigandi hátt”. Nokkur ruglingur komst á frétta- flutning af þessu máli um miðbik vikunnar, vegna þess að yfirlýsingar bandarískra embættismanna stöng- uðust á. Stórblöðin New York Times og Washington Post sögðu þannig l'rá því að ekki væru fyrir hendi öruggar sannanir um fyrirætlanir Gaddafís um hryðjuverk og að yfir- lýsingar Bandaríkjastjórnar væru til þess ætlaðar að hræða hann til að gera einhverja vitleysu. A fréttamannafundinum á mið- vikudag neitaði Speaks að þcssar fregnir blaðanna ættu við rök að styðjast og sagði að Bandaríkja- stjórn byggði sínar ákvarðanir og yfirlýsingar á raunverulegum upplýs- ingurn um stöðuna í þcssurn málum. „Við höfum gert raunsætt mat á þessu og það er vilji okkar að Líbýustjórn sé sér fullkomlega með- vituð um að stefna okkar (varðandi viðbrögð við hryðjuverkum) er óbrcytt,” sagði Speaks. Eins og kunnugt er gerðu Banda- ríkjamenn loftárás á Líbýu þann 15. apríl sl. og sögðu þá að það væri vegna tengsla Gaddafís við hryju- verkastarfsemi í Evrópu, en Gaddafí neitaði staðfastlega þeim ásökunum. Undanfarna daga hefur verið í gangi sameiginleg flotaæfing Egypta og Bandaríkjamanna á Miðjarðar- hafinu og undanfarna tvo daga hefur flugmóðurskipið Forrestal vcrið á sveinti norður undan ströndum Eg- yptalands. Að sögn Larry Speaks er skipið ekki þarna til að ögra Líbýu- stjórn, heldur „til þess að láta hana vita af okkur", eins og hann orðaði það. Bandaríkin: Vilja frjálslegri landbúnaðarstefnu Daníel Amstutz aðstoðarland- búnaðarráðherra í Bandaríkjunum segir að Bandaríkin muni leita eftir víðtæku alþjóðlegu samkomulagi á niðurfellingu niðurgreiðslna og verndarstefnu í landbúnaði, í GATT viðræðunum sem fara eiga fram í Uruguay í næsta mánuði. Amstutz sagði fréttamanni Reut- ers að Bandaríkin vildu að í við- ræðunum um slíkt fjölþjóðlegt sam- komulag yrði fjallað um útflutnings- bætur, hömlur á innflutningi land- búnaðarvara eins og t.d. ákveðna innflutningskvóta, hollustueftirlit með kjöti og grænmeti, og með hvaða hætti unnt væri að tryggja slíkt samkomulag á vettvangi G ATT viðræðnanna. Hann sagðist telja að unnt væri að ná slíku heildarsam- komulagi, þó það væri erfitt fyrir ýmsa, því ef ekkert væri að gert stæðu menn frammi fyriróleysanleg- um vandamálum í landbúnaðar- framleiðslu. Hörð gagnrýni kom fram á vernd- arstefnu Bandaríkjanna og Evrópu- bandalagsins á ráðstefnu 14 land- búnaðarríkja sem haldin var í Ástralíu í vikunni, og töldu fulltrúar þar að verndarstefna í landbúnaðar- framleiðslu í heiminum ógnaði velferð, afkomuöryggi og jafnvel lýðræði fjölmargra þriðjaheims þjóða. Beina spjótum sínum að flug- móðurskipi Norskir hvalveiðimenn til- kynntu í gær um þá fyrirætlan sfna, að mótmæla komu banda- ríska flugmóðurskipsins Nimitz með því að sigla skipum sínum til móts við það og beina skutulbyss- um sínum að hinu risavaxna her- skipi. Nimitz á að taka þátt í her- æfingum í Norður-Noregi í dag. Talsmaður norsku hvalveiði- mannanna sagði að líklega myndu 20-30 hvalveiðibátar sigla á móti herskipinu, en ástæðuna sagði hann vera að bandarísk stjórnvöld hefðu þröngvað hval- veiðibanni upp á Norðmenn. Hagsveifluvog hækkar um 1,1% Hagsveifluvog bandaríska við- skiptaráðuneytisins sem er talin mikilvægur mælikvarði á stefnuna í þróun efnahagsmála, sveiflaðist upp um 1,1% í júlí. Þessi uppsveifla var tilkynnt í gær og kom hún flestum efnahagssér- fræðingum nokkuð á óvart, ekki síst vegna þess að í júní varð sveiflan niður á við um 0,4%, og á síðustu dögum og vikum hafa borist fregnir af slælegri stöðu bandarísks efna- hagslífs. Þannig hafi hagvöxtur ein- ungis