Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NielsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Abyrgð eða upphrópanir Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð setti hún sér tvö megin markmið. Annars vegar að ná verðbólgunni niður og hins vegar að tryggja næga atvinnu. Þessum markmiðum hefur verið unnið að og verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til. Enn skal minnt á að verðbólgan var þá um og yfir 130%; mörgum sinnum meiri en í nokkru öðru landi nærri okkur. Óðaverðbólgan var gífurlegur skaðvaldur fyrir þjóðina og eimir enn eftir af áhrifum hennar enda þótt baráttan gegn henni hafi skilað ótrúlegum árangri. Það var þjóðar- nauðsyn að gegn henni yrði ráðist og höfðu fjölmargir vísustu menn margsinnis á það bent að engin þjóð gæti lifað við verðbólgu í líkingu við það sem hér ríkti. Þá var atvinnuástand víða ótryggt, mörg fyrirtæki á barmi gjaldþrots og við blasti atvinnuleysi ef ekkert væri að gert. Ríkisstjórnin gerði sér fulla grein fyrir þessum vanda og einbeitti sér við að finna á honum lausnir. Þær aðgerðir sem framkvæmdar voru 1983 mæltust misjafnlega fyrir. Einkum var það stjórnarandstaðan með Alþýðubandalag og Alþýðuflokk í fararbroddi sem reyndu að æsa til ófriðar. Það voru þó þessi verkefni sem áðurnefnda flokka brást kjarkur til að takast á við á vordögum 1983 þegar ríkisstjórnin var mynduð. Sem betur fcr er ástand þjóðarbúsins nú allt annað og betra en það var fyrir þrem árum síðan. Nýsköpun atvinnulífsins hefur tekist og atvinnuástand hér með eindæmum gott. Þannig eru nú atvinnutekjur heimilanna hærri en,hokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar og samkvæmt nýrri spá Þjóðhagsstofnunar er talið að kaupmáttur muni aukast um 8% á mann að meðaltali frá því á síðasta ári. Nú verður að leggja áherslu á að jafna kaupmáttinn og mun Framsóknarflokkurinn styðja aðgerðir í þá átt. Um baráttuna gegn óðaverðbólgunni er óþarft að fjölyrða þar sem hver einstaklingur finnur greinilega þann árangur sem náðst hefur. Allt útlit er fyrir að verðbólgan verði innan við 10% á þessu ári en áfram verður að vinna að niðurlögum hennar á næsta ári. Um frekari aðgerðir verður þjóðin að standa saman, það er forsenda þess að vel til takist. Tíminn til næstu alþingiskosninga styttist óðuni og þá verður það fólksins í landinu að segja til um hverjum það treystir til að stjórna. Vill það ábyrga menn sem hafa kjark til að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir, eða treystir það betur orðagjálfri og upphrópunum manna sem síðan hlaupa frá vandamálunum? Framsóknarflokkurinn hefur í verkum sínum sýnt ábyrgð. Hann hafnar öfgaskoðunum, hvort heldur til hægri eða vinstri enda hefur það sýnt sig að slíkar skoðanir falla hvorki að vilja þjóðarinnar né heldur að þær samrýmist okkar þjóðfélagi. Framsóknarflokknum hefur verið núið því um nasir að hann hafi hljótt um sig og komi málefnum sínum ekki á framfæri. Þetta kann að virðast rétt ef einungis er litið til og miðað við ályktanir og fyrirspurnir sem settar eru fram af sýndarmennsku á Alþingi. Sé aftur á móti litið til raunverulegra verka hans í ríkisstjórn kemur allt annað í ljós. Þar hefur Framsóknarflokkurinn haft forystu um fjölmarga málaflokka og í samvinnu við samstarfsflokkinn náð árangri t.d. á sviði efnahagsmála þannig að eftir er tekið um allan heim. Stundum er betra að tala minna en framkvæma þess meira. Þriðjudagur 16. september 1986 GARRI _ . ■ r m su aö nækka skaiu launamanna AC Skattsvik er þjofnaöur F,4rm4laré«U™>y.