Tíminn - 10.12.1986, Side 1
STOFNAÐUR 1917
SPJAIDHAGI
allar upplýsmgar
á einum stao J
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
SPMtfagf I
Hg? u
í STUTTU MALI
■■■
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
hélt siðari hluta forvals á Suðurlandi
og í Norðurlandskjördæmi eystra um
síðustu helgi. í Suðurlandskjördæmi
varð Margrét Frímannsdóttir hlut-
skörpust, en Ragnar Óskarsson mun
skipa annað sætið. Þriðji varð Unnar
Þór Böðvarsson.
Á Norðurlandi eystra varð Stein-
grímur J. Sigfússon hlutskarpastur, en
Svanfríður Jónasdóttir hlaut annað
sætið. Þriðja sætinu náði Sigríður
Stefánsdóttir.
ÞÓRÐUR Ásgeirsson
hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri
OLÍS, en stjórn fyrirtækisins á enn eftir
að samþykkja uppsögnina. Nýlega
keypti Óli Kr. Sigurðsson meirihluta
hlutafjár í fyrirtækinu oa tók þá við
forstjóraembætti samhliða Þórði, en
Þórður hefur venð erlendis að undan-
förnu.
ALÞYÐUFLOKKSfélag
ísafjarðar hefur mótmælt afskipTum
formanns flokksins Jóns Baldvins
Hannibalssonar og konu hans Bryn-
dísar Schram af prófkjöri flokksins á
Vestfjörðum, en formannshjónin
studdu opinskátt Karvel Pálmason
gegn Sighvati Björgvinssyni. Sighvatur
fór jafnframt fram á við kjörnefndina að
kannað yrði sérstaklega hvort ákveðin
atkvæði í prófkjörinu væru lögleg, þar
sem grunur léki á að menn hefðu kosið
í prófkjörinu sem þegar hefðu kosið í
prófkjörum annarra flokka.
BÆNDUR fá ekki greitt fyrir
mjólkurinnlegg sitt inn á reikninaa sína
á morgun, eins og gert er ráð fyrir í
lögum. Samtök afurðastöðva í mjólk-
uriðnaði giska á að nú vanti að líkind-
um kringum 130-140 milljónir króna
upp á að mjólkurbúin standi við skuld-
bindingar sinar. Stafar þetta af lækkun
afurðalána viðskiptabankanna og
seinkun á greiðslu útfutningsbóta frá
ríkinu.
ÞINGFLOKKUR
flokksins ályktaði í gær
Alþýðu-
að nú sé
nauðsyn að gera róttækar breytingar á
íslenska bankakerfinu, sem mi5i að
því að efla á íslandi bankakerfi þar
sem efnahagsleg og viðskiptaleg sjón-
armið séu í fyrirrúmi. Rétt sé að hið
opinbera stuðli að því að hér á landi
starfi fáir, allstórir viðskiptabankar, er
veitt geti atvinnulífi og einstaklingum
alhliða þjónustu.
RIKISSTARFSMENN fá
nú 2900 krónur í dagpeninga fyrir
gistingu og fæði hvern sólarhring sem
þeir ferðast á vegum ríkisins. Ferða-
kostnaðarnefnd ákvað þetta fyrir
stuttu. Fyrir gistingu einn sólarhring er
greitt 1450 krónur og fyrir fæði hvern
heilan dag á minnst 10 stunda ferða-
lagi er einnig greiddar 1450 krónur.
Fyrir hálfsdagsfæði á minnst 6 stunda
ferðalagi eru greidda 725 krónur.
BEITINGAMENN á Suður-
nesjum eru enn í verkfalli, en boðaður
hafði verið fundur hjá útgerðarmönn-
um í gærkvöldi. Eins og greint var frá
í Tímanum í gær hafa beitingamenn
náð samningum við smábátaeigendur,
en missagt var að þeir hefðu samið um
440 kr. á tímann. Hið rétta er að þeir ®
sömdu um 440 kr. á bjóðið en í hverju
bjóði eru um 420 krókar. Einnig var
missagt að krafa beitingamannanna
væri að fá 450 kr. á tímann, það átti
að vera 450 kr á bjóðið. Yfirleitt tekur
það um 1 1/2 klst. að beita eitt bjóð.
í KRUMMI
„Mér hefur nú alltaf
fundist það vera frek-
ar tragi-kómískt! “
n
Sala Borgarspítalans veldur úlfúö í Sjálfstæöisflokki:
Kómískt að vera
sjálfstæðis'
maður í dag
- segir Auðunn Svavar Sigurðsson, „ungur sjálfstæðislæknir“
u
“Það er kómískt að vera sjálf-
stæðismaður í dag og hlusta á ræðu
Ragnhildar Helgadóttur, sem var
sósíalísk ræða. Við ungir sjálf-
stæðislæknar höfum verið að berj-
ast á móti þeim hugmyndum sem
sjálfstæðismenn eru nú að fram-
kvæma,“ sagði Auðunn SvavarSig-
urðsson lækniráBorgarspítalanum
m.a. í gær, en Ragnhildur Helga-
dóttir heilbrigðisráðherra og
Davíð Oddsson borgarstjóri máttu
sitja undir harðri gagnrýni frá
flokksmönnum sínum á fundi
starfsmanna Borgarspítalans með
alþingismönnum og borgarfulltrú-
um Reykjavíkur í gær. Starfsmenn
eru algerlega á móti sölu spítalans
og telja nauðsynlegu sjálfstæði
hans stefnt í voða ef af sölu verður.
