Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. september 1986 Tíminn 11 ÁRNAÐ HEILLA Þórður Gíslason bóndi Ölkeldu sjötugur Fyrir réttum 13 árum fluttist undirritaður að Staðastað á Snæfells- nesi og gerðist þá granni Þórðar bónda á Ölkeldu sem jafnframt var formaður sóknarnefndar í Staðar- sókn. Fátt er mönnum dýrmætaraen eignast góða granna þar sem þeir koma öilum ókunnugir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi erég fluttist vestur. Þórður hcfur reynst mikill drengskaparntaður í öllum kynnum og samvinnu, sem er orðin ærið margþætt á þessum árum. og kirkj- unni hefur hann unnið ómetanlegt starf. Fyrir alla vináttu hans vil ég þakka nú á þessum tímamótum í ævi hans, en hann varð 70 ára mánudag- inn 15. sept. Og fyrir hönd safnaðar- ins vil ég einnig þakka honum brenn- andi áhuga og ósérplægni í störfum t'yrir kirkjuna bæði í innra og ytra starfi. Þórður er fæddur að Ölkeldu í Staðarsveit, sonur hjónanna Gísla Þórðarsonar og Vilborgar Kristjáns- dóttur. Þegar frá eru skilin skólaár og nokkur starfsár utan byggðarlags- ins vestra ma heita að hér í Staðar- sveit liggi öll hans ævispor og hér sé Varahlutir í FORD dráttarvélar á góðu verði iíuðwysmHF Jámhálsi 2 Simi 83266 TWRvk. Pósthólf 10180 KH> Driföxlar, hlífar og hjöruliðir ágóðu verði VÉWM&. IHF Jámhálsi 2 Sími 83266 TIORvk. Pósthólf 10180 að finna hans ævistarf. Jörðina Öl- keldu hefur hann byggt upp og ræktað svo hún er nú ein hin besta í Staðarsveit. Auk allra þeirra dags- verka sem Þórður hefur lagt í jörð sína og bú á liðnum áratugum hefur liann verið manna fremstur í lélags- lífi héraðsins. Um áratuga skeið hélt hann skóla á hcimili sínu og var skólastjóri hans. Þeir eru orðnir margir unglingarnir sem hjá Þórði og Margréti konu hans hafa hlotið sitt vcganesti út í lífið. Þar hcfur farið saman næm tilfinning fyrir innri þörf hvers barns og lagni og list við að koma fræðslu og farsælum leiðbeiningum á framfæri við nem- endur. í öllu þessu mannræktarstarfi hafa þau hjón verið samhent. enda hefur þeim oft tekist það sem öðrum hafði sýnst óframkvæmaniegt. Þórð- ur lét af kennslu fyrir fáunt árum en uppeldis og skólamál eru honum þó enn hugleikin. Eins og margir gáfaðir og framsýn- ir mcnn í bændastétt hefur Þórður mikinn áhuga á skógrækt, hefur hann haft forgöngu uni þau ntál hér vestra og undan handarjaðri hans má segja að skógarreiturinn í Hofs- staðalandi sé vaxinn. Ræktun lands, ræktun manns, að græða og glæða hvcrn veikan sprota til lífs finnst ntér vera eðlislæg og djúpstæð nautn fyrir þessum vini mínum bóndanum frá Ölkeldu. Slík- ir menn cldast ekki hið innra þótt árin færist yfir þá sem aðra, í sál þeirra brennur eidur. þar er að finna síkvika glóð frjórrar lífsnautnar og göfugra áhugaefna. Þeim sýnist fátt vera óframkvæmanlegt sent til gagnsmuna horfir, þeir eru jafnan reiðubúnir að leggja góðum málstað lið og horfa þá ekki í tíma né fyrirhöfn. Þórður hefur yndi af söng og er hrókur alls fagnaðar á mannamót- um. Án hans og fjölskyldunnar á Ölkeldu hefði ol't vcrið crfitt að halda uppi söng við kirkjuna á Staðastað og vonum við að fá að njóta verka hans þar sem annars staðar á komandi árum. Frásagnar- gáfa Þórðar er lifandi og blandin glettni. hann hefur næmt skopskyn og er lagið að sjá broslcgu hliðarnar ú lífinu. Um langt árabil átti Þórður sæti í hreppsnefnd og vann á þeim vettvangi scm öðrum mörgum