Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 23. desember 1986 SPEGILL Hann er orðinn 56 ára, farinn að fitna og þarf að nota gleraugu. - Hann er Bjargvætturinn! Breski leikarinn Edward Wood- ward þykir ekki beinlínis hin dæmi- gerða kvikmyndastjarna, hvað þá heldur kyntákn! Samt sem áður er það svo að nú, þegar hann er orðinn 56 ára að aldri, farinn að fitna og verður að notast við gler- augu, er hann orðinn hátt skrifaður í bandarísku sjónvarpi og þáttur hans, sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja sem Bjargvættinn, er sýnd- ur á besta sjónvarpstíma í Banda- ríkjunum. Þessar vinsældir lögregluþáttar, þar sem Breti fer með aðalhlutverk í ofanálag, eiga sér ekki hliðstæðu í bandarísku sjónvarpi. Og enn meira þykir í frásögur færandi að farið er að líta á Woodward sem kyntákn! „Hann er kynþokkafyllsti karlmaðurinn í Ameríku - að Re- agan forseta undanskildum,“ segir hrifin kona á besta aldri, og það er • hreint ekki svo lítið hrós, því að Ronald Reagan hefur til þessa borið höfuð og herðar yfir aðra karlmenn í þessum aldursflokki hvað sex appílinn varðar! Þættirnir um Bjargvættinn eru það nýir af nálinni að það er rétt nýbyrjað að sýna þá í Bretlandi. En þeir eiga sér skrítna sögu. Fyrir 16 árum, þegar Woodward var bundinn í breskum sjónvarpsþátt- um um Callan leynilögreglumann, bað umboðsmaður hans hann að líta á kvikmyndahandrit eftir ung- an áhugasaman mann. Woodward Einkalíf Edwards Woodward var í mestu flækju fyrir 10 árum. Þá varð hann ástfanginn af Michele Dotrice og átti seinna með henni dótturina Emily Beth. En hann átti konu og 3 börn fyrir sem hann vildi ekki missa. Hann var lengi að ákveða sig og breskir fjölmiðlar fylgdust með af áfergju. Svo fór á endanum að hann tók saman við Michele en heldur besta sambandi við fyrri konu sína og börn þeirra. leist svo vel á handritið að hann eyddi hluta af sumarfríinu sínu í að leika í kvikmyndinni, án þess að þiggja laun fyrir. Segir nú ekki söguna meir fyrr en handritshöf- undurinn, sem nú er orðinn fram- leiðandi í Hollywood, hefur sam- band við Woodward á ný og leggur fyrir hann hugmyndina að Bjarg- vættinum. Sýnishornið sem gert Bjargvætturinn er harður í horn að taka þegar hann er að vernda smælingjana. var leiddi til þess að ákveðið var að gera 9 þætti og sjá svo til um framhaldið, sem gæti orðið a.m.k. 13 þættir í viðbót. Nú hefur verið ákveðið að halda áfram með þættina og horfir Edward Woodward til þess með blendnum tilfinningum. Vinnuá- lagið er nefnilega geysimikið, dag- legur vinnutími 14-17 klst. enda má ekki taka nema 7-8 daga að ljúka við hvern klukkutímalangan þátt. Það verður þess vegna ekki af því í bráðina að Edward Wood- ward láti undan heimþránni og setjist að á heimili sínu í Englandi, húsi frá 17. öld, sem stendur uppi á skógivaxinni hæð ekki langt frá Stratford upon Avon. Ástalífið er flokið hjá Robert De Niro - en honum finnst það sáraeinfalt! Það þykir sjálfsagt mörgum undarlegt að leikarinn Robert De Niro, sem þekktastur er fyrir að leika fyrirferðarmiklar og trylltar persónur á hvíta tjaldinu, er manna hlédrægastur í eigin persónu. Nema á einu sviði, ástalífið er óvenju fjölskrúðugt og þætti sum- um meira en nóg um að rata í þeim frumskógi! Hann hefur verið giftur sömu konunni lengi og saman eiga þau 11 ára gamlan son, Raphael. Kon- an er leikkonan Diahnne Abbott og er svört, eins og flestar konur aðrar í lífi hans. Hjónabandið er síður en svo í hefðbundnum stíl, þau hafa búið aðskilin síðustu 7 árin og bæði fara sínu fram. En þau hittast öðru hvoru og eru þá „eins og turtildúfur“ segja kunnugir. Diahnne býr í Los Angeles ásamt syni þeirra en Robert hefur valið að búa í New York. Hann leggur samt oft leið sína til Kali- forníu, en finnur sér ekki alltaf tíma til að hitta konu sína. Hann á nefnilega aðra fjölskyldu þar líka! Fyrir fjórum árum ól söngkonan Helena Springs honum dótturina Nina Nedejka De Niro og hann sér í rauninni ekki sólina fyrir þeim mæðgum. Og í New York bíður hans þolinmóð fyrirsætan Turkis Smith. Á undanförnum árum hafa oft gosið upp sögusagnir um að Robert De Niro ætlaði loks að gera upp hug sinn um að skilja við Diahnne og giftast annarri hvorri hinna, en hann hefur engan lit sýnt á því enn sem komið er, enda hefur hann fleiri járn í eldinum. De Niro er þvert um geð að ræða um einkamál sín, en það kemur fyrir að opinber yfirvöld líta öðru vísi á málin. Árið 1982 dó gaman-, leikarinn John Belushi af of neyslu I eiturlyfja og áfengis. Kvöldið áður hafði hann verið að skemmta sér með Robert De Niro og Robin Williams. Nærveru þeirra var ósk-, Skautaparíð heimsfræga Torvill og Dean sem eldprinsinn og ísprinsessan og nokkrír af dönsurunum með þeim Nýjasti ísdansinn snillinganna Torvill og Dean heitir „ELDUR OG ÍS“ Á jóladag mun breska sjón- varpsstöðin ITV tjalda hinum vönduðustu dagskrárliðum og þar á meðal verður skautaparið heims- fræga Torvill og Dean með nýjasta ísdansinn sinn „Eldurog ís“. Hann er sagður vera líkur töfrandi logum sem leika yfir ísinn. Kostnaðurinn við allan útbúnað fyrir þessa sýningu er sagður vera um 1,7 millj. sterlingspund (um 100 millj. ísl. kr.!). Búningar og ljósaútbúnaður er íburðarmeiri en nokkru sinni áður. Dansinn er klukkutíma dramatískt ævintýri, þar sem Chris er í hlutverki „eld- prinsins" en Jayne er „ísprinsess- án“. Sum sýningaratriðin eru svo ótrúleg að áhorfendur grípa and- ann á lofti. Það er t.d. þegar Chris fellur gegnum þriggja metra eldhaf og kemur niður á bláhvítan ísinn. Þetta er gert með stórkostlegum ