Tíminn - 04.11.1986, Síða 15

Tíminn - 04.11.1986, Síða 15
Þriðjudagur 4. nóvember 1986 Tíminn 15 um selamálið þar sem tekinn er saman margþættur fróðleikur, og sýnt fram á alvarlegar misfellur í málatilbúnaði og áróðri sjávarút- vegsmanna. - Þrívegis hefur selafrumvarpið dagað uppi í Alþingi. Það hefur valdið deilunt þar og umræðu í fjölmiðlum, en gagnrýni á það hefur helst verið svarað með full- yrðingum um að verið sé að leysa ákveðinn vanda með því, og Al- þingi geti ekki verið þekkt fyrir að afgreiða það ekki möglunarlaust. Selveiðar eru búgrein Vegna framangreindra atburða og átaka skal hér á eftir bent á nokkrar staðreyndir sem vert er að hafa f huga. Sumt af því hefur komið fram áður, annað e.t.v. síður. Frá upphafi hafa selalátrin, þ.e. kæpingar- og uppeldisstöðvar selsins, á skerjum, söndum og við árósa, tilheyrt ákveðnum bújörð- um, veiðin verið hlunnindi við- komandi jarða, nytjuð af ábúend- unt eins og annað jarðargagn. í friðlýstum látrum er öllum óheimilt að skjóta sel, jafnt landeiganda sem öðrum. Reynslan hafði kennt mönnurn að skotveiði flæmdi selinn burt - eyðilagði látrin. í látrunum er hinsvegar hægt að fanga kópana án allrar röskunar, og á því hefur nytjun selastofnanna einkum byggst. Fáist verð fyrir kópaskinn- in, sem lengi hafa verið verðmæt- asti hluti selaafurða tryggir þetta gamla fyrirkomulag, jafnvægi og æskilegustu nýtingu. Bændur veiða árlega stóran hluta viðkomunnar, en nóg verður eftir til viðhalds. Jafnvægi helst, enda hagur bónd- ans að ganga ekki svo langt að það raskist. Þetta er sjálfvirkt kerfi, þar sem lítið er um boð og bönn og leikreglur einfaldar, enda hefur það reynst vel eins og áður segir. Landselalátur eru á fjölmörgum jörðum á landinu. Kóparnir eru teknir þar á 2-3 vikum í júní. Til þess þarf staðkunnuga menn, sem kunna til allra verka við veiðar og verkun afla. Kópaveiði í selalátr- um verður ekki stunduð af öðrum en þeim sem eru á staðnum yfir hinn stutta veiðitíma, þ.e.a.s. heimamönnum. Aðvífandi sel- fangarar eiga þar ekkert erindi, enda verða engir kópar veiddir í látrum sem búið er að eyða með skothernaði. Eina raunhæfa leiðin til að nytja selalátrin, okkar gömlu og verðmætu loðdýrabú, er þess vegna hin hefðbundna veiði bænda á veiðijörðum. Selveiðar hafa aldrei heyrt undir sjávarútveg hér á landi, enda jafn- an verið búgrein fyrst og fremst, eins og flest önnur hliðstæð hlunn- indi. Þegar sjávarútvegsmenn heimta nú að fá umráðin yfir þessari gömlu búgrein, skv. laga- frumvarpinu, er það ekki vegna áhuga fyrir nýtingu selastofnanna í framtíðinni, heldur til að skera þá sem rækilegast niður. Þetta er augljóst mál, enda viðurkennt. Þegar bændur beita sér gegn þeirri skipan mála telja þeir sig ekki vera að verja hagsmuni sina og gömul réttindi eingöngu. Hér er um miklu stærra mál að ræða; sambúð okkar við landið og náttúru þess í fram- tíðinni, en selamálið er auðvitað hluti af því dæmi. Einhliða málflutningur Sjávarútvegsmenn hafa beitt miklum þrýstingi í selamálinu. Þeir virðast sannfærðir um að útrýming sela leysi mikinn vanda, og geti jafnvel stórbætt lífskjör þjóðarinn- ar. Með einhliða málflutningi hefur tekist að telja almenningi trú um þetta og, að því er virðist, stórum hluta háttvirtra alþingismanna líka. Málið sýnist einfalt: Selnum fjölgar við landið. Hann étur frá okkur nytjafiskinn og veldur vax- andi hringormaplágu. Hann er ekki lengur