Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT SIDON, Líbanon - Skot- iö var úr skriðdrekum á palest- ínskarflóttamannabúðir í Beir- út og allsherjarverkfall [ mót- mælaskyni við “búðastríðið" lamaði alla starfsemi í Suður- Líbanon. Palestínumenn og múslimar úr hópi shíta sökuðu hvorir aðra um að efna til nýrra bardaga við Bourj Al-Barajneh og Shatila flóttamannabúðirn- ar í Beirút þar sem þúsundir flóttamanna hafast við. BEIRUT — Tveirbandarískir múslimar ræddu við háttsetta leiðtoga shíta. Múslimarnir reyna að fá lausa bandaríska gísla sem haldið er í Líbanon en sögðu að þeir hefðu verið varaðir við að búast við árangri of fljótt. LUNDÚNIR — Dollarinn féll á Evrópumörkuðum í gær og hefur ekki verið lægri í sex ár. Ástæðan er gagnrýnin sem Reaganstjórnin hefur orðið fyr- ir vegna vopnasölunnar til Irans. GENF — Max Kampelman, helsti samningamaður Banda- ríkjastjórnar, sagðist ætla að leggja áherslu á upplýsinga- miðlun og eftirlit á sérstakri ráðstefnu um afvopnunarmál sem hefst í Genf í dag. TEHERAN — Dagblað í Teheran sagði (rani munu skjóta eldflaugum að hverju því landi við Persaflóann sem sannað væri að veitt hefði írökum aðstoð í loftárás þeirra á olíuborpallinn við Larakeyju. JÓHANNESARBORG- Ráðherra í ríkisstjórn P.W. Botha í Suður-Afríku neitaði tillögu frá svörtum og hvítum hófsemdarmönnum um að sameiginlegu þingi svartra og hvítra yrði komið á í Natalhér- aði. Slíkt löggjafarþing yrði það fyrsta sinnar tegundar í land- inu. VICTORÍA, Seychelleyjar- Jóhannes Páll páfi fordæmdi „auðvelda ánægju" og skilnaði og sagði þjóðfélagið ekki geta staðist þegar hjónaböndin væru orðin ótrygg. Þriöjudagur 2. desember 1986 ÚTLÖND l!ill ■«l... llllllllllllilllllllll Heimastjórnarkosningarnar í baskahéruðum Spánar Jafnaðarmenn stærstir - Róttækari öfl innan hinna ýmsu sjálfstæðishreyfinga baska þó hinir raunverulegu sigurvegarar Bilbao, Spánn - Rcuter Jafnaðarmenn sigruðu í heima- stjórnarkosningunum í baskahéruð- um Spánar á sunnudaginn en stjórn- málasérfræðingar segja úrslitin ekki gera spænskum yfirvöldum það auð- veldara að stjórna í norðurhéruðun- um þar sem baskar búa. Mikil samkeppni milli hinna ólíku hópa þjóðernissinnaðra baska gerði jafnaðarmannaflokki Felipe Gonza- lez forsætisráðherra kleift að verða sterkasta aflið á hinu 75 sæta heima- stjórnarþingi baska sem hefur tak- markað sjálfstæði frá landsstjórninni í Madríd. Jafnaðarmenn töpuðu hinsvegar einu sæti, fengu átján menn kjörna en nítján síðast. Þjóðernissinnaðir flokkar, sem allir vilja einhvers kon- ar sjálfstæði baska, fengu hinsvegar til samans fjórum þingmönnum fleira en áður. Innan þjóðernissinnuðu flokk- anna voru það þeir róttækari sem unnu mest á, þar á meðal pólitíski armur Þjóðfrelsishreyfingar Jafnaðaimannaflokkur Felipe Gonzalez forsætisráðherra Spánar er að vísu orðinn stærsti flokkurinn á heimastjórnarþingi baska en aðcins sundrung þjóðernissinnaðrabaska olli því. Jafnaðarmenn töpuðu reyndar einu sæti í kosningunum. baska(ETA), Herri Batasuna sem Stjórnmálamenn sögðu í gær að fékk 13 þingmenn kjörna. Jose María „Txiki“ Benegas leiðtogi jafnaðarmanna myndi sjálfsagt eiga í erfiðleikum með að mynda meirih- luta á þjóðþinginu. Benegas er mikill stuðningsmaður landstjórnarinnar í Madríd og vill harðar refsingar gegn skæruliðum aðskilnaðarsinna. Þjóðernisflokkur baska fékk flesta þingmenn kjörna af sjálfstæðisöflun- um eða 17 en hafði áður 32 þingmenn. Einingarsamtök baska sem klufu sig út úr Þjóðernisflokkn- um í sumar fengu 14 þingmenn og eru hinn eiginlegi sigurvegari kosn- inganna. Foringi þeirra, Carlos Gar- aikoetxea, sagði eftir að úrslitin voru ljós að það væri í hæsta máta óeðlilegt að jafnaðarmenn mynduðu heimastjórn þegar þjóðernissinnaðir baskar réðu yfir 70% þingsæta. Líkur á samsteypustjórn í baskahéruðunum eru helstar þær að jafnaðarmenn stjórni með Þjóðern- isflokki baska