Tíminn - 10.12.1986, Síða 9
Miðvikudagur 10. desember 1986
Tíminn 9
VETTVANGUR
lllllllillllllll
llllllllllllll
llllilll
lllíllllllllllllllllllllllllll
Þórarinn Þórarinsson:
Er ekki ráð að gera Seðla-
bankann að hlutabréfabanka?
Jóhannes Nordal er stórgáfaður
maður eins og hann á ættir til. Auk
þess er hann hámenntaður hag-
fræðingur. Þjóðin hlustar með
mikilli athygli, þegar Jóhannes læt-
ur heyra til sín. Einkum leggja
foringjar Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins vel við eyrun, en
á sínum tíma stóð nokkur metingur
um, hvor flokkanna hefði átt meiri
þátt í því, að Jóhannes Nordal var
valinn aðalleiðtogi Seðlabankans.
Jóhannes Nordal lét Ijós sitt
skína í Morgunblaðinu á sunnu-
daginn var. Þar var birt við hann
viðtal, sem náði yfir tvær síður í
blaðinu. Þannig vildu þeir Matthí-
as og Styrmir árétta, að Jóhannes
hefði mikinn boðskap að flytja.
Sennilega hafa þeir einnig viljað
auglýsa á þann hátt, að boðskapur
Jóhannesar nyti stuðnings Morg-
unblaðsins, en oft gildir það, sem
Morgunblaðið segir, eins og lög
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, enda
flokkurinn háður áróðursmætti
þess. Eðlilegt er, að þeir Matthías
og Styrmir finni til þess, að þeir eru
ekki alveg valdalausir menn, þótt
þeir láti ekki mikið á sér bera,
einkum þó Styrmir.
Boðskapur Jóhannesar að þessu
sinni var í stuttu máli þessi: Breytið
öllum ríkisbönkunum í hlutabréfa-
banka. Það er ekki nóg að leggja
Útvegsbankann undir Iðnaðar-
bankann og Verslunarbankann og
láta þá fá nokkurhundruðmilljónjr
króna í meðgjöf frá ríkinu. Það á
einnig að brcyta Búnaðarbankan-
um og Landsbankanum í hluta-
bréfabanka.
Vafalítið stafar þessi boðskapur
Jóhannesar af því, að hann telur
Búnaðarbankann og Landsbank-
ann ekki nógu vel rekna. Þeir lána
t.d. til sjávarútvegs, fiskvinnslu og
landbúnaðar, sem einkabankarnir
sneiða hjá að mestu. Þá eiga þar
sæti bankaráðsmenn og banka-
stjórar með pólitískar skoðanir og
pólitíska hagsmuni. Það er víst
nokkuð annað en hjá Iðnaðar-
banka og Verslunarbanka, þar sem
hlutabréfaeigendur ráða vali
bankaráðsmanna og bankastjóra.
Jóhannes Nordal
Þeir eru valdir án tillits til pólitískra
skoðana og sérhagsmuna. A.m.k.
virðist Jóhannes Nordal álíta, að
hjá einkabönkum séu öll pólitísk
sjónarmið og sérhagsmunir útilok-
uð.
En fyrst það er talið hyggilegt af
jafn greindum og lærðum manni og
Jóhannes Nordal er, að breyta
viðskiptabönkum ríkisins í hluta-
bréfabanka hlýtur sú spurning að
vakna, hvort það sé ekki einnig
hyggilegt að breyta Seðlabankan-
um í hlutabréfabanka og fjarlægja
þaðan á þann hátt öll pólitísk áhrif
eins og í Iðnaðarbankanum og
Verslunarbankanum.
Það ýtir undir þessa hugsun, að
færasti fjármálamaðurinn í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins, Eyjólf-
ur Konráð Jónsson, hefur rnjög
ákveðið deilt á fjárbindinguna í
Seðlabankanum. Þeim rökum Eyj-
ólfs Konráðs hefur ekki verið
hnekkt að þessi fjárbinding hafi átt
þátt í því, að íslensk fyrirtæki hafa
búið við óeðlilegan lánsfjárskort
og skuldasöfnunin við útlönd hafi
orðið mun meiri en hún hefði
annars orðið. Aðrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hafa að vísu
ekki tekið undir þetta, cnda þarf
kjarkmann á þeim bæ til að standa
upp í hárinu á Jóhannesi Nordal.
