Tíminn - 02.12.1986, Blaðsíða 24
RESSA
KÆIA
1 pSAM |3 BANDS FÓÐUR
£ 0
glg m
Oeceinber'
SM T W T F S
123456
8 910 11 12 13
151612 18 19 20
23
DAGAR
TIL JÓLA
(II
Ií ml iui
Þriöjudagur 2. desember 1986
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík:
Guðmundur G. Þórarinsson
sigurvegari prófkjörsins
- Haraldur Ólafsson í 5. sæti og Finnur Ingólfsson í 2. sæti
„Ég þakka þennan sigur fyrst og
fremst mjög góðu skipulagi og þeim
fjölmörgu stuðningsmönnum og vin-
um sem unnu heils hugar mikið og
fórnfúst starf,“ sagði Guðmundur
G. Þórarinsson verkfræðingur við
Tímann þegar hann var spurður
hycrju hann þakkaði sigur sinn í
prófkjöri Framsóknarflokksins uin
helgina en Guðmundur hlaut flest
atkvæði í I. sætið á framboðslista
flokksins fyrir komandi þingkosn-
ingar. Keppinautar Guðmundar um
þetta sæti voru þeir Finnur Ingólfs-
son og Haraldur Ólafsson. Finnur
hafnaði í öðru sæti og Haraldur í því
fimmta.
Haraldur Ólafsson sagði í samtali
við Tímann að það hefði komið sér
á óvart hversu lítinn stuðning hann
hefði fengið í prófkjörinu. „Ég tcl
ástæðuna fyrir því vera þá að ég
beitti ekki þeini aðferðum sem aðrir
gerðu að smala inn fólki í stórum
stíl. Ég treysti á það fólk sem var í
flokknum fyrirog það mætti lakaren
hinir, þó ég hafi fengið þar allan
minn stuðning," sagði Haraldur.
Varðandi stefnuágreining hans og
þeirra afla sem urðu'ofan á í próf-
kjörinu sagði Haraldur að hann
legði meiri áhcrslu á velferð meðan
áhersla hinna væri frekar á fjármagn.
Finnur Ingólfsson sagði við Tím-
ann að hann væri ósáttur við niður-
stöðu prófkjörsins þar scm hann hafi
ætlað sér stærri hlut en raunin varð.
„Pó ég sé ekki sáttur við þessa
niðurstöðu þá er ég mjög þakklátur
því fólki sem studdi mig, og vil nota
tækifærið til að koma þökkum til
þess á framfæri, það er ekki því að
kenna hvernig fór,“ sagði Finnur.
Aðspurður um það hvort hann hygði
á sérframboð sagði Finnur: „Ég hef
nú sagt það áður að sérframboð
komi ekki til greina. Að vísu er það
rétt að menn hafa verið að hringja
og orða þetta við mig. En það sem
ég mun gera núna er að gefa mér
tíma til að skoða mína stöðu og
þegar þar að kemur mun ég svara
því við fulltrúaráðið hvort ég tek
þessu sæti ef þeir óska eftir svari.“
Háværar raddir hafa verið uppi
um það meðal framsóknarmanna í
Reykjavík að mikill fjöldi fólks, sem
flokksbundið er í öðrum stjórnmála-
flokkum hafi tekið þátt í prófkjörinu
og að þctta fólk hafi stutt Guðmund
G. Þórarinsson.
Hvorki Haraldur né Finnur vildu
gefa neitt út á þetta atriði en þegar
þetta var borið undir Guðmund
sagði hann: „Ég satt að segja kem af
fiöllum og kannast ekkert við þetta.
Eg held að þeir sem slíku halda fram
ættu að rökstyðja sitt mái. Ég veit
ekki betur en að þeir sem tóku þátt
í prófkjörinu hafi skrifað undir að
þeir væru ekki flokksbundnir í öðr-
um stjórnmálaflokkum og ég hef
enga ástæðu til að efast um að það
sé rétt.“
Úrslitin í prófkjörinu urðu þessi:
1. Guðmundur G. Þórarinsson fékk
samtals 1.654 atkv. þar af 1.295 í
fyrsta sæti. 2. Finnur Ingólfsson fékk
samtals 1.592 atkv. þar af 1.015 í
fyrsta sæti. 3. Sigríður Hjartar fékk
1.711 atkv. og þar af 1.367 í 1.-3.
sæ'ti. 4. Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir fékk samtals 1.604 atkv. 5.
