Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 16. september 1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Anssi er einmana en nieð milli- göngu spegilsins eignast hann vin sem er eins og spegilmynd hans sjálfs. Franska hafrannsóknaskipið Pourquoi pas? fórst við Mýrar fyrir 50 árum. Þess atburðar er minnst í ríkisfjölmiðlunum í dag, með Stikluþætti í sjónvarpinu kl. 20.35, og upplestri á frásögn Árna Óla í útvarpinu kl. 20.40. Stiklur: Slysið mikla við Mýrar - þegar Pourquoi pas? fórst Fyrir réttum 50 árurn fórst franska háfrannsóknaskípið Po- urquoi pas? í Straumsfirði á Mýr- um og með því 38 menn. þeirra á meðal hinn heimskunni vísinda- maður dr. Jean Charcot. Þessa atburðar hefur verið minnst á ýmsan hátt bæði hcr á landi og í Frakklandi og má í því sambandi t.d. minna á frækna för Karlakórs Reykjavíkur í vor þar sem hann m.a. flutti verk Skúla Halldórssonar Pourqoi pas? og kurteisishcimsókn franska her- skipsins Vauquelin hingað til lands. Sjónvarpið sýnir Stiklumynd Ómars Ragnarssonar frá Mýrum. þar sent Ingibjörg Friðgeirsdóttir á Hofsstöðum rifjar upp minningar sínar um þessa atburði. Kl. 20.40 les Þór Magnússon frásöguþátt Árna Óla um þennan atburð í útvarpi. Ncfnist hann Einn komst af. Vinsældalisti Bylgjunna: Þá er komið að því að Bylgjunnar fái að heyra samsetn- ingu vinsældalistans þar á bæ. í kvöld kl. 20-21 kynnir Helgi Rúnar Óskarsson 10 efstu lögin en þau 20 efstu verða síðan kynnt á laugar- daginn. Vinsældalisti Bylgjunnar er val- inn með ýmsa þætti í huga. Þar er tekið tillit til þcirra laga sem leikin eru á Bylgjunni sjálfri. þá eru líka höfð í dæminu þau lög scm vinsæl- ust eru á danshúsum á hlustunar- svæðinu. Og síðast en ekki síst fá hlustendur að leggja fram sitt álit. Fólki er bent á að senda Bylgjunni póstkort með nafni, heimilisfangi, símanúmeri og aldri. Þar með er það komið á „vinsældalista" Bylgj- unnar, og haft verður samband við „listafólk". Sjónvarp kl. 20.35: Bylgjan kl. 20. Finnskar barnamyndir í dag kl. 19 verða sýndar í Sjónvarpinu 2 finnskar barna- myndir. Sú fyrri er iciknirr.yndlP Héraeyjan, gerð eftir þjóðsögu frá Afríku. En sú síðari nefnist Spegil- myndin og er leikin. í Spegilmyndinni segir frá litlum strák, Anssi. sem flytur til ókunnr- ar borgar ásamtmóðursinni. Hann kveður afa og ömniu og alla félag- ana með söknuði. Á nýja staðnum ætlar mamma hans, sem er dans- kennari, að byrja nýtt líf og hún hefur ekki mikinn tínta til að vera með drengnum sínum scm er ein- mana og saknar allra gömlu vin- anna. Jafnvelriýiskó'iinn-eróhugn- anlega stór og fráhrindandi. Anssi tekur upp á því að eyða löngum stundum fyrir framan speg- ilinn í einmanaleik sínum. Ogeinn góöan vcðurdag eignast hann vin fyrir milligöngu spegilsins, vin sem er eins og spegilmynd hans sjálfs. Þýðandi er Kristín Mantylá. Tilkynning til sauðfjáreigenda Athygli sauðfjáreigenda skal hér með vakin á breyttum matsreglum fyrir hrútakjöt. Samkvæmt 1. gr. 2. tl. e-lið reglugerðar nr. 342/1986 skal meta kjöt af fullorðnum hrútum í tvo gæðaflokka, H I og H II. í H I skal meta vöðvafyllta og vel útlítandi skrokka, hafi hrútarnir verið geltir að vori eða slátrað ekki síðar en 10. október. í H II skal meta rýra og/eða útlitsljóta skrokka af hrútum sem slátrað er ekki síðar en 10. október og allt kjöt af hrútum sem slátrað er eftir þann tíma. Enn fremur skal meta í þennan flokk skrokka af lambhrútum sem slátrað er 1. nóvember eða síðar. Landbúnaðarráðuneytið, 15. september 