Tíminn - 10.12.1986, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 10. desember 1986
BÓKMENNTIR iill!!!
Gagnlegar heimildir, en
ekki margt nýstárlegt
„og það citt sæmir guði" eins og allir
ættu að geta verið á einu máli um.
I’á vekur það athygli hér að nokkuð
víða í þessum skrifum kemur frarn
tilhneiging til bölsýni og lífsleiða hjá
l’órbergi. !>etta er þveröfugt við það
sem við þekkjum hjá honum síðar
og getur vissulega stafað að stórum
hluta til af fátækt hans á þessum
Þórbergur Þórðarson: Ljóri sálar minnar, úr
dagbókum, bréfum og öðrum óprentuðum
ritsmiðum frá árunum 1909-1917, Helgi M.
Sigurðsson bjó til prentunar, Mái og menn-
ing 1986.
Á löngum rithöfundarferli sínum
var Þórbergur Pórðarson sískrif-
andi. Telja má að eiginleg ritstörf
hafi hann byrjað 1909, þcgar hann
kom til Reykjavíkur 21 árs að aldri
og settist í Kennaraskólann.
Pórbergur var sérstakur hirðu-
maður um ritverk sín, þótt að vísu
megi ráða af formála Helga M.
Sigurðssonar að efnið, sem hér
birtist, hafi í banalegu hans verið
kornið ískyggilega nálægt ruslatunn-
unni. Þá var vandvirknin Pórbergi
líka í blóð borin, og þess vegna má
margt af því, sem hann skrifaði á
þcssum fyrstu árum, heita fullfrá-
gengið til prentunar, þótt hann hafi
máski ekki ætlað það allt til langlífis
sjálfur.
Efnið, scm sett er á prent í þessari
bók, er úr ýmsum áttuni. Þarna eru
meðal annars brot úr dagbókum
Þórbergs, sem hann færði af mikilli
elju og stakri samviskuscmi árurn
saman. Líka er þarna nokkuð af
sendibréfum, m.a. allmörg til Þor-
leifs Gunnarssonar, og gefa þau öll
töluvert glögga mynd af höfundi
sínum á þessum árum.
Loks eru þarna nokkrar greinar,
sem aldrei hafa verið prentaðar, en
komu á sínum tíma í handskrifuðum
blöðum sem Ungniennafélag
Reykjavíkur gaf út. Má því segja að
þar hafi verið um hálfopinbera birt-
ingu að ræða. Þá er þarna ýmislegt
fleira, svo sem Ijóð og áður óþekkt
útgáfa af lífsreglum Þórbergs sem
aðdáendur hans þekkja vel.
Það verður þó að segjast eins og
er að heldur ólíklegt er að harðir
Þórbergslesendur muni telja sig
finna margt nýstárlegt í þessari bók.
Hann er þarna að byrja ritfcril sinn,
og hann er þar greinilega strax
kominn í það farið sem einkenndi
ritstörf hans jafnan síðan.
En eigi að síður er alls ekki hægt
að neita því að það er býsna margt
fróðlegt í þessu nýja safni. Meðal
annars kemur háðfuglinn Þórbergur
nieð óheftum ærslagangi sínum
þarna allvíða vel fram. Má ég sem
dæmi grípa upp nokkrar línur úr
grein, sem kom 1910 eða 1911 í
handskrifuöu blaði UMFR er hét
Bragi, en greinin nefnist Ræða spek-
ingsins:
„Pcgar eg er búinn að stúdera 4.
bekkjar-kúrsus cr eg áð hugsa um að
sigla til the university cða höjskole
ogstúdéra þarh rossalæk n inga r. Síð-
an kem eg heim og hugsa eg til að
setjast að sem praktiscrandi hrossa-
læknir uppi í sveit. Pað vantar alveg
þesskonar lækna í sveitirnar, enda
hrynur búpeningur bænda niður eins
og hráviði og ekkert er að gert. I
sveitinni minni dóu í fyrravetur 10
kýr af báshellu, og 16 sauðir full-
orðnir könnuðu æðri hcima vegna
þess að þeir misstu jórtur, þrír
hundar lctu lífið af doðasótt og
nágranni minn einn átti Ijómandi
fallegt merhryssi og hún dó í sumar
ímiðjum cngjaslætti afklususi. Voru
þó reynd við hana ýmis meðul,
t.a.m. kökukefli ogmargt fleira. En
öll urðu þau til ónýtis því að enginn
var til staðar sem kunni að beita
þeim eftir reglum læknisfræðinnar. “
(bls 32-33.)
Hér er ærslabelgurinn Þórbergur í
essinu sínu líkt og svo oft síðar. En
spekingurinn í honum kemur þarna
líka fram, m.a. í litlu broti sem
þarna mun konia í fyrsta sinn á
prent, er frá 1913 og nefnist Rök-
leiðsla:
„Annaðhvort vill guð stemma
stigu fyrir hinu illa og getur það
ekki; eða hann getur það og vill það
ckki; cða hvorki getur hann það nc
vill það; eða hann bæði getur það og
vill. Ef hann vill það og getur það
ekki er hann ómáttugur, en það
hæfir ckki guði; ef hann getur það
og vill það ckki, er hann öfundsjúk-
ur, en það er guði ekki sæmandi; ef
hann hvorki geturþað né vill það, er
hann bxði ómáttugur og öfundsjúk-
ur, og þá er hann enginn guð; en ef
hann bxði vill það og getur, og það
eitt sæmirguði - hvaðan stafar þá alt
hið illa og hvers vegna stemmir hann
ekki stigu fyrir því?“ (bls. 131.)
