Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 8
Tíininn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Níels ÁrniLund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrimurGislason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Bægjum hættunni frá Heilbrigðisyfirvöld eru nú að hefja upplýsingaherferð til að freista þess að hefta útbreiðslu alnæmis. Sú illræmda veira sem veldur þessum sjúkdómi hefur þegar fest rætur hér á landi og verður að beita öllum tiltækum ráðum til að hefta útbreiðslu hennar eftir því sem kostur er á. Upplýsing og fræðsla um smitunarleiðir er vænlegasta aðferðin til að ná árangri. Um lækningu er ekki að ræða og því er ekki að treysta að úr því vandamáli rætist enn um sinn. Framtíðarspár um útbreiðslu alnæmis eru uggvekj- andi. En þær byggjast á hraða þeirrar útbreiðslu sem orðið hefur síðan sjúkdómurinn var fyrst greindur. Þess ber að gæta að þeir sem þegar eru sýktir hafa fengið veiruna í sig þegar lítið var vitað um hana eða smitunarleiðir og engar varúðarráðstafanir voru við hafðar. En talið er að núna sé faraldurinn farinn að hægja á sér, að minnsta kosti í þeim löndum sem upplýsing er sæmileg. Hommar voru og eru taldir áhættuhópur. Útbreiðsla meðal þeirra virðist hafa hægt á sér, þar sem hún var mikil fyrir. Kynhverfir vita nú um hættuna og kunna að bregðast við henni. Fetta sýnir að með fræðslu og áróðri er hægt að sporna við útbreiðslu alnæmis. Eiturlyfjaneytendur eru annar áhættuhópur sem því miður er lítt móttækilegur fyrir hvatningum um heilbrigt líferni og eykst útbreiðsla hröðum skrefum meðal þeirra sem sprauta sig. Fví verður að herða enn baráttuna við eiturfíknina og beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir innflutning, dreifingu og notkun vímuefna. Þjóðarheill krefst þess að ekkert verði til sparað að vímuefni verði með öllu útlæg ger. Þau eru ekki einkamál neytendanna. Eftir því sem frá líður fjölgar áhættuhópum og allir geta átt á hættu að smitast af alnæmi. Fræðsla og áróður eru einu leiðirnar til að hefta faraldurinn. Og til að hann komi að tilætluðum notum verður fólk að haga líferni sínu samkvæmt ráðleggingum þeirra sem best þekkja hættuna. Engin ástæða er til að örvænta þótt ólæknandi smitsjúkdómur láti á sér kræla. Slíkir faraldrar hafa áður komið upp og þjóðir lifað af. Nærtækasta dæmið eru berklarnir. Við þeim voru engin lyf til fyrr en í lok síðari heimsstyrjaldar og þeir geisuðu lítt hindraðir. Með öflugu átaki var berklum útrýmt. Lyf hafa ekki fundist við alnæmi en með góðum vilja og réttum aðferðum er hægt að hefta útbreiðsluna. Lauslæti í ástarmálum og eiturlyfjaneysla eru vísustu vegirnir til að smitast. Hver sá sem vill verja sjálfan sig fyrir háskanum hlýtur að ástunda dygðugt líferni og samfélagið verður að dusta rykið af gömlum siðalögmál- um, sem talin voru úrelt af heimskum nautnaseggjum sem boða frelsi og kærleika undir því yfirskyni að fullnægja öllum sínum fýsnum hvenær sem er með hverjum sem er. Hér duga engin vettlingatök og það er skylda heilbrigðis- og fræðsluyfirvalda að leggja sitt af mörkum til að forðast voðann og það starf er þegar hafið. Allir þurfa að leggjast á eitt að fræðast um alnæmi, smitleiðir og áhættu og haga sér síðan eftir því sem fróðustu menn ráðleggja. 