Haraldur Ólafsson fékk samtals
1.407 atkv. (þar af 305 í fyrsta, 534
í annað, 320 í þriðja og 248 í fjórða).
6. Þór Jakobsson með 1.063 atkv. 7.
Innflutningur neysluvara hefur
aukist gífurlega á þessu ári, en á
móti kemur verulegur samdráttur í
innflutningi ýmissa rekstrar- og fjár-
festingarvara. T.d. er athyglisvert
að fólksbílainnflutningurinn er nú
um 22% hærri liður en innflutningur
alls efnis til bygginga og mannvirkja-
gerðar, en frá 1980 hefur bílaliður-
inn verið í kringum helmingur af
byggingarcfninu. Af innflutnings-
skýrslum verður tæpast annað ráðið
en að góðærið hafi skilað sér til
fólksins í landinu.
Hlutfall neysluvara var tæplega
41% af heildarinnflutningi til lands-
ins jan.-september í ár samanborið
við tæplega 34% á sama tíma í fyrra.
Aukningin er því um 20%. Sé inn-
flutningurinn 1985 og 1986 reiknað-
ur á sama gengi er neysluvöruinn-
flutningurinn nú um 22% meiri en á
sama tíma 1985. Aukningin er um
2.280 milljónir króna - þar af um
1.240 milljónir vegna aukinna
neysluvara sem er um 10,5% aukn-
ing. Neysluvöruinnflutningurinn í ár
samsvarar um 197 þús. kr. á meðal-
fjölskylduna, sem er um 33 þús.
króna aukning frá sama tíma í fyrra,
reiknað á sama gengi.
Aukning heildarinnflutnings milli
þessara tímabila var aðeins 0,7%,
Helgi S. Guðmundsson með 777
atkv. 8. Valdimar K. Jónsson með
580 atkv. 9. Finnbogi Marínósson
342 atkv.
þannig að á móti þessari stórauknu
neyslu hefur komið samdráttur á
mörgum liðum rekstrar- og fjárfest-
ingarvara, sem fyrr segir. í grófum
dráttum skiptist innflutningurinn í
þrennt; neyslu-, rekstrar-, og fjár-
festingarvörur. Frá 1980 til 1985
hafa neyslu- og rekstrarvörur verið
svipað hlutfall af heildarinnflutningi.
Hlutfall neysluvöru hefur þessi ár
verið frá 32,6% og mest 35,6%. En
gera má ráð fyrir að það verði í
kringum 43% í ár, þar sem mesta
neyslutímabilið vantar inn í framan-
greindar tölur.
Hin gífurlega aukning fólks-
bílainnflutnings á þarna góðan hlut
að máli. Cif verð innfluttra fólksbíla
var komið í 2.089 millj. kr. í sept-
emberlok, sem var 146% aukning
reiknað á sama gengi bæði árin. Frá
árinu 1980 hafa fólksbílarnir verið á
milli 2,3% til 3,8% heildarinnflutn-
ings, en eru um 6,5% það sem af er
þessu ári. En innflutningur annarra
neysluvara hefur einnig aukist um
10,5%. Aukningin er í kringum
10% í svonefndum óvaranlegum
neysluvörum svo sem matvælum og
fatnaði og álíka mikil í hrávörum til
framleiðslu neysluvara. Mest, eða
um 12%, er aukningin á svonefndum
varanlegum neysluvörum svo sem
Þátttökurétt í prófkjörinu höfðu
4.249 og af þeim neyttu 2.821 sér
þann rétt. Gild atkvæði voru 2.685.
húsgögnum, rafmagnstækjum og
öðrum búshlutum.
Á móti þessum 22% aukna neyslu-
vöruinnflutningi hefur orðið 17,5%
samdráttur í rekstrarvörum, eða hátt
í 2 milljarða króna. Þar vegur um
þriðjungi minni olíureikningur lang
mest, en sömuleiðis er innflutningur
til ísal nú um 26% minni, til Járn-
blendifélagsins um 29% minni og um
12% samdráttur (um 90 millj.) í
rekstrarvörum til landbúnaðar. Inn-
flutningur rekstrarvara til fiskveiða
hefur á móti aukist um tæp 17% (um
93 millj.) og smávegis aukning er hjá
fiskiðnaðinum.
