Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þríöjudag'ur 23. desember 1986 Ólæknandi ástríða að skrifa bækur í jólabókaflóðinu fyrir þessi jól eru tvær bækur eftir Gylfa Gröndal. Önnur bókin er ljóðabókl hans, Eilíft andartak en hin er’ Ævidagar, samtalsbók hans við Tómas Þorvaldsson útgerðarmann í Grindavík. Gylfi hefur skrifað viðtalsbækur, ævisögur, heimilda- sögur, rit um samvinnumál og síðast en ekki síst Ijóðabækur. Flestir láta sér nægja að senda frá sér eina bók á ári eða þaðan af minna, svo að Tíminn bað Gylfa að segja ögn frá ritstörfum sínum- og skáldskap í gegnum tíðina. Hvenær byrjaðir þú að yrkja? „Ljóðið hefur alltaf fylgt mér frá því ég var krakki. í bernsku minni eignaðist ég gamla svarta Erica ritvél sem átti að fleygja en ég fékk að hirða hana því hún var alveg heil. Á þennan litla rokk fór ég að yrkja og búa til Ijóðabækur í fáum eintökum og seldi heimilisfólkinu svo það má segja að það hafi snemma beygst krókurinn til þess sem verða vildi. f Menntaskólanum í Reykjavík var mikið bókmenntalíf í minni tíð og miklir snillingar svo sem Jökull Jakobsson, Ólafur Jónsson, Dagur Sigurðarson og fleiri. Ég var í hópi þessara skólaskálda. Ég birti bæði mikið af alvarlegum ljóðum í skólablöðunum og einnig talsvert af skoplegum dægurlagatextum sem voru sungnir í skólanum og á Laugavegi 11 sem varfrægt veiting- ahús hér í eina tíð. Þar sátu gjarnan skáld og listamenn ásamt menntskælingum. Að loknu stúdentsprófi las ég íslensku í Háskólanum í 2 ár en gerðist svo brátt blaðamaður og ílentist í því starfi". Hvar byrjaðir þú þinn blaðamanns- feril? Byrjaði á Alþýðublaðinu „Ég byrjaði á Alþýðublaðinu árið 1959, sem þá keppti við Þjóð- viljannogTímann. Áþessum árum var mikið um að vera í blaðaheim- inum. Blöðin voru að stækka og breytast í nútímahorf. Það blöstu gullin tækifæri við ungum mönnum í blaðamannastéttinni á þessum árum. Ég var t.d. orðinn ritstjóri Fálkans rúmlega tvítugur. Síðar varð ég ritstjóri Alþýðublaðsins en lengstan ritstjóraferil hef ég af Vikunni þar sem ég var í 8 ár. Mig hafði alltaf dreymt um að fást við ritstörf og blaðamennskan er part- ur af þeim störfum. Það má ekki gleyma því að blaðamennska er líka listform. Menn sem stunda ritstörf en hafa ekki fengist við blaðamennsku vilja stundum gleyma því og líta hana jafnvel hornauga, finnst hún vera fyrir neðan þeirra virðingu". „Ljóðið ffylgdi mér alltaf en bið varð á ljóðabók“ „Þrátt fyrir annríki blaða- mennskunnar vék Ijóðið aldrei úr huga mínum. Ég hef eiginlega ort alveg samfellt frá því ég var krakki. Ég birti t.d mikið af ljóðum í bókmenntatímaritum sem voru gefin út á þeim tíma. Á árunum í kringum 1960 var gullöld bók- menntatímaritanna og þau voru miklu fleiri en nú. Ég birti Ijóð í „Ljóðum ungra skálda" sem Magn- ús Ásgeirsson valdi, í „Árbók skálda" sem Kristján Karlsson gaf út, en hins vegar varð bið á því að ég gæfi út mína fyrstu ljóðabók. Það var nú t.d. af því að sjálfs- traustið var of lítið og svo átti ég líka vandláta vini sem gagnrýndu mig óspart eins og oft vill verða. Ég hafði mig ekki í að gefa út bók þó ég væri oft búinn að ganga frá handritum að þeim. Hins vegar árið 1975 þegar ég var orðinn 39 ára gamall, þá tók ég af skarið og gaf út lítið ljóðakver. Það vakti nú ekki mikla athygli og var lítið um það fjallað en fyrst ég var byrjaður þá var ég of þrjóskur til að hætta og hef haldið áfram og Eilíft andartak