Hér er að vísu dálítið hart sótt að
guði almáttugum, en ætli okkur sé
ekki óhætt að treysta því að hann
hafi nægilega traustan bókmennta-
smekk til að hafa gaman af þessu,
árum og þeim stöðugu erfiöleikum
sem hann átti í með að hafa í sig og
á.
En hér vcrður líka að hafa það í
liuga að hann var á þessum árum
undir mjög sterkum áhrifum frá
nýrómantíkinni. Eitt helsta einkenni
hennar var einmitt einhvers konar
lífsleiði og bölsýni, samfara nánast
ofsatrú á ofurmcnniö og séníið. Þá
voru ásíin og ástarsorgin stöðugt
viðfangsefni nýrómantíkcra á þess-
um árum. Þessu hcfur Þórbergur
einmitt lýst manna best sjálfur í einu
af nieginverkum sínum, íslcnskum
aðli.
Og talandi um íslenskan aðal, þá
fer það ekki á milli mála að megin-
gildi þessarar nýju bókar felst í því
hve þar er mikið af efni dregið fram
sem nota má til þess aö skýra
íslenskan aðal. Þarna koma mikið
við sögu ýnisir af þeim félögum
Tíminn 13
Þórbergs, sem sumarið 1912 lentu í
þeim ævintýruni sem seinna urðu
einmitt uppistaðan í þeirri bók. Þá
er þarna ýmsar. að vísu stuttorðar,
frásagnir að finna um Arndísi Jóns-
dóttur, sem seinna varð ódauðleg í
bókmenntunum sem elskan hans
Þórbergs.
Margt af þessu efni greinir frá
atburðum sem segir frá í Islenskum
aðli, en þó með öðru orðalagi en
þar. Einnig cru þetta samtímaheim-
ildir, skrifaðar áður en blámi endur-
minninganna hafði náð að leggjast
yfir ævintýri íslensku aðalsmann-
anna sumarið 1912. Því má vænta
þcss að ýmsum þyki að því vænlcgur
fróðleiksauki að fá þarna tækifæri til
að bera þetta tvennt saman.
En þó eru þarna göt. Stærst er það
að þarna er engu orði minnst á hina
frægu göngu Þórbergs norðan af
Ströndum og suður til Reykjavíkur
þetta sumar. Ég fann ekki að á þetta
væri cinu sinni minnst í bókinni. Eru
ekki til neinar dagbækur, bréf eða
aðrar frásagnir hans þar sem minnst
er á þetta ferðalag?
Það er alltaf dálítið álitamál
hversu langt eigi að ganga í því að
draga fram einkabréf og önnur nán-
ustu prívatmál látinna manna og
setja þau á prcnt. Má raunar segja
að á si'ðustu árum hafi Þórbergur
orðið töluvert fyrir barðinu á slíku,
og kannski meir en góðu hófi gegnir.
En á móti kemur að hann var
tvímælalaust einn allramesti stílsnill-
ingur sern þjóðin hefur eignast á
þessari öld. Allt það, seni viðkemur
slíkum mönnum, hlýtur að vekja
forvitni, sem þó má ckki leiðast út í
ógcðuga hnýsni um einkamál. Og
hér má segja að fróðleikurinn um
baksvið lslensks aðals, sem þessi
bók gefur, hafi veriö næg réttlæting
þess að setja þetta efni á prent.
Um frágang bókarinnar kann ég
ekki nema gott eitt að segja. Hún er
prýdd mörgum myndum, sem falla
vel að efni hennar, og vinna Helga
M. Sigurðssonar viö frágang tcxtans
er ekki annað að sjá en að sc
samviskusamlega af hendi leyst í alla
staði. -esig
LESENDUR SKRIFA
Hér er mynd af tveggja mánaða gömlu fóstri. Engum getur blandast hugur
um það, að á þessum stutta tíma sem liðinn er frá frjóvgun, hefur fóstrið
þegar tekið á sig greinilcg einkenni manns hið ytra, en sama er að segja um
alla helstu hluta líkamans hiö innra. Enn eru um sjö mánuöir cftir af dvöl
þess í líkama móður og á þeim tíma þroskast öll lífTæri uns barniö verður
fullburða og tilbúið til að fæðast. - Svo skyldi búið vera að hverri veröandi
móður, að hcnni væri tilhlökkunarefni að ala og annast hcilbrigt barn.
Frclsi til fóstureydinga miðar síst af öllu til
farsældar, licldur til hins gagnstæda. I*aö cr citt
hið vcrsta helstcfnueinkenni að tortíma börnum
vitandi vits, hvað svo scm misvitrir og lítt
hugsandi stjórnmálamenn leyfa mcð setningu
la|ja.
