Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 1
0 STOFNAÐUR1917 limirin SMARAKVARTETTINN í Reykjavík hefur sent frá sér tvöfalt albúm, en þar er aö finna 35 Jög sem fæst hafa verið gefin út áöur. Á plötun- um eru nokkur íslensk dægurlög og eru mörg þeirra þegar oröin sígild, en þarna eru líka fjölmörg erlend þjóölög, einkum norræn sem notið hafa mikilla vinsælda gegnum árin. Söngmenn Smárakvartettsins eru þeir Sigmundur R. Helgason Halldór Sigurgeirsson, Guömundur Olafsson og Jón Haralds- son, en þeir hafa skipað kvartettinn frá því hann byrjaði fyrir réttum 35 árum. FLOKKUR MANNSINS hefur ákveöiö framboöslista sinn á Reykjanesi til komandi alþingiskosn- inga. Efstu sæti listans skiþa: 1. Júlíus K. Valdimarsson, markaðs- stjóri, Reykjavík. 2. Kristín Sævarsdóttir, skrifstofumaö- ur, Hafnarfiröi. 3. Hrannar Jónsson, sölumaöur, Kópa- vogi. 4. Jón Eyjólfsson, trésmiöur, Keflavík. 5. Magnea Ólafsdóttir, skrifstofumaö- ur, Hafnarfirði 6. Siguröur M. Grétarsson, háskóla- nemi, Mosfellssveit. 7. Ingibjörg Ólafsdóttir, verkamaöur, Sandgerði. VISITALA byggingarkostnaöar hækkaði úr 285 upp í 293 stig milli nóvember og desember, eöa um 2,64%. Af þeirri hækkun stafa 2,1 % af almennum launahækkunum frá 1. des- ember sl., um 0,1 % af hækkun gatna- geröargjalda og um 0,4% af verohækk- unum á ýmsu byggingarefni. Hækkun byggingarvísitölunnar sl. 3 mánuöi var 4,24%, sem jafngildir um 18,1% árshækkun. Raunveruleg hækkun sl. ár var 17,2%, en hækkun frá meðaltali 1985 til meðaltals 1986 var 24,5%. Hækkun á lánskjaravísitölu frá síö- asta mánuði reyndist 1,49%, sem samsvara mundi 19,4% árshækkun. Hækkun vísitölunnar síðustu 12 mán- I uöi hefur veriö 14,7%. Lánskjaravísi- tala 1587 gildir fyrir janúarmánuö j 1987. BYGGINGARFYRIR- TÆKJUNUM Ispan hf. og Aöalgeir og Viðar hf. á Akureyri hefur verið skipt : upp og sameinuö í eitt hlutafélag - Aðalgeir Finnsson byggingarverktakar hf. Engar breytingar veröa á rekstri j eða skuldbindingum vegna verktaka- starfseminnar. FANGAGEYMSLUR iö9 reglunnar í Reykjavík voru fullar um helgina. Mikið var um ölvun í borginni og var lögreglan kölluö jöfnum höndum til aö fjarlægja fólk úr heimahúsum og á almannafæri. Ölvun viö akstur var hins vegar ekki mjög mikil. SJÓMANNASAMBAND íslands og útvegsmenn munu funda um kjaramál í dag og hefur Sjómanna- sambandiö boðaö til verkfalls sjó- manna á fiskiskipum frá og með 1. janúar nk. VERÐLAGSRÁÐ sjávarút- vegsins varö ekki sammála á fundi sínum í gær um leiöir til þess aö gefa verölaaningu á fiski frjálsa, en nýtt fiskverö á aö taka gildi um áramótin. Nauðsynlegt er, ef gefa á verðið frjálst, að samstaöa náist um málið í ráöinu og því haföi fiskverðsákvörðun ekki veriö vísaö til yfirnefndar. Það var hins vegar gert á fundinum í gær og munu nú fulltrúar kaupenda og seljenda setjast aö samningaboröinu ásamt oddamanni. KRUMMI I „Vill einhver kaupa myndbandstæki? “ T>RIÐJUDAGUR 23. DESEMBER Tð86 - 293. TBL: 70. ARG. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Vaxtamáíið hið mesta hneyksli - opinber rannsókn hefur farið fram af minna tilefni „Þetta vaxtamál er hið mesta hneyksli og ég hugsa að af minna tilefni hafi verið gerð opinber rann- sókn á starfsemi stofnunar," sagði Steingrímur Hermannsson, fors ætisráðherra í samtali við Tímann í gær. Sagðist Steingrímur ákveð inn í að ræða þetta mál í ríkis- stjórninni, en ákvörðun um opin- bera"rannsókn biði þar til skýrsla Seðlabankans um málið hefði bor- ist honum í hendur. Minnti forsætisráðherra á, að þegar vextir voru að hluta til gefnir frjálsir í júlí 1984, þá hafi verið samþykkt í ríkisstjórninni að al- mennir vextir yrðu hækkaðir um tvö prósentustig og skýrt hafi verið tekið fram að Seðlabankinn fylgd- ist með því að vextir yrðu ekki hærri. Hafi þetta t.d. verið sá skilningur sem Halldór Ásgríms- son, sem gegndi störfum forsæti- sráðherra á þessum tíma í fjarveru Steingríms Hermannssonar, hafi lagt í málið. „Seinna kom í Ijós að Seðl- abankinn gerði þetta ekki. Seðl- abankinn skipti þessari ábyrgð yfir á viðskiptabankana og þar með gegndi hann ekki þessu lögbundna hlutverki sínu um að tilkynna há- marks vexti,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Á fundi bankaráðs Seðlabank- ans sem haldinn var í gær, var fjallað um dóm Hæstaréttar í okur- málinu svonefnda og hvort bank- inn hafi á einhvern hátt brugðist skyldu sinni að auglýsa