Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Rokkarinn Bruce Springsteen er nú í hálfgerð- um „ræflastiT' þarna á myndinni;skeggjaður og í rifnum bol. UPP- STRILAÐUR FYRIRMYNDAR FADIR ij -M. JLéR er Bill Cosby (fyrir- myndarfaðirinn) á ferðinni ogsýnir hreykinn uppáhaldsflíkina sína - handsaumaðan bútasaumsjakka, sem vinur hans hannaði og gaf honum. Vinurinn vissi sem var, að Bill er hrifinn af fötum, sem eru öðruvísi en gengur og gerist og hann er viss um að sjá ekki næsta mann í. Sérstaklega er hann hrifinn af miklu mynstri. Því meira munst- ur því betra. Skeggbroddar í tísku? Ætlar Jacqueline Onassis að gifta sig aftur? Jacqueline Lee Bouvier Kennedy Onassis sést hér með vini sínum, demantasalanum Maurice Tempelsman. Margir spá því að innan langs tíma muni Tempelsmannafnið bætast við hjá henni er þau ganga í hjónabandið. S JÍL bandarísku blaði var nýlega sagt frá því, að nú hefði Jackie Onassis sagt já við bónorði vinar síns, Mauricc Tempelsman, og hann yrði þannig þriöji eiginmaður hennar. Petta átti að hafa skeð þegar hann lá á spítala eftir hjarta- kast sem hann fékk. I fréttinni segir að þau Jacquel- ine og Maurice, sem er demanta- kaupmaður, hal'i verið góðir vinir árum saman, og hann hafi mikið gengið eftir henni að giftast sér, cn hún hafi verið heldur treg til að stofna á ný til hjónabands. Reynd- ar hefur Tempélsman enn ekki fengið fullnaðarskilnað frá fyrrver- andi konu sinni, cn það stendur víst til bóta. Maurice Tempelsman er á svip- uðum aldri og Jackie. eða 56 ára. Hann er auðugur demantasali og hefur verið fjármálalegur ráðu- nautur hcqnar í mörg ár. Vinir þeirra segja, að þau hafi þegar tekið upp sambúð, og hann sé meira í íbúð Jackie á Fifth Avenue en í sinni eigin íbúð. Þegar Maurice fékk hjartaáfallið sat Jacqueline hjá honum eins og hún fékk leyfi lækna til. Sagt er að aðalmótbárur Jackie gegn bónorði Tempelsmans hafi verið, að börn hennar væru á móti því að nokkur karlmaður tæki aftur sæti föður þeirra. Þau eru nú sögð sátt við að ntóðir þeirra giftist í þriðja sinn, því þau hafa séð að það væri einungis til góðs fyrir hana. Einnig eru þau nú uppkomin og standa á eigin fótum og eiga með sig sjálf. Y AfIRLEITT hefur alltaf þótt sjálfsagt að þeir karlmenn, sem vilja hugsa um útlitið, séu vel rakaðir, - eða þá með vel hirt skegg. En nú allt í einu eru mestu sjarmörarnir farnir að láta mynda sig með nokkurra daga skegg- brodda og það þykir ofsalega fínt! Það eru meira að segja komnar á markað sérstakar rakvélar, sem raka eða klippa skeggið þannig að a.m.k. þriggja daga skeggbroddar verði eftir í andlitinu. í nýlegum blöðurn, sem birta myndir af Hollywoodleikurum og ýmsar frcttir af þeim, sáum við á annarri hvorri síðu myndir af Harrison Ford er mörgum minnisstæður úr myndinni „Vitninu hér er hann með nokk- urra daga skegggróður í andlitinu. leikurum, sem sýndu skeggbroddana, jafnvel við hátíðleg tækifæri eins og t.d. verðlaunaveit- ingar. Það er af sem áður var, að það þótti „rónalegt" að láta sjá sig órakaðan! Don Johnson (í Miami Vice) fékk verðlaun, sem kallast „Golden Globe Awards“. Hér sjáum við hann taka við verðlaununum og sýna um leið tvennt sem hefur orðið til að hann er kallaður „karla-kynbomban", það er gcislandi brosið - og skeggbroddarnir, sem eru orðnir nokkurs konar „vörumerki“ hjá Don. Leikarinn Rob Lowe (St. Elmos Fire o.fl. o.fl.) er varla sprottin grön, en þó hefur hann hér safnað skeggi til að auka enn á sjarmann! Föstudagur 29. ágúst 1986 IBllllll ÚTLÖND lllllllllllll FRÉTTAYFIRLIT FRANKFURT - Seðla- bankinn í Þýskalandi lækkaði ekki forvexti á reglubundnum bankaráðsfundi sínum í dag, og hunsaöi þar með kröfu Bandaríkjastjórnar um að þeir lækkuðu fjármagnskostnao til að örva hagvöxt í heiminum. Seðlabankinn lét 3,5% forvexti halda sér - en forvextir eru þeir vextir sem mestu ráða um vaxtastig í viðkomandi hag- kerfi. LA PAZ — Ríkisstjórnin í Bólivíu hefur komið á herlög- um í landinu og fyrirskipaði hernum að leysa upp mót- mælaaðgerðir námuverka- manna, sem hafa risið upp gegn aðhaldsstefnu stjórnar- innar í efnahagsmálum. PRETORIA — Háttskrifaður kaþólskur prestur sem verið hefur í haldi undir ákvæðum neyðarlaganna, hefur sakað lögregluna um pyntingar, oa sagði að hann hafi verið neyddur til að standa með bundið fyrir augu og handjárn- aður meðan á 30 klukkustunda niðurlægjandi yfirheyrslu stóð. LISSABON — Kafteinn í portúgalska hernum særðist þegar sprengja sprakk í bíl hans í úthverfi Lissabon. Lög- realan og fulltrúar varnarmála- ráouneytisins segja að þetta sé ein af mjög sjaldgæfum árásum á hermenn í Portúgal. AMMAN — Forseti Egypta- lands, Hosni Mubarak og Hussein Jórdaníukonungur hófu viðræðufund sinn í gær og var talið að megin umræðu- efnið hafi verið sú stöðnun sem komin er í friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs. SEOUL — Fellibylurinn Vera hefu farið þvert yfir Kína og Suður-Kóreu og skilið eftir í slóð sinni 13 látna og þúsundir heimilislausra. LONDON — Milljónamær- ingurinn og fyrrum knapinn, Lester Pigott, hefur verið sekt- aður um 1000 sterlingspund fyrir að hafa í fórum sínum á heimili sínu í Newmarket í Austur-Englandi án nauðsyn- legra leyfa, tvær byssur og meira en 400 skotfærahylki. HARARE — Eitt af meqin umræðuefnum á þingi Sam- taka óháðra ríkja, sem hefst í Harare höfuðborg Zimbabwe á mánudag, verður vandi þess- ara þjóða vegna lágs verðs á útflutningsvörum þeirra og gíf- urlegar uppsafnaðar erlendar skuldir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.