Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. desember 1986 i íminn 5 Þórður Ægir Óskarsson, skrifar: Lausn á prófkjörs- og forvalsfrumskóginum? Frumvarp Magnúsar H. Magnússonar o.fl. - Þingmenn þreyttir á prófkjörum og vilja breytingar Magnús H. Magnússon (A.Su.) hefur ásamt fleiri þingmönnum úr Alþýðuflokki flutt frumvarp á Al- þingi unt breytingar á kosningalög- um. Frumvarpið er efnislega sam- hljóða frumvarpi sem Jón Skaftason fyrrum þingmaður Framsóknar- flokksins flútti á Alþingi 1977, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Markmið frumvarpsins er að veita kjósendum sem allra mest valfrelsi við kosningar til Alþingis og sveitar- stjórna þannig að þeir geti algerlega ráðið röð frambjóðenda á framboðs- lista um leið og kosning fer fram. Meðal annars er lagt til í frum- varpinu að á framboðslista flokks skuli vera tvöfalt fleiri nöfn fram- bjóðenda en kjósa á þingmenn í hvert skipti. Nöfn frambjóðenda skulu síðan vera í stafrófsröð á atkvæðaseðlinum og skal dregið um hvaða nafn í stafrófsröðinni er efst. Meginbreytingin felst í fjórðu grein frumvarpsins þar sem segir: „Vilji kjósandi raða frambjóðendum á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir fram- an það nafn sem hann vill hafa í þriðja o.s.frv að svo miklu leyti sem hann vill ráða röð frambjóðenda." í gildandi kosningalögum (84 gr.) er að sjálfsögðu heimild til útstrik- ana eða breytinga á röðun í sæti, en gallinn er sá að til breytinga þarf mjög hátt hlutfall atkvæða. Það er ljóst að þær leiðir sem helst hafa verið tíðkaðar hérlendis til að gefa fólki kost á að hafa áhrif á hverjir veljast á framboðslista flokk- anna eru að snúast upp í andhverfu sína. Flokkar og einstakir frambjóð- endur eru í sárum eftir hvert próf- kjörið á fætur öðru. Það er nú þannig með lýðræðið að það er vandmeðfarnara en flest ann- að vegna þeirra krafna sem það gerir til neytendanna, þ.e. almennings. Sérstaklega á þetta við þann siðferð- islega grundvöll sem lýðræðishug- sjónin byggir á, því leikreglur lýð- ræðisins fela í sér það mikið umburð- arlyndi fyrir skynsemi mannskepn- unnar að þær hreinlega bjóða upp á siðferðislega misnotkun þeirra af þeim sem einskis svífast. Lýðskrum, eiginhagsmunahyggja, valdafíkn og undirróðursstarfsemi eiga þar greiðan framgang undir formerkjum lýðræðisins. í þessu sambandi má vitna til greínargerðar með frumvarpi Magn- úsar þar sem hann bendir á megin- galla prófkjara og forvala sent lýð- ræðislegra leiða til persónuvals í kosningunt. í fyrsta lagi eru of fáir einstakling- ar í framboði ellegar of fá sæti til að kjósendur fái umtalsvert valfrelsi. Nægir að bcnda á prófkjör Alþýðu- flokks í Reykjavík í þessu sambandi, þar sem aðeins var kosið unt fjórða sætið. Þá er nefndur sá galli að prófkjör- um fylgir verulegt umstang og mikill kostnaður sem betur er varið á öðrum sviðum stjórnmálastarfsemi. I þriðja lagi er bent á að mikil sárindi milli samherja geti hlotist af prófkjörunt og undirbúningi þeirra. I þessu sambandi má nefna prófkjör Frantsóknarflokksins í Norðurlandi eystra. I fjórða lagi benda flutningsmenn á þá staðreynd að fólk, sem ekki ætlar sér að styðja viðkomandi flokk í kosningum og er jafnvel flokks- bundið í öðrum stjórnmálasamtök- um getur haft afgerandi áhrif á röð frambjóðenda á lista flokks. Við þessa upptalningu flutnings- manna má bæta þeim ósanngjarna þrýstingi og jafnvel nauðung sem almennir flokksmenn verða fyrir í prófkjörsbaráttu þegar þeim er gert að velja á milli félaga sinna, gjarnan undir miklum þrýstingi og einatt ósiðlegum, sem yfirleitt hefur ekkert með málefnalega baráttu að gera. í umræðum um frumvarp Magnús- ar H. Magnússonar voru þingmenn á eitt sáttir um að prófkjör hefðu gengið sér til húðar og nálguðust það eitt að vera skrípaleikur og harðastir í því sambandi voru talsmenn Al- þýðuflokksins, sem þó einn flokka hefur prófkjör lögbundin í flokks- lögum. Helst var röðun á lista við kosning- ar fundið til foráttu að hún færði innanflokksátök yfir á sjálfan kjördag. Bæði Haraldur Ólafsson (F.Rvk.) og Skúli Alexandersson (Abl.Ve.) voru á þeirri skoðun. Þá var bent á þá hættu að fjársterkir aðilar stæðu þar best að vi'gi, sem er jú reyndin í prófkjörum eins og þau tíðkast í dag. Að vísu greinir kunn- uga mjög á um gildi auglýsingastarf- senti í fjölntiðlum fyrir gengi í próf- kjörum. Magnús vitnaði í reynslu Dana máli sínu