Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. ágúst 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR llllllllllllillll Helgi Pétursson, blaðafulltrúi: AÐ TAPA A ÞVI AÐ TAKAST VEL „Það er hallærislegt að vera framsóknarniaður. Þetta lið er allt í lopasokkuin". - „Sjáið þið fram- sóknarganginn í honum þessum - hann er vanur að hlaupa svona á þúfunum". - „Nú er hann kominn i framsóknarfötin sín - þessa fínu Hckluúlpu utan yfir Gefjunarföt- in“. - Framsóknarmenn eru ekki í pólitík, þeir eru bara að sjá um sína við skiptingu kökunnar" - „Fram- sóknarmenn hafa enga skoðun - réttara væri kannski að segja að þeir hefðu margar skoðanir á öllu milli himins og jarðar" - „Maður getur ekki verið ungur maður og líka framsóknarmaður" - „Þetta lið er bara útidcild frá Samband- inu“... Einn ágætur maður úr innsta hring stjórnenda Framsóknar- flokksins sagði það eitt, sem mér þótti gáfulegt á fundi framkvæmda- stjórnar flokksins, sem ég sat eitt sinn: „Það er svo sem ágætt, að hér standi, að fjölga skuli félags- mönnum í Framsóknarfélögunum um land allt, - gallinn er bara sá, að hér stendur ekkert um það, hvernig það skuli gert, hvað eigi að segja fólkinu." Þetta ér einn grundvallarvanda Framsóknarflokksins að mínu viti. Fólk er alls ekki með það á hreinu, fyrir hvað flokkurinn stendur í mörgum mikilsverðum málum og það sem meira er, það á því ekki að venjast, að forystumenn flokks- ins láti frá sér heyra um þau mál. Forystumenn Framsóknar- flokksins skrifa ekki í blöð. Þeir halda ekki erindi í útvarp. Þing- menn Framsóknarflokksins tala minnst allra í málum á þingi. Sumir svo sjaldan, að það heyrir til tíð- inda meðal annarra þingmanna og fréttamanna, þegar þeir taka til máls. Forgangsröðin Framsóknarflokkurinn á nú að- ild að ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum, þeim flokki hérlendis, sem hvað mestan aðgang á að fjölmiðlum, bæði í eigu sjálfstæðis- manna og ríkisins. Ráðherrar Framsóknarflokksins fara með forsætisráðuneyti, sjávarútvegs- ráðuneyti, dóms- og kirkjumál og félagsmál. Enginn dregur í efa þýðingu og mikilvægi þessara em- bætta. En spyrjum okkur, góðir fram- sóknarmenn, hvaða ávinning hefur framsóknar- og samvinnustefna haft af setu helstu ráðamanna flokksins í embættum ráðherra? Formaður og varaformaður flokksins gegna tveim þýðingar- mestu embættum í ríkisstjórninni. Þeir hafa lítinn tíma haft til annars. Allt er þetta þó spurning um forgangsröð. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sjá til þess, að þeirra sé getið af minnsta tilefni. Raunar má segja, að sumar gerðir þeirra séu frægar af endemum og vissulega má um það deila, hvort umfjöllun um þær hafi verið Sjálfstæðisflokknum til framdráttar. Það breytir þó ekki því, að framsóknarmenn í landinu hafa ekki beint verið kaffærðir í grein- um og ræðuhöldum forystumanna Framsóknarflokksins. Nýtist staðan nógu vel? Mér er til efs , að Steingrímur Hermannsson hafi nýtt sér stöðu forsætisráðherra nægilcga vel, stefnu flokksins til framdráttar. Hann hefur margsinnis lýst því yfir. að hann sé eins konar verk- stjóri í stjórninni, sé þar til þcss að sætta sjónarmið og konta málum stjórnarinnar fram. Ég er svo sem viss um, að Steingrímur vinnur heill að þessu, en því miður hafa andstæðingar okkar oft notfært sér þá einlægni, sem rík er í fari Steingríms. Mig uggir, að forsætis- ráðherra úr röðum sjálfstæðis- manna hefði haldið fastar á sjónar- miðum Sjálfstæðisflokksins, hvað sem það kostaði. Ég hef spurt Steingrím, hvers vegna hann efndi ekki til blaða- mannafunda a.m.k. einu sinni í mánuði til þess að greina frá því helsta, sem unnið væri að í ríkis- stjórn hans. Og þá þyrfti hann ekkert að hafa Steina litla með, hann er jú forsætisráðherra. Nokkrir blaðamannafundir hafa verið haldnir, en þá alltaf í ein- hverju sérstöku tilefni og alltaf er einhver ráðherra sjálfstæðismanna viðstaddur. Oftast Þorsteinn. Það held ég að sé bara fyrir einstök karaktereinkenni Steingríms Her- mannssonar, ekki það að sjálf- stæðismenn, eða aðrir flokkar myndu koma