Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 29. ágúst 1986 Fjárvogir Nákvæmar - Hljóðlátar Til afgreiðslu strax. DANVÆGT FJÁRVOGIR Áralöng reynslatryggirgæðin. Hafið samband við sölumenn 3 Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig ........ ........■■■■.. Qkeypis þjónusta Mjólkurkýr til sölu Kýr og haustbærar kvígur til sölu nú þegar. Uppl. í síma 99-1926 á kvöldin. + Útför Guðmundar Bjarnasonar frá Mosfelli fer fram frá Mosfellskirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00 Sigrún Þóra Magnúsdóttir Aðalbjörg S. Guðmundsdóttir Bjarni Sigurðsson Þórunn Bjarnadóttir Sif Bjarnadóttir Þóra Sigurþórsdóttir Bjarki Bjarnason Ýr Þórðardóttir + Eiginmaður minn Ingvar Indriðason Engjavegi 1, Selfossi er andaðist 25. þessa mánaðar verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður að Torfastöðum, bifreið verður frá B.S.Í kl. 12.00 og frá afgreiðslu sérleyfisbíla Selfoss kl. 12.45. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Torfastaðakirkju njóta þess. Fyrir hönd vandamanna. Halldóra Jósefsdóttir Batnandi rekstur hjá Iðnaðardeild Vonast eftir auknum viðskiptum við Sovétmenn Rekstur Iðnaðardeildar Sam- bandsins á Akureyri hcfur gengið betur það sem af cr þcssu ári heldur en oft á undanförnuni árum. Við lcituðum frétta af þessu hjá Jóni Sigurðarsyni framkvæmdastjóra, og sagði hann mcðal annarsaðafkoman í Ullariðnaði væri bctri hjá jieim núna á fyrra helmingi þessa árs heldur en hún hefði verið sama tímabil á mörgum undanförnum árum. Jón sagði að rckstur Iðnaðardeild- ar hcfði gengið allsæmilega undan- farið, þótt það væri vissulcga nokkuð þungur róöur að rcka þessi iðnfyrir- tæki við fastgcngisstefnu og hækk- andi kostnað innanlands. Á móti kæmi að þeir hefðu náð söluaukn- ingu hæöi í Skinna- og Ullariðnaði. „Afkoman það scm af cr árinu er hetri cn oft áður á þessum tíma,“ Jón Sigurðarson frkvstj. Iðnaðar- deildar. sagði Jón. „og við erum að vona það að við náum að haida áfram uppi dampinum meðauknum samningum við Sovétmenn og áframhaldandi góðri sölu á vesturmarkaði. Við erum nú þegar búnir að semja um sölu á verulegu magni til Sovétríkj- anna, og við vonumst svo sannarlega tii að það eigi eftir að aukast. Þessi viðskipti eru mjög þýðingarmikil fyrir okkur, og ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana að úr þcim dragi. Ég tel að við eigum eftir að selja meiri ullarvörur í Sovétríkjunum, og ég vil gjarnan að það komi fram að ég tel að svo eigi eftir að verða. Við höfum ákaflega góða reynslu af viðskiptunum viö Sovétmenn, og í raun og vcru hefur enginn markaður reynst okkur betri en sá sovéski." - ‘-'sig Samband Industries Incorporated Samband Industries lncorporat- ed. sölufyrirtæki Iðnaðardeildar Sambandsins í Bandaríkjunum. var flult nú í vor lrá New York til Columhus i Oliio. Jafnframt var starf- semi fyrirtækisins hreytt töluvert og ráðinn nýr framkvæmdastjóri, Ólaf- ur Ólafsson. Það sem hér gerðist var að fyrir- tækið Árhlik hf. í Reykjavík, scm starfar að ullarútflutningi, átti starf- semi í Bandaríkjunum sem rekin var undir nafninu lccwarc. I’cssa starf- semi keypti Sambandið og samcin- aði rekstri Samband Industrics Inc. Ólafur Ólafsson er einn eigenda Árbliks, og réöist hann jafnfrámt til Samband Industries sem fram- kvæmdastjóri. Hann tók viðstarfinu í maí í vor, og á sama tínia var starfsemin flutt til Ohio. Hjá fyrirtækinu eru núna þrír starfsmenn, auk þcss sent talsverður fjöldi sölufólks vinnur fyrir það á umboðslaunagrundvelli. Starfið miðast fyrst og fremst að því að selja ullarfatnað og teppi l'rá Iðnaðar- deildinni á Akureyri. Tii þessa