til stuðnings, en þeir hafa haft þann háttinn á að stjórnmála- flokkarnir ráða hvort þeir bjóða fram raðaða eða óraðaða lista. Allir stærri dönsku stjórnmálaflokkarnir hafa valið þá leið að hafa óraðaða lista og eru sáttir við þá tilhögun. Þá kont fram að um það bil helmingur danskra kjósenda nýtir sér réttinn til að raða frambjóðendum á lista. Haraldur Ólafsson sagðist sjá ýmsa vankanta á þessari dönsku aðferð og þeirri sem frumvarpið legði upp, en nauðsynlegt væri að kanna nánar hvort ekki væri finnan- leg betri og heppilegri leið við val og kjör frambjóðenda. Það er allavega Ijóst að prófkjör og forvöl hafa ekki staðist dóm reynslunnar sem leið til aukins lýð- ræðis við val frambjóðenda, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem þau hafa tíðkast hér á landi. Undravert er þó að enginn stjórn- málaflokkur virðist hafa tekið þessi mál til gagnrýninnar umfjöllunar þrátt fyrir að sérhver þeirra hafi reynslu af hinum svonefndu „próf- kjörsslysum". Það er þó eitt sem frumvarp Magnúsar H. Magnússonar tryggir og það er að einungis kjósendur viðkomandi flokks geta raðað á listann í kosningum, en ekki ein- staklingar sem aldrei hafa hugsað sér að styðja viðkomandi flokk, eins og nú er mögulegt í prófkjörum og jafnvel forvölum Alþýðubandalags- ins. Það verður a.m.k. fróðlegt að fylgjast með umfjöllun þessa frum- varps í þingsölum í vetur. ÞÆÓ. Félag íslenskra stórkaupmanna: Hafa stofnað Útflutningsráð Nýlega var stofnuð deild útflytj- enda innan Félags íslenskra stór- kaupmanna og nefnist hún Útflutn- ingsráð. Aðild að F.f.S. Stofnfund- inn sátu fulltrúar 25 fyrirtækja. Að- ild að F.f.S. eiga nú 280 fyrirtæki, þar af milli 50 og 60 sem stunda útflutning að nokkru eða öllu. Gestir fundarins voru Einar Benediktsson, sendiherra og Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands. Einar flutti erindi á fundin- um og fjallaði um starfsemi utanrík- isþjónustunnar í þágu íslenskra út- flytjenda, og viðhorf sín til samstarfs á því sviði. Hann kynnti ennfremur fyrirhugaða starfsemi hins nýja Út- flutningsráðs fslands. Markmiðið með stofnun Útflutn- ingsráðs F.f .S. er að skapa sameigin- legan málsvara og félagsmiðstöð fyr- ir þá útflytjendur sem starfa utan sölusamtaka. Fyrir liggur að áhugi fyrir útflutningi er í örum vexti, og er þessi þörf því mjög brýn. Starfs- aðstaða einkafyrirtækja er um margt sérstæð, og því mikil þörf fyrir samráð þeirra og samstöðu um hags- munamál sín. Útflutningur frá íslandi 1985 var alls 33,7 milljarðar króna. Þar af sjávarafurðir og almennar iðnaðar- vörur (aðrar en málmar) um 28 milljarðar. 2/3 hlutar þessa útflutn- ings er í höndum sölusamtaka fram- leiðenda og ríkisfyrirtækja, en 1/3 er í höndum yfir 300 einstaklinga og einkafyrirtækja. Af þessum útflutn- ingi eru 90% í höndum 50 stærstu fyrirtækjanna. 15 stærstu fyrirtækin innan F.Í.S. standa að útflutningi fyrir um 5 milljarða króna og er það svipað verðmæti og útflutningur Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Helstu verkefni útflutningsráðs F.Í.S. auk þess að vera sameiginleg- ur málsvari og ráðgefandi gagnvart stjórnvöldum, eru þessi: 1. Að efla kynni mcð óháðum út- flytjendum og vera vettvagur sam- vinnu og skoðanaskipta um útflutn- ingsmál. 2. Að efla frjálsa samkeppni og þar Frá stofnfundi S.Í.F. 1 vj W með aukna þjónustu útflutningsfyr- irtækja við framleiðendur. 3. Að standa vörð um hagsmuni óháðra útflytjenda og leitast við að tryggja frelsi einstaklinga og fyrir- tækja til þess að stunda útflutnings- verslun ekki síður en aðra verslun 4. F.l.S. verði málsvari íélagsmanna í samskiptum við stjórnvöld og bankastofnanir, tengiliður við Út- flutningsráð íslands svo og þau ráðu- neyti sem fjalla um útflutning. 5. Starfrækt verði upplýsingaþjón- usta við félagsmenn á sviði útflutn- ingsmála. Unnið verði að hagræð- ingu og tækniþróun í utanríkisversl- unum, svo sem varðandi fjarskipti. Veitt verði tæknileg þjónusta við almenna félagsmenn F.Í.S. sem ætla að hefja útflutning nýrra vöruteg- unda. Stjórn Útflutningsráðs F.Í.S. er í höndum fimm manna nefndar sem kosin er á aðalfundi F.Í.S. Hana skipa nú: Magnús Tryggvason (Ora hf.), Haraldur Haraldsson (Andri hf.), Jón Ásbjörnsson (Jón Ásbjörnss. heildv.), Pétur Pétursson (Fiskafurðir hf.), Sigtryggur Eyþórs- son (XCo hf.). Framkvæmdastjori er Árni Reynisson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.