Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 1
ISTUTTU MÁLI Tillögur um nýtt námslánakerfi: ■ ■B YOKO ONO afhenti Ólafi Ragn- ari Grimssyni friðarverðlaun Better World samtakanna á Waldorf Astoria hótelinu í New York, nú fyrir stuttu. Ólafur Ragnar tók á móti verðlaunun- um fyrir hönd þingmannasamtakanna Global Action, sem hann er í forsvari fyrir. Auk Yoko eru m.a. Jimmy Carter, Gro Harlmen Brundtland, Jack Lemmon og Shirley MacLain í stjórn Better World. VETRARAÆTLUN Fiug leiða í innanlandsflugi tók gildi í gær. Er hún með svipuðu móti og síðastlið- inn vetur. Áfangastaðirnir verða sam- tals tíu. Þegar vetraráætlun verður í hámarki, verður 31 ferð vikulega milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fjórtán verða til Egilsstaða, fjórar til Horna- fjarðar, sex til Húsavíkur. Til (safjarðar verða þrettán ferðir í viku, þrjár til Norðfjarðar, fjórar til Patreksfjarðar, sex til Sauðárkróks, sautján til Vest- mannaeyja og tvær ferðir til Þingeyrar. Ferðum verður síðan fjölgað um stór- hátíðir. GUNNAR G. SCHRAM hefur verið kjörinn formaður norrænna háskólamanna. Gunnar var kjörinn á ársfundi banda- laga háskóla- manna, sem hald- inn var í Uppsölum í Svíþjóð fyrir nokkru. um 800 þúsund talsins. HJÓLASTOLARALL var haldið í Laugardalshöll á sunnudag. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra stóð fyrir rallinu, sem haldið var annað árið í röð. Með rallinu var vakin athygli á þeim hindrunum sem fatlað fólk þarf að yfirstíga í þjóðfélaginu. Um 800 manns sáu Reyni Kristófersson sigra nokkuð örugglega, en hann var úr liði fatlaðra. Fjögur lið kepptu í rallinu og voru þau skipuð sex mönnum. Liðin sem kepptu voru lið sveitarstjórnar- manna, arkitekta, skemmtikrafta og fatlaðra. „Trúnaðarbrot hjá Friðrik Sophussyni“ - segir Finnur Ingólfsson. Námsmenn mótmæla málsmeöferð Svo virðist sem sú fullyrðing Friðriks Sophussonar alþingis- manns um að samkomulag hafi náðst í nefnd stjórnarflokkanna um endurskoðun á lánafyrirkomu- lagi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eigi eftir að draga nokkurn dilk á eftir sér. Báðir fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni, þeir Haraldur Ólafsson og Finnur Ingólfsson hafa lýst furðu sinni á því að Friðrik skuli fara með hugmyndir nefndarinnar á almennan námsmannafund í Lundi í Svíþjóð áður en þær hafa verið ræddar í þingflokkum og áður en samráð hefur verið haft við forsvarsmenn námsmanna. „Það hefur verið litið svo á í allt sumar að það sem fram færi í þessari nefnd væri trúnaðarmál, enda hefur nefndin ekki lokið störfum. Því er alls ekki um neitt samkomulag að ræða í nefndinni ennþá, þó þar hafi komið fram ýmsar hugmyndir sem við töldum líklegt að menn gætu sæst á. Enn á eftir að ræða þessi mál mun betur, m.a. íþingflokkunumogþaðskipt- ir vitaskuld höfuð máli,“ sagði Finnur Ingólfsson í samtali við Tímann í gær, en hann er nú staddur í Bandaríkjunum. Finnur sagðist ekki vilja tjá sig efnislega um það sem rætt hafi verið í nefndinni, „einfaldlega vegna þess að ég vil ekki fara sömu leið og Friðrik Sophusson, sem hefur framið trúnaðarbrot í nefndinni. Jafnvel þó svo að um eitthvert samkomulag hafi verið að ræða í nefndinni tel ég mig eftir þetta ekki vera bundinn af þvi samkomulagi," sagði Finnur enn- fremur. