Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 17
Laugardagur 29. nóvember 1986 lllllllllllllllllll■íll NEYTENDUR IHIIHI.................. .................. TMÍÍP - eftir Svanfríði Hagvaag Grænmeti lífgar upp matinn Litríkt grænmeti lífgar upp á matinn og getur breytt venjulegri máltíð í aðra mcira aðlaðandi og bragðbetri. Það þarf aðeins dálítið hugmyndaflug. Prófið til dæmis að steikja gulrætur og rófur með lauk og hvítlauk. Smj örsteiktar gulrætur og rófur 2 bollar rófur í aflöngum bitum 2 bollar gulrætur í þunnum s.neiðum 2 msk. smjör 1 lítill laukur í þunnum sneiðum 1 stór hvítlauksbátur, saxaður 'A bolli kjúklingasoð eða vatn salt og pipar 2 msk. söxuð steinselja. Steikið rófurnar og gulræturnar í smjörinu á stórri þykkbotna pönnu eða potti við meðalhita í 5 mínútur. Bætið út í lauk og hvítlauk og haldið áfram að steikja þangað til laukurinn er orðinn mjúkur eða í 7-8 mínútur. Hrærið oft í á meðan svo grænmetið brenni ekki við. Látið út í kjúklingasoðið ásamt salti og pipar. Sjóðið án loks þangað til grænmetið er orðið meyrt eða í um það bil 5 mínútur. Stráið saxaðri steinselju yfir. Öðruvísi rófustappa 750 gr rófur 2 msk. smjör 1 msk. sherry 2 msk. rjómi eða mjólk salt, pipar, múskat 'A bolli möndluflögur 1 msk. smjör. Afhýðið rófurnar og skerið í litla bita. Sjóðið þær í söltuðu vatni þangað til þær eru meyrar, látið renna af þeim. Merjið í blandara. Hrærið síðan út í 2 msk. af smjöri, sherry, rjóma og salt ef með þarf, síðan pipar og múskati eftir smekk. Ausið stöppunni í 1 lítra ofnfast mót. Steikið möndlurnar í afganginum af smjörinu þangað til þær eru gulbrúnar og stráið þeim svo yfir stöppuna. Bakið án loks við 170°C í 15 mínútur eða þangað til allt er gegnheitt. Mais og brokkálsbúðingur 300 gr frosið saxað brokkál 1 lítil dós mais 2 þeytt egg Vs tsk múskat salt og pipar rasp Látið brokkálið þiðna þangað til hægt er að aðskilja það. Saxið það niður ef með þarf. Blandið öllu saman nema raspinu. Hellið í smurt ofnfast mót um það bil 1 lítra stórt. Stráið raspinu yfir. Bakið án loks við 170°C í 55-60 mínútur eða þangað til allt er vel hlaupið saman. Létt hnetusteik 2 laukar 2 msk fnatarolía 170 gr malaðar hnetur 85 gr brauðrasp 1 tsk grænmetiskraftur 1 tsk sage (krydd) 2egg Afhýðið laukinn, skerið hann í litla bita og sjóðió í olíunni við lágan hita í 15-20 inínútur. Bætið út í möluðum hnetunum, brauðraspinu, grænmetiskraftinum, kryddi og þeyttum eggjun- um. Hrærið vel saman. Hellið farsinu í smurt ofnfast mót og bakið við 190°C í 30-40 mínútur. Með þessu er mjög gott að hafa osta- og kartöflupott og gott salat. Tíminn 17 lllllllllllllllllillillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Nokkrir leikir með barninu Það getur stundum verið erfitt, að vera bundin of lengi inni yfir litlu barni. Pað getur farið aðeins í fínu taugarnar og þá er öruggt að barnið verður órólegt líka. Hér koma nokkrir einfaldir leikir sem geta stytt barninu og þér stundirnar. - Sápukúlur. Takið drykkjarrör. Fyllið skál með vatni og blandið þar saman við um það bil 2 msk af uppþvottalegi. Blásið ofan í vatnið með rörinu og búið til sápukúlur. Fimm mánaða og eldri, þau hafa gaman af að gripa sápukúlurnar. - Hlaupleikur. Búið til skammt af þéttu jellóhlaupi og skerið það sfðan í teninga. Hrúgið nokkrum upp á disk og setjið fyrir framan