1986. t Eiginmaður minn og fósturfaðir okkar Jón Kolbeinsson Hátúni 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir. Valgerður Guðmundsdóttir Ella Kolbrún Kristinsdóttir Pálína M. Kristinsdóttir. t Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðjón Friðgeirsson Víkurbakka 40, Reykjavík lést laugardaginn 13. september s.l. Ásdís Magnúsdóttir Friðgeir Þorsteinsson börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar Lilja Magnúsdóttir Langholtsvegi 200 lést á Grensásdeild Borgarspítalans föstudaginn 12. september Börnin Þriðjudagur 16. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hús 60 feðra“ eftir Meindert Dejong, Guörún Jónsdóttir les þýöingu sína (14). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik- ar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 „Ég man þá tið“ Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stef- ánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.301 dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jón Gunnar Grétarsson. 14.00 Miðdegissagan: „Mahatma Gandhi og lærisveinar hans“ eftir Ved Mehta. Haukur Sigurösson les þýðingu sína (14). 14.30 Tónlistarmaður vikunnar Miles Davis trompetleikari. Síðari hluti 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Á Vestfjaröahringn- um. Umsjón: Finnbogi Hermannsson 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Divertimenti Divertimento nr. 15 í B-dúr K. 287 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Filharmoníusveitin i Berlín leik- ur; Herbert von Karajan stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnautvarpið. Umsjón: Vernharður Linnet og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 Torgið. Þáttur um samfélagsbreyt- ingar, atvinnuumhverfi og neytendamál. - Bjarni Sigtryggsson og Adolf H.E. Petersen. Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál Guðmundur Sæmunds- son flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Guörún Birgisdóttir talar. 20.00 Ekkert mál. Ása Helga Ragnarsdóttir og Bryndís Jónsdóttir sjá um þátt fyrir ungtfólk. 20.40 Einn komst af Frásöguþáttur Árna Óla um Pourqui pas? - slysið fyrir réttum fimmtíu árum. Þór Magnússon les. 21.00 Perlur. Benjamin Luxon og Aretha Franklin. 21.30 Útvarpssagan: „Frásögur af Þögla“ eftir Cecil Bödker Nína Björk Árnadóttir les þýðingu sína (5). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Ástarljóðavalsar Fjórir söngvar fyrir kvenraddir, horn og hörpu op. 17 eftir Johannes Brahms. Kvennaraddir Gác- hinger-kórsins syngja. Heinz Lohan og Karl Ludwig leika á horn og Charlotte Cassedanne á hörpu. Helmut Rilling stjórnar. 22.40 Kaspar Hauser Arthúr Björgvin Bollason tók saman í þáttinn. Lesari með honum: Kolbeinn Árnason. (áður flutt í þáttaröðinni Söguslóöir í Suöur-Þýska- landi í júlí í sumar). 23.10 Berlínarútvarpið kynnir unga tón- listarmenn Hátiöartónleikar af tilefni þess að 40 ár eru liðin frá upphafi þessara tónleika. Síðari hluti. Umsjón: Guömundur Jónsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok, Þriðjudagur 16. september 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tóm- assonar, Gunnlaugs Helgasonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Elísabet Brekkan sér um barnaefni kl. 10.05. 12.00 Hlé 14.00 Skammtað ur hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garðarsson. 16.00 Hringiðan Þáttur í umsjá Ólafs Más Björnssonar. 17.00 í gegnum tíðina Ragnheiður Davíðs- dóttir stjórnar þætti um íslenska dægur- tónlist. 