Tíminn - 10.12.1986, Síða 7

Tíminn - 10.12.1986, Síða 7
Miðvikudagur 10. desember 1986 llllillllllllllllllllllllllllllilllllll ÚTLÖND lilllllllllllllllllllllllilIW Tíminn 7 Hermann, Eysteinn og Bjarni í sextugsafmæli Eysteins Sókn og sigrar Ann^ð bindi sögu Framsóknarflokksins, skráð af Þórarni Þórarinssyni, er komið út. Það nær til áranna 1937-1956 og er jafnframt stjórnmálasaga landsins. Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, snúi sér til Magðalenu Thoroddsen á skrifstofu Framsóknarflokksins milli klukkan 13.00 og 17.00. Bókin er seld á lægra verði til áskrifenda. Bókin er 280 lesmálssíður og 32 myndasíður. Mótmælendur á Norður-írlandi hafa ekki getað fyrirgefið Thatcher að gera samning við stjórn kaþólikka á írlandi um stjómun Norður-írlands. Einn af leiðtogum þeirra, presturinn Paisley, kom því svo sannarlega á framfæri í gær. Evrópuþingiö í Strassborg: Paisley truf I- aði Thatcher Á árunum 1937-1956 varð mesta þjóðlífsbreytingin á íslandi. Pöntunarsími 91-24480 Jólahátíöin varla gleðileg hjá fjölmörgum Suður-Afríkubúum: Stjórnvöld hvött til að leysa börn úr haldi Reuter- Stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi kröfðust þess í gær að Suður-Afríku- stjórn léti strax laus börn sem gista fangaklefa þar í landi. Var fangelsun barnanna sögð sýna hreint skelfilega lítisvirðingu fyrir mannréttindum. Lögreglan í Suður-Afríku viður- kenndi í vikunni að 256 börn á aldrinum ellefu til fimmtán ára hefðu verið handtekin frá því neyðar- ástandslögin tóku gildi í júní á þessu ári. Talsmaður vestur-þýska utanrík- isráðuneytisins sagði þó stjórn sína taka alvarlega til greina tölur frá hinum ýmsu mannréttindasamtök- um sem eru sammála um að fleiri en þúsund börn hafi mátt gista fanga- geymslur á þessum tíma. „Fjöldahandtökur á unglingum og börnum í Suður-Afríku er skelfileg- ur vitnisburður um lítilsvirðingu stjórnvalda á mannréttindum og lög- fræðilegum grundvallaratriðum", sagði talsmaðurinn og bætti við: „Við hvetjum alla þá í Suður-Afríku sem bera stjórnmálalega ábyrgð að aflétta fangavist barnanna“. Baráttusamtök svartra kvenna fyrir borgaralegum réttindum (SASH) hófu í síðasta mánuði her- ferð fyrir því að börnin yrðu leyst úr haldi fyrir jól. Margt bendir þó til að stjórnvöld hyggist síður en svo ætla að slaka á taumunum þrátt fyrir að jólahátíðin sé að ganga í garð. Fréttir herma nefnilega að yfirvöld hyggist láta hneppa fjölmarga einstaklinga í gæsluvarðhald yfir hátíðina og hafa reyndar margir stjórnarandstæðing- ar þegar farið í felur vegna þessa orðróms. í gær sendu svo ýmis kristin kirkjusamtök í landinu frá sér til- kynningu þar sem neyðarástandslög- in voru sögð setja svartan blett á alla hátíðarstemmingu yfir jólin. „Hvernig getum við litið framhjá því að þúsundir hermanna gæta hverfa blökkumanna, að gífurleg takmörk eru á fréttum og upplýsing- um, að fólki er ekki leyft að koma saman og setja fram skoðanir sínar og að mikill ótti leynist í hjörtum svo fjölmargra okkar“, sagði í tilkynn- ingunni. - Noröur-írski stjórnmálamaöurinn kallaði Thatcher svikara er hún hélt ræðu á Evrópuþinginu Zhao Ziyang forsætisráðherra Kína talaði um aukið fjármálafrelsi í gær. Hér sést Zhao ásamt Richard von Weizacker forseta V-Þýskalands Forsætisráðherra Kína: Frelsi í fjármálastefnu Pekíng - Reuter Kínverjar verða að endurskipu- leggja fjármagnskerfi sitt en vantar til þess hæfa sérfræðinga. Það var fréttastofan Nýja Kína sem hafði þetta eftir Zhao Ziyang forsætis- ráðherra. Zhao talaði í gær á alþjóðlegri ráðstefnu og sagði þar að auka þyrfti frjálsræði smærri atvinnufyr- irtækja jafnframt sem skipuleggja þyrfti rekstur stærri fyrirtækja betur. „Kínverjar þurfa góðar áætlanir, hagnýtar aðferðir og fjármálasér- fræðinga til að breyta fjármagns- kerfinu“, sagði forsætisráðherrann en bætti þó við að skortur væri á hæfu fólki í landinu til þessa verks. Stjórnvöld í Kína hafa á undan- förum árum gert nokkrar mikils- verðar breytingar á fjármálastarf- seminni og má þar nefna aukningu á starfssviði banka og alþjóðlegra fjármálastofnana í Iandinu. Erlendir viðskiptaaðilar hafa þó sagt að framfarir í þessum málum séu frekar hægar. Chen Muhua, bankastjóri Seðla- bankans, sagði í siðasta mánuði að breytingar á fjárhagskerfinu ættu að miðast við aukið frjálsræði í stjórnun fjármagns og setja ætti upp gjaldeyrismarkaði til að hvetja til samvinnu milli héraða landsins. Strassborg - Reuter Presturinn Ian Paisley, einn af leiðtogum mótmælenda á Norður- írlandi, hafði sig mjög í frammi á Evrópuþinginu í Strassborg í gær. Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands ávarpaði þá þingið og truflaði presturinn hana tvívegis í ræðu sinni. Paisley notaði tækifærið í gær til að mótmæla ensk-írska sáttmálanum er veitir írsku stjórninni nokkra hlutdeild í stjórnun Norður- írlands. Thatcher þurfti eins og áður sagði tvívegis að gera hlé á ræðu sinni eftir að Paisley hafa lýst henni sem.„svik- ara við stuðningsfólk breskra yfir- ráða á Norður-írlandi". Breska ríkisstjórnin hefur mátt sæta mikilli gagnrýni frá mótmæl- endameirihlutanum á Norður-ír- landi eftir að hún skrifaði undir ensk-írska sáttmálann við stjórn ír- lands fyrir rúmu ári. Sáttmálinn umdeildi gerir ráð fyrir að írlandsstjórn geti verið ráðgef- andi í málefnum bresku stjórnsýslu- einingarinnar. Andstæðingar sátt- málans óttast þó að hann sé aðeins upphafið á því að stjórnin í Dyflinni fái full yfirráð yfir málefnum Norð- ur-frlands. Paisley, sem aðeins stóð fáeina metra frá breska forsætisráðherran- um, sakaði Thatcher um að neita íbúum Norður-írlands að greiða at- kvæði um sáttmálann. Presturinn og annar norður-írskur stjórnmálamaður, John Taylor, voru hvað eftir annað beðnir um að færa sig í burt frá ræðupallinum en þeir neituðu og veifuðu í staðinn bækl- ingum með árituninni „Ulster segir nei“. Thatcher var í ræðu sinni að tala um vandamál og framtíðaráform Evrópubandalagsríkjanna en að lok- um þurfti hún að hætta á meðan öryggisverðir fylgdu Paisley út úr þingsalnum. ÚTLÖND . UMSJÓN: Heimir BLAÐAMAÐUR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.