Bannað er með lögum að drepa
fólk á íslandi. Þessi lög eru þó ekki
algild í raun, því drepa má fólk
meðan það er ungt og dvelur enn í
líkama móður, eða a.m.k. á fyrri
hluta þess dvalar- og þroskatíma.
Á því aldursskeiði er fólk alger-
Nú er ár liðið síðan nýju Fram-
leiðsluráðslögin tóku gildi og fer nú
að sjást fyrir endann á fyrsta verðlags-
árinu. Staðan er hörmuleg og kemur
í ljós eins og svo margir óttuðust að
Seðlabanki, landbúnaðar- og fjár-
málaráðuneyti sem og viðskipta-
bankar standa ekki við sinn hlut eins
og þeim ber samkvæmt lögum, held-
ur velta ábyrgðinni á mjólkursamlög
og sláturleyfishafa. Ríkissjóður
stendur heldur ekki við verðábyrgð-
ina á dilkakjöti og mjólkurvörum
sem óseldar eru.
Nú ætti Vs hlutar staðgreiðslulán-
anna til sláturleyfishafa út á sauð-
fjárafurðirnar að vera komin frá
ríkissjóði þar sem sláturleyfishafarn-
ir eru þegar búnir að greiða 75% af
grundvallarverði til bænda nú í
lega varnarlaust fyrir þeim utanað-
komandi öflum, sem sitja um líf
þess. Það er annað fólk, sem hefur
líf þess í hendi sér: Mæður, feður og
svo vitanlega læknar, sem fram-
kvæma eyðingarathöfnina eftir pönt-
un og þykjast víst ekki menn að
minni.
Nálægt tveir menn að mcðaltali
eru drepnir á degi hverjum með
þessum hætti á sjúkrahúsum
landsins.
Hlutverk sjúkrahúsanna og starfs-
haust. Viðskiptabankar eru búnir að
lána 58% af óniðurgreiddu heild-
söluverði á kjötinu. Vegna þess að
Seðlabankinn stendur ekki við lof-
orð um að hlaupa undir bagga með
þeim bönkum sem sjá um afurðalán
eins og lofað var er hætt var að lána
þau beint, vantar viðskiptabankana
fé til þess að lána áfram.
Heildarvöntun til sláturleyfishafa
og mjólkursamlaga frá þessum aðil-
um til að þeirra lagaskyldu sé fram-
fylgt nálgast nú einn milljarð króna.
Ef ekki verður hér breyting á, og
þetta verður ekki lagfært verður
spurning hvort greitt verður fullt
verð fyrir sauðfjárafurðir eða mjólk
til bænda í desember.
28. nóvember 1986
Þorsteinn Sveinsson
Egilsstöðum
liðs þeirra virðist því vera tvíþætt:
Annarsvegar það göfuga hlutverk
að stuðla að vellíðan og heilbrigði
fólks, og vernda líf þess (og eins þótt
um örvasa gamalmcnni sé að ræða,
sem í raun getur vart lifað). Hinsveg-
ar að eyða í hundraðatali lífi upp-
rennandi, algerlega heilbrigðs fólks,
sem þegar hefur hafið sitt fyrsta
þróunarskeið á lífsbrautinni, og á
aðeins fleiri eða færri mánuði ófarna
að þeim áfanga, að fæðast af mæðrum
sínum.
Hvernig stendur á þeirri sálar-
deyfð bæði yfirvalda og að hluta
almennings, að láta þcssa óhæfu,
fóstureyðingarnar, óátaldar að
mestu?
Hvað veldur því, að fóstureyðing-
ar eru nú taldar lausn á félagslegum
vandamálum?
Hví eru félagsleg vandamál ekki
leyst (það væri áreiðanlega hægt) og
jafnframt komið í veg fyrir fóstur-
eyðingar?
II.
Ég hygg að hér sé það cinkurn
viljann sem vantar.
Þjóð, sem gerir þcssa tegund
manndrápa löglega, er á mikilli
hættubraut. Utanaðstreymandi
áhrifaöfl munu eiga hér hlut að máli,
og koma fram sem slæving hugarfars
og dómgreindar lærðra sem leikra.
Að mannsmorð í miklum mæli skuli
látin hér viðgangast, átölulítið af
flestum vitnar um þá mengun hug-
arfars, sem þegar er orðin, en sú
mengun er allri annarri rnengun
háskalegri.
Hér þarf að stinga við fótum.
Þessari hugarfarsmengun þarf að
eyða. Allir þurfa að skilja, að ófædd
börn eru menn, og að þau eiga fullan
lífsrétt ekki síður en allir þeir seni
eldri eru.
Almenn virðing fyrir lífsrétti
hinna getnu en ófæddu barna, gæti
orðið fyrsta skrefið gegn vaxandi
óöld , en í átt til öryggis og batnandi
mannlífs öllum til handa.
Ingvar Agnarsson
VERTU I TAKT VIÐ
Tímann
ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00
Staða afurðar og
staðgreiðslulána
-afuröa og staögreiðslulán fást ekki út á landbúnaðarafurðir