er því mín fimmta Ijóðabók". „Yrki hvort sem ég hef tíma til þess eða ekki“ En nú ert þú í fullu starfi sem ritstjóri Samvinnunnar og vinnur á fræðsludeild Sambandsins fyrir utan það að skrifa þessar tvær bækur á þessu ári. Hvenær gefst tími til allra þessara ritsmíða? „Það er ósköp auðvelt að segja að maður hafi engan tíma til að yrkja og menn segja það oft, en ég er þeirrar skoðunar að ef menn eru haldnir þessari áráttu og ef þctta sækir fast á mann, þá bara gerir maður það hvort sem maður hefur tíma til þess eða ekki. Það kemur bara annars staðar frá og verður til af sjálfu sér. Ytri kjör geta aldrei hamlað listsköpun ef áráttan er nógu sterk. Það má kannski segja að hugurinn beri mig hálfa leið. Ég á mér engin önnur áhugamál og tómstundir mínar fara allar í þetta“. Nú segja sumir að engin list sé fólgin í því sem gert er í hjáverk- um. Menn verði að vinna að þessu hörðum höndum. Hvað finnst þér um þessar kenningar? „Það er svosem satt að list er oft 99% vinna en Ijóðið gegnir svolítið öðru máli. Það er ekki stórt í sniðum og krefst ekki eins mikillar vinnu og skáldsögur eða smásögur. Ljóð er hægt að yrkja á stuttum tíma. Síðan má vinna ljóðið upp endalaust". „Ólæknandi ástríða að skrifa bækur“ Hvað réði því að þú fórst að skrifa ævisögur? „Það er nú skemmst frá að segja að það er nánast ólæknandi ástríða að skrifa bækur og ég er svo sannarlega haldinn þeirri ástríðu. Með árunum vaknar löngun hjá mörgum blaðamönnum að skrifa eitthvað sem er varanlegra. Það er nú ástæðan fyrir því held ég að margir gerast rithöfundar með ár- unum. Ég hef gefið út um 12 samtals-og ævisögur og ég hef haft af þeirri iðju ómælda ánægju. Það er reyndar mikil þrekraun að skrifa bók og verður því erfiðara sem maður skrifar fleiri bækur, öfugt við það sem margir halda. Glíman við mál og stíl er óendanleg og um leið og einni orustunni lýkur þá tekur önnur við. Hinsvegar er ég ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast því fólki sem ég hef verið að skrifa um, því það er allt í senn, lærdómsríkt, þroskandi og skemmtilegt". Hvenær kom fyrsta samtalsbókin út? „Það var árið 1974. Þá talaði ég við dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra og ambassador sem var stórskemmtilegur maður og gæddur leiftrandi kímnigáfu. Síðan hefur hver bókin rekið aðra. Ég skrifaði um fimm konur; Ástu málara en hún var fyrsta konan á íslandi sem lauk námi í handiðn; Helgu M. Níelsdóttur Ijósmóður sem var langt á undan sinni samtíð í jafnréttismálum. Hún var fyrsta konan sem fékk úthlutað lóð í Reykjavík og byggði hús upp á sínar eigin spýtur en það er Fæð- ingarheimilið á Eiríksgötu. Það þótti viðburður á sínum tíma. Einnig talaði ég við Jóhönnu Egils- dóttur verkalýðsforingja, Sigurj- ónu Jakobsdóttur, ekkju Þorsteins M. Jónssonar bókaútgefanda og Margréti Jónsdóttur, ekkju Þór- bergs Þórðarsonar. Nú svo hef ég rætt við tvo lækna, dr. Friðrik Einarsson lækni og Kristján Sveinsson augnlækni en bókin um Kristján er sú bók sem hefur selst langmest af mínum bókum. Hún trónaði í efsta sæti á metsölulistan- um alla bókavertíðina 1982“. En um hvað fjallar nýjasta bókin? „Það er samtalsbók við Tómas Þorvaldsson útgerðarmann í Grindavík. Líklega er það svo með alla höfunda að þeir trúa því og vona að nýjasta bókin þeirra sé sú besta og því er þannig farið með nýjustu bókina mína. Það er a.m.k. mesta efni sem ég hef glímt við um dagana. Þetta