til neinna nytja sjálfur. Hann er þvert á móti óalandi meindýr, sem stendur sjávarútvegi og fiskvinnslu fyrir þrifum. og heldur niðri lífskjörum fólks í land- inu. Talnafróðir stjórnmálamenn kunna jafnvel að tilgreina prós- entutölur yfir þær kauphækkanir sem sjávarútvegurinn gæti fært vinnandi fólki á silfurfati að sela- slátrun lokinni. Því dæmist rétt vera: Drepa skal allan sel við landið sem allra fyrst - sama hvern- ig farið er að því - og prófa hvort vandamálin hverfi þá ekki sem dögg fyrir sólu. Hvorki gamlar lagakreddur um friðun selalátra, né éfasemdir um að rétt sé ályktað, mega hindra framgang þess nauð- synjamáls. Það breytir kannski litlu að nefna hér fáein atriði varðandi þetta mál, en þó skal það gert. Þau sjónarmið hafa fengið minni aug- lýsingu í fjölmiðlum en hin, til þessa. 1. Það er alls ekki óumdeilt meðal fræðimapna að hringormur hafi aukist í fiski. Ekki heldur nein óyggjandi vissa fyrir því að meira sé af sel við landið nú en var á þeim tíma sem miklu minna á að hafa verið af hringormi í fiskinum. 2. Þó að hér skuli ekki gert lítið úr vanda fiskiðnaðarins vegna hring- orma, hlýtur það að vekja athygli að á sama tíma sem mest er fárast yfir honum hér á landi, vex útflutn- Myndi heimurinn láta afskiptalaust ef við reyndum að útrýma selnum? ingur á ferskum fiski af íslandsmið- um hröðum skrefum. Útlendingar rífast um að kaupa hann á háu verði sem sérstaka úrvalsvöru - óhreinsaðan! 3. Við Grænland er mikil sela- gengd, svo sem kunnugt er. Hring- ormur finnst þar vart í fiski. 4. Samkvæmt rannsókum Hafrann- sóknarstofnunar í Aberdeen hélst sýking þorsks af „selormi" við Bretland, svipuð eða óbreytt, á ákveðnu árabili. Ásamatímahafði fjöldi útsela meira en þrefaldast á sama svæði. 5. Selir eru lokahýsill yfir eina tegund hringorma (selorm), hvalir fyrir aðra (sem þá má væntanlega kalla hvalorm). Báðar þessar hringormategundir finnast í fiski á Islandsmiðum, þó að meira sé af þeirri fyrrnefndu. Sjaldan finnast þær báðar í einum og sama fiskin- um og er álitið að þær þrífist ekki í slíku sambýli. Því hafa menn getið þess til að ef önnur tegundin hyrfi úr sögunni kynni hin að færast í aukana að sama skapi. Ef íslendingar dræpu allan sel við landið er hugsanlegt, en ekki víst, að „selormurinn" hyrfi líka. Myndi þá ekki „hvalormurinn" koma í staðinn, fyrir tilverknað vaxandi, friðaðra hvalastofna? A.m.k. þyrfti eftir sem áður að leita að hringormi og ormahreinsa fiskinn. Sagt er að hvalormurinn sé minni og sjáist ver en hinn. Yrðu skiptin til bóta? Eða yrði kannski að útrýma hvölunum líka? Er nolckuð í vegi með það? Sumir halda reyndar að loka- hýslar hringorma kunni að vera fleiri en selir og hvalir, t.d. sumir sjófuglar. Þá mun fjölmargt vera óljóst og órannsakað varðandi millihýsla í hringormakeðjunni, og yfir höfuð flest sem menn þyrftu að vita áður en ráðist er í niðurskurð. T.d. er það með öllu óljóst hvort selafjöldi hefur afgerandi áhrif á selormafjölda í fiski, sbr. dæmin um Grænland og skosku rannsókn- ina hér að framan. Augljóst mál er að erfitt yrði, eða óframkvæmanlegt, að drepa allan sel við landið, þótt fljótgert sé að eyðileggja selalátrin. Þar að auki dettur varla nokkrum manni í hug í alvöru að íslendingar kæmust upp með að reyna það. Auðvelt reyndist að beygja okkur til hlýðni í hvalveiðimálum. Myndi heimur- inn láta afskiptalaust ef við reynd- um að útrýma selnum? 