barnið. Það leikur sér síðan að hlaupinu og borðar kannski eitthvað af því. Það er vissara að setja gott stykki framan á barnið því annars sóðar það sig út. Fyrir fimm mánaða og eldri. - Ljósalcikur. Liggið á rúminu í dimmu herbergi og haldið á kveiktu vasaljósi. Beinið því í allar áttir og látið geislann mynda munstur. Þriggja mánaða og eldri. - Sögublöðrur. Teiknið andlit á blöðrur með tússpenna. Segið ein- falda sögu um hverja blöðru. Sex mánaða og eldri. -Glasa xylófónn. Fyllið nokkur glös með mismunandi miklu vatni og notaðu penna til að spila á glösin með. Fjögurra mánaða og eldri. -Bað fyrir tvo. Taktu barnið með í bað. Það er afslappandi bæði fyrir þig og barnið og fullnægir þörfum barnsins fyrir snertingu og nálægð. Fyrir þriggja mánaða og eldri. Hvernig á að gera órómantískan mann rómantískari? Þig dreymir kannski um mat við kertaljós og borð skreytt fallegum blómum á rómantískum veitinga- stað, en þá segir hann; „Horfum á myndina í sjónvarpinu, við getum fengið okkur hamborgara eða pizzu." Auðvitað elskar þú hann, en þér finnst að það gæti verið gaman að hann væri svolítið rómantískari. Það eru kannski mjög litlar líkur á að það sé hægt að breyta honum í rómantíkus, en hér koma samt nokkur ráð sem kannski geta hjálpað dálítið upp á sakirnar. - Kannaðu hvað honum finnst „rómantík". Segðu til dæmis: „Væri það ekki dásamlegt ef við gætum farið til Mexíco og elskast á sólgull- inni ströndinni?" Og ef hann svar- aði: „Ég vildi nú fara upp á hálendið í alminnilega útilegu." Það sem þú hefur nú uppgötvað er að það sem honum finnst rómantískt er útilega. Ef hann gefur þér svo svefnpoka í afmælisgjöf, þá er það hans hug- mynd um rómantík og þú þarft að virða hana. - Láttu hann verða varan við hvað þér líkar. Því fyrr sem þú gerir það í sambandi ykkar, því meiri líkur á UPP- BLÁSINN PÚDI Nýlega kom á markaðinn ný teg- und af uppblásnum svefn og hvíld- arpúða. Púðinn er dönsk uppfinning sem ber nafnið „SleepOver“. Utsöluverð púðans er á bilinu 380 til 400 kr. og fæst hann í öllum apótekum og flestum bensínstöðv- um. Það er hægt að fá púðann í fjórum mismunandi litum: gráum, ljósbláum, ísbláum og ljósbrúnum. að hann virði það. Þú getur látið hann vita hvað þú vilt, svona óbeint. Þú getur til dæmis sagt þegar þið gangið fram hjá blómabúð: „Eg hef svo gaman af að fá blóm frá þér.“ Eða þú gætir farið með honum á rómantíska kvikmynd og hvíslað að honum hverjum þú vildir að hann líktist. Sumir menn þurfa meiri örv- un en aðrir. - Settu gott fordæmi. Ef þú kemur honum á óvart með rómantískum uppátækjum, þá gæti verið að hann tæki við sér. Sendu honum ástarbréf, færðu honum morgunmat í rúmið, sendu honum blóm, eða nuddaðu á honunt bakið. Þá er gott tækifæri til að láta athugasemd í Ijós, svona alveg óvart: „Eg elska óvæntar uppá- komur.“ Mundu að lokum að ef þú gerir ekkert eða lítið fyrir hann, getur þú ekki vænst þess að hann geri mikið fyrir þig. - Hrósaðu honum í hvert skifti sem hann er rómantískur. Jákvæð viðbrögð borga sig alltaf. Margir menn eru rómantfskir innst inni, en þeir hika við að sýna það, vegna þess að þeir eru hræddir við að þeir virðist kjánalegir. Það er kannski ekki fyrr en hann veit að þú hendir ekki gaman að því eða stríðir honum á rómantísku hliðinni að hún kemur alveg í ljós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.