eða geri samkomulag við Einingarsamtök baska og Eu- skadiko Eskera, flokk sem náði níu manneskjum inn á heimastjórnar- þingið en hafði sex áður. Irak: Horft til Mekka til heiðurs þeim látnu Baghdad • Reutcr írakar minntust þeirra sem látist hafa í hinu sex ára gamla stríði við írani í gær. Bjöllum var hringt, sérstök bænarstund var í moskum landsins og safnast var saman á skrifstofum hins opinbera, í verk- smiðjum og skólum. íröksk stjórnvöld hafa ekki birt tölur yfir þá sem látið hafa lífið í stríðinu við írani. Talið er þó að meira en hálf milljón manna hafi látist beggja vegna landamæranna. Dagurinn í gær var svonelndur „Píslarvottadagur" í írak en stjórn- völd þar í landi saka írani um að hafa þann 1 .desember fyrir fimm árum drepið hundruð írakska stríðs- fanga við suðurvígstöðvarnar. Yfirvöld í frak hafa látið reisa mannvirki í austurhluta Baghda- dborgar til að heiðra minningu písl- arvotta sinna. Fjölskyldur írakska hermanna sem láta lífið á vígstöðvunum fá peninga frá stjórnvöldum og einnig landrými og lítinn bíl auk annarra fríðinda. Tareq Aziz utanríkisráðherra ír- aks sagði í október að sextíu þúsund- Margir, bæði hermenn og alntennir borgarar, hafa látið líflð í hinu endalausa stríði íraka og írana um landa sinna væri haldið stríðs- þúsund íranska stríðsfanga í haldi föngum í íran en írakar hefðu tólf sínu. Argentína: Grýttur fyrir mistök í markvörslu Bucnos Aircs-Rcuter Fresta þurfti knattspyrnuleik í Argentínu um helgina milli 1. deildarliðanna Estudiantes de la Plata og Boca Juniors. Leikurinn var flautaður af á 39. mínútu fyrri hálfleiks eftir að áhangendur Est- udiantes hófu að grýta Carlos Bert- ero, markvörð liðsins. Atvikið átti sér stað strax eftir að Bertero hafði fengið á sig mark er kom Boca Juniors yfir 1-0. Áhang- endum Estudiantes þótti markið ódýrt og létu Bertero heyra það með tilheyrandi látum. Markvörð- urinn var hinsvegar allt annað en ánægður með framkomu áhorf- enda og svaraði með því að setja fingur upp í loft framan í aðdáend- ur liðsins. Þar með hófst grjótkast- ið og linnti ekki fyrr en dómari leiksins hafði flautað leikinn af og farið með leikmenn beggja liða til búningsklefa sinna. Það er komið undir knattspyrnu- sambandi þeirra Argentínumanna hvort leikurinn verður spilaður að nýju eður ei. Bandaríkin: Forsetinn tekur vel í „Watergate- rannsókn“ Washington - Rcutcr Ronald Reagan Bandaríkja- forseti sagði í gær að hann myndi fagna skipan sérstaks rannsókn- araðila færi svo að dómsmálar- áðuneytið bandaríska teldi slíkt nauðsynlegt. Slíkur rannsóknar- aðili var einmitt skipaður í Wat- ergatemálinu fræga. Reagan sagði ofanfarandi í ræðu sem hann flutti í Hvíta húsinu í tilefni rannsóknar á störfum Þjóðaröryggisráðsins sem ltann sjálfur skipaði að fram skyldi fara. Starfsemi Þjóðarör- yggisráðsins hefur verið verulega gagnrýnd í kjölfar hinnar leyni- legu vopnasölu til íransstjórnar. „Ef þeir ákveða að sjálfstæð rannsókn sé nauðsynlcg mun ég fagna því... ég er ákveðinn í að fá allar staðreyndir málsins á hreint hvað sem það kostar,“ sagði forsetinn. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Brasilíu: Bresk mynd vann Gullna túkanann Ríó dc Janciró - Rcutcr Breska kvikmyndin „My Beauti- ful Laundrette", sem gerð var af Stephen Frears, vann fyrstu verð- launin á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Ríó de Janeiró er lauk um helgina. Myndin hlaut Gullna túkanann, æðstu viðurkenningu hátíðarinnar. Sabine Azema, stjarnan í frönsku myndinni „Melo“ sem leikstýrt var af Alain Resnais, var útnefnd sem besta leikkonan og karlhlutverks- verðlaunin fóru til Danans Péturs Thiel. Hann fer á kostum í myndinni Maðurinn t' mánanum( Manden í Manen). Verðlaun fyrir bestu leikstjórnina féllu í hlut heimamanns, Ruy Guerra fyrir stjórn sína á söngleiknum „Op- era Do Malandro“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.