góðu máli lið og fylgi. Eiginkona Þórðar er Margrct Jónsdóttir frá Vatnsholti í Staðar- sveit og eiga þau 7 börn og hóp barnabarna. Öll er fjölskyldan mjög samhent og þau af börnunum sent búsett eru í öðrum byggðarlögum leita heim ú æskustöðvarnar þegar því vcrður við kontið. Til Margrétar og barnanna renna hamingju- og árnaðaróskir ú þessunt degi engu síður en til Þórðar bónda. Við bæ þeirra hjóna er Ölkelda sent bærinn dregur nafn af, og í hana leitar margur muðurinn að slökkva þorsta sinn. Um sumartímann skipta fcrðalangarnir hundruðum er koma til að bergja á ölinu og kasta þar mæðinni. Öll fyrirgreiðsla sem þessu fólki hefur verið veitt er látin í té án alls endurgjalds, og held ég það gæti hvergi gerst í veröldinni nema hjá Þórði á Ölkeldu. Einnig þetta lýsir manninum betur en mörg orð. Og þó verð ég enn í lokin að rifja upp atvik sem mér rennur ekki úr minni. Þórður er staddur á Staðastag síðari hluta septembermánaöar 1973 að bjóða prest og fjölskyldu hans velkominn Itingað vestur. Hann fræðir alla um ýmsa hluti sem ókunn- ugum er hollt að vita og drepur að lokum á veður. Kemur þar fræðslu hans að hann segir eina veðuráttina öðrunt betri, suðaustanáttin, segir hann, er aldrei hvöss hér í Staðar- sveit, það er okkar besta átt. Þá vitum við það. Síðan kvcður þessi hlýlegi og glaðbrýni granni, þrýstir hönd okkar og fer. Jú, það cr nú kominn strekkingur þótt hann sé á suðaustan, segir hann um lcið og liann snarast út úr dyrunum. Ekki er Þórður fyrr horíinn úr hlaði en ógnlegur fellibylur skellur á húsinu svo að við liggur að þekjan sviptist að okkur finnst. Hvernig skyldu þá hinar áttirnar vera. þessar hvössu? veðrið sýnist mér með öllu ófært og óstætt, hvað skyldi þessum ntanni finnast óstætt? hugsa ég nteð mér þegar Itann er horfinn út í myrkrið og fárviðrið. - Eftir 13 ár þykist ég vita að ' það er fátt. Hafðu heila þökk fyrir vinúttu þina alla, Þórður bóndi á Ölkeldu. Megi Guð blessa þér öll ókomin ár. Rögnvaldur Finnbugason Staðaslað Leiðrétting Þau mistök urðu við birtingu minningargreinar um Jósefínu Pálmadóttur s.l. föstudag að nafn Pálma Gíslasonar höfundar greinar- innar misritaðist. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á því. FEÍAG IIHOSSABÆNUA BÆNDAMÖLLINNI MAGATOHGI 107 REYKJAVlK ISLAND Félag hrossabænda auglýsir eftir móttöku slátur- hrossa sem flutt veröa út til slátrunar í byrjun október. Greitt verður grundvallarverö innan 2 mánaöa. Skráning fer fram hjá markaösnefnd, formönnum deilda, kaupfélögum og búvörudeild SÍS í síma 91-28200. Markaðsnefnd F.H.B. Tíminn óskar eftir að ráöa blaðamenn í fullt starf, með aðsetur á eftirtöldum stöðum: Akureyri, ísafirði, Egilsstöðum. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í blaðamennsku, geti unnið sjálfstætt og sótt námskeið varðandi starfið. Nánari upplýsingar veitir: Níels Árni Lund, ritstjori, í síma 91-686300. Tilboð óskast í flutningabifreið að gerðinni International Trans- star árgerð 1981 sem er mikið skemmd eftir veltu. Upplýsingar gefa Magnús í síma 97-8606 og Kristinn Helgi í síma 91-685549. Tímiiui DJQÐVILJINN S. 686300 S. 681866 S.681333 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR: Kársnesbraut 65 og út Melhagi Neshagi Fornhagi Kvisthagi Akurgerði Hlíðargerði Teigagerði Melgerði Hafðu samband við okkur Síðumúla 15 @ 68 63 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.