þannig fram við) okkur. Og þetta kann að fara vel í stjórnmálamenn og þá, sem gleggst þekkja til, en ég efast um, að þetta skili okkur atkvæðum. Og nú vill svo til, að til þess að flokkurinn eigi menn á þingi og nái þannig fram sínum málum, þarf hann að fá atkvæði kjósenda. Áróðurinn gegn okkur Og til þess, að við njótum at- kvæða kjósenda, þurfa þeir að vita. hver okkar staða er, hver okkar þáttur er í stjórn og sögu þessarar þjóðar. Andstæðingum I okkar hefur tekist að snúa því Itímabili sem flokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjórnum, - einu mesta framfaratímabili í sögu þjóðarinnar, upp í andhverfu sína og kalla það Framsóknaráratuginn með neikvæðum formerkjum. Þeir komast upp með það. Þeir hafa auðvitað ekki haldið því á loft, að flokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur þorað að takast á við þau vanda- mál, sem við hafa blasað undanfar- in ár. Þeir hafa miklu frekar reynt að klína á Framsóknarflokkinn öllu því sem miður hefur farið á þessu tímabili, sem vissulega er margt, enda hefur víða verið borið niður. Þeir hafa hins vegar gert lítið úr því, að Framsóknarflokkur- inn hefur ekki starfað einn allan þennan tíma, - allir stjórnmála- flokkarnir hafa komið nærri ríkis- stjórn undanfarin ár. Þar hefur vissulega margt mátt betur fara, cn þar er ekki við Framsóknarflokk- inn einan að sakast. Ungu fólki er gjarnan bent á það núorðið, af andstæðingum okkar, að Framsóknarflokkurinn sé aftur- haldssamur og þröngsýnn. Minna er látið með það, að í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar hafa orðið einhverjar þær mestu breytingar í lífi þjóðarinnar, sem orðið hafa undanfara áratugi, svo miklar, að fólk áttar sig kannski ekki á þeim. Helgi Pétursson nýsköpun í atvinnulífi hefur verið sett á oddinn. Allt er þetta gert l'yrir tilstilli Framsóknarflokksins í ríkis- stjórn Stcingríms Hérmannssonar. Það cr ekki von til þess, að andstæðingar haldi þessu á lofti. En það sem verra er, ekki gerum við það. Fjölmörg mál hafa að undan- förnu verið til rækilegrar um- fjöllunar nieðal almennings og í fjölmiðlum í landinu. Stjórnmál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar Itafa auðvitað borið hátt, en ennfremur mörg önnur inál, sem fólk hefur yfirleitt haft skoðun á. Hér cr auglýst eftir skoðun leiötoga Fram- sóknarflokksins á nokkrum málum: Félagshyggjufólk hefur mikið velt fyrir sér möguleikum á því að „...ég held að það sé eingöngu fyrir karaktereinkenni Steingríms að einhver ráðherra Sjálfstæðisflokksins er alltaf hafður með á blaðamanna- fundum, ekki það að sjálfstæðismenn eða aðrir flokkar myndu konia þannig fram við okkur..." í Sýn - blaöi ungra framsóknarmanna sem nýkomiö er út er grein eftir Helga Pét- ursson, blaðafulltrúa Sambandsins og fyrr- verandi ritstjóra NT. Tíminn hefur fengið leyfi til aö birta þessa grein. Vorum við nokkuð með í þessu? I stjórnartíð ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar hefur verið unninn sigur á einum mesta böl- valdi sem sótt hefur að þjóðinni, óðaverðbólgu. I stjórnartíð Stein- gríms Hermannssonar, hefur öllu fyrirkomulagi á sjávarútvegi verið gjörbreytt. í tíð þessarar ríkis- stjórnar hafa verið gerðar stórkost- legar breytingar á ríkisrekstri, í peningamálum, bankamálum og hefja nánara samstarf í stjórnmál- um og mcnn hafa rætt um mögu- leika á samruna flokka á „vinstri" kantinum. Hvaða skoðun hefur formaður Framsóknarflokksins og forsætis- ráðherra á þessum umræðum og hvaða möguleika telur hann vcra á slíku samstarfi? Þetta eru spenn- andi spurningar, sem hugsanlegir stuðningsmenn Framsóknarflokks- ins vildu án efa fá fyllri svör við. Er um það að ræða að eiga nánara samstarf við Alþýðuflokk- inn, eins og hann er nú? Mikið hcfur verið rætt um flokkana tvo, Framsóknar- og Alþýðuflokk, sem flokka „af sama meiði“ og allt það, en tclur formaður Framsóknar- flokksins, að hér sé um raunveru- legan möguleika að ræða? Ég hcf ekki heldur, frekar en aðrir, séð á prenti hugrenningar Steingríms Hcrmannssonar um þau merkilegu skilaboð sem var að finna í crindi Vals Arnþórssonar, stjórnarformanns Sambands ís- lenskra samvinnufélaga á aðal- fundi Santbandsins í sumar. Þar ;sagði Valur m.a.: „Það er orðin brýn nauðsyn fyrir pólitíska sam- stöðu í landinu um lýðræöissinnaöa félagshyggju, sem nái út yfir nú- verandi flokksbönd.