Tíminn - 23.09.1986, Síða 9

Tíminn - 23.09.1986, Síða 9
Þriðjudagur 23. september 1986 Tíminn 9 illlllllll VETTVANGUR Fyrri grein: Guðmundur Bjarnason, alþingismaður og varaformaður fjárveitinganefndar: Nauðsyn á heildaryfirsýn Frumvarp til fjárlaga fvrir árið 1987 er r.ú í vinnslu. Sem varafor- maður Fjárveitinganefndar hef ég fylgst með því starfi og setti í því sambandi nokkrar hugleiðingar á blað. Fjárlagahallinn Eitt af þeim verkefnum sem ríkisstjórnin þarf að glíma við cr að bæta stöðu ríkissjóðs. Pegar gengið var frá fjárlögum ríkisins fyrir árið í ár voru þau afgreidd með tekjuafgangi upp á um 160 milljónir króna. Við samningagerðina í vetur breyttist staða ríkissjóðs hins vegar til hins verra, en þá tók ríkissjóður á sig verulegar skuldbindingar. Eftir þær aðgerðir var búist við að halli á ríkisfjárlögunum myndi verða a.m.k. 1,5 milljarðar. Nú bendir allt til að hann verði mun meiri eða um 2 milljarðar þegar upp verður staðið. Svo miklum halla verður ekki náð niður á einu ári og því verða fjárlög fyrir næsta ár afgreidd með verulegum halla. Þessum halla ætti þó að vera hægt að ná niður á 2-3 árum. Að því verður að stefna mjög ákveðið, þar sem það er af efnahagslegum ástæðum mjög óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla. Tekjuöflunin Einn af veigamestu þáttum við fjárlagagerðina er tekjuöflunin. Við samningsgerðina s.l. vetur var ákveðið að lækka tekjur ríkissjóðs verulega, m.a. með tollalækkun- um. Þær setja vissulega stórt strik í reikninginn nú. Mín skoðun er sú að ekki sé lengur hægt að ganga þessa skatta- lækkunarbraut nema þá að gera verulegar breytingar á útgjaldalið ríkisfjármálanna. Ég vara við óraunhæfu tali manna og flokka um skattalækkan- ir, það gengur ekki ef við ætlum að viðhalda og efla okkar velferðar- þjóðfélag sem við erum þó sam- mála um að beri að gera. Ég bendi á í því sambandi að nú er svo komið að skattheimta hins opinbera sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og í öðrum okkar nágrannalöndum. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og verðum að halda uppi margvíslegri þjónustu sem er dýr og verðum að viðurkenna að ef það á að takast þar að afla ríkis- sjóði tekna. Á hitt ber einnig að líta að nauðsynlegt er að bæta þá skattheimtu sem nú er í gildi þann- ig að hún skili sér betur en raunin er á. Tekju- og söluskattur Tekjuskatturinn er í eðli sínu jöfnunartæki ríkisins til að jafna tekjum milli þeirra sem betur mega sín og hinna sem minna bera úr býtum. Innheimta þessa skatts hef- ur þó á hinum síðari árum farið úr böndunum og er nú svo komið að við óbreytt ástand verður ekki unað öllu lengur. Til að bæta þar um verður að gera sérstakt átak. Sömu sögu má reyndar segja um innheimtu söluskatts. Fullyrða má að stór hluti hans rennur aldrei til ríkissjóðs. Ég vara við óraunhæfu tali manna og flokka um skattalækkanir. Það gengur ekki ef við ætlum að viðhalda og efla okkar velferðar- þjóðfélag, sem við erum þó sammála um að beri að gera. Hugmyndir eru uppi unt að hverfa frá söluskattinum yfir í virðisaukaskatt. Eitt af því sem réttlætir slíkt er að með því móti takist að innheimta skattinn betur. Skattsvik