er reyndar byrjunin á hans minningum og fjallar eingöngu um æsku hans á 20 ára tímabili frá 1919 og endar þegar ísland er hertekið. Mér finnst að í þessu bindi, birtist gamla ísland Ijóslifandi. Ég vona að frásagnir Tómasar hafi töluvert heimildargildi. Það er svo merki- legt með mann eins og hann sem er 67 ára gamall að hann hefur lifað svo ólíka tíma. Hann gerðist sjó- maður kornungur og kynntist ára- sktpum og frumstæðum atvinnu- háttum sem hann lýsir nákvæm- lega. Hann elst upp við kröpp kjör en verður síðan sjálfur útgerðar- maður. Þetta er eiginlega saga manns sem fer frá kröppum kjör- um til allsnægta nútímans sem eru óskapleg viðbrigði. Það er eigin- lega furðulegt að sitja hjá þessum manni og hlusta á hann segja frá þessum gömlu dögum og mannlíf- inu þá. Það var á margan hátt gott þrátt fyrir fátæktina og erfiðleik- ana. T.d. hefur líf sjómanna verið svo erfitt að maður skilur það varla. Annað hvort þoldu þeir það eða ekki og voru þá úr leik. Steinn Steinar var t.d. vermaður í Grinda- vík og Tómas og hann þekktust ágætlega. Steinn er kallaður Alli sjómaður í bókinni því hann var ekki á þeim tíma búinn að taka sér skáldanafn. Steinn var bæklaður og gat alls ekki unnið þetta starf. Félagar hans unnu því fyrir hann erfiðustu verkin og ástæðan fyrir því var sú að hann var svo orðhvat- ur og gat kastað fram níðvísum hvenær sem hann vildi. Þær voru svo eitraðar að þeir vildu ekki eiga á hættu að fá svoleiðis á sig og hjálpuðu honum þess vegna. Erlendur Jónsson skrifaði rit- dóm um bókina nú nýlega og þar sagði hann einmitt í lokin að í bókinni væri ósvikinn manndómur, saltlykt, svitadropar og ilmur lið- inna daga. Það gladdi mig mikið að lesa þessa umsögn því það var einmitt sú stemning sem ég vildi að réði ríkjum í minningum Tómas- ar“. Hefurðu hugsað þér að skrifa áframhald æviminninganna? Ég vona að það verði framhald af þessum minningum Tómasar en ég veit ekki hvort það verður í einu eða tveimur bindum. Það er að minnsta kosti mikið efni eftir ennþá. ABS Oldungur minnist æsku sinnar Þórarinn Elis Jónsson Minningar (rá Leirhöfn Bókaforlag Odda Björnssonar Höfundur var í Leirhöfn á unglings árum og nú gerir hann þessu æskuheimili sínu skil með þessum minningaþáttum. Þegar hann kom að Leirhöfn bjó Helga Sæmunds- dóttir þar með sonum sínum upp- komnum. Henni og sonum hennar er bókin tileinkuð. Þetta er ekki fyrsta bók Þórarins. Áður hefur hann gert grein fyrir andlegri reynslu sinni en á þeim sviðum er hann næmari en gengur og gerist. Á æskuárunum í Leirhöfn varð hann fyrir þeirri reynslu sem varð honum reynsluvísindi og bcindi hugsun hans og lífi í ákveðinn farveg. Hér er ekki nein dulfræði. Hér cr sagt frá mætu og merku fólki og ágætu heimili. Nú orðið a.m.k. er það nyrsta mannabyggð á íslandi, sem hér er sagt frá. Fjarlægur lesandi hefur engin efni á því að bera brigður á frásögn Þórarins. Hins má þó geta að í minni sveit vestur í fjörðum heyrði ég aldrei getið um innfluttan ljábakka eða orf sem keypt væri frá útlöndum. Þar sem myndir sáust af útlendum sláttumönnum og orfum virtust þau nokkuð frábrugðin hinum íslensku. Svo komu norsku einjárnungarnir um 1930 og þokuðu skosku blöðun- um til hliðar. Þórarinn hefur gert þessa bók af virðingarverðri ræktarsemi og vand- að frásögn sína. Eins má segja um frágang og útlit bókarinnar. H.Kr. Þórarinn Elís Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.