Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. desember 1986 Tíminn 3 Búnaðarsamband Suðurlands: Úthlutað rétti til tveggja nýrra bænda - sem eru að fara út í mjólkurframleiðslu Búnaðarsamband Suðurlands hcf- ur úthlutað fullvirðisréttl til tveggja bænda í Árnessýslu sem eru að hefja kúabúskap. betta er gert þrátt fyrir bréf sem Félag kúabænda á Suðurlandi sendi Búnaðarsambandi Suðurlands í sumar, þar sem farið er fram á að nýjum framleiðendum sé ekki hleypt inn í mjólkurframleiðslu á meðan ekki sé nógur fullvirðisréttur til skiptanna fyrir þá kúabændur sem fyrir eru á svæðinu og hafa tóma bása í fjósum sínum. Annar bóndinn sem nú fær full- virðisrétt er að skipta úr sauðfé yfir í kýr en hinn er að byrja kúabúskap á ríkisjörð. Sú ríkisjörð hefur ekki haft mjólkurframleiðslu um nokkuð langt skeið. Guðmundur Stefánsson í Hraun- gerði er formaður nefndar sem Bún- aðarsamband Suðurlands skipaði til þess að úthluta viðbótarrétti þeim sem hvert svæði hefur til þess að jafna aðstöðu bænda á hverju svæði. Hann var spurður hverju þcssi út- hlutun sætti og svaraði hann því til að á ríkisjörðinni sem um ræðir væru vart aðrir möguleikar á búskap fyrir hendi. Athugað hefði verið með loðdýrabúskap en það hefði ekki verið hægt að byggja loðdýrahús vegna flóðahættu á jörðinni. Loð- , dýrahús þyrftu að vera 500 metra frá bæ, en önnur gripahús mættu vera íslensk getspá: Lottóvinningurinn fór um allt land Sjö fengu fimm rétta Það var greinilegt jafnrétti milli landshluta í lottóinu nú um helg- ina. í pottinum voru 4.045.945 krónur til skiptanna fyrir þá sem fengu fimm rétta. Það voru sjö manns sem fengu þann jólaglaðn- ing, eða 577.992 krónur hver. Eins og áður sagði þá dreifðist vinning- urinn um allt land, í Reykjavík, á Reykjanesið, inn í ísafjarðardjúp og á Raufarhöfn, þó þar sé engan lottókassa að finna. Það var 591 sem hlaut fjóra rétta og fékk hver þeirra 1142 krónur, en það voru 11.489 raðir með þrjá rétta og var vinningur á hverja röð 137 krónur. Alls komu 11.250.850 krónur inn í lottóið, en 40% þess fer í vinninga. Þá var um 1,8 miiljón fyrir í fyrsta vinning, en hann gekk ekki út síðast. -HM nær íbúðarbænum. A umræddri jörð væri bæjarstæði mjög lítið. Sá bónd- inn sem hætt hefði sauðfjárbúskap og farið í kúabúskap hefði aðeins fengið jafngildi 4 eða 5 kúa. Svo væri á það að líta að 7 bændur hefðu hætt búskap í Árnessýslu, svo um væri að ræða fækkun bænda í Árnessýslu. í framtíðinni yrði ábyggilega lokað á allar úthlutanir til nýliða. Þess vegna gæti svo farið að bóndanum á ríkisjörðinni yrði reistur minnisvarði sem síðasta bóndanum sem tekinn var inn í greinina í Árnessýslu. Það voru um 8.500 ærgildi sem til skiptanna voru hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands, 5% af heildarfull- virðisrétti svæðisins og fullvirðisrétt- ur þeirra 7 bænda sem hætt hafa búskap í sýslunni. Innan þess eru um 300 bændur og úthlutað var viðbót- arrétti til vel á annað hundrað bænda. ABS Gísli K. Lorenzon, 250 þúsundasti farþegi Flugleiða innritaður í flug til Akureyrar. Yfir 25000 farþegar í innanlandsflugi Flugleiðir hafa nú flutt yfir 250 þúsund farþega í áætlunarflugi innanlands á þessu ári og hafa farþegar aldrei verið fleiri. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi félagsins árið 1986 verði um 260 þúsund. Það var miðvikudaginn 17. des- ember sem 250 þúsundasti farþeg- inn var innritaður á Reykjavíkur- flugvelli og reyndist sá vera Gísli K. Lorenzon, varaslökkvistjóri á Akureyri sem var á leið norður. Einar Helgason yfirmaður innan- landsflugs Flugleiða afhenti Gísla blómvönd frá félaginu af þessu tilefni ásamt ávísun á helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur. í fyrra fluttu Flugleiðir 245 þús- und farþega í innanlandsflugi, en til samanburðar má geta þess, að fyrir 15 árum voru farþegar 130 þúsund. Fimm Fokkervélar eru notaðar við innanlandsflugið milli 11 áfangastaða. Framleiðsluráð landbúnaðarins og Stéttarsamband bænda: Ríkisstjórnin standi við yfirlýsingar sínar Fiskmarkaður á Alþingi - en tryggi aðilum vinnumarkaðarins að verðhækkanir á alifuglaafurðum verði ekki umfram almennar hækkanir Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um uppboðsmark- að fyrir sjávarafla. