Tíminn - 27.11.1986, Síða 6

Tíminn - 27.11.1986, Síða 6
6 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT, WASHINGTON — Edwin Meese yfirmaöur bandaríska dómsmálaráöuneytisins sagöi mögulegt að fleiri væru flæktir í málið sem tengdist sending- um á peningum, er Bandaríkja- stjórn fékk fyrir vopnasending- arnar til (rans, til skæruliða i Nicaragua. Hann sagöi þaö þó alveg vera Ijóst að engir af hæstsettu embættismönnum Bandaríkjastjórnar væru viö- riðnir þetta mál. Líklegt var talið aö Reagan forseti myndi setja á stofn nefnd er rannsaka ætti þetta mesta hneykslismál í stjórnartíð hans. MANILA — Skæruliðar kommúnista sögðust ætla að skrifa undir samkomulag í dag við stjórn Corazonar Aquino forseta Filippseyja um sextíu daga vopnahlé sem gengur í gildi þann 10. desember. Þetta er fyrsta vopnahléið í sautján ára stríði skæruliða við stjórn- arherinn. Rúmlega átta þús- und manns hafa látið lífið í stríði þessu síðan í janúar á síðasta ári. JÓHANNESARBORG - Svört ungmenni börðust við lögreglu í Soweto eftir að yfir- völd höfðu fyrirskipað niðurrif um hundrað kofaskrifla í þess- ari byggð svertingja í grennd við Jóhannesarborg. GENF — Sovésk stjórnvöld sögðu Bandaríkjastjórn eiga sök á litlum framgangi í þriðju umferð viðræðna stórveldanna um kjarnorkuvopnatilraunir. Kremlverjar sögðu Bandaríkja- stjórn neita að semja um algjört bann við tilraunasprengingum. NÝJA DELHI - Lögregla vopnuð kylfum barði niður mót- mæli í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands, sem beint var að Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- toga og afskiptum Sovét- manna af innanlandsmálefn- um Afganistan. Gorbatsjov og Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands héldu áfram viðræð- um sínum í gær en Sovét- leiðtoginn er nú í opinberri heimsókn í landinu. BEIRÚT — Walid Jumblatt leiðtogi drúsa hótaði að senda liðsmenn sína í bardaga gegn Palestínumönnum í búðar- stríðinu svokallaða í Líbanon. Fimmtudagur 27. nóvember 1986 UTLÖND lillllIIHI Vopnasala Bandaríkjastjórnar til írans: Forsetinn skipar rannsóknarnefnd ísraelsstjórn þvær hendur sínar af pening- asendingum til skæru- liða í Nicaragua - Blöð í Vestur-Evrópu flest sammála um að mál þetta hafi verulega veikt stöðu Reagans - Var Lufthansa beðið um að flytja vopn? Reuter Reagan Bandaríkjaforseti skipaði í gær John Tower fyrrum öldunga- deildarþingmann til að leiða rann- sókn á þætti starfsliðs Þjóðaröryggis- ráðsins (National Security Council) í hinni leynilegu vopnasölu til írans. Það mál er nú orðið að mesta hneykslinu sem upp hefur komið í stjórnartíð Reagans og ógnar vin- sældum hans og áhrifum verulega. í tilkynningu frá Hvíta húsinu í gær var skýrt frá því að Edward Muskie fyrrum utanríkisráðherra og Brent Scowcroft, flugliðsforingi á eftirlaunum, myndu aðstoða Tower í rannsókn sinni á þessu máli. Skipan rannsóknarnefndarinnar fylgir í kjölfar afsagnar John Poind- exters, helsta öryggismálaráðgjafa Reagans, og brottvikningar Olivers North ofursta úr starfi sem lykil- manns innan Þjóðaröryggisráðsins. Þessir menn máttu taka hatt sinn eftir að upp komst að peningar sem Bandaríkjastjórn fékk fyrir vopna- söluna til írans voru lagðir inn á reikning í Sviss sem skæruliðar í Nicaragua höfðu aðgang að. ísraelsstjórn tengist einnig þessu máli en í gær neitaði Símon Peres forsætisráðherra að stjórn sín hefði vitað um að ágóðinn af vopnasöl- unni, en ísraelar sigldu með vopnin til Teheran, hefði runnið til Contra skæruliðanna í Nicaragua. Peres þvoði hendur sínar af þessu máli og sagði stjórn sína hafa samþykkt að flytja vopnin einungis til að hjálpa Bandaríkjastjórn og bjarga lífi bandarískra gísla í Líbanon. Svissnesk stjórnvöld létu einnig í sér heyra vegna þessa máls í gær. