Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. desember 1986 Tíminn 3 1. des. haldinn hátíðlegur í HÍ Tillögur námsmanna ræddar á fundi í dag Lánasjóðsmál verða rædd í dag á sameiginlegum fundi fulltrúa námsmanna og fulltrúa mennta- málaráðherra. SI. föstudag báðu fulltrúar menntamálaráðherra um nánar útfærðar tillögur frá námsmönnum varðandi væntan- lega lagasetningu. Fulltrúar ráð- herra höfðu þá endurskoðað til- lögur sínar og álitu endur- greiðsluhlutfall núverandi láns- fyrirkomulags vera um 1% hærra heldur en fram kemur í frum- varpsdrögunum. Eins og áður hefur komið fram álitu fulltrúar ráðherra að endurgreiðsluhlut- fallið væri um 83% en námsmenn töldu það vera nær 90%. Nokkurrar óánægju gætti með- al námsmanna vegna þeirrar tímapressu sem þeir voru settir í, þar sem þeim var aðeins gcfínn jiriggja daga frestur til að forma tillögur sínar endanlega fram að næsta sameiginlega fundi. Náms- menn höfðu lagt tillögur sínar lram sem heildarlínur sem þyrfti að leggja nokkra vinnu í að forma endanlega óg vonuðust því til að tillögur þeirra yröu skoðað- ar sameiginlega af reiknimeistara námsmanna, reiknimeistara ríkisstjórnarinnar og þriðja aðila sem væri óháður. Á meðan sú vinna færi frani yrðu aðrar tillög- ur lagðar til hliðar. ABS Flosi fjallaði um hversu vel væri búið að Háskólanum eins og honum einum er Iagið. Vakti það jafn mikla kátínu menntamálaráðherra, háskólarektors, forseta íslands sem og nemenda. l.des. hátíðin í Háskóia fslands var haldin að venju en að þessu sinni var fyrirkomulag hennar með öðrum hætti, þar sem búið er að leggja af pólítíska kosningu í framkvæmda- nefnd fyrir hátíðahöldin. Þess í stað kemur það í hlut deildarfélaganna að sjá um þau og að þessu sinni kom það í hlut heimspeki-.laga- og við- skiptadeildar. Ræðumenn dagsins voru Páll Valsson nemi í íslensku, Valborg Snævarr laganemi og Jón Torfi Jón- asson dósent. Fjölluðu þau um af- stöðu stúdenta og kennara til náms og námstilhögunar. Yfirskrift há- tíðahaldanna var „Orð kvað Aþena, augnfögur gyðja: Hvað er það gildis?, hvað er það fjölmennis?, hvers gerist þér þörf þess? og er þetta sótt í Ódysseifskviðu 1.221,225 Flosi Ólafsson flutti erindi, leikhópur frá L.R. skemmti og Háskólakórinn söng. Heiðursgestur hátíðarinnar var Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands. Flosi sagðist hafa stundað nám í hinum ýmsu deildum í H.í. en það hefði fyrst fallið í góðan jarðveg hjá ættingjum þegar hann fór í tannlækningar í háskólanum út í Hamborg. En samkyæmt fréttum fjölmiðla af tekjum tannlækna sæju ættingjar nú að það hefði verið rétt hjá sér að hætta því námi. Á bak við Flosa má sjá fána sem sérstaklega var gerður í tilefni 75 ára afmælis Háskólans. Tímamynd: Pjeiur. Forval Alþýðubandalagsins: Egilsstaðaflugvöllur: miiSjónir þarf í endurnýjun vallarins - að mati flugmálanefndar Flugmálanefnd sem skipuð var af samgönguráðherra til að gera drög að framkvæmdaáætlun í flugmálum hér á landi næstu árin fjallaði sér- staklega um flugvöllinn á Egilsstöð- um. Alls er áætlað að kostnaðurinn muni nema rúmum 195 milljónum króna, þar af færu tæpar 90 milljónir í nýju brautina og tæpar 72 milljónir í bundið slitlag á nýju brautinni. í skýrslunni segir m.a. um flugvöll- inn: „Undirstaða brautarinnar er mjög léleg og þarf því að endurnýja þessa braut“. Á Egilsstaðaflugvelli er ein malarflugbraut, 1503 metrar á lengd og um nokkurra ára skeið hefur legið fyrir að skipta um yfir- borð núverandi brautar en þær fram- kvæmdir myndu verða mjög kostn- aðarsamar og hafa í för með sér truflun á flugi í langan tíma á meðan framkvæmdir stæðu yfir. Nefndin telur því að brýnustu framkvæmdaverkefni á