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að gildistími laganna verði 2 ár frá næstu áramótum, enda lögð áhersla á að hér sé um tilraun- astarfsemi að ræða. Samkvæmt frumvarpi sjávarút- vegsráðherra þarf sjávarútvegsráðu- neytið að veita leyfi til reksturs uppboðsmarkaðar og er slíkt leyfi veitt til eins árs í senn og er leyfishaf- anuin skylt að reka markaðinn allt leyfistímabilið. Eins og áður hefur verið greint frá í Tímanum er enn óljóst um það hvort eða hvernig þetta frumvarp mun stangast á við gildandi lög og hafa einkum verið nefnd í því sam- bandi lög um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun í sjávarútvegi, lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins, en fyrir jólaleyfi þingmanna voru sam- þykktar breytingar á lögum um Ríkismat sjávarafurða sem sam- ræma þau lög uppboðsmarkaði á fiski. Vegna þessa er í greinargerð með frumvarpi um uppboðsmarkað bent á að unnið er að úttekt á lagahlið þessa máls í sjávarútvegs- ráðuneytinu og vísað til yfirlýsingar ráðherra um að hann muni beita sér fyrir breytingu á þeim lögum sem hugsanlega kynnu að standa í vegi fyrir stofnun slíks markaðar ef al- menn samstaða næst um að honum verði komið á laggirnar. Samkvæmt frumvarpinu eru leyfi til reksturs fiskmarkaðar háð ákveðnum skilyrðum, m.a. því að viðkomandi sé íslenskur ríkisborgari og ef um hutafélag er að ræða þá þarf allt hlutaféð að vera í eign íslenkra ríkisborgara. Varðandi reglur um starfsemi markaðarins segir í frumvarpinu að þær skuli hljóta samþykki ráðherra og að þeim megi ekki breyta nema með hans samþykki. _ bq Stéttarsamband bænda og Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hafa sent frá sér tillögur varðandi framleiðslu- stjórn á landbúnaðarafurðum. Framleiðsluráð landbúnaðarins minnir á að ríkisstjórn og þingmenn hafi í tillögu sinni við setningu búvörulaganna 1985 gefið yfirlýsing- ar um að landbúnaðarráðherra væri heimilt að gefa út reglugerð um framleiðslustjórn í alifugla-ogsvína- rækt ef framleiðendur meirihluta framleiðslunnar óskuðu eftir henni. Forsenda þess að framleiðendur sauðfjárafurða og mjólkur sættu sig við harðar stjórnunaraðgerðir í sín- um búgreinum var von um að stjórn yrði komið á allar búgreinar. Framleiðsluráð mótmælir því yfir- lýsingum ríkisstjórnarinnar um að falla frá stjórn á alifuglaræktinni og fer fram á að þær yfirlýsingar verði afturkallaðar, þar sem þær hafi verið brot á þeim fyrirheitum sem land- búnaðarráðherra hafði gefið í þessu efni. Jafnframt verði unnið að og tryggt Hófí heiðruð Ungfrú heimur 1985 Hólmfríður Karlsdóttir var heiðruð um helgina, af utanríkisráðuneytinu. Var viðurkenningin veitt fyrir þá landkynningu sem Hólmfríður var fyrir land sitt það ár sem hún bar kórónuna. Hún er án efa fallegasti hálfopinberi sendiherra sem ísland hefur státað af. Viðurkenningin er í formi listaverks sem Jens Guðjónsson gullsmiður hannaði og bjó. Afhendingin fór fram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Hófí réð sjálf gestalistanum í móttökunni. límaniynd Sverrir að verðlag þessara vara þurfi ekki að hækka umfram aðrar hækkanir verð- lags í landinu. Stéttarsamband bænda hefur sent ríkisstjórninni bréf þar sem óskað er eftir því að ríkisstjórnin óski eftir því við aðila vinnumarkaðarins að í stað fyrirheits sem gefið var um að ekki yrði tekin upp framleiðslustjórn á alifuglarækt, þá verði tryggt að verðhækkanir á afurðum alifugla verði ekki umfram almennar verð- hækkanir í landinu. - ABS ísafjöröur: Eldur kom upp í Norður- tanga Slökkviliðið á ísafirði var kallað út um kl. 14:00 á sunnudag að Frystihúsinu Norðurtanganum. Er slökkvilið kont á staðinn var mesti eldurinn í trégólfi og vegg geymsluherbergis inn af móttökusal á neðri hæð og reykur var í norður- enda hússins allt upp í ris. Það tók slökkviliðið um klukkutíma að slökkva eldinn og reykhreinsa húsið en að því loknu hafði slökkviliðið vörð um húsið til klukkan sjö um kvöldið. Skemmdir eru ekki taldar vera mjög miklar en eftir er að meta þær til fuíls. Upptök eldsins eru ókunn en rannsóknarlögregla og slökkvilið vinna að rannsókn þess. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.