hæstu lög- leyfðu vexti frá 2. ágúst 1984. Bankaráðsmenn vörðust allra frétta í gærog vísuðu til að bankinn brugðist skyldum sínum, en málið ið heimilt að færa þá skyldu að gæfijrá sér yfirlýsingu í dag. Þó er mun hins vegar að hluta til snúast auglýsa hæstu lögleyfðu vexti, yfir Ijóst að bankinn telur sig ekki hafa um hvort Seðlabankanum hafi ver- til viðskiptabankanna —phh Lögreglan á einni myndbandaleigunni í gær. Tímamynd: Sverrir Umbeðnar gjaldskrár hækkanir fást ekki Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, að höfðu samráði við fjármála- ráðherra ákveðnar tillögur um lækkup gjaldskrárbeiðna ýmissa opinberra fyrirtækja. Kemur þessi ákvörðun í kjölfar fundar ríkisstjórnarinnar með aðilum vinnumarkaðarins sl. föstudag. Þar kom fram óánægja þeirra aðila með ráðgerðar hækkanir á opinberri þjónustu og munu aðil- ar vinnumarkaðarins hafa hótað að til ófriðar gæti komið á vinnu- markaðnum á komandi mánuð- um, yrði ekki gerðar ráðstafanir til að hækkanir yrðu innan þeirra marka sem um var rætt við gerð kj arasamninganna. „Að athuguðu máli taldi ríkis- stjórnin ekki fært að stofna friði á vinnumarkaðnum í hættu. Þetta er vitanlega okkar ákvörðun, en þó mat á þeirra orðum frá fundin- um á föstudaginn," sagði Steing- rímur Hermannsson í samtali við Tímann í gær. „Mér sýnist að jákvæð um- skipti hafi orðið í málinu og að ljóst sé að þau samtöl sem við áttum við þá ráðherra á föstudag- inn hafi haft áhrif,“ sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ þegar Tíminn ræddi við hann um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um gjaldskrárhækkanir opinberra fyrirtækja. „Mér sýnist þessar hækkanir að vísu í hærra lagi, en eru þó færðar í sæmilegt samræmi við það sem við mátti búast. Það er án efa að þessar lágu hækkanir gera ýmsum stofnunum erfitt, en það er jafn augljóst að það er ætlast til þess að þessar stofnanir leiti á mið hagræðingar og reyni að bregðast við á þann hátt. Hvort það er hægt í öllum tilfell- um skal ég ekki segja, en í heildina ætti það er að vera,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Þær hækkunartillögur sem lagðar eru fram nú eru eftirfar- andi: Almenn símgjöld hækka um 10% og er gert ráð fyrir að Póstur og sími fái að taka erlent vörukaupalán til skamms tíma, til að standa undir áætluðum framkvæmdum. Gjaldskrá Ríkis- útvarpsins hækkar um 10% og fær stofnunin meiri tekjur af aðflutningsgjöldum en áætlað hafði verið. Fær útvarpið yfir í 130 millj. kr. ítekjurmeð þessum hætti í stað 48 millj.kr. Þeim eindregnu tilmælum var beint til Landsvirkjunar að hækk- un í janúar verði ekki untfram 4%, en áður hafði verið ákveðið að hækkunin yrði 7,5%. Hækkun Rafmagnsveitu. sem ákveðin var 10,5% verður ekki meiri en 7%, enda verði Landsvirkjun við of- angreindri málaleitan. Þá varfar- ið frani á það við Hitaveitu Reykjavíkur að hækkun þar verði ekki umfram 10%, en hafði áður verið ráðgerð 17%. Loks var þeim tilmælum beint til Samtaka sveitarfélaga að hækkanir yrðu ekki meiri en 7-8% að meðaítali, og einstakar hækkanir ekki um- fram 10%. -phh Lögreglan í Reykjavík og í ná- grannabyggðalögum gerði um- fangsmikið rúmrusk á myndbanda- leigum í gær kl. 17. Var farið á nær allar myndbandaleigur á svæðinu og fimm atriði könnuð. 1. Kannað var hvort verslunarleyfi voru í lagi. 2. Hvort lcigurnar höfðu á boðstól- um myndir sem kvikmyndaeftirlit- ið hefur á bannlista. 3. Hvort leigurnar höfðu á boðstólum myndir sem eru óleyfilegar vegna höfundarrétta ss. ótextaðar myndir. 4. Hvort leigurnar voru- með myndbönd sem höfðu verið ólöglega fjölfaldaðar. 5. Hvort bókhald, nótur o.þ.h. væri lögum samkvæmt. Aðgerðin tók rúma 4 klukku- tíma og var farið samtímis í mynd- bandaleigurnar kl. 17 en þá hafði verið kallað til allt tiltækt lið hjá lögreglunni og bílaleigubílar teknir á leigu. Aðgerðinni mun hafa verið flýtt nokkuð þar sem grunur lék á að kvisast hefði út að hún stæði fyrir dyrum. Tíminn fékk þær upp- lýsingar á lögreglustöðinni í Reykjavík í gærkvöldi að spólur þær sem gerðar voru upptækar skiptu þúsundum og var búið að fylla herbergi á lögreglustöðinni af pappakössum með spólum. Eigendur myndbandaleiganna tóku mjög misjafnlega á móti lög- reglunni og þurfti fulltrúi lögreglu- stjóra 7 sinnum að kveða upp dómsúrskurð vegna þess að eig- endur vildu ekki opna fyrir lögregl-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.