Egilsstaða- flugvelli séu ný malbikuð flugbraut og flugrein í stað núverandi brautar, auk endurnýjunar á snjómoksturs- tækjum og endurbætur á flugstöð. Stefnt verði að 2000 metra braut, en útboð fari fram á annars vegar 2000 metra og hins vegar 1500 metra braut og því tilboði tekið sem hag- stæðara telst, og ákvörðun tekin um hvort brautin verður lögð í einum eða tveimur áföngum. Brautarstæð- ið verði vestan við núverandi braut og nær Lagarfljóti. Lagt er til að unnt verði að ljúka nýrri braut árið 1988 og nauðsynlegt sé að hönnun ljúki á þessu ári. Hvað varðar hugs- anlega fjármögnun leggur nefndin til að athugun fari fram á fjármögnun úr norrænum þróunarsjóðum, en að öðru leyti beri að fjármagna fram- kvæmdir þessar með fé að fjárlög- um. Um flugvöllinn á Egilsstöðum fór 50 .771 farþegi á árinu 1985 og 763 tonn af vörum og pósti. Þessi flug- völiur er því þriðji stærsti flugvöllur- inn á íslandi með tilliti til farþega- fjölda á eftir Reykjavík og Akureyri. Frá Egilsstöðum er flogið á 10 staði innanlands, flestir viðkomustaðir eru á Austfjörðum en einnig er flogið til Akureyrar og Reykjavíkur. Flugvöllurinn er einnig notaður í flugi til og frá Færeyjum. ABS Alþýðuflokkurinn í Reykjavík: Lára V. Júlíusdóttir örugglega í 4. sætið Lára V. Júlíusdóttir sigraði ör- ugglega í prófkjöri Alþýðuflokks- ins í Reykjavík um helgina, en kosið var um 4. sæti á listanum. Þrír þátttakendur kepptu um þetta sæti, þau Lára, Björgvin Guð- mundsson og Jón Bragi Bjarnason. Alls tóku þátt í prófkjörinu 838 manns, en þátttökurétt höfðu flokksbundnir alþýðuflokksmenn. Lára V. Júlíusdóttir hlaut 342 at- kvæði sem eru rúm 40% greiddra atkvæða, Björgvin Guðmundsson hlaut 257 atkvæði eða um 30% greiddra atkvæða, og Jón Bragi Bjarnason hlaut 231 atkvæði eða um 27% atkvæða. Sjálfskipað var í þrjú efstu sætin á listanum og í fjórum efstu sætun- um verða því: 1. Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóðhagsstofnun- ar, 2. Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður, 3. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins 4. Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur. Við erum í góðu skapi - segir Svavar Gestsson „Við erum í góðu skapi. Hjá okkur er enginn klofningur og engin sérframboð" sagði Svavar Gestsson er hlaut 70% atkvæða í fyrsta sæti í forvali Alþýðubandalagsins sem fram fór um helgina. Guðrún Helga- dóttir lenti í öðru sæti og Ásmundur Stefánsson, forseti ASI lenti í því þriðja. Álfheiður Ingadóttir lenti í fjórða sæti eftir að hafa veitt Ásmundi harða keppni um þriðja sætið og Olga Guðrún Árnadóttir hlaut það fimmta. Nokkra athygli vekur að Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, lenti aðeins í sjöunda sæti, en hann hafði stefnt á annað sæti listans. Svavar Gestsson sagðist fagna því að Ásmundur Stefánsson yrði að öllum líkindum í þingmannahópi Alþýðubandalagsins. Samstarf for- ystumanna Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni og flokksfor- ustunnar væri prýðilega innsiglað með þessu prófkjöri. Ásmundur Stefánsson sagði greinilegt að fólk teldi að fulltrúi úr hópi verkalýðshreyfingarinnar ætti að vera á þingi. Hvað einvígi þeirra Þrastar áhrærði, þá hefði það eflaust haft áhrif til spillingar fyrir þá báða. En það væri engin ástæða að rök- ræða stöðu einstakra manna á listan- um, heldur væri næsta verkefni hóps- ins að laða fylgi að flokknum fyrir næstu kosningar. Þröstur Ólafsson sagðist hafa orð- ið fyrir vonbrigðum með úrslitin, en taldi fullsnemmt að spá um hvort áhrif verkalýðshreyfingarinnar væru að minnka innan Álþýðubandalags- ins. Það ætti eftir að skýrast betur. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.