hefur það fyrst og fremst falist í jiví að byggja þarna upp dreifikerfi, halda tengsium við markaðinn, hafa áhrif á það hvað hannað er fyrir hann hér heima og fleira af því tagi. Markaðurinn enn hagstæður Aðalsteinn Helgason forstöðu- maður Ullariðnaðar Iðnaðardeildar á Akureyri sagði að Bandaríkja- markaður yrði enn að teljast hag- stæður íyrir ullarvörur. Að vísu hefur verðlag þar staðið nokkurn vcginn óbrcytt í dollurum í sl. tvö ár. á sama tíma og hækkanir á tilkostn- aði hér heima hafa orðið 30-35%, ef allt er talið. Af þeim sökum er þessi markaður núna ekki eins hagstæður og hann var fyrir um það bil tveimur árum. Það breytir því hiris vegar ekki að hann er enn vcl samkeppnis- fær um verð nriðað viö aðra þá markaði senr íslenskar ullarvörur cru seldar til. Um árangurinn af þessu nýja átaki vestanhafs er lítið hægt að segja enn sem komið cr. Sölutími íslensku uilarvaranna er á haustin og ncyt- endur kaupa þær frá því í september og fram að jólum. Það þýðir að eigendur verslana kaupa þær inn á tímubilinu frá því um áramót og fram í apríl fyrir söluna á komandi hausti. Það verður því ekki fyrren í apríl á næsta ári sem f ijós kemur hvernig til hefur tekist. - es'g MINNING ílillllllli Kurt Juuranto aðalræöismaöur Mánudaginn 18. ágúst síðastliðinn fór bifreið út af veginum rétt vestan við Helsinki. Ökumaður hennar var Kurt Juuranto, aðalræðismaður íslands, og lést hann í sjúkrahúsi skömmu síðar. Þannig gerðist það í annað sinn. að ísland missti sviplega og fyrir aldur fram aðalræðismann í Hclsink^ Hinn fyrri var faðir Kurts, Erik Juuranto, sem lést sextugur á sjúkrabeði. Síðan hcimsstyrjöldinni lauk fyrir fjórum áratugum hafa opinber tengsl íslands við Finnland mjög tengst nafninu Juuranto. Þeir feðgar voru aðalræðismenn, og um árabil hefur yngri bróðirinn Kai verið ræðismað- ur í Helsinki. Hófust þessi tengsl, er sendiherra íslands í Stokkhólmi á stríðsárunum, Vilhjálmur Finsen, kynntist finnskum kaupmanni, Erik Juuranto. Hafði hann keypt síld og fleiri vörur frá íslandi, og varð hugfanginn af landinu. Varð hann áhugasamur fulltrúi fyrir ísland í Finnlandi, ekki síður í menningar- málum en viðskiptum, virtur og kunnugur fyrirmönnum beggja ríkja. Juuranto stofnaði um tvítugt Le- jos Oy, sem er eitt stærsta innflutn- ingsfyrirtæki Finna. Synir hans hófu háðir störf við það og tóku við stjórn þess að honum látnum. Kurt varð ræðismaður 1960 og aðalræðismaður et'tir lát föður síns. Gegndi hann því starfi hátt á þriðja áratug með reisn og virðuleik. Hann hafði og tekið ástfóstri við ísland og íslendinga, fór þangað margar ferðir og hafði ætlað sér að vera í Reykjavík nú um mánaðamótin. Islendingar standa í mikilli þakkarskuld við Kurt Juur- anto fyrir allt það, sem hann gerði fyrir þá. Kurt var hvers manns hugljúfi í persónulegum kynnum, hógvær og vinfastur. Hann stýrði fjölskyldufyr- irtækinu af dugnaði, en utan við- skiptaheimsins átti hann sér áhuga- mál í listum og bókum. Um það, svo og tengslin við ísland, ber hið fagra heimili í Helsinki glöggt vitni. Kona hans, Leena, er glæsileg athafnakona, sem rekur annað fyrir- tæki á öðru sviði af miklum þrótti. Þau eiga einn son, Juha. Kurt Paul Erik Juuranto fæddist 21. júní 1927 í Helsinki. Hann var því 59 ára gamall, er hann lést svo sviplega. Við hið óvænta fráfall Kurts syrgi ég góðan vin og félaga, og horfi á bak traustum og fórnfúsum aðal- ræðismanni, sem vann mikið ævi- starf fyrir samband íslendinga og Finna. báðum þjóðum til gagns. íslendingar munu lengi geyma minningu hans. Benedikt Gröndal, sendihcrra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.