Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 16
Sykurlausar Hálstöflur HEIMIR GUÐJÓNS- SON skoraöi glæsilegt mark beint úr auka- spyrnu í úrslitaleik bik- arkeppni KSÍ í 2. flokki karla í gærkvöld. KR sigraöi í leiknum 4-2 og var mark Heimis síö- asta mark leiksins. Fjárlög veröur að skera niður um þrjá milljarða: Vestur-þýska æfingaskipið Gorch Fock liggur nú við festar í Reykjavíkurhöfn. Skipið er þrímastra scglskip og er um 90 metrar á lengd. Gorch Fock hefur haft viðkomu í 200 höfnum síðan það var sjósett árið 1958 og er þetta í þriðja sinn sem skipið heimsækir Reykjavík. Skipið verður opið almenningi á laugardaginn milli kl. 14.30 og 16.30. A mánudag heldur skipið svo úr höfn til heimahafnar sinnar Kiel. Tímamynd-Gísli Kgill Um 8.000 ný störf hjá ríkinu á einum áratug: Um 4.000 ný störf í heil- brigðisþjónustu á áratug - þar af 2 af hverjum 3 á höfuöborgarsvæði Á aðeins einum áratug - 1974- 1984 - fjölgaði störfum hja rfkinu um 8.000 eða úr 14.600 í 22.600 störf. Þar af bættust við um 4.000 störf í heilbrigðisþjónustunni einni, en það er þó sem kunnugt er sú starfsemi sem hvað „sárast" vantar fleira fólk um þessar mundir. f>á hafa og rösklega 2 þús. störf bæst við í skólunum á þessum eina áratug, nær 1.500 manns í stjórnsýslunni og 500 störf í öðrum greinum ríkisgeirans. Þessar tölur koma fram í skýrslu Byggðanefndar þingflokkanna, sem fyrst og fremst var að kanna skipt- ingu nýrra starfa milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. í Ijós kemur að þótt mikið hafi verið ritað og rætt um gífurlega uppbyggingu htfilsu- gæslustöðva á landsbyggðinni ein- mitt á þeim áratug sem hér um ræðir hafa þó 2 af hverjum 3 störfum sem bæst hafa við í heilbrigðisþjónust- unni orðið til á höfuðborgarsvæðinu, eða um 2.600 á móti 1.400 á lands- byggðinni. Nær sömu hlutföll gilda um skólana - um 1.200 ný störf á' höfuðborgarsvæðinu á móti um 850 á landsbyggðinni. Kemur það nokk- uð á óvart þegar hin mikla uppbygg- ing mennta- og fjölbrautaskóla á iandsbyggðinni á þessu tímabili er höfð í huga og hins vegar t.d. stórfækkun nemenda í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum 8 þús. nýju störfum hjá ríkinu urðu um 41% til á lands- byggðinni en 59% á höfuðborgar- svæðinu, eða um 3.250 störf á móti 4.750 á höfuðborgarsvæði. f skýrslunni segirm.a.: „Áundan- förnum árum hefur átt sér stað mikill vöxtur í allri opinberri þjón- ustu og mörg ný störf orðið til. Ný störf hafa því orðið til í stórum stíl fyrir atbeina ríksvaldsins. Bein áhrif ríkisvaldsins á byggðaþróun er því mikil." Tekið er fram að vegna þess að skilin í tölfræðilegum upplýsing- um milli ríkis og sveitarfélaganna séu ekki skýr séu ekki til alveg einhlítar upplýsingar um fjölda starfsmanna ríkisins. í framan- greindum tölum voru því t.d. allar velferðarstofnanir aðrar en elliheim- ili taldar til ríkisins, svo og starfsfólk leikhúsa og hljómsveitir, starfsfólk Pósts og síma og við rekstur flug- valla. Einni telja nefndarmen að fjöldi ríkisstarfsmanna á landsbyggðinni hafi jafnvel verið oftalinn í skýrslum í upphafi tímabilsins (1974), jtannig að hlutur höfuðborgarsvæðisins í þessum 8 þús. nýju störfum hafi í raun verið meiri en framangreindar tölur gefa til kynna. -HEl H'i störf hjó rtl.inu 1974 - 1984 Skólaskip í Reykjavík Hvort sem hann heitir Tóti þessi trúður eða ekki, virtist hann ná vel til yngstu kynslóðarinnar og þeirra fyrstu sýningargesta sem lögðu leið sína á sýninguna „Heimilið ’86“ þegar hún var opnuð í gærdag klukk- an 18. Tímamynd Sverrir. Heimilissýningin í Laugardal: „Heimilið ’86“ var opnuð í gær - sérsýning á neöri hæöinni Heimilissýningin „Heimilið ’86“ var opnuð í gær. Sýningin, sem er í Laugardalshöll, er svipuð og fyrir- rennarar hennar, utan þess að sér- sýning sem nefnist Hugvit ’86 er á neðri hæðinni. Þar eru kynntar upp- finningar og hugverk tuttugu ís- lenskra hugvitsmanna í formi full- gerðra trummynda, líkana og teikn- inga. