Tíminn - 10.12.1986, Page 10
10 Tíminn
Miðvikudagur 10. desember 1986
Fjórða bindi endurútgáfu
Cöngur og réttir. Skagatjaröarsýsla - Eyjafjarð-
arsýsla, Suöur-Þingeyjarsýsla vestanverð. Bragi
Sigurjónsson bjó til prentunar. IV. bindi. Önnur
prentun aukin og cndurbætt.
Skjaldborg 1986.
389 bls.
Eins og fram kemur í bókartitli
tekur fjórða bindi ritsafnsins Göngur
og réttir til svæðisins frá Skagafirði
og til Suður-Þingeyjarsýslu að
Skjálfandafljóti. Frásögninni erhag-
að með líku móti og í fyrri bindum
að því leyti, að kunnugir menn segja
frá afréttum viðkomandi sveita,
fjallskilum, réttum og öðru sem því
tilheyrir. Eru þær frásagnir allar
skilmerkilegar og fróðlegar, ekki
síst fyrir þá sök, að hér er greint frá
víðáttumiklum afréttarlöndum og
f hita æskunnar
Ilelga Ágústsdóttir.
Ef þú bara vissir.
löunn.
Hér segir frá menntaskólastúlku
sem Sigrún heitir, ástum hennar og
áhyggjum. Raunir hennar eiga sér
mjög rætur í sambandsleysi við for-
eldrana. Einangrun heima fyrirgerir
þörf hennar fyrir annað samband
meiri og þrána ákafari en skóla-
bróðirinn, sem hún þráir, hefur ekki
áhuga. Þetta allt veldur Sigrúnu
hugstríði og gcrist fátt annað sem til
tíðinda má teljast lengi vel. En
þegar á Iíður gerist ýmislegt sem
umtalsvert má þykja, og skal þó alls
ekki gera lítið úr sálarstríði og
hugraun unglingsins. Víst er það
söguefni sem gaumur er gefandi.
Sigrúnu verður félagsskapur ölv-
aðra skólasystkinanna ofraun þar
sem henni finnst sér engin athygli
veitt og allt gleðivana og tilgangs-
laust svo að í kæruleysi fer hún heim
með Kobba hálffullum og legst með
honum en því fylgir ógleði þegar
vímunni léttir.
Atvikin haga því svo að Sigrún
hefur sumardvöl suður á Mallorka.
Hún er þar í vist hjá heimamönnum.
Ferðamenn og þjónusta við þá er
mest áberandi, og nú kemur til sögu
breskur maður, sem vinnur í hljóm-
sveit, og sparar hvergi faguryrðin
um glæsileika og yndisþokka Sigrún-
ar og er það miklu meira en hún
þolir. En ánægjan verður endaslepp
og eftirköstin slæm.
Hitt er þó meira söguefni að
Sigrún kynnist spönskum unglingum
sem henni finnst hafa annan lífsstíl
en jafnaldrarnir í Reykjavík. „Hún
gat ekki annað en dáðst að þeint; svo
opin, óspillt og glöð.“ Þessu fólki og
félagslífi þess er lýst líkt og gerðist
hér á landi fyrir „kynlífsbyltinguna“
þegar almennt var álitið að kynlíf
heyrði einkum til hjónabandi. Þetta
vekur eðlilega ýmsar spurningar án
þess að þeim sé svarað beinlínis. En
ekki er allt fcngið með hömluleys-
inu.
Þessi saga er í flokki þeirra sem
hafa tilfinningalíf unglinga að uppi-
stöðu. Þar er jafnan samband við
fullorðna veigamikill þáttur. Og það
er örlagaríkt á hverju heimili hvernig
til tekst.
Sigrún er góðum hæfilcikum gædd
og ástæður foreldranna eru góðar að
því er virðist. Þetta er þó ekki nóg
til farsældar. Og þá er ómaksins vert
að gera sér grein fyrir því hvað sé að.
Helga Ágústsdóttir vill leiða huga
lesenda sinna að því og fá þá til að
glíma við þær þrautir. Sögu hennar
mun verða vel tekið og væntanlega
um hana hugsað svo að einhverjum
verði að liði. H.Kr.
Helga Ágústsdóttir.
fögrum, sem mörg gátu reynst bæði
harðsótt og langsótt. Gefur og að
lesa skemmtilegar minningar úr
gangnaferðum, sumar nokkuð róm-
antískar, en aðrar er greina frá
mannraunum og eftirminnilegum
leitum.
Göngur og réttir hafa um langan
aldur verið fastur þáttur íslensks
sveitalífs, ef til vill sá þátturinn, sem
fæstir vildu missa af. í margra augum
voru gangnaferðir blandaðar róm-
antík og dulúð öræfaferðanna og
það að fara í göngur í fyrsta skipti
var eins konar manndómsvígsla.
Eiga margir skemmtilegar minning-
ar úr göngum.
