Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 UTLÖND 1111 Frakkland: Enn sprengt í París París-Reuter Sprengja sprakk í höfuðstöðvum lögreglunnar í miðborg Parísar á hádegi í gær og slösuðust um fimm tugir manna, þar af minnsta kosti fjórir alvarlega. Sprengingin varð á jarðhæð byggingarinnar sem stendur á Ile de la Cite, nálægt hinni sögu- frægu Norte Dame dómkirkju. Fréttaritari Reuters fréttastofunn- ar á staðnum sagði í gær að svæðinu við bygginguna hefði verið algjör- lega lokað af fyrir almenningi. Sjúkrabílar og læknalið streymdu á staðinn skömmu eftir sprenginguna og haft var eftir heimildum innan lögreglunnar að flestir hinna slösuðu væru almennir borgarar. Sprengjunni var komið fyrir við stólpa í skrifstofu þar sem gefin eru út ökuskírteini. Sprengjan eyðilagði skrifstofuna og mölvaði alla glugga Hefur Aquino herinn að baki sér? Hingað til hefur svo sýnst en Bandaríkjaför hcnnar þykir þó mörgum vafasöm. Aquino yfirgefur ótryggt ástand Manila-Reutcr. Corazon Aquino forseti Filipps- eyja hélt í gær í átta daga opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Margir stuðningsmenn hennar hafa að undanförnu varað hana við að yfirgefa landið vegna ótta við að bylting verði gerð á nieðan forset- inn ræðir við Reagan Bandaríkja- forseta og aðra háttsetta embættis- menn þar í landi. Herinn á Filippseyjum hefur ver- ið settur í viðbragðsstöðu til að koma í veg fyrir hugsanlegar bylt- ingartilraunir. „Ég segi aðeins að við erum fullkomlega undir það búnir að fást við hvers konar ástand sem miðar að því að velta ríkisstjórn- inni úr sessi,“ sagði Fidel Ramos yfirhershöfðingi á Manilaflugvelli í gær. Ramos leiddi herinn í bylting- unni gegn Marcosi fyrrum leiðtoga landsins í febrúar síðastliðnum og sagði hann að stuðningsmenn for- setans fyrrverandi myndu ckki eiga þess neinn kost að efna til valda- byltingar á meðan á för Aquino til Bandartkjanna stendur, Stuðningsmenn Marcosar reyndu að velta henni úr sessi í júlí síðastliðnum en sú byltingartilraun féll um sjálfa sig innan 36 klukku- stunda. Einn af þeim sem fylgdi Aquino úr hlaði í gær var Juan Poncc Enrile varnarmálaráðherra sem margir telja að vel geti hugsað sér að setjast í stól Aquino og eigi reyndar möguleika á því þar sem hann hefur stjórn á hernum. ersnéru inn að garði byggingarinnar. Höfuðstöðvar lögreglunnar eru stutt frá ráðhúsi borgarinnar en þar sprakk sprengja fyrir rúmri viku síðan er varð einu manni að bana og særði átján aðra. Sprengingin í gær var sú fjórða í París á einni viku. Frönsk stjórnvöld tilkynntu um helgina um hertar regl- ur er beint er gegn hryðjuverka- mönnum frá Miö-Austurlöndum. Framvegis þurfa erlendir gestir, utan þeir sem koma frá ríkjum Evrópu- bandalagsins og Sviss, að fá vega- bréfsáritun til að koma inn í landið. Hópur frá Mið-Austurlöndum, svokallaður „Stuðningshópur pó- litískra fanga frá Arabaríkjum og Mið-Austurlöndum,“ hefur lýst yfir ábyrgð á hendur sér á öllum spreng- ingunum fjórum og hefur hópurinn krafist lausnar þriggja manna sem nú gista frönsk fangelsi ásakaðir um aðild að hryðjuverkum. Einn þessara manna er Georges Ibrahim Abdallah sem situr í fang- elsi vegna tengsla við morðin á ísraelskum og bandarískum sendi- ráðsmönnum árið 1982. Abdallah er talinn vera leiðtogi „Líbönsku bylt- ingarhreyfingarinnar" sem lögreglan í Frakklandi telur að standi að baki sprengingunum þótt undir öðru nafni sé. Sovéskir borgarar sjá „Óþekkta hermanninn" Hclsinki-Reutcr Finnsk mynd um stríðin 1939- '40 og 1941-'44 milli Finnlands og Sovétríkjanna verður sýnd í Moskvu og tveinrur öðrum sovéskum borgum innan tíðar. Petta var haft eftir forráðamönn- um finnskra kvikmyndamála í gær. Myndin er byggð á bók rithöf- undarins Vaino Linna „Tunte- nraton Sotilas" (Óþekkti hermað- urinn) og hafa um 600 þúsund Finnar, eða um 10% af þjóðinni, séð myndina eftir að byrjað var að sýna hana fyrr á þessu ári í kvikmyndahúsum landsins. Myndin fjallar um hörmungar stríðsins en mun nrinni þjóðernis- hyggju verður vart í þessari út- gáfu í samanburði við nrynd frá fimmta áratugnum sem einnig var byggð á sögu Linna. Sagan um „Öþekkta hermann- inn“ hefur verið þýdd á ein fimm- tíu tungumál en hún er byggð á persónulegri