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra flutti ávarp við opnun sýning- arinnar, og ræddi sérstaklega um verðugt framtak sem hugvitssýning- in væri. Matthías Bjarnason við- skiptaráðherra opnaði sýninguna. Hún er opin virka daga frá klukkan 16-22 og um helgar 13-22. Nægilegt er fyrir yngri kynslóðina, til þess að skoða. Sérstakt svæði er utan dyra, og á annari hæð eru tombólur og skotbakkar. Trúðar og látbragðsleikarar taka á móti sýning- argestum og skemmta. -ES Ber ekki kjarnavopn USS Doyle: - en vopnakerfi þess veröa væntanlega kjarnorkuvædd innan tíöar Freigátan USS Doyle, FFC-39 kom til Reykjavíkur í fyrradag er fyrsta herskipið sem vafi kann að leika á um hvort getur borið kjarn- orkuvopn eða ekki sem kemur til hafnar hérlendis eftir að Geir Hall- grímsson fyrrum utanríkisráðherra gaf þá yfirlýsingu á Alþingi að sigl- ingar með kjarnorkuvopn væru ó- heimilar um íslenska lögsögu. Skipið ber hins vegar ekki kjarnorkuvopn, en á dagskrá er að kjarnorkuvæða vopnakerfi cins og það sem USS Doyle hefur um borð fyrir 1990. USS Doyle er tiltölulcga nýtt skip, tekið í notkun 1983, og er af svokallaðri Oliver Hazard Terry gerð. Skipið ber þrenns konar vopnakerfi. í fyrsta lagi Harpoon stýriflaugar, sem ætlaðar eru til að granda öðrum skipum. Harpoon flaugar bera ekki kjarnaodda einsog stendur, en áætlanir eru uppi um að koma kjarnaoddum á slíkar flaugar á næstu árum eða um 1990. Annað vopnakerfi sem USS Doyle og skip af sömu gerð bera eru svokölluð Stabdard flugskeyti, en þau eru ætluð til að granda flugvélum. Um þau er sömu sögu að segja að áætlað er að útbúa þessi flugskeyti með kjarnaoddum. Þá eru um borð þyrlur af gerðinni Lamps 1 en þær bera ekki kjarnorku- vopn að heldur. Heimildum Tímans ber því saman um að skipið beri ekki kjarnorkuvopn, sé ekki það sem kallað er á ensku „nuclear capable". Hins vegar eru líkur á því að það verði það innan fárra ára og verði þá ef yfirlýsing Geirs Hallgrímssonar verður ekki dregin til baka óheimilt aðsiglaumíslenskalögsögu. -JGK ÞAD VERÐUR AÐ TAKAST Fjárlög í núverandi mynd sinni hljóða upp á 4,3 milljarða halla og ljóst er að skera verður útgjöld ríkisins niður um þrjá milljarða króna áður en von er til þess að fjárlög verði samþykkt á Alþingi í haust. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra sagði í samtali við Tímann í gær að sem fyrr væri um þrjá valkosti að ræða, sparnað, samdrátt eða auknar tekjur ríkis- sjóðs. Hann var spurður hvort hann ætti við aukna skattheimtu í landinu, þar sem auknir tekju- möguleikar væru annars vegar. Steingrímur svaraði: „Betri og skilvirkari innheimta kemur einnig til greina. Ég held að við verðum að fara allar þessar leiðir ef þetta á að takast. Það er ekki nokkur vafi.“ Erlendar lántökur, koma þær til greina? „Nei það verður staðið gegn þeim. Meiningin eraðerlend- ar lántökur verði ekki meiri en sem nemur afborgunum af lánum, þannig að af hendi ríkissjóðs verði ekki tekin lán sem auka skuldir þjóðarinnar.” Steingrímur sagði að Ijost væri að gífurleg vinna færi í að skera fjárlögin svo niður sem þörf er á, en sagði. „Það verður að takast, nema við fáum tekjur á móti."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.