eru óþolandi og verður að taka á þeim með mun rótttækari hætti en gert hefur verið. f vor kom út skýrsla sem nefnd á vegum fjármálaráðuneytisins samdi um skattsvik hérlendis. í niðurstöðum hennar er talið að ríkissjóður tapi a.m.k. 3 milljörð- um króna árlega vegna skattsvika. Niðurstöðum skýrslunnar verður að fylgja eftir en í henni er bent á leiðir til að bæta skattinnheimtuna. Þegar maður situr yfir fjárlaga- dæmi ríkissjóð og veit að þangað skila sér ekki þeir skattar sem þó er í sumum tilfelluin búið að inn- heimta fyllist maður gremju yfir því að ekki skuli takast að koma í vegfyrirþessi stórfelldu skattsvik. Ég vona að á þessum þætti verði tekið af festu í vetur og er það nauðsynlegt t.d. með hertum rcfs- íngum; hærri sektum, sviptingu atvinnuleyfa og fangelsunum. Hvernig er tekjum ríkissjóðs varið? Ég geri mér grein fyrir því að seint eða aidrei verður hægt að sinna öllum þeim þörfum eða ósk- um um opinberan stuöning sem koma fram. Þess vegna hljóta þeir menn sem yfir fjármagni ríkissjóðs hafa eitthvað að segja að þurfa að vega og mcta hvað leggja ber áherslu á hverju sinni. Þegar ekki er hægt að fullnægja þörfinni þá á fjárveitingavaldið að sjá til þess að þeim fjármunum sem til skiptanna eru hverju sinni sé réttlátlega skipt. Það verður mcð öðrum orðum að miðla því sem til skiptanna cr. Þá ber einnig að reyna að deila fjármagninu réttlátlega milli landshluta og taka þá jöfnum höndum tillit til þarfa landsbyggð- arinnar og höfuðborgarsvæðisins, en því verður ekki neitað að milli þessara aðila hefur stundum skap- ast tortryggni um skiptingu fjár- magnsins. Sjálfsagt hefur ekki alltaf jafn vel til tekist og við landsbyggðar- þingmennirnir höfum oft hcyrt að uppbyggingin á höfuðborgarsvæð- inu sé mun meiri en á landsbyggð- inni. Þetta er þó erfitt að bera saman. Ég tel t.d. hvað varðar fjárveit- ingar til skólamála, heilbrigðismála, flugvalla og hafnargerða sem allt eru stórir liðir þá hafi veriö reynt að skipta réttlátlega enda þótt tölurnar hafi ekki alltaf verið stórar. Þá vil ég benda á að framlög til vegagerðar hafa vcrið mikil á undanförnum árum og samstaða hefur verið á þingi um að standa þar vörö um. Framkvæmdir við vegagerð hafa ekki hvað síst komið landsbyggðinni að gagni og þangað hcfur langstærstur hluti af fjár- magninu runnið. Hinu er svo ekki að neita að ýmsar opinberar stofnanir á höfuð- borgarsvæðinu, t.d. heilbrigðis- stofnanir sem þjóna öllu landinu og menntastofnanir cins og Há- skóli íslands hljóta auövitað að taka til sín verulcgt fjármagn til framkvæmda og rekstrar. Þá má einnig nefna það að ýmsir aðilar hafa með höndum viðamik- Þegar maður situr yfir fjárlagadæmi ríkissjóð og veit það þangað skila sér ekki þeir skattar sem þóer í sumumtil- fellum búið að inn- heimta fyllist maður gremju yfir því að ekki skuli takast að koma í veg fyrir þessi stór- felldu skattsvik. inn rekstur án þess að njóta nema að litlu leyti beinna framlaga úr ríkissjóði, heldur nota sína eigin tckjuöflun. Þar má ncfna Póst og síma, Rafmagnsveitur ríkisins og Áfengisverslun ríkisins. Þessar stofnanir velta miklum fjárhæðum. Fjárveitingavaldið hefur minni áhrif á hvcrnig þeim