‘« rrelur nu larié l-.m *r ** dómamélaraöuneytiö. aö t>ar varöi samlö l«0a,'“r" va,0 Tem kveöi a um öaö aö meö akallavrkamai Þessari akvöröun ber aö laona En bessl' er ekkl ny AlþyöuMokkurinn tielur barlsl lyrlr þvl ar- um sarnln. aö'a ska.tsvlk v.röl 11*10 s.m bvern ann- an piólnaö og negnlnoar veröi Þ Flokkunnn helurllullum Þeltainlöour a Alblnfll. e tyrir öaulum ey.um En Þaó er 0OU Þ»0«' menn vitkast Þ.ó var AIÞvöullokkurlnn. sem kralöisl Þess aó "ó Jrói ut.ekl « skattsvikum a Isl.nd, Vló Þelrr. krolu var orölö oq kom Þ*1 l!ö«. flð *œ,1*ð ,flp ' Slóös vegna skatiavlka s* um Þ'l' mllljaróar króna * an Þessl skattavik er mestl Þjólnaóur. aem scgur tara al n*r * landl Hann veldur Þ»l. aó rlkl.slóöur veróu al veruleoum tek|um oo veröur aó n* Þ»'m • 1 öörurr. 'alöum Og e.na lelöln. s.m lyrlr nendl er. er En AIÞyóullokkunnn nelur e.nmo nvalt t.l mikilsoo veruleos ettlrl.ts meó skattlramtölum og engií Þ» aorkaö að veruieo* netu' veriö tiðl0flð s . Skat.rannsókn.sl.óra Su sta'lsm.nna |ö Ouö heMi Þeoa. skilaó rlkissióó. umtaisveróum narnæöum Oo auövitaö a aó l.'a meó öll skfl,,s;lk t,érhæóum, sem peim ber að g^eiða same g 0 sjóð landsmanna UM SKATTSVIK Scinni lcidari Alþýðublaðsins nú uin helgina var sérkennilegur. Þar var rætt um skattsvikin í þjóðfélag- inu undir fyrirsögninni „Skattsvik er (svo) þjófnaður“. Leiðarinn var svohljóðandi: „Fjúrmálarúduiwytid Iwfur nú farid fram á þad við dómsmála- ráðuiwylið, að þar verði samið laf’afrunivarp, sem kveði á um það að með skattsvikumál skuli farið cins og hver önnur fjársvikamál og að skuttsvik heyri þar með undir hegningurlugubrot. Þessari ákvörðun ber að fagna. En þessi hugmynd er ekki ný. Alþýðuflokkurinn hefur barist fyr- ir því árum saman, að á skattsvik verði litið sem hvern annan þjófn- að og hegningar verði samkvæmt því. Flokkurinn liefur flutt um þetta tillögur á Alþingi, en ávallt fyrir daufum eyrum. En það ergott þegar nienn vitkast. Það var Alþýðuflokkurinn, sem krafðist þess aðgerð yrði úttekt á skattsvikum á íslundi. Við þcirri kröfu var orðið og kom þá í Ijós, að áætlað tup ríkissjóðs vcgnu skattsvika sé um þrír milljurðar króna á ári. Þessi skattsvik er (svo) mesti þjófnaður, sem sögur fara af hér á landi. Hann veldur því, að ríkis- sjóður verður af verulegum tekjum og verður að ná þeim inn eftir öðrum leiðum. Og eina leiðin, sem fyrir hendi er, er sú að hiekku skattu launainanna. Að minnsta kosti hefur núverandi ríkisstjórn ekki leituð annarra leiða, sem kein- ur best fram i verulegum tekju- skattshxkkunum á þessu ári. En Aiþýðuflokkurinn hefur einnig hvatt til mikils og verulegs eftirlits með skattframtölum og fcngið þvi áorkað, að verulega hefur verið fjölgað í starfsliði skatt- rannsóknarstjóra. Sú starfsniunna- fjölgun hefur þcgar skilað ríkis- sjóði umtalsverðum fjárhæðum. Og auðvitað á að fara með öll skattsvik eins og hvern aniiaii þjófnað, og þjófarnir eru cinstukl- ingar og fyrirtæki, sem hafa að- stöðu til uð koma undan fjárhæð- um, sem þeirn her að greiða í sameiginlegan sjóð landsmanna.“ Lágkúra Þessi skrif eru þeirrar tegundar sem hvaö lágkúrulegust þykir í þjóðmáluuinræöu og blaða- mennsku. Að sjálfsögðu eru allir flokkar sammála utn að berjast verði gegn skattsvikuin. Alþýðu- flokkurinn hefur ekki leikið neitt forystuhlutverk í því efni, og hér er Alþýðublaðið einungis að reyna að kasta yflr hann dýrðargloríu sem hann á ekkert í. Málgögn Alþýðuflokksins eru eins og menn vita Alþýðublaðið og Helgarpósturinn. Með hverjum deginum sem líður vcröur það Ijósara að alþýðiiflokksmeim stefna ákveöið að því að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum að loknum næstu kosninguni. A sama (íma stunda bæði mál- gögnin mjög veikan málflutning. Alþýðublaðið ástundar gloríuskrif sem þessi, og