8 Tíminn Þriðjudagur 2. desember 1986 llllllllllllllllllllllllllll GARRI Þorsteinn ekki i náðinni Staksteinahöfundur Morgun- blaösins gerir sér lítið fyrir s.l. laugardag og tekur upp hluta-af umsögn Garra frá því á föstudag um það þegar þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson urðu sér báðir jafn rækilega til skammar í sjónvarpsþætti i Stöð tvö á dögunum. Tekur Staksteina- höfundur undir þetta, og er svo sem ekki nema gott eitf um það að segja að hann hafi loksins áttað sig á því að það stendur oft ýmislegt skynsamlegt í Tímanum. Aftur vekur annað athygli þcgar þessi laugardagspistill hans er lcsinn. Eins og traustir Garrales- endur muna vafalaust þá var í pistli hans hér einnig minnst á Þorstein Pálsson. Þar sagði að seint mætti vænta þess að Þorsteinn yrði sér svo rækilega til skammar frammi fyrir alþjóð sem þeir tvímenn- ingarnir hafi látið sér sæma þarna. Hvað svo sem um stjórnmála- skoðanir Þorsteins megi segja þá kunni hann þó mannasiði. Það vekur sérstaka athygli að á þessi untmæli minnist Staksteina- höfundur ekki. Kannski er hcldur ekki við því að búast. Það bendir ýmislegt til þess að Þorsteinn Páls- son sé ekki beint í náðinni hjá Morgunblaðinu þessa dagana, og hér er kominn enn einn vitnisburð- urinn um það. Eftirbátur með sveittan Lenínskalla Aftur á móti hefur Stakstcina- höfundur m.a. þctta að segja um Alþýðubandalag og Alþýðuflokk: „Eflir að Alþýðuflokkurínn fór umtalsvcrt fram úr Alþýðubanda- laginu í skoðanakönnunum, hefur cftirbáturínn setið með sveittan Lenínskallann við að semjn stefnu- lillllllllllllllllllllll VÍTT QG BREIT I Útoginnum gluggann I Ykö h»r» þ*A I I I ^ AlþýtebI Uirið befur Betið | »ð Attanto- bjJrfmadaUginu «« I 1 lW- VM rioitamaj ---* htm »ö AIþý«*- í btoáa&A nU*»& 4 »ö I iS'SKS'M*-* bfitt þött fonngt >rð- atíitftndeOdar mmrt ' h»gi orðum » I A«n«im við »ð een^* OMinAU, ekU O*? nrint. hriíur fynr . »•!__ <rsm»lt :iggS ---t.l.yið •kreppur mór »am»n brmðravigm inava þ«J hu*to«ri. <* usarr-s h^iaia^pð bef ur breytxt i. þver frA degi tfl d»g£ jJ þeim Maan þy^ ekki Uklegt til feng» fagnaðar »ð bjM» fr«n I «•*“"- esrsSéS skrá og stjórnarsáttmálu, ekki fyrir vinstrí stjóm, því sporin hræða þegar það heiti er nefnt, heldur fyrir jafnaðarstjórn, „gamalt“ stjórnarmunstur með nýju nafni. -Eftir því sem Alþýðubandalagið skreppur meira saman gerast bræðravígin innun þess harðvít- ugri. Og traustið á þeim pólitíska Mannskaðahóli, sem Alþýðu- bandalagið hefur breytzt í, þver frá degi til dags. Af þeim sökum þykir ekki líklegt til fengs eða fugnuðar að bjóða fram stefnuskrá í nafni Alþýðubandalagsins eins... Af þessum sökum leggur Jón Baldvin Hannibalsson nú höfuð- kapp á það að sverja Alþýðu- handalagið af sér, hnfandi í huga máltakið: seg mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert... “ Erviðreisnin gleymd? Það sem Staksteinahöfundur lætur hins vegar hjá líða að nefna er að það var langt tímabil sem hér sat svo kölluö Viðreisnarstjóm. Þann tíma stjómaði Sjálfstæðis- flokkur landinu með Alþýðuflokk- inn scm hækju. í þeirri stjórnartíð urðu böndin á milli þcssara tveggja flokka svo -náin að síöan er það segin saga að þegar óánægja magnast meðal sjáifstæðismanna þá færa þeir sig hópum saman yfir á kratana. Það er þctta sem virðist vera að gerast