18 00Tekið á rás Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa leik Fram og pólska liösins Katowice í Evrópukeppni bikarhafa. 20.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 9.00, 10.00,11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Þriðjudagur 16. september 19.00 Finnskar barnamyndir. Héraeyjan (Harens ö) Teiknimynd gerð eftir þjóð- sögu frá Afríku. Þýðandi Oskar Ingimars- son Spegilmyndin (Peilikuva) Mynd um drenghnokka sem flytur í ókunnan bæ og leiðist þar mjög. En svo eignast hann félaga sem er eins og spegilmynd hans. Þýðandi Kristín Mántylá. (Nordvision - finnska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Stiklur 25. Slysið mikla við Mýrar Fyrir réttum 50 árum fórst franska haf- rannsóknaskipið Pourquio pas? i Straumfirði á Mýrum og með því 38 menn, þeirra á meðal hinn heimskunni vísindamaður dr. Jean Charcot. Þegar sjónvarpsmenn stikluðu um Mýrar rifjaði Ingibjörg Friðgeirsdóttir á Hofsstöðum upp minningar sínar um þessa atburði sem snertu íslensku þjóðina djúpt. Myndataka: Örn Sveinsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Umsjón: Ómar Ragnarsson. 21.15 Svitnar sól og tárast tungl (Sweat of the Sun, Tears of the Moon) 7. Risi á brauðfótum Ástralskur heimildamynda- flokkur í átta þáttum um Suður-Ameríku og þjóðirnar sem álfuna byggja. I þessum þætti verður fjallað um Argentinu, bæði stjórnmáiaástandið og bágborinn efna- hag þjóðarinnar. Að auki lærir Jack Pizzey leiðsögumaður að dansa tangó. Þýðandi oq þulur: Óskar Ingimarsson. í sjöunda þætti astralska heimildamyndaflokksins Svitn- ar sól og tárast tungl, sem fjallar um Suður-Ameríku og þjóðirnar sem álfuna byggja, er nú ferð- inni heitið til Argentínu. Risi á brauðfótum er lýsingin sem gefin er á þessu ríki, en fyrir 40 árum bjó þar 10. auðug- asta þjóð heimsins. Nú er efna- hagurinn í rúst og yfirvöld í óða önn að hreinsa andrúmsioftið eftir áralanga ógnarstjórn her- foringja sem einskis svifust til að halda valdataumunum, en þá hvarf fólk sporlaust svo að þús- undum skipti. Hvað kom fyrir? Pizzey, um- sjónarmaður þáttanna leitar skýringa og verður í þeirri leit m.a. að taka þátt í tangó-dansi, þjóðardansi Argentínumanna! 22.15 Arfur Afróditu. (1 he ÁpíiroOit? Inher- itance) Lokaþáttur. Breskur saka- málamyndaflokkur í átta þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.10 Fréttir i dagskrárlok. y»y 'BYL GJANj ¥ Þriðjudagur 16. september 6.00- 7.00 Tónlist í morgunsárið. Fréttir kl. 7.00. 7.00- 9.00 Áfætur meö Sigurði G. Tóm- assyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir við hlustendur til hádegis. Fréttir kl. 10.00 og 12.00. 12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jó- hönnu Harðardóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neytendamál og stýrir flóamarkaði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgju- lengd. Pétur spiiar og spjallar við hlust- endur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavik síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00-20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00-21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vinsæl- ustu lögin. 21.00-22.00 Vilborg Halldórsdóttir spilar og spjallar. Vilborg sníður dagskrána við hæfi unglinga á öllum aldri. Tónlistin er i góöu lagi og gestirnir líka. 21.00-24.00 Vökulok. Fréttamenn Bylgj- unnar Ijúka dagskránni með fréttatengdu efni og Ijúfri tónlist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.