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, haslaði sér völl í þessari umræðu í gær með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem vinnubrögð við undirbúning og kynningu þess- ara tillagna eru talin ámælisverð. í yfirlýsingu Vöku segir m.a. „Af fregnum af fundi í Svíþjóð má merkja að þrátt fyrir margítrekað- ar yfirlýsingai um nauðsyn þess að hafa samráð við samtök náms- manna hat'a fulltrúar stjórnarflokk- anna kosið að ganga á bak orða sinna og unnið að gerð þcssara tillagna án nokkurs samstarfs við namsmenn. í tillögum þeim sem nefndin taldi hugsanlegt að samstaða næð-' ist um er gert ráð fyrir því að lán verði tvískipt, þannig að lán upp að 1150 þúsund krónum á verðlagi í ágúst í ár verði vaxtalaus, eins og verið hefur, en þessi lánsupphæð er talin duga námsmanni til 4-5 ára náms hér heima eða erlendis. Þeir sem fari í lengra nám muni þá fá svokölluð viðbótarlán, sem komi til með að bera einhverja vexti. Ef um doktorsnám eða samsvarandi lengra nám er að ræða er síðan hugmyndin að veita styrki, sem ekki myndu falla beint undir náms- lánakerfið heldur myndi faglegt mat einhvers aðila ráða hvernig slíkum styrkjum yrði úthlutað. - BG NITJAN ARA gamall piltur hefur játað á sig íkveikju í húsinu við Laugaveg 171. Eldur kviknaði í húsinu seint á föstudagskvöld, og var slökkvi- lið kallað út rétt eftir klukkan 23. Reykjavíkurborg hafði keypt húsið til niðurrifs og hefur verið hafist handa um það. Sjónarvottar segja að sést hafi til piltsins þegar hann kom út úr húsinu skömmu áður en eldurinn blossaði upp. Hann var hanatekinn á staðnum. MIKIL ÖLVUN var í Reykjavík um helgina, að sögn lögreglu og þá sérstaklega aðfaranótt lauaardags. Ekki urðu þó alvarleg slys eða tjón á mannvirkjum. Þrírökumenn voru tekn- ir fyrir meinta ölvun við akstur um nóttina. Þá mun hafa komið til ryskinga víða við skemmtistaði, þegar menn höfðufengiðsérfull mikiðneoan í því. KRUMMI „Þeir hljóta að breyta nafninu. Hvernig væri t.d. Kong-kaup?“ Hagkaup vantar starfsfólk: Athuga með fólk frá Hong Kong strikaði Jón að þeir hefðu einungis verið að kanna þessa hugmynd og hefðu ekki farið út í aðgerðir til þess að framkvæma hana. Að sögn Jóns er áberandi erfitt að fá fólk til starfa eftir hádegi, en betur gengur að fá starfsfólk fyrir hádegið. „Að fá starfsfólk eftir hádegið er eiginlega versti hnútur- inn hjá okkur og það hefur aldrei verið eins erfitt að fá starfsfólk eins og núna,“ sagði Jón að lokum. -BG „Ju, þad er rett, en þetta var eiginlega þáttur í ákveðinni „hug- Ijómun" hér hjá okkur um það hvernig væri hægt að mæta vinnu- aflsskorti, frekar en að þetta hafi komið til svo alvarlegrar um- fjöllunar," sagði Jón Ásbergsson forstjóri Hagkaups þegar Tínúnn spurði hann um hvort fyrirtækið hygðist flytja inn vinnuafl frá Hong Kong. „Við fo'rum að velta fyrir okkur hvað væri til ráða, því við rekum ekki bara vcrslanir, heldur líka saumastofu og kjötvinnslu, og á öllunt þessum stöðum reyndist vera erfitt að fá starfsfólk. Við leituðum eftir upplýsingum bæði frá verkalýðsfélögunum og utan- ríkisráðúncytinu unt hvernig litið yrði á það ef leitað væri eftir erlendum vinnukrafti," sagði Jón. Hann sagði að Hong Kong hefði komið inn í þessa mynd cftir að rætt hafi verið við ntann scm er með rekstur þar, og í ljós hefði komið að vinnuafl þaðan myndi trúlega henta mjög vel t.d. á saumastofuna, þar sem talsvert er um slíkan rekstur í Hong Kong og fólk því vant, Hins vegar undir- Alkirkju• ráðsþing settí Bústaða* kirkju Fulitrúar á þingi fram- kvæmdanefndar Alkirkjuráðs- ins í Bústaðakirkju í gærmorg- un. Á myndinni má nieðal annars sjá lengst t.v. mennta- málaráðherra Jómfrúreyja, Ragnhildi Helgadóttur heil- hrigðisráöherra, herra Sigur- björn Einarsson biskup og frú, og herra Pétur Sigurgeirsson biskup yfír íslandi og frú. Alls eru 310 kirkjudeildir innan vé- handa ráðsins og telja þær um 350 inilljónir manna Sjá frétl bls. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.