í innflutningi fjárfestingarv'ara
hefur orðið 0,7% samdráttur í heild.
Stærsti liðurinn, vélar og verkfæri er
nú um 4.401 milljónir, sem er 3%
samdráttur. Skipainnflutningur hef-
ur minnkað um 75% eða um 390
millj. Þá hefur innflutningur á bygg-
ingarefni og efni til mannvirkjagerðar
dregist saman um tæp 9% milli ára
og var nú um 1.719 millj. kr. í lok
september. Er athyglisvert að þessi
liður er nú um 370 millj. króna lægri
en fólksbílainnflutningurinn, en frá
1980 hefur byggingaefnið þvert á
móti verið um tvöfalt hærri upphæð
en fólksbílarnir.
-HEI
Jólabókin í ár:
B0RGAR-
SKRÁIN
Verður dreift inn á öll
heimili nú fyrir jólin
Jóiabókin í ár verður tvímæla-
laust Borgarskráin sem kom út í
gær. Borgarskránni verður dreift
inn á öll heimili á landinu nú fyrir
jólin.
Það er Svart á hvítu bókarfor-
lagið sem gefur bókina út í sam-
íslenska skáksveitin
í Dubai:
ísland í
5.-6. sæti
<
-á ólympíuskákmóti
Með stórsigri yfir Spáni tókst
íslensku skáksvcitinni að komast
upp í 5.-6. sæti á ólympíuskák-
mótinu sem haldið var í Dubai
við Persaflóa. íslendingarsigruðu
Spánverja mcö 3,5 vinningum
gegn 0,5.
Sovétmenn vörðu ólympíum-
eistaratitilinn og hafðist það með
stórum sigri yfir Búlgaríu fjögur-
núll. Englendingar tryggðu sér
annað sætið en Bandaríkjamenn
náðu því fjórða.
Stór sigur íslensku sveitarinnar
vakti verðskuldaða athygli á mót-
inu í gær, þar sem Spánverjar
hafa staöið sig framar vonum og
spádómum skáksérfræðinga víða
um heim. Sigurinn tryggði ís-
lcnsku sveitinni besta árangur frá
því að ísland hóf þátttöku f
keppninni. cn lræst höfðu íslend-
ingar náð í cllefta sæti. Forráða-
menn sveitarinnar höfðu tilkynnt
það markmið sem sveitin stefndi
að, en það var sjötta sætið. Það
hefur nú tekist og gott betur.
-ES
-BG
Aðstandendur Borgarskrárinnar sem dreift verður á öll heimili á landinu.
vinnu við Afmælisnefnd Reykja-
víkurborgar. Borgarskráin er við-
skipta og þjónustuskrá sem er
sérstaklega ætluð neytendum.
Hún skiptist í þrjá hluta. í inn-
gangi er ágrip af sögu Reykjavík-
ur og gerð grein fyrir framtíðar-
skipulagi borgarinnar. Að auki
er þar að finna upplýsingar um
ýmsar borgarstofnanir og stjórn-
kerfi borgarinnar, ncyðarhjálp,
söfn o.fl.
í öðrum hluta Borgarskrárinn-
areru kort í fjórum litum; leiðar-
kort SVR, þjónustukort banka
og bensínstöðva og 53 nákvæm
götukort af Reykjavík, Garðabæ,
Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfells-
sveit og Seltjarnarnesi. Aftan við
er ítarleg götuskrá þar sem vísað
er til staðsetningar á kortum.
í þriðja hluta er sjálf viðskipta-
bókin sem skiptist í þrjá hluta;
skrá yfir fyrirtæki og stofnanir,
þjónustuskrá og umboðaskrá.
Það er skátahreyfingin sem
mun sjá um dreifingu á bókinni
og mun þóknun þeirra renna
óskipt til sumardvalarheimilis
fyrir vangefin börn að Úlfljót-
svatni.
Góðæriö virðist hafa skilað sér til fólksins:
Um 22% aukning á inn
flutningi neysluvara