Þá hefur því einnig heyrst hreyft,
að hefði það fjármagn, sem Seðla-
bankinn hefur tekið af Útvegs-
bankanum í dráttarvexti í gegnum
árin, verið ávaxtað með
hæstu sparifjárvöxtum viðskipta-
bankanna, næmi það orðið
fjárhæð, sem væri ekki miklu lægri,
en skuld Útvegsbankans við Seðla-
bankann.
Bæði þetta og margt fleira, vekur
þá spurningu, hvort ekki eigi að
framfylgja kenningum Jóhannesar
Nordal til fulls og gera ekki aðeins
Útvegsbankann, Búnaðarbankann
og Landsbankann að hlutabréfa-
bönkum, heldur einnig Seðlabank-
ann og reyna þannig að koma í veg
fyrir þau miklu mistök, sem að
dómi Eyjólfs Konráðs hafa átt sér
þar stað. Myndi það ekki leysa
mikinn vanda þjóðarinnar að gera
Seðlabankann að hlutabréfa-
banka?
SAMTININGUR
lllllllllllllllll
Jólasveinar einn og átta
ofan komu affjöllunum.
í fyrrakvöld égfór að hátta,
þeir fundu hann Jón á völlunum.
ísleifur stóð utan gátta,
þeir ætluðu að fœrann tröllunum
En hann beiddist af þeim sátta,
óliýrustu köllunum.
Þá var hringt öllum jólabjöllunum!
Ekki veit ég aldur þessarar vísu,
en lífseig er hún og fróðleg um forna
háttu. Ekki var laust við að ævaforn
beygur við hulda vætti sæti í okkur
aldamótabörnunum. Oghannmagn-
aðist í skammdeginu, þegar myrkur
grúfði yfir öllu mikinn hluta sólar-
hringsins. Nú er skjannabjart í borg
og bæ og kynjaverur forðast birtuna.
í gömlu bæjunum voru litlir
olíulampar í baðstofu einu ljósfærin,
en í eldhúsi og fjósi lýsislampar og
litlar olíutýrur, þegar þar var verið
að vinna, en allt ljósmeti sparað.
Sjaldan nein ljós í fjárhúsum uns
olíuluktir komu til sögunnar. Oft
prjónað og spunnið í rökkrinu og
stundum sagðar sögur. Kyrrðin
miklu meiri þá en nú úti og inni.
Heimili oft mannmörg og einmana-
leiki síst meiri en í fjölmenni borg-
anna, þó einkennilegt kunni að
virðast. Breytingar hægfara öld eftir
öld og fólk rólegra af þeim sökum og
þurfti lítið til að gleðja það, sbr.
vísuna:
Þá skal gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klœðin rauð,
að komist þau úr bólunum.
Vœna flís affeitum sauð,
sem til fjalla gekk í hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum!
Já, Grýla er dauð, og gleymd að
mestu, en jólasveinar eru ljóslifandi
í hugarheimi okkar og börnum nú-
tímans fagnaðarefni, síðan Sankti
Nikulás kom til sögunnar. Fyrir-
mynd hans talin góðgerðasamur
biskup í Litlu-Asíu fyrir 1700 árum.
Gott þótti að heita á svo helgan
mann, ef vanda bar að höndum. Nú
er Nikulás allsráðandi sem jóla-
sveinn og gleður börn með gjöfum,
söng og skringilegheitum.
Gömlu jólasveinarnir 9 eða 13
voru aftur á móti viðsjálsgripir,
smáhrekkjóttir, jafnvel áþekkir hálf-
tröllum. Best að verða ekki á vegi
þeirra eftir að skyggja tók. Heldur
herfulega klæddir, sumir með skegg
niður á tær. í þjóðtrúnni voru þeir
engin flón, en í íslenskum fjölmiðl-
um nú eru þeir oft gerðir heimskir,
klaufskir og hlægilegir, jafnvel hálf-
gerðir „Bakkabræður".
Ingólfur Davíösson:
Um jólaleytið
Ekki trúðu börn á raunverulega
tilveru jólasveina, en höfðu gaman
af að gera sér ýmsar hugmyndir um
þá, t.d. að þeir ættu hcima bak við
„Sólarfjöllin“ langt burtu, en kæmu
svo með poka sína fyrir jólin. Sá
fyrsti 9 dögum fyrir jól og síðan einn
á dag, sá síðasti á aðfangadag. Ekki
voru gjafir í pokum þeirra, heldur
reyndu þeir að hnupla ýmsu í þá,
jafnvel stinga niður í þá óþægum
börnum! Þeir fóru á kreik þegar
dimma tók og voru sannarlega
mannlegir grcyin.