“ Nú er Valur Arnþórsson ekki einhver maður út í bæ. Hann er, auk þess að vera stjórnarformaður Sambandsins, kaupfélagsstjóri KEA og einn af framkvæmda- stjórnarmönnum Framsóknar- flokksins. Til samvinnuhreyfingar- innar teljast nú um 47 þúsund ntanns og ég veit það jafnvel og Steingrímur, að það eru ekki allt saman framsóknarmenn. Þá væru menn í l'ullri vinnu við að fylla út félagsskírteinin. En það væri án efa fróðlegt fyrir samvinnumenn að heyra, hvaða augum Steingrím- ur Hermannsson lítur þessar hug- renningar Vals Arnþórssonar, hver að hans mati verði framtíð sam- vinnuhreyfingarinnar í landinu og samvinnustarfs. Samvinnuhreyf- ingin hefur átt í vök að verjast og það hefur Framsóknarflokkurinn einnig. Hvernig skilgreinir formað- ur Framsóknarflokksins það, telur hann vera eðlilegt samhengi þar á milli eða dregur annar hvor aöilinn Itinn niður? Þrjú mál hafa sett svip sinn á samskipti Bandaríkjanna og Islands undanfarin ntisseri: RainbowNavi- gationmálið, kjötsölumál til varn- arliðsins og nú síðast Hvalamálið. Hver er raunveruleg afstaða flokksins og formannsins til Banda- ríkjanna cftir niðurstöðu þessara mála? Auðvitaö felst eitthvað í því. að „nú verði að taka samband þjóðanna til skoðunar", en það minnir svolítið á að málin séu „litin alvarlegum augum". Hvaða skoð- un hefur forsætisráðherra og for- ntaður Framsóknarflokksins á af- stöðu Bandaríkjastjórnar í ntálinu og hverjar telur hann að lyktir þessara mála verði? Loks má ncfna eitt mál til viðbót- ar, sem cr í brennidepli. Fram- sóknarflokkurinn hcfur undanfarið sótt rnest af fylgi sínu til lands- byggðarinnar. Fyrir vikið hcfur hann verið kallaður landsbyggðar- flokkur af andstæðingunum, sem lýsir þeirri fyrirlitningu á íbúum landsbyggðarinnar, sent aðrir flokkar virðast telja sig þrífast best á. Hverja telur formaður Fram- sóknarflokksins og aðrir ráðamenn flokksins vera skýringuna á því, að fylgi flokksins fer minnkandi á þéttbýlissvæðinu við höfuðborg- ina? Þetta cr brcnnandi spurning fyrir alla nýja kjósendur, sem búið er að innræta að Framsóknarflokk- urinn sé afturhaldssamur lands- byggðarflokkur. Steingrímur getur svarað þessu, liann hefur starfað lengi og vel í þéttbýli, en eins og allir þingmenn flokksins, nema cinn, sækir hann fylgi sitt í lands- byggðarkjördæmi. Nú má Steingrímur ckki halda aö hann sé að verða eftirbátur einhverra stórkostlegra ritsmllinga úr röðum þingmanna og ráðherra Framsóknarflokksins. Ollu. sem hér hefur verið bcint til Steingríms mætti eins beina til flestra þing- manna og ráðherra flokksins. Hér er tekið ofan lyrir mönnum eins og Jóni Kristjánssyni, Haraldi Ólafs- syni og Páli Péturssyni, sem þó reyna að klóra í bakkann og skrifa greinar af og til. Hinir geta allir tekið efni greinarinnar til sín. Hvenær hafa menn séð grein eða heyrt erindi eftir Davíð Aðalsteins- son? Hafa menn lcsiö ítarlegar útskýringar um landbúnaðarmál eftir Jón Helgason? Þar erhartsótt að mönnum, en fátt til andsvara. Stefán Guðntundsson hel'ur án ef frá miklu að segja og er ekki skoðanalaus - langt í frá. Vinsæl- asti stjórnmálamaðurinn í dag á íslandi og þótt víðar væri leitað, Halldór Asgrímsson - það sakaði nú ekki greinarstúfur um hvalamál - um framtíðarskipan sjávarút- vegs, skipan fiskeldismála, - o.s.frv. Verið þið sýnilegir. Ungt fólk er að gera upp hug sinn í vetur og vor. Þúsundum saman eru kjósendur óákveðnir. Þeir vilja sá og heyra, hvað Framsóknarflokkurinn hefur til málanna að leggja. Flokkurinn er í aðstöðu til þess, sem stjórnar- flokkur með þýðingarmikil ráð- herraembætti. Þingmenn flokksins og ráðherrar eru i framhnðj vegna þess, að þeir telja sig hafa eitthvað fram að færa. Látið þið fólk heyra, hvað það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.