Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. ágúst 1986 Tíminn 15
llllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llliilllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllilllllllll
■ Bandaríska karlalandsliðið í
blaki sigraði það sovéska í fyrra-
kvöld 3-0 (15-12, 15-7 og 15-9).
Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir
Heimsmeistarainótið sem hefst í
Frakklandi í septeniber. Liðin
hafa ieikið fimm leiki í röð og
sigraði það bandaríska í 3 þeirra,
en það sovéska í 2.
■ Dvnamo Kiev sigraði á al-
þjóðlegu knattspyrnumóti á
Spáni, Bernabeu bikarnum, í
fyrrakvöld. Dynamo sigraði Real
Madrid 3-2 í úrslitaleik mótsins.
Steua Bucharest sigraði Ander-
lecht í úrslitaleik um annað sætið
og þurfti vítaspyrnukeppni til, en
staðan að loknum venjulegum
leiktíma var 2-2.
í fyrrakvöld var einn leikur í
NA-riðli 4. deildar. Hvöt sigraði
HSÞ-b 3-1. A laugardag verður
síðasti leikurinn í riðlinum. Þá
leika Sindri og Hvöt á Höfn.
Hvöt og HSÞ-b hafa 6 stig en
Sindri 3 þannig að öll liðin í
riðlinum geta enn sigrað.
rímamynd Pctur
Það var hart barist í leiknum í gærkvöld.
Úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ 2. flokkur
KR bikarmeistari
Heimir skoraöi glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu
Driföxlar, hlífar
og hjöruliðir
agoöu verði
wéi mm
IpyÖMUSMHF
Jámhálsi 2 Sími 83266 TIORvk.
Pósthólf 10180
BÍLALEIGA
■ David O’Leary var ekki val-
inn í landslið írlands í knatt-
spyrnu sem leikur gegn Belgum ■
Evrópukeppninni í næsta inán-
uði. O’Leary hefur leikið í vörn
írska landsliðsins í rúman áratug.
Keven Sheedy sem skoraði þrjú
mörk fyrir Everton í fyrsta leikn-
um í dcildinni í haust var heldur
ekki valinn í liðið.
■ Hollenska knattspyrnan.
Lcikir í fyrrakvöld:
Eagles-Sparta.................. 0-3
Veendam-Psv Eindhoven.......... 0-3
Fortuna Sittard-Excelsior...... 3-0
Ajax-FC Den Haag............... 2-3
Utrecht-Roda JC................ 0-1
Feyenoord-FC Groningen ........ 1-1
FC Den Bosch-FC Twente ........ 0-0
WV Venlo-PEC Swolle ........... 1-1
AZ'67 Alkmaar-Haarlem.......... 0-1
Staða efstu liða:
Sparta ............ 4 3 1 0 10-1 7
Roda JC............ 3 3 0 0 4-0 6
FC Twente ......... 4 2 2 0 5-3 6
KR sigraði Fram 4-2 í úrslitaleik
bikarkeppninnar í 2. flokki í
gærkvöld. KR-ingarJiófu leikinn af
krafti og komust í 2-0 með mörkum
þeirra Sigurðar Valtýssonar og
Steinars Ingimundarsonar. Þá
Fylkir tapaði
Grindavík sigraði Fylki 1-0 í
þriðju deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu í gærkvöld. Þar mcð hcfur
Fylkir tapað af sigri í riðlinum, en
baráttan stendur milli ÍR og ÍK.
Bæði þessi lið leika síðasta leik sinn
í deildinni í kvöld. ÍK gegn Stjörn-
unni og ÍR gcgn Reyni Sandgerði.
ÍR sigrar í riðlinum ef þeir vinna
leikinn í kvöld, en hins vegar stendur
ÍK með pálmann í höndunum ef þeir
sigra en ÍR tapar.
Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum:
Loks vann Coe
Sebastian Coe Bretlandi sigraði í
fyrsta sinn á stórmóti er hann kom
fyrstur í mark í 800 metra hlaupinu
í dag, hljóp á 1:44,50 mín. Bretar
sigruðu þrefalt í hlaupinu, Töm
McKean varð annar á 1:44,61 mín.
og Steve Cram þriðji á 1:44,88.
Daley Thompson Bretlandi sigraði í
tugþrautinni eftir harða keppni við
Þjóðverjana Júrgen Hingsen og
Siggi Wentz. Thompson hlaut 8.811
stig, Hingsen 8.730 og Wentz 8.676.
Heimsmet Thompsons er 8.847 stig.
Marita Koch Austur-Þýskalandi
vann yfirburðasigur í 400 metra
hlaupi kvenna, hljóp á 48,22 sek.
Olga Vladykina Sovétríkjunum varð
önnur á 49,67 sek. Harold Schmidt
Vestur-Þýskalandi sigraði í 400
mctra grindahlaupi eins og búist var
við, hljóp á 48,65 sek. í hástökki
kvenna urðu úrslit einnig samkvæmt
spám. heimsmethafinn Stefka Kost-
adinova Búlgaríu stökk hæst allra.