er varið en margir kannski álíta. Nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir heildardæmið Þann tíma scm ég hef sctið á Alþingi eða frá því 1979, hcf ég átt sæti í Fjárveitinganefnd. Öll þcssi ár hefur verið hörð glíma um hvernig miðla cigi því fjármagni sem til skiptanna er, sérstaklega því sem ætlað er ti! framkvæmda. Ég efast ekki um að mér hafi oft verið legið á hálsi fyrir að koma ekki fram meir og betur óskunt og kröfum umbjóðenda minna úr mínu kjördæmi. Ég hef hins vegar talið að þegar manni er falinn sá trúnaður sem felst í því að deila út fjármagni liins opinbera, þá verði maður að reyna að hafa yfirsýn yfir allt verkefnið og reyna að skipta réttlátlega sem vissulega þýðir aö ekki er hægt að koma fram öllum þeirn óskum sem farið er fram á og umbjóöendur hafa beint til manns. Mér finnst stundum eins og þing- menn scm ekki sitja með heildar- dæmið fyrir framan sig, leyfi sér oft að taka undir kröfur sem nánast óframkvæmanlegt er að sinna og þeir hljóta að vita innst inni. í því sambandi má benda á hve Alþingi hefur samþykkt ntikið af .lögum sem kalla á útgjöld til ýmissa málaflokka sem ekki hefur síðan verið liægt að standa við þegar að fjárlagagerð hcfur komið. Sem lulltrúi Fjárveitinganefndar hef ég tekið þátt í störfum sam- starfsncfndar um opinberar fram- kvæmdir og Ráðningarnefndar ríkisins. Þessar nefndir eiga að fylgjast meö opinberum fram- kvæmdum eftir því sem fjárveiting- ar til þcirra gefa tilefni til, svo og húsnæðismálum og mannahaldi ríkisins. Við þessa vinnu hef ég kannski livað best fengið yfirsýn yfir heild- arvcrkefnið og hvað við er að glíma hverju sinni. Nefndin unt opinberar fram- kvæmdir hefur oft verið nefnd „Bremsunefnd" vegna þess hve mönnum hcfur fundist vcrkefnin ganga hægt fram en mín rcynsla er sú að nauðsynlegt sé að allur undirbúningur verkefna fái ítar- lega meðfcrð áður en framkvæmdir hefjast. Þctta atriði er mjög nauðsynlegt og gildir raunar um flest verkefni eða mál þcgar leitað er cftir opin- bcru fjármagni. I þessari grein minni hef ég fjallað nokkuð um störf Fjárveitinganefndar og þann vanda sem þar er við að etja. í seinni grein minni ætla ég m.a. að ræða þær hugmyndir sem menntamála- ráðherra Sverrir Hermannsson hefur sctt fram varðandi lækkun útgjalda ríkisins til skólamála, svo og annaö sem ofarlega er á hinum pólitíska vettvangi. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum: HVAD UM UTBURDINN VERDUR Tvennt er það, sem afvinnst við aflífun fósturs og útburð nýfædds barns: Það er þroskunin, sem veit- ist við að ala það og annast og svo hitt, að útburður verður aldrei þegn í því þjóðfélagi, sem leyfði tortímingu hans. Þetta er nokkuð, sem allir ættu að geta verið sam- mála um, og liggur hér því fyrir að hugleiða það. sem um er deilt. Ljóst ætti það að liggja fyrir, að allir eiginleikar afkvæmis séu þegar í byrjun komnir því frá foreldrum þess og ætt, og að líta beri á það sem viðleitni til að komast fram hjá sannleikanum að reyna að halda því fram. að vísir til vitundar og sálarlífs fóstursins sé ekki fyrir hendi þegar í byrjun. Drög til þess alls, sem verða má og verða á, eru þegar fyrir hendi um leið og