Heilbrigðisráðherra sagðist til-
búin að ræða ýmsar leiðir til að
tryggja sjálfstæði spítalans þó ríkið
tæki yfir reksturinn. Ráðherrann
taldi möguleika á aukinni vald-
dreifingu þó ríkið tæki við rekstrin-
um, auk þcss sem það tryggði
aukið hagræði í rekstri.
Á fundinum kom fram að borg-
arfulltrúar hafa aldrei haft tækifæri
til að taka afstöðu til þess hvort
ræða eigi við fulltrúa ríkisins um
sölu Borgarspítalans. Þó hafa drög
að samningi um söluna legið fyrir
frá því á sunnudag og gert cr ráð
fyrir að gengið verði frá sölunni
innan fárra daga.
Borgarfulltrúar lýstu yfir mikilli
furðu á málsmeðferð borgarstjóra
og að hafa ekki fengið tækifæri til
að fjalla um málið.
- HM
Frjálshyggja óvinsæl:
Islendingar vilja
velferðarþjónustu
Frjálshyggja, sem birtist í
niðurskurði á heilbrigðiskerfi,
skólakerfi, tryggingakerfi og fé-
lagslegri þjónustu, virðist ekki
eiga upp á pallborðið hjá íslend-
ingum samkvæmt niðurstöðum í
könnun Félagsvísindastofnunar
Háskóla íslands sem birtist í
nýútkomnu afmælishefti Vinn-
unnar, blaði Alþýðusambands-
ins.
í greinargerð með þessum
niðurstöðum sem Stefán Ólafs-
son lektor skrifar kemur m.a.
fram að íslendingar eru ckki eins
óánægðir með skattbyrði sína og
frændur okkar á Norðurlöndum
og að íslendingar eru almcnnt
ánægðir með eða vilja efla ýmsa
þætti opinberrar þjónustu. Sjá
nánar bls.5
- BG
Virkar fullvirðisréttur sem fasteignamat bújarða?
Bændur munu leita til dómstóla
- bíða eftir að stjórn Stéttarsambandsins taki málið upp, ella fari einstakir bændur í mál sjálfir
Bændur í Reykhólasveit sam-
þykktu samhljóða, á fundi um
síðustu helgi, tillögu um að láta á
það reyna fyrir dómstólum hvort
fullvirðisréttur landbúnaðarafurða
sé stjórnarskrárbrot að því er varð-
ar friðhelgi einkaréttar.
Fundarmönnum bar saman um
það að fullvirðisrétturinn virki sem
fasteignamat og jarðir séu nú metn-
ar eftir honum. Þess vegna sé svo
komið að margar góðar bújarðir
séu verðlausar þar sem fullvirðis-
réttur sé enginn eða svo lítill að
vonlaust sé að framfleyta fjöl-
skyldu á honum.
Sveinn Guðmundsson Miðhús-
um í Reykhólasveit var annar
flutningsmaður að tillögunni og
sagði hann í samtali við Tímann að
tveir lögfræðingar sem skoðað
hefðu mál þetta sitt í hvoru lagi
hefðu komist að sömu niðurstöðu
í meginatriðum. Þess væri nú beðið
að stjórn Stéttarsambands bænda
taki þetta mál upp, en geri hún það
ekki, geri einstakir bændur það,
því hagmunamálum bænda sé svo
komið að óhjákvæmilegt sé að láta
á það reyna, hvort um réttmæt
vinnubrögð sé að ræða varðandi
úthlutun fullvirðisréttar.
„Það er víðar ólga heldur en hér,
hún er alls staðar. Síðan fréttist af
fundinum hér hafa margir haft
samband við mig og lýst yfir
óánægju sinni með þá stöðu sem
bændur eru nú komnir í. Það eru
bæði bændur og forystumenn
bænda sem hafa lýst yfir stuðningi
við þessa tillögu og þar skipta
stjórnmálaskoðanir ekki máli,“
sagði Sveinn.
Bændur hafa nú þegar leitað
álits lögfræðinga á því hvernig
túlka ber fullvirðisrétt landbúnað-
arafurða. „Niðurstaða lögfræðing-
anna var á þá leið að ef fullvirðis-
rétturinn væri bara hugmynd þá
stæðist hann en ef fullvirðisréttur-
inn verður túlkaður sem
framkvæmd, þá stæðist hann ekki.
Mín skoðun er sú'að fullvirðisrétt-
ur sé raunveruleiki en ekki hugtak.
í því sainbandi má taka sem dæmi
að ef lijón sem búsett eru í sveit
skilja og annað hjóna vill selja
fullvirðisréttinn, þá er það um leið
að gera hinu ógerlegt að búa á
jörðinni.
Mér sýnist að það sé tími fram á
næsta haust til að komast til botns
í þessum málum og mér finnst að
eigi að nota þann tíma vel til að
komast að raunverulegum niður-
stöðum um það hvernig á að haga
framleiðslunni og hvernig er best
aö skipuleggja hana. Það á að
skipulcggja allt landið með tilliti til
byggðar því þær jarðir mega fara í
eyði sem skipta ekki máli hvort eru
í byggð með tilliti til byggðarinnar
í kring, en aðrar jarðir eiga ekki að
fara í eyði“ sagði Sveinn.
ABS