2,00 m. Diana Sachse Austur-Þýska-
landi kastaði kringlu lengst, 71,36
m. Olga Bondarenko Sovétríkjun-
um vann 3000 m hlaup kvenna á
8:33,99 mín, Maricica Puica Rúmen-
íu varð önnur á 8:35,92 mín. í
kúluvarpi karla sigraði Werner
Gúnthör Sviss með 22,22 m, Ulf
Timmcrmann Austur-Þýskalandi
varð annar með 21,81 m og Udo
Beyer Austur-Þýskalandi þriðji með
20,74 m.
Helga Halldórsdóttir keppti í 400
metra grindahlaupi í dag. Hún var
21. af 24 keppendum. hljóp á 58,24
sek. Islandsmet hennar sem hún
setti í sumar er 57,61 sek.
Evrópumótin í handknattleik:
Léttir andstæðingar
í gær var dregið í Evrópumótun-
um í handknattleik. Víkingur leikur
gegn Vestmanna frá Færeyjum,
Stjarnan mætir Birkenhead frá
Bretlandi og Valur keppir við Urædt
frá Noregi. Stjaman leikur heimaleik
sinn á undan, en. Víkingur og Valur
byrja á útileiknum.
Fyrri leikir liðanna fara fram í lok
september, en þeir síðari fyrir 5.
október.
þyngdist sókn Fram og tókst þeim að
jafna metin fyrir leikhlé. Þórhallur
Víkingsson skoraði fyrra mark Fram
en Lúðvík Þorgeirsson það síðara.
Staðan í leikhlé var því 2-2. Síðari
hálfleikur einkenndist mjög af bar-
áttu, á kostnað gæða knattspyrnunn-
ar. Stefán Steinsen skoraði 3. mark
KR snemma í hálfleiknum, skallaði
knöttinn í netið. Laglegt mark þar.
Undir lok leiksins skoraði síðan
Heimir Guðjónsson stórglæsilegt
Heimsmet
Fatima Whitbread, Bretlandi setti
heimsmet í spjótkasti kvenna í
undankeppni spjótkastsins á Evrópu-
meistaramótinu í gær, kastaði 77,44
metra. Fyrra metiðátti Austur-Þjóð-
verjinn Petra Fclke, 75,40 metra.
Whitbread lét þetta eina kast duga í
undankeppninni og slíkt hið sama
gerði Felkc sem kastaöi 72,62 m. í
gær. Úrslitakeppnin verður í dag, en
þar kemur heimsmet Whitbread
henni ekki að notum, það er árangur
dagsins í dag sem gildir. Fyrir mótið
var Felke talin sigurstranglegust, cn
auk þeirra Whitbread kcppa í úrslit-
um Tiina Lillak Finnlandi, fyrrver-
andi hcimsmethafi, Anna Verouli
Grikklandi núverandi Evrópumeist-
ari og Trine Solberg Noregi sem
keppti hér á landi í fyrra auk 7
annarra.
íris Grönfeldt varð í 19. sæti af 20
keppendum í spjótkastkeppninni,
kastaði 51,08 m. íslandsmet hennar
er 59,12 m.
mark beint úr aukaspyrnu, sendi
knöttinn af öryggi upp í skeytin fjær,
gjörsamlega óverjandi skot.
A síðustu mínútu leiksins var
Sigursteinn Gíslason KR sendur af
leikvclli fyrir að nota óviðeigandi
munnsöfnuð við dómarann, en hann
hafði áður fengið aðvörun fyrir sömu
sakir. Sigursteinn var rétt kominn út
fyrir hliðarlínuna þegr leikurinn var
flautaður af og sigur KR-inga stað-
reynd, 4-2.
Fatima Whitbread setti heimsmet í
gær á afar glæsilegan hátt.
Útibú í hringum landið
REYKJAVÍK:.... 91-31815/686915
AKUREYRI:...... 96-21715/23515
BORGARNES:............ 93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR:.... 95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: ...97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: .... 97-8303 s
interRerrt
¥É(U\IR&
MÚÍSySMHF
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
Á limabilinu 1. mai til 30. sept.
Átimabilinu 1. juni til 31. agust
Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09 00 Frá Brjánslæk kl 14.00 Til Stykkisholms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk Fimmtudaga: Sama timataflaog manudaga Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl 14 00. ettir komu rútu. Viðkoma i mneyjum Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkisholmskl. 23.00 Priðjudaga Fra Stykkishólmi kl 14 00 eftir komu rutu Frá Brjánslæk kl. 18 00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar Frá Brjánslæk kl. 15 00 Til Stykkishólms kl. 19 00
A timabilinu 1. iuli til 31. áqúst
Miðvikudaga Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00. iyrir brottför rútu.
Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum.
Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara.
Frá Stykkishólmi: Frá Brjánslæk:
Hjá afgreiðslu Baldurs Hjá Ragnari Guðmundssyni
Stykkishólmi, s.: 93-8120 Brjanslæk, s.: 94-2020.