Nöfnin segja hvað þeir girntust
hver um sig, eða hvar þeir héldu sig:
Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur eða
Pönnusleikir, Þvörusleikir, Potta-
sleikir, Askasleikir, Faldafeykir,
Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Ket-
krókur, Gluggagægir, Gáttaþefur og
Kertasníkir. Sumir bæta við: Hurða-
skelli, Flórsleiki og Þvengjaleysi!
Margt var um jólasveina kveðið
og raulað í rökkrinu:
Gáttaþefur, gáttaþefur
gríðar-nef rak inn.
Gapir gufu yfir,
greyið af því lifir.
Hann er magur,
haus ófagur,
hrukkótt gamalt skinn.
Faldafeykir, faldafeykir
fötin undir blœs.
Gleypir skyrið Gámur,
gelti að honum Sámur.
Bjúgnakrœkir, bjúgnakrœkir
beit í jólagœs.
Sagnir um jólasveina munu æva-
fornar, trúin á þá hefur kannski
borist frá Norðurlöndum, t.d. Nor-
egi, en þar var til áþekk þjóðtrú.
Guðmundur garðastaur hinn norski
æti verið fyrirmynd Stekkjarstaurs.
Sunnfjord í Noregi áttu þeir að
vera á ferð um jólin fimm saman og
öllu illvígari en hinir íslensku.
Ýmsir fleiri vættir eru tengdir
skammdeginu og jólunum erlendis
frá fornu fari, en „innfluttir" hingað
í seinni tíð, t.d. jólakötturinn. Allir
áttu að fá einhverja gjöf fyrir jólin
til að fara ekki í jólaköttinn, kolsvart
illþýði, sem annars gat gleypt þá.
Jólahafur er líka útlent fyrirbæri,
sem borist hefur hingað. Það er
hafurlíkan úr hálmi, sett upp fyrir
jólin. Oft fylgir kornvisk með. Jóla-
hafurinn átti að milda kornguðina
svo uppskera yrði góð næsta sumar.
Innfluttur er einnig sá siður að setja
skó út í glugga fyrir jólin til að fá gjöf
í hann. Skepnur fengu jafnan ríku-
lega gjöf í jötuna á jólunum og
gæfumerki þótti að dreifa út moði
handa snjótittlingunum.
Sjálfsagt var að baka laufabrauð
fyrir jólin, allt heimilisfólkið vann
saman við að gera laufabrauð og
skera það út sem fagurlegast. Það
voru ánægjulegar stundir og eru
enn, þó gerð laufabrauðs sé víða
orðin vélræn. Jólabrauð með rúsín-
um og randalínstertu þótti sjálfsagt
að baka, einnig kleinur, gyðingakök-
ur, smérlausar kökur o.fl. Jólamatur
var einhæfari en nú víðast hvar, en
kröftugur var hann ef efni leyfðu.
Bornir voru á borð vel reyktir feitir
magálar og bringukollar, rjúpur
stundum og oftast sperðlar, þ.e.
bjúgu sem lengi höfðu hangið uppi í
eldhússreyknum. Þetta voru langar
með smásöxuðu feitu og mögru keti
til helminga minnir mig. Þetta var
hið mesta hnossgæti.
K jólaföstunni fór Davíð faðir
minn jafnan yfir hið mikla grasasafn
sitt, tók það uppúr kössum og sýndi
okkur. Það var hátíðarstund, við
söfnuðumst í kringum hann, horfð-
um á þurrkaðar, upplímdar jurtirnar
og hlustuðum á frásögn hans, en
hann hafði sitthvað að segja uin
hverja tegund og sagði frá af lífi og
sál. Betra að koma ekki við hana
þessa! sagði hann og brá upp brenni-
netlu. Kúmen! Það er frá Möðruvöll-
um, kannski hafa amtmennirnir sáð
til þess? Hérna eru nykrur úr Dauða-
tjörn, Hjalteyrartjörn og Reistarár-
tjörn! Dauðatjörn var mjög djúp og
í kíl þar nálægt lifðu blóðsugur, sem
sugu sig fastar, ef maður buslaði þar
berfættur. Reistarártjörn er nú
horfin, en þar var áður sundpollur,
sem Jón Kjærnested mun fyrstur
hafa kennt sund í. Eggjasafn átti
Davíð einnig. Um hann var kveðið:
Þrifabóndi þekkir sitt fé,
þingmaður kjósendum kœr.