núna sem afleiðing af yfirstandandi klofningi og ágreiningi í Sjálf- stæðisflokknum. En sporin hræða, og þrátt fyrir stórorðar yflrlýsingar Þorsteins um hið gagnstæða þá er ekkert sem tryggir að þessir tveir flokkar hlaupi ekki hvor í fang annars í ríkisstjórn að loknum næstu kosn- ingum. Eins og sjú má er Þorsteinn ekki í náðinni hjá flokkseigenda- félaginu, sem á Morgunblaðið, þessa stundina. Og boðskapur Staksteinahöfundará laugardaginn sýnir grcinilcga að hann ætlast ekki til þess að við' hin tökum mikið mark á formanninum. Garrí. Stöndum vörð um sjálfstæði þjóðarinnar 1. desember, fullveldisdagur ís- lendinga var í gær, en þann dag 1918 varð ísland fullvalda kon- ungsríki. Þeim fækkar óðum íslendingun- um sem muna þann dag fyrir 68 árum þegar fáni hins nýja fullvalda ríkis var í fyrsta skipti dreginn að húni við stjórnarráðshúsið. Sú athöfn átti sér stað um hádeg- isbil að viðstöddum nokkrum mannfjölda og helstu embættis- mönnurn þjóðarinnar. Sigurður Eggerz sem þá var fjármálaráðherra flutti stutta ræðu og eftir að íslenski fáninn hafði verið dreginn að húni hleypti danska herskipið Islands Falk af 21 fallbyssuskoti í virðingarskyni. í stólræðu sem Jón Helgason biskup flutti þann dag sagði hann: „Frá þessum degi er hin íslenska þjóð viðurkenndur húsbóndi á þjóðarheimilinu, ogsegir sjálf fyrir á þjóðarbúinu án allrar íhlutunar af annarra hálfu, með fullri og óskoraðri ábyrgð, á öllum sínum gerðum." Annars var dagsins minnst með eins einföldum hætti og unnt var enda fólk í Reykjavík ekki í hátíð- arskapi vegna spönsku veikinnar sem þá herjaði og lagði hundruð manna að velli. Enda þótt frclsisbarátta Islend- inga hafi náð hámarki 17. júní 1944 er sjálfsagt fyrir okkur að minnast 1. desember. Við megum aldrei gleyma því að við verðum hvern dag að standa vörð um okkar sjálfstæði. Það á við bæði um efnahagslegt og menning- arlegt sjálfstæði. íslendingar geta verið stolt þjóð fyrir margra hluta sakir. Þrátt fyrir að hér búi aðeins um 240 þúsund manns sem er ekki nema brot af mannfjölda okkar nágrannaþjóða og þrátt fyrir stærð landsins sem við byggjum allt höf- um við á nokkrum áratugum byggt upp velferðarþjóðfélag sem er tek- ið til fyrirmyndar af öðrum þjóðum. Þá má ekki gleyma legu landsins sem margir telja vera á mörkum hins byggilega heims. Þetta hefði aldrei tekist ef ekki hefði komið til dugnaður þjóðar- innar og metnaður. Við búum líka öðrum þjóðum betur hvað almenna menntun varðar. Enginn vafi er á að hún á sinn stóra þátt í velgengni okkar. íslensk menning er ekki eitthvað sem við finnum upp í dag. Menning er sameiginlegur arfur okkar allra sem sköpuð hefur verið af mörgum kynslóðum. Okkar kynslóð ber að halda henni við og efla. Á síðustu vikum hefur ísland verið meira í sviðsljósinu en líklega nokkru sinni fyrr. Við viljum trúa því að sú landkynning verði okkur til góða. En „vandi fylgir vegsemd hverri1- og hætt er við að aukin erlend áhrif verði til þess að við töpum okkar sérkennum ef við gætum þeirra ekki vel. Sagan hefur margoft sýnt og sannað að eitt sterkasta vopn hverrar þjóðar til varnar sínu sjálf- stæði er sterk þjóðernistilfinning. Hana ber því að rækta og full- veldisdagurinnl. desember er kjör- inn til þess. -NÁL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.