hinar tvær kynfrumur hafa sameinast og einstaklingslíf hins nýja fjölfrum- ungs hefir kviknað. Verður því þannig ekki neitað með réttu, að á fósturtortímingu nútímans og út- burði nýfæddra barna áður fyrr sé aðeins stigsmunur. Hafi nýfætt barn svo sem vaxinn maður öðlast ódauðleik, þá hlýtur fóstrið einnig að hafa öðlast hann við kviknun sína, og skal hér nú sagt frá dæmi, sem mér virðist styðja slíkt. Til er bók, sem í íslenskri þýð- ingu heitir „Sigurför á Svaðilfara,“ og kom hún hér út fyrir nokkrum árum. Segir þar á einum stað frá viðskiptum bókarhöfundar og töframanns nokkurs suður í Afr- íku, og er frásagan á þessa leið: „Töframaðurinn benti okkur að setjast á grasmottu, og þegar hann hafði sest með krosslagða fætur andspænis okkur, hvessti hann á okkur sjónirnar og horfði lengi á mig. „Ég fæ magaverk af þér, sagði hann fyrst, og lá við, að ég skellti upp úr um lcið, því að hann sagði mér ekki annað en það, scm ég vissi sjálfur, því að ég var meö verk í maganum. Hafði ég fcngiö hann af því að troöa í mig of miklu af jarðhnctum á leiðinni þangað, sem við vorum komin, og hafði sá verkur síðan fullkomnast viö hrist- inginn í vörubílnum, scm hafði borið okkur þangað. En ég hafði borið þcnnan harm minn í hljóði og engan látið vita, að mér væri illt f maganum.1' Á eftir þcssu, sem ég cndursegi hér mcð nokkru færri orðum en í bókinni standa, scgir svo frá því, að töframaðurinn læknaði maga- verk bókarhöfundar, að hann sagði unnustu hans frá því, scm hvorugt þeirra vissi, að hún gengi mcð barn, og svo að lokum, að hann spáði þeim einhvcrju þvi. scm síðar rættist bókstaflcga. En hvað cr það nú, scm hér hcfir verið um að ræða? Mér sýnist það liggja hér rnjög Ijóst og cinfaldlcga fyrir, aö hér sé um staðfcstingu þess að ræða, að skynjan cinsgeti, þegarsérstaklega stendur á, einnig vcrið skynjan annars cöa annarra, eins og þarna reynist um magaverk bókarhöf- undar. Skynjanaflutningur milli manna hefir þarna átt sér stað, og mætti það verða þeim til íhugunar, sem ckki hafa getað fallist á slíkt. Og eins og spá töframannsins sannar, þá hefir þarna ekki cinung- is vcrið um að ræða samskynjan milli viðstaddra, heldur einnig við einhvcrja betur vitandi en þá, sem þarna voru staddir. Það cru aðcins tvær leiðir hugsanlegar til þcss að öðlast vitneskju. Önnur er sú að afla sér hcnnar sjálfur af cigin rammlcik. Hin lciðin er sú, að þiggja hana af öðrum, cn þaö hefir töframaðurinn hlotið að gera, þeg- ar hann sagði þaö fyrir, sem átti cftir að gerast. Til þess varð hann mcira aö scgja að njóta einhvcrs cða einhverra meira cn mannlega vitandi. En varðandi það, sem hér að framan var til umræöu, þykir mér cftirtektarverðast, að töfra- maðurinn skyldi liafa fengið vitn- cskju um hið nýkviknaða fóstur, scm hinir tilvonandi foreldrar vissu ekki af, og þykir ntér því líklegast, að hann hafi fcngiö það þaðan, sem sjálft lífið stafar frá. Mér þykir scm vitncskjan um það hafi hlotið að stafa honum þaðan, sem hið nýkviknaða einstaklingslíf hafði með einhverjum hætti veriö skráð á þann hátt, að hvað scm, á daga þess drifi, geti það aldrci þurrkast út. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.