Helgarpósturinn er mest upptekinn við að safna meira og minna óáreiðanfeguin slúður- sögum um menn og málefni. ásaint því að velta sér upp úr innantómu blaðri uni gjaldþrot og svikamál. Ef Alþýðuflokkurinn ætlar að ná því marki sínu að komast í stjórn með sjálfstæðismönnuin er því hætt við að hann verði að taka ritstjórnarstefnu blaða sinna til endurskoðunar. Garri Hver á að deyja næstur? Umferðarhraðinn á Keflavíkur- veginum hér syðra er satt best að segja steinhættur að vera nokkurt gamanmál. Hámarkshraðinn þar er 80 kílómetrar á klukkustund, en það er fjöldi manns sem stundar það nú orðið að aka þar á 100 til 120 kílómetra hraða. Þetta er löngu hætt að vera nokkurt leyndarmál, heldur vita þetta allir þcir sem þarna fara um að staðaldri. Venjulegir og varkár- ir ökumenn, sent vilja fara eftir settum reglum, lcnda þarna í vand- ræðurn. Ef þeir leyfa sér að halda sér á löglegum hámarkshraða þá er óðar en varir komin röð á eftir þeim af bílum. Ökumenn þeirra virðast gagnteknir af þeirri hugsun einni að þeir verði hvað sem það kostar að spara sér þær finun eða tíu mínútur sem vinnast á leiðinni þarna á milli með þessu háttarlagi. Og afleiðingin verður stanslaus framúrakstur í báðar áttir. Það hefur áður verið vikið að þessu hér í þessum pistlum, en það er ekki enn að sjá að lögreglan sé neitt farin að láta þetta til sín taka. Lögreglubíll við hraðamælingar er álíka sjáldséður þarna suður frá og geirfuglinn. Það er engu Iíkara en iið yfirvöld umferðarmála hafi ákveðið með sjálfum sér að láta hraðaksturshetjum og ökuníðing- urn þessa leið eftir til að fá útrás fyrir sjálfseyðingarhvöt sína. Það alvarlegasta við þetta er þó að hér er einúngis verið að bíða eftir því að næsta banaslys eigi sér stað. Þegar svona er ckið er það ekki lengur spurning um hvort slys verði þarna, heldur hvenær. Öku- lag á borð við það, sem þarna er stundað, kallar beinlínis á slysin. Ökumenn niunu flestir geta ver- ið sammála um það að á góðunr vegi eins og Keflavíkurveginum, sé 80 kílómetra hámarksharði mjög þægilegur. Á þeim hraða á vanur ökumaður að geta haft fullt vald yfir ökutæki sínu og mætt hverju því sem upp kemur. En þegar hins vegar er komið upp í 120 kílómetra hraða þá fer gaman- ið að kárna. Hvað gerist til dæmis ef hvellspringur á öðru framhjól- inu? Þá má víst guð hjálpa þeim sem á móti koma, kannski á sama hraða. Það hafa á liðnum árum orðið allmörg vond umferðarslys þarna suður frá, og nú er ekki annað að sjá en að verið sé að biða eftir þvt' næsta. Spurningin er með öðrurn orðum hver verði næstur til að láta lífið á þessari leið, fórna því á altari ökuhraðans. Kannski verður það ung móðir með kornabarn í aftursætinu. Kannski verður það faðir sem lætur nokkur börn eftir föðurlaus. Kannski verða það fullorðin hjón og nokkrir litlir hnokkar þurfa að spyrja: „Mamma, af hverju eru afi og amma dáin? Það er í þessu sem alvara málsins liggur. Hér er að því komið að lögreglan verður að fara að sinna skyldu sinni. Það erum við skatt- greiðendur sem greiðum laun hennar. og ef allt um þrýtur verð- um við beinlínis að heimta að hér verði ráðin bót á. Allt sem þarf er að nokkrir lögreglumenn fari þarna reglubundið í eftirlitsferðir, mæli hraðann og stöðvi þá sem brotlegir eru. Raunar mætti sem best auglýsa hraðamælingar þarna suðurfrá fyrirfram. Slíkt gæti eitt út af fyrir sig orðið til verulcgra bóta. Hér er ekki brýnast að ná sem flestum og sekta sem stærstan hóp. Meginatr- iðið er að draga niður í hraðanum. Þetta á ekki síst við núna þegar menn geta átt von á óvæntum hálkublettum og hættan eykst með versnandi skyggni. esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.