reynslu rithöfundar- ins Linna af vetrarstríðinu við Sovétríkin veturinn 1939-'40 og stríðinu 1941-’44. Leikstjóri nýju nryndarinnar um „Óþekkta hermanninn" er Raul Mollberg. Sovéskir borgarar munu lík- lega fá tækifæri til að sjá myndina í desember næstkomandi þ.c.a.s. íbúar Moskvu og tveggja annarra borga. Sýning myndarinnar verð- ur liður í samskiptasamningum milli landanna tveggja. Grikkland: Fólk á flótta af ótta við skjálfta Jarðskjálftahrina gekk yfir bæinn Kalamata á nýjan leik í gær - Margir slösuðust kalumatu-Rcutcr Rúmlega þrjátíu manns slösuðust í gær þegar jarðskjálftahrina gckk enn á ný yfir bæinn Kalamata á Suður-Grikklandi. Síöastliðinn laugardag létust að minnsta kosti tuttugu manns er harður jarðskjálfti gekk yfir bæ þennan. Nokkrar byggingar, þar á nreðal tvær íbúðablokkir, hrundu í skjálft- anum í gær sem mældist 5,6 á Subroto orkumálaráðherra Indónesíu: Richterkvarða. Byggingar þessar höfðu flestar hverjar skemmst nokk- uð í skjálftanum á laugardaginn. Þeir slösuðu voru fluttir inn í tjöld fyrir utan aöalsjúkrahúsi bæjarins þar senr gert var að sárum þeirra. Franskir og grískir björgunarmenn hafa unnið í>v,n ý Jaugardag við að bjarga fólki úr rustum Gllinna húsa en í gær var talið ólíklcgt aö þeim tækist að finna fleiri á lífi í rústunum. Ástandið í bænum var vægast sagt hræðslukennt í gær og margir íbúar héldu á brott á bílum sínum af ótta OLIUVERÐ NÆR 0BREYTT NÆSTU TVÖ TIL ÞRJÚ ÁR Jakaría-Rcutcr Subroto orkumálaráðherra Indó- nesíu spáði því í gær að olíuverð myndi verða á bilinu fimmtán til sextán dollarar á tunnu að minnsta kosti næstu tvö árin. Fyrir aðeins tveimur mánuðunr síðan hélt Subroto enn í þá von að olíuverð myndi fara upp í átján dollara á tunnu fyrir lok þessa árs. Subroto sagði í ræðu á þingi að Samtök olíuframleiðenda (OPEC) ættu með réttu að framleiða sameig- inlega 21 til 22 milljónir olíutunna á dag til að halda sanngjörnum hlut í markaðinum. Núverandi fram- leiðslumagn ríkjanna innan OPEC er 16,8 milljónir tunna. Subroto, sem lék stórt hlutverk 1 síðustu samþykkt hinna þrettán að- ildarríkja OPEC um að draga úr framleiðslumagninu til að ná olíu- verði upp á nýjan leik, sagðist búast við nokkrum breytingum á oltuverði það sem eftir er þessu ári en að meðaltali myndi verðið næstu tvö til þrjú árin verða á biiinu fimmtán til sextán dollarar á tunnu. Ráðherrann sagði að offramboð á olíu myndi halda áfram en bætti því við að olíunotkun myndi líklega aukast um 1,2% á þessu ári eða upp í 46.4 milljónir tunna á dag. Fram- boðið yrði þó enn um sinn meira en eftirspurnin því olíuframleiðslan myndi á þessu ári nema að meðaltali um 48,4 milljónum tunna á dag. við flciri jarðskjálfta. Einn franskur björgunarmaður sagði við frétta- menn Reuters: „Vandræðin eru þau að fólk hefur misst stjórn á sér af hræðslu." Marcos fyrrum forseti Filippseyja vinnur að því að komast til valda á nýjan leik að því er vikublaðið Newswcek heldur fram. Marcos fyrrum Filippseyjaforseti: Fjármagnar andspyrnu Nýja Jórvík-Rcuter Ferdinand Marcos fyrrum forseti Filippseyja stjórnar herferð er miðar að því að steypa ríkisstjórn Cora- zonar Aquino núverandi forseta af stóli. Þessu var haldið fram í grein í nýjasta hefti vikublaðsins News- week. Marcos sagði í viðtali við tímaritið heimskunna að hann væri óviðkom- andi þessari herferð þar sem „útlagi er ávallt utan við efnið". Fréttaritar- ar blaðsins héldu þó öðru fram og höfðu eftir ónefndum heimildar- mönnum í Manila að.stuðningsmenn Marcosar hefðu sent „mikið fé“ til landsins til að fjármagna óeirðir og andspyrnu við núverandi stjórnvöld. Viðtalið við Marcos var tekið á heimili hans í Hawaii þar sem hann dvelst nú. Þar hélt leiðtoginn fyrr- verandi því fram að hann og stuðn- ingsmenn sínir gæti ekki sent aðstoð til vina sinna á Filippseyjum einfald- lega vegna þess að allir hans pening- ar færu í það að borga lögfræðiað- stoð og halda uppi hcimili sínu. Marcos hefur verið ásakaður um að hafa dregið til sín gífurlegt fjár- magn á tuttugu ára valdaferli sínum sem forseti Filippseyja. Hann flúði land í febrúar síðastliðnum eftir byltingu sem leidd var af Corazon Aquino núverandi forseta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.