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins þar í landi tók fram að svissnesk lög hefðu ekki verið brotin er peningar streymdu í gegnum svissneskan bankareikning, frá Bandaríkjastjórn til skæruliða í Nicaragua. Talsmað- urinn sagði málið einungis vera á milli írana og Bandaríkjamanna, svissnesk stjórnvöld hefðu ekkert með þetta að gera. Blöð í Vestur-Evrópu voru flest sammála um það í gær að vopnasalan til íransstjórnar og peningaflæði til skæruliða í Nicaragua í því sambandi myndi verulega veikja stjórn Reag- ans Bandaríkjaforseta. Flest blað- anna fóru þó varlega í að spá hvort áhrifin myndu verða varanleg þau tvö ár sem forsetinn á eftir af síðasta kjörtímabili sínu. „Hneyksli" og „pólitísk sprengja“ voru algeng orð sem notuð voru til að lýsa vopnaviðskiptunum og minntu bæði sænska blaðið Dagens Nyheter og ítalska blaðið II Tempo á Watergatemálið í þessu sambandi. í dag mun svo vestur-þýska blaðið Express birta frétt þar sem banda- rísk stjórnvöld eru sögð hafa reynt að fá flugfélagið fræga Lufthansa til að fljúga með vopn til írans. Mál þetta hefur eins og áður sagði verulega skaðað ímynd Bandaríkjaf- orseta og stjórnar hans og virðist að auki hvergi nærri vera lokið. Nú skamma margir gamla manninn í Hvíta húsinu en hann lætur sem ekkert sé, gluggar bara í skýrslur með Nancy sinni því það verða forsetar stundum að gera. Vestur-Þýskaland: Kanslari upp á kant við Sovétstjórnina Bonn - Reutcr Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands hafði í gær að engu kólnandi viðmót Sovétstjórnarinnar í garð hans og gagnrýndi að nýju mannréttindabrot Kremlverja og nágrannaríkja þeirra. Kohl sagði í harðorðri ræðu á þingi að austurblokkin myndi ekki þagga niður í honum þrátt fyrir augljósar tilraunir í þá átt. Hann sagðist þó enn fylgja þeirra stefnu að bæta samskiptin við ríki Austur- Evrópu. „Við munum ekki hætta að benda á að í Varsjárbandalagsríkjunum er fólk ofsótt vegna stjórnmálaskoðana sinna og trúarsannfæringar, að það eru tvö þúsund pólitískir fangar í Austur-Þýskalandi," sagði Kohl Sovétstjórnin hefur frestað eða aflýst nokkrum fyrirhuguðum heim- sóknum embættismanna sinna til Vestur-Þýskalands að undanförnu og er ástæðan viðtal sem tímarit átti við Kohl nýlega. Þar jafnaði kanslar- inn saman þeim Gorbatsjov Sovét- leiðtoga og Jösef Göbbels áróðurs- meistara nasista. Sovéskir embættismenn hafa látið í veðri vaka að stjórn þeirra krefjist þess að Kohl komi fram með form- lega afsökunarbeiðni vegna þessa máls. Slíka afsökun hefurkanslarinn hinsvegar forðast að koma fram með og segir einungis að tímaritið hafi rangtúlkað orð sín. ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR Kohl kanslari var harðorður í garð Sovétstjórnarinnar í ræðu á þingi í gær. Leiðtogi ETA: „Þeir verða að drepa okkur öll“ Txomin hótar áframhaldandi ofbeldisaðgerðum Bilbao - Reuter ETA, samtök baskneskra að- skilnaðarsinna, munu halda áfram ofbeldisaðgerðum sínum nema spænska ríkisstjórnin samþykki skilmála samtakanna fyrir samn- ingaviðræðum. Það var leiðtogi EtA sem gaf út þess yfirlýsingu í gær. „Ef þeir samþykkja ekki skil- mála okkar mun ekkert stöðva þjóðfrelsishreyfinguna. Þeir verða að drepa okkur öll“, sagði Dom- ingo „Txomin“ Iturbe Abasolo í viðtali við baskneska dagblaðið Egin. Blaðið sagðist hafa átt viðtal við á Spáni Txomin í Alsír þar sem hann dveldist í útlegð. Kröfur ETA eru meðal annars þær að Baskahéruðum Spánar verði gefið fullt sjálfsstjórnarvald. Ríkisstjórn sósíalista hefur hins- vegar neitað öllum samningavið- ræðum við fulltrúa ETA og segist ekki semja við skæruliða. Txomin hvatti fólk í Baska- héruðunum til að kjósa Herri Bata- suna, pólitískan arm ETA, í hér- aðskosningunum á sunnudaginn kemur. Þessi flokkur vann nærri 15% atkvæða í síðustu héraðskosn- ingum árið 1984. Sovétríkin: Læknar hækka í launum Moskvu - Reutcr Sovésk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka laun þarlendra lækna og annars sjúkrahússtarfsliðs en margir læknar eru nium verr launaðir en verkamenn. Launa- hækkunin nemur uni 30% að meðaitali og kemur til fram- kvæmda í þessum mánuði. Það var sovéska fréttastofan Tass sem skýrði frá þessu í gær. Tass sagði stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir launamismuninum milli þeirra sem ynnu við fram- leiðslustörf og þeirra sem störf- uðu við þjónustu, heilsugæslu og annað slíkt. Fréttastofan, sagði kennara og þá er ynnu að rann- sóknum einnig fá launauppbót innan tíðar. Fullmenntaður læknir hefur fram að þessu getað þénað um 100 rúblur á mánuði eða sehi samsvarar um 5800 íslenskum krónum. Það er um helmingur venjulegra launa þeirra sem vinna við iðnaðarstörf. Opinberir fjölmiðlar í Sovét- ríkjunum hafa oft gagnrýnt þjón- ustuna á sjúkrahúsum þar eystra og skýrði eitt blað frá því nýlega að hjúkrunarkonur sinntu varla þeim sjúkiingum sem ekki gæfu þeim þjórfé.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.