6. Selir éta nytjafisk ásamt mörgu öðru. Það er vitað mál." Að sá fiskur myndi skila sér allur sem aflaaukning á miðurn ef selnum væri eytt er fjarstæða, að dónti a.m.k. sumra fræðimanna. Fæðu- keðjan í sjónum, þar sem hver lifir á öðrum er það margslungin að búast má við, að ef fækkun verður hjá einni tegund færist aðrar, sem nýtasömu fæðu, í aukana í staðinn. Við erum búnir að reka útlend- inga af íslandsmiðum - loksins. Ekki er þó allt fengið með því; næst þarf að útrýma selnum sem sagður er éta árlega tugi togara- farma af fiski. Þvínæst kæmi vænt- anlega röðin að fjölgandi hvölum, eitthva'ð éta þeir. Er nokkuð í veginum að slátra þeim? Eða sjó- fuglunum? Þeir eru sagðir éta margfalt fleiri fiska (ungviði) en veiðiflotinn fær í sinn hlut. Yrði ekki að snúa sér að þeim þarnæst? Herja á fuglabjörgin með fallbyss- um og sprcngjuvörpum t.d.? Gamanlaust; ekki dugir að setja dæmið upp á þennan hátt. Selir eru hluti af lífkeðju hafsins eins og hvalir og sjófuglar. Og við vitum of lítið hvaða afleiðingar það getur haft að raska þeirri keðju, með útrýmingu tegunda, til þess að réttlætanlegt sé að gera slíkt. Hvað selinn varðar er augljóst að margt þarf að rannsaka áður en gripið er til niðurskurðarins og þá af réttum aðilum. Að hagsmunaaðilar í sjáv- arútvegi annist þær rannsóknir FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS HÚSVERÐIR - UMSJÓNARMENN HÚSEIGNA. Námskeiö í loftræsti- og hitakerfum veröur haldið í Borgartúni 6, dagana 10. t.o.m. 12. nóv. kl. 13:00-18:00, ef þátttaka verður næg. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. unarákvæða. Mörgum finnst að þar höggvi sá er hlífa skyldi. Þetta eru kannski stór orð, sem ástæða væri til að skýra nánar. Slíkt væri þó efni í aðra blaðagrein og verður ekki gert frekar hér og nú. Skothernaður og óvitaskapur Eins og áður segir skal hér ekki gert lítið úr hringormavanda fisk- iðnaðarins. Hvað gera skuli til að draga úr þeim vanda er hins vegar álita- og deilumál, enda óvíst að það sé á okkar valdi yfirleitt. Lágmarkskrafa sýnist þó vera að vandamálið sé rannsakað miklu betur en gert hefur verið, og af réttum aðilum, áður en rokið er í afdrifaríkar aðgerðir. Að svo stöddu getum við þó velt fyrir okkur hverra kosta við eigum völ. Við skulum þá byrja á því að afskrifa allar hugmyndir um að útrýma selnum. Það er einfaldlega hvorki fær leið né mönnum sæm- andi. Menn hafa velt fyrir sér þeim möguleika - líklega í alvöru - að eyða selorminum með einhvers konar „hundahreinsun" á selnum. Ekki sýnist það árennilegt, og er þó aldrei að vita hverju vísindin eiga eftir að koma til leiðar á því sviði. Óhætt muh þó að slá því föstu að slík lausn er ekki í sjón- máli nú, eða í náinni framtíð. Þá eru varla aðrir möguleikar eftir en að hamla gegn offjölgun sela ef hætta er á henni, og rannsóknir sýna að hún leiði til aukningar á hringormi. Væntanlega gæti orðið „þjóðarsátt“ um þá leið, og kannski vakti aldrei annað fýrir þcim sem staðið hafa fyrir sela- hernaði undanfarinna ára. Eitt verða menn bara að skilja, og þar hefur hnífurinn viljað standa í kúnni, að ekki er sama hvernig að selaveiðum er staðið, frckar cn öðrum veiðuni eða land- nýtingu. Að sleppa lausum al- mennum skothernaði í selalátrum er slíkur óvitaskapur að furðu gegnir. Sambærilegt við það að eyða gróðri landsins, veiða lax mcð dínamítsprengjum, herja í fuglabjörgum mcð hríðskotabyss- um eða