Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 3
Tíminn 3 Frá fundi Verslunarnefndar: Afkomutengd launakerfi fyrir verslunarstjóra á lokastigi Verslunarnefnd Sambandsins og kaupfélaganna hélt fyrsva fund vetrarins nú fyrir helgina. í nefndinni eiga sæti fimm fulltrúar frá kaupfél- ögunum og þrír frá Verslunardeild Sambandsins. Verkefni hennar eru m.a. fólgin í því að samræma að- gerðir þessara aðila í smásöluverslun og hafa forgöngu um nýjungar. Guðjónsson og Aðalsteinn Her- mannsson. Þeir gerðu þar grein fyrir þeirri nýskipan fræðslustarfs og námskeiðahalds sem nú er að konra til framkvæmda hjá skólanum. Auk þess voru lagðar fyrir fundinn tillögur að tilboðsvörum á vegum kaupfclaganna og Verslunardeildar fyrir næsta vetur. Ljóst er talið að nú sé mikil gróska og kraftur í allri smásöluverslun samvinnufclaganna, og margar nýjungar framundan. -esig Á þessum fundi var m.a. rætt um afkomutengd launakerfi fyrir versl- unarstjóra. Að því máli hefur verið unnið undanfarið á vegum Vinnu- málasambands samvinnufélaganna. Á fundinn kom Ólafur Guðlaugsson frá Vinnumálasambandinu og gerði grein fyrir stöðu þess. Þar kom fram að undirbúningur er nú kominn á lokastig, og fer slíkt kerfi af stað í cinhverjum kaupfélögum nú á næst- unni í tilraunaskyni. Síðar er stefnt að því að sams konar kerfi geti náð til alls starfsfólks í kaupfélagabúðun- um. Frá Samvinnuskólanum komu á fund nefndarinnar þeir Þórir Páll Nýjar fornritaútgáfur Voluspáog Njáls saga Bókaútgáfan Svart á hvítu hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur. Allar tengjast þær fornbókmenntum og kennslu þeirra í framhaldsskólum. Sígildar sögur I. ncfnist ein þeirra og hefur að geyma fjórar íslendinga- sögur og þrjá þætti. Þar fer mest fyrir Njálu. en líka eru í bókinni Bandamannasaga. Bárðar saga Snæ- fellsáss og Bjarnar saga Hítdæla- kappa. Þetta cr fyrsta bindi, en eftir áramót er það næsta væntanlegt, og verður Laxdæla saga í því meðal annarra. Sögurnar í þessari bók eru teknar beint út úr íslendingasagna- útgáfu Svarts á hvítu, scm kom út í tveimur bindum á þessu ári og því síðasta, og er blaðsíðutölum úr hcnni haldið. Önnur bókin er Skýringar og fylgir hinni fvrri. Þar er rækilegur formáli um Islendingasögur. sérstakur inn- gangur um hverja sögu í textaútgáf- unni og rækilegar skýringar með ættartölúm, kortum og skýringar- myndum. Þriðja bókin er Sígild kvæði I, og er það skólaútgáfa af nokkrum Eddukvæðum sem Gísli Sigurðsson hel'ur búið til prentunar. í henni er Völuspá,hluti Hávamála.Helgakviða Hundingsbana II og Atlakviða. Af Völuspá cr hér eingöngu prentaður Konungsbókartexti, sem verður til þess að áherslur í skýringum við kvæðið eru með nokkuð nýjum hætti. í tengslum við þessa bók hefur forlagið fengið Guðjón Ketilsson til að gera veggmynd af atburöum og persónum Völuspár. Sýnir hún goð- heim og mannheim umkringda höf- uðóvinum þeirra að trú ásatrúar- manna. -esig Pílagrímaflugi því sem Arnarflug gcröi samninga um í Alsfr er nú lokið, og að sögn Goöa Sveinssonar gckk það í alla staði mjög vel. Sagði hann aö allar áætlanir hefðu staðist en samkvæmt því má reikna með að nettó-hagnaður Arnarflugs vegna pílagrfmaflugsins ncmi upphæð 20 til 30 milljónir króna. Flugið hófst 20. júlí og lauk 7. septcmber og á þessu tímabili flutti fclagið samtals 52.000 farþega. Sá félagið um alla pílagrímaflutninga Alsírmanna þetta árið og notaði til þcss 5 flugvélar af DC8-6I gerð. Samningar Arnarflugs við Alsír- mcnn var stærsti samningur þctta árið, en að auki llaug félagið umtals- vert áætlunarflug fyrir Air Algcric, ntilli Alsir og borga t Frakklandi. Um 170 starfsmcnn frá 15 þjóð- löndurn störfuðu fyrir félagið í þcss- um flutningum. Aö sögn Goða Svcinssonar lýstu Alsírmcnn yfir mikilli ánægju nieð alla framkvæmd verkefnisins af hálfu Arnarflugs. phh DRATTARVELAR TIL AFGREIÐSLU STRAX Á EFTIRFARANDI VERÐUM CASE IH CASE IH CASE IH CASE IH CASE IH 585XL 2x4 62 hö 685XL 2x4 72 hö 1394 1394 2x4 77 hö. 4x4 77 hö. 1494 4x4 85 hö. 610.000 625.000 680.000 820.000 875.000 Allar ofangreindar vélar hafa Luxus hús með sléttu gólfi Vökvaskiptingu Lyftutengdan dráttarkrók Allur fullkomnasti fáanlegur búnaður Væntanlegar síðar í mánuðinum CASE IH 485 L 2X4 54 hö. Kr. 480.000 Greiðslukjör við allra hæfi | ÞERTEKSTÞAÐMEÐ ¥ & Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Þriðjudagur 16. september 1986 Pílagrímaflugi í Alsír lokið: Hagnaður Arnar- flugs á bilinu Frá fundi Verslunarnefndar, talið frá vinstri: Ólafur Sveinsson, Búðardal, Snorri Egilsson, Verslunardeild, Gísli Haraldsson, Neskaupstað, Þórir Páll Guðjónsson, Samvinnuskólanum, Örn Ingólfsson, Hafnarfirðit formaður nefndarinnar, Sigurður Jónsson forstöðumaður Verslunarráðgjafar Sambandsins, Aðalsteinn Hermannsson, Samvinnuskólanuni, Hafsteinn Eiríksson, Verslunardeild, Pálmi Guðmundsson, Selfossi, og Ólafur Guðlaugsson, Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Á myndina vantar Magnús Gauta Gautason frá KEA. liinamymi: Gísli Egílt 20*30 milljónir Fluttu 52 þúsund farþega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.