vaxið um 0,6% á tímabilinu apríl-júní, og ekkert hafði dregið úr viðskiptahallanum, sem aldrei hefur verið meiri í bandarískri efnahags- sögu. Seðalbanki Bandaríkjanna brást við slæmum efnahagshorfum í síð- ustu viku með því að lækka forvexti sína úr 6% í 5,5%, og óskaði eftir því að Þýskaland og Japan fylgdu í kjölfarið. Nú er hins vegar Ijóst að ekki verður af vaxtalækkun í Þýska- landi á næstu dögum, þar sem ekki var tekin ákvörðun um það á fundi bankaráðs seðlabankans í gær, en flestir sérfræðingar búast við sam- hæfðri vaxtalækkun í Bandaríkjun- um, Þýskalandi og Japan seinni partinn í næsta mánuði. Uppsveiflu hagsveifluvogarinnar nú, má að stórum hluta rekja til aukins peningamagns í umferð, sem aftur má tengja vaxtalækkuninni í síðustu viku. Margir sérfræðingar telja að næmi vogarinnar gagnvart þáttum eins og auknu peningamagni í umferð, veiki gildi hennar sem mælikvarða á þróun efnahagslífsins, en í hagsveifluvogina eru reiknaðir fjölmargir þættir ss. atvinnuástand, útlán viðskiptabanka o.fl. Tuttugu og einn lést í Soweto Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa nú viðurkennt að 21 blökkumaður hafi látið lífið í óeirðum sl. þriðju- dagskvöld þegar blökkumönnum í Soweto lenti saman við öryggislög- reglu stjórnarinnar. Þá hefur upplýs- ingaskrifstofa stjórnarinnar viður- kennt að 98 manns hafi særst í þessum átökum, sem eru þau mcstu síðan neyðarlögin gengu í gildi fyrir 11 vikum. Blökkumenn í Soweto hafa ncitað að greiða húsaleigu sína í mótmæla- skyni við aðskilnaðarstefnu stjórn- valda, en átökin brutust út þegar lögregla og hermenn hugðust bera fólk, sem hundsað hafði leiguna, út úr húsum sínum. Hættulegra en Chernobyl! Sænskir sérfræðingar skýrðu frá því í gær að sovéskt kjarn- orkuver í Litháen væri mun hættulegra en kjarnorkuverið í Chernobyl. Samkvæmt könnun sem kjarnorkusérfræðingar hjá sænsku orkumálastofnuninni hafa gert, eru öryggisstaðlar í kjarnorkuverinu Ignalina í Lit- háen mun lægri, en þeir voru í Chernobyl. Verið var upphaflega hannað til þess að geta framleitt 1000 megawött af raforku, en gerðar hafa verið breytingar á orkugjafakerfi versins þannig, að nú framleiðir það um 1500 mega- wött, eða 500 megawöttum meira en upphaflega var gert ráð fyrir. Sérfræðingarnir segja, að eftir þessar breytingar á kjarnorkuver- inu, sé ntun erfiðara að tryggja stöðuga hringrás kælivatns um kjarná versins. Fari svo að hitinn í kjarnanum hækki verulega þannig að starfsmenn missi stjórnina, megi búast við að ein- angrun gefi sig og afleiðingin yrði stórfelldur geislavirkur leki. Kjarnorkuverið í Ignalina í Lit- liáen er af sömu gerð og verið í Chernobyl. og hafa sænskir sér- fræðingar fylgst grannt með því síðan í apríl þegar Chernobyl slysið átti sér stað. Sænsku sérfræðingarnir segjasl hafa sex sinnum orðið varir við minniháttar geislavirkni frá Ig- nalina síðan það var tekið í notkun árið 1983, sem bcndir til veikleika í kælirörunum í kring- um kjarna versins. Okkur vantar umboðsmann strax í Neskaupstað Vinsamlegast hafið samband við Kristínu Haraldsd. s. 91-686300 eða 91-686481 Tíminn CKCaCMC IJULI KP8Í Atvinna Hjúkrunarfræðingar! Hjúkrunarforstjóra vantar aö dvalar- og sjúkradeild Hornbrekku Ólafsfiröi frá 1. nóvember. Umsóknarfrestur er til 20. septem- ber. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 96-62480. Kennarar Ensku- og íslenskukennara vantar viö Héraðsskól- ann Laugum í S-Þing. Frítt húsnæði og rafmagn og hiti. Upplýsingar veita skólastjóri og yfirkennari í síma 96-43112, 96-43113 og 96-43117.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.