skrapa landgrunnið með botnvörpum „upp í kálgarða". Stundum er verið að bera saman tölur um veidda seli árlega, meðan nytjar bænda voru með hefð- bundnum hætti, annars vegar, og eftir að hringormanefnd tók að beita sér, hins vegar. Slíkur saman- burður er auðvitað út í hött ef önnur aðferðin lciðir til óbætan- legrar og tilgangslausrar eyðilegg- ingar landkosta. Auðvitað eigum við að nytja sclinn eins og áður, hindra fjölgun ef hún reynist óæskileg, vinna að því að gera selskinn eftirsótt á ný, nýta gamla þekkingu og rcynslu á þessuni sviðum. Forðumst hinsvegar að eyði- leggja látrin, því þau eru grund- völlur nýtingarinnar og hrifsum ekki fornan rétt úr höndunt bænda, því án þeirra verða látrin tæpast nytjuð. Hvetji skinnamarkaðurinn ekki til hefðbundinna veiða, munu bændur sjálfsagt fúsir til samstarfs við þá sem kaupa vilja afurðir þeirra, ef þeir hafa áfram umráð yfir látrunum og nytjum þeirra. Sjálfsagt getur komið upp sú staða að æskilegt sé talið að fækka full- orðnum sel t.d. útsel, en um það verða að gilda aðrar reglur en þær að allir megi skjóta allsstaðar. Heildarlöggjöf unt sel og selveiðar er nauðsynleg, þó að selaeyðing sé það ekki. Eysteinn G. Gíslason Skáleyjum Skipulagslaus hernaður, oft í trássi við landslög eru afleiðingar þess að mönnum cr greitt fyrir að drepa sel. virðist óneitanlega vafasöm máls- meðferð, svo ekki sé ntcira sagt. Markaðslokunin bitnar harðast á selnum sjálfum Litlar nytjar hafa verið af sel nokkur undanfarin ár. Satt er það. Þar áður höfðu landselskópaskinn verið í góðu verði lengi. Markaðslokun varð fyrir áróður fólks sem vildi banna allar selveið- ar af mannúðarástæðum. Auðvitað sá það ekki fyrir hverjar afleiðing- arnar áttu eftir að verða af þeirri krossferð. Hér á landi hcfur eyð- ingarhernaöur gegn sel kontið í stað hefðbundinna nýtingarað- ferða og verðmætrar grávörufram- leiðslu. Við höfum lítið gert í því ennþá að kynna fyrir heiminum að mark- aðslokun hefur komið miklu illu til leiðar, og bitnar harðast á selnum sjálfum. Þetta ættum við þó að gera, og gæti þá svo farið að markaðsmál kæmust í samt lag á ný. Á þessu ári seldist nokkuð magn af sclskinnum úr landi, fyrir sæmilegt verð og verður fróðlegt að vita hvort þar sé að opnast markaður á ný. Á meðan ættum við kannski að fara okkur hægt við eyðingu selalátra og lagasetningar um afnám friðunar. Eins og allir vita eru nú erfiðir tímar í landbúnaði. Varla hefst undan að rífa niður það sem byggt hafði verið upp með -tekun og byggingum á liðnum árum. Land- auðn blasir við heilum héruðum og landshlutum. Ekki vegna harðinda og mannfellis eins og forðum, held- ur vegna ntiskunnarleysis nýrra siða. Einhver vottur af sómatilfinn- ingu hjá þjóðinni krefst þess þó að hamlað sé gegn útrýmingu mann- lífs á landsbyggðinni. í stað hefðbundinna búgreina er þá reynt að efla nýjar. Miklu hefur verið til kostað að byggja upp loðdýrabúskap út um allar sveitir, og rnenn hafa farið að hyggja mcira en gerst hafði undanfarið að nýtingu gamalla hlunninda, eins og reka, veiði, o.fl. Það má furðulegt heita, og lyginni líkast að á sama tíma skuli varið fé til að eyðileggja okkar gömlu arðsömu loðdýrabú, selalátrin, og eyða bústofni þeirra. Aðjafnvel Alþingi íslendinga skuli ganga frant fyrir skjöldu í þeim leik með lagasetningu sem gcrir eink- um ráð fyrir afnámi gamalla frið-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.