En Davíð gekk sjáandi um grasa-
heim og nefndi hvert blóm með
nafni!
Vanalega var lesið hátt úr ein-
hverri bók á kvöldvökunni, og á
sunnudögum las María móðir mín
húslestur úr Péturs og Vídalínspost-
illum. Hversdagslega var unnið á
kvöldin, prjónað, kembt og spunnið,
fléttuð reipi o.s.frv. Skólabækur lás-
um við börnin í baðstofunni og
létum hávaða ekki trufla okkur.
Brugðum okkur oft út á skíði og
ekki skorti snjó né skíðabrekkur rétt
við bæina á Árskógsströnd. Milli
þúfnanna, sem stóðu upp úr mýra-
svellunum, fórum við í ýmsa leiki á
skautum. Þreifuðum okkur inn
dimm bæjargöngin til baðstofu þegar
heim kom, hálfhrædd við að draugar
eltu okkur!
„Mér heyrðist eitthvað murra,
bak við byrgðar dyr,
stend því stífur kyrr.
Herði loks upp hugann
og hendist móður inn.
Þar sat hún Ranka við rokkinn
sinn!
Hvaða ósköp eru á þér
með opinn hníf í hendi?
Það var eins og hornagassi
á hurðina renndi!
Fyrirgefðu frœnka mín,
ég flýði undan draug!
Vissi varla hvort ég sagði satt,
eða laug!“
Já, hræðsla við myrkur og drauga
gat verið mögnuð. Lýsislampinn var
að kalla eina ljósfærið í þúsund ár.
„Ljósið kolunnar lék um Snorra,
lýsti sagnaheim feðra vorra".
Snorri gat þó líka brugðið upp
kertaljósi og jafnvel tendrað log á
norskum íuruteinum. Hinir harpix-
ríku furuteinar brunnu hægt með
þægilegu Ijósi. Olíulampinn hclt velli
nokkra áratugi, hvc lengi ræður
rafmagnsljósið ríkjum?
Hér á landi sáust varla jólatré fyrr
en á þessari öld. Þau voru lengi flest
heimasmíðuð, en nú eru lifandi
jólatré á flestum heimilum. Grenitré
eru falleg og tiltölulega ódýr, en
þeim hættir til að fella barrnálarnar
fljótlega inni í heitri stofu. Best að
geyma þau úti meðan hægt er. Saga
síðan sneið neðan af stofninum og
" setja í vatn, t.d. í skál á jólatrésfæti.
Þinur (eðalgrein) og fura haldast
miklu lengur án þess að fella barrið,
en eru eitthvað dýrari. Eru nú margir
farnir að nota furujólatré.
Jólagreinar eru flestar af þin eða
af furu. Nokkuð einnig af kýpris
(Tuju)-greinum. Þær eru flatar og
með sérkennilegri lykt. Endast
prýðilega eins og furan og þinurinn.
Þinur er auðþekktur frá greni á
flötum, fremur mjúkum nálum.
Lengi voru nær eingöngu innflutt
jólatré á markaðinum, en nú er
talsvert af þeim, þ.e. greni og fura
ræktuð innanlands í vaxandi mæli og
geta vonandi bráðum annað eftir-
spurninni.
Kerti voru sett á öll jólatré fyrr á
tíð og var það mikil stund fyrir
börnin þegar kveikt var á kertunum.
Nú hafa smáar rafljósaperur að
mestu leyst kertin af hólmi. Það er
minni eldhætta af þeim, en auðvitað
sakna margir hinna „lifandi“ ljósa.
Stór lifandi jólatré eru nú sett upp á
torgum og víðar, hið stærsta á Aust-
urvelli.
Afarstórt grenitré lýsir á Ráðhús-
torginu í Kaupmannahöfn. í ár er
það að vísu eitt tré á að sjá, en er
raunverulega sett saman af 21 greni-
tré, segja þeir í dönskum blöðum.
Sumar stærstu greinar og toppur eru
sérstök tré.
Mynd sýnir jólahafur, köngul og
korn. Hafurinn átti að milda guði
korns og trjáa sumarið eftir. Köttur-
inn er meinleysislegri en jólaköttur
þjóðsagnanna. Önnur sýnir jóla-
svein í dvergslíki og spáfugl austur-
lenskan. Einhver góður listamaður
ætti að gera nýjar teikningar af
gömlu íslensku jólasveinunum 9 eða
13. Það væri vel til fallið.