í þessari bók er samankominn mik-
ill fróðleikur um landið og búskapar-
hætti. Hverri afrétt, sem um er
fjallað, er lýst nákvæmlega, ýtarlega
er greint frá fjallskilum á hverju
svæði og sagt frá tilhögun gangna og
rétta. Margir eru til sögu nefndir og
margar skemmtilegar frásagnir eru
af göngum og eftirminnilegum leit-
um. Góður fengur er að ritgerð
Braga Sigurjónssonar um fráfærur,
en hann hefur viðað að sér ýmsum
heimildum um þá fornu búskapar-
hætti, sem nú eru hvarvetna aflagðir
og flestum gleymdir.
f bókarlok eru nafnaskrár, flokk-
aðar eftir sýslum, bókin er prýdd
Bragi Sigurjónsson.
allmörgum myndum og er allur frá-
gangur hennar með ágætum. Full
ástæða er til að hvetja yngra fólk til
að lesa ritsafnið Göngur og réttir. í
því erlýst veröld, sem núer aðmiklu
leyti horfin, svo mjög sem göngur
eru víðast orðnar með öðrum hætti
en áður var. Flestir þættir safnsins
eru ágætlega skrifaðir og geyma
merkilegan fróðleik um líf og starf
fyrri manna og kvenna í landinu.
Jón Þ. Þór.
Bernskuástir
Eövarð Ingólfsson:
Ástarbréf tll Ara
Skáldsaga
Æskan
Frá því farið var að skrifa skáld-
sögur á seinni öldum á íslenska
tungu hefur verið sagt frá ástamálum
unglinga og þá jafnvel rakið til
bernsku svo sem Jón Thoroddsen
gerir í Pilti og stúlku. Þá var það
fyrirmynd að ástin entist frá barn-
æsku til æviloka í hárri elli enda voru
þess dæmi úr riddarasögum fyrri
alda. En tímarnir breytast og
mennirnir með. Nú vita menn að
(úKA .
kAUPFELAÖ Ð
enda þótt seint fyrnist fornar ástir
gildir oft það sem Þorsteinn Erlings-
son kvað um fýrstu ástirnar að
það er góugróður, vinur minn, sem
grær oft fljótt en stendur sjaldan
lengi.
Á síðustu tímum hefur verið mikil
gróska í frásögum af ástum unglinga.
Það er þáttur í því að beina athygli
að þroskavegi unglinga frá bernsku
til æsku og margskonar átökum og
sviptingum æskuáranna. Þar kemur
það og til að unglingum þyikir gott
að lesa sögur af jafnöldrum sínum
og tilfinningum sem þeir
þekkja meira eða minna af sjálfum
sér.
Eðvarð Ingólfsson er höfundur
sem unnið hefur sér vinsældir með
sögum af ungu fólki. Sumum þykir
sem þar hafi verið minni átök en
æskileg séu í sögum. Víst eru það
sögur af hversdagslegu fólki, eðlileg-
um unglingum, en gild rök eru til
þess að telja það til kosta. Viðbrögð
lesenda eru líka alltaf rök í máli þó
að ekki sé víst að bestu verkin vinni
sér alltaf mesta hylli á fyrsta spretti.
Hér segir frá krökkum sem eru
bæði ung og barnaleg eins og verður
að vera, en hafa sínar tilfinningar og
verða ástfangin. Hvort tveggja er til
að því fólki finnist að það sé kornið
Eðvarð Ingólfsson.
svo á aldur að því hæfi eða jafnvel
beri að stofna til ástarsambanda og
svo hitt, að vöknuð sé öflug þrá eftir
félagsskap, eftirtekt og hylli sérstaks
ástvinar. Þetta hvort tveggja skilur
Eðvarð Ingólfsson og kann að segja
frá því. Það sýnir þessi nýja saga
hans.
Þessi bók mun naumast marka
sérstök spor á ferli höfundar síns en
hún ber þau einkenni sem aflað hafa
honum vinsælda með fyrri sögum.
H.Kr.
Gestur Gils
295.- Guðmundssonar
DÓMUS — MIKLiGARÐUR OG
KAUPFEL9GIN I LANDINU
...EIN14IG- FYRR K?TAKK7\
Gestur.
Islcnskur fróðleikur gamall og nýr.
III.
Gils Gudmundsson safnadi cfninu.
Iðunn.
Hér er komið þriðja bindi þessa
samtínings og mun ekki valda von-
brigðum. Byrjað er á ritgerð þeirri
sem Klemens Jónsson birti í Blöndu
1922 og þótti þá ágætur skemmti-
lestur. Hún er um einkennilegt fólk
í Reykjavík og sumt af því var
hlægilegt fremur en brjóstumkenn-
anlegt.
Fátt er hér af efni sem ekki hefur
komið á prent áður. Þó eru tveir
þættir eftir Valgeir Sigurðsson og
einn eftir Ágúst Vigfússon og enn er
einn eftir Þuríði frá Bæ. Svo er
þáttur sem Gils Guðmundsson hefur
tekið saman um Gísla biskup Magn-
ússon á Hólum og þrautseiga baráttu
hans fyrir Hólastað. Þannig verður
þessi útgáfa árlegur vettvangur fyrir
fróðlega þætti um menn og þætti úr
þjóðarsögu sem vert er að muna.
En þó að margt af efni þessa
bindis hafi áður komið á prent er
það flest í fárra manna höndum.
Jólablað Alþýðublaðsins 1937 mun
t.d. ekki liggja á lausu fyrir flestum.
Árbók Landsbókasafnsins 1979 mun
Gils Guðmundsson.
heldur ekki á hverjum bæ. Og svo
mætti lengi telja.
Bókin er kynnt með fullum sanni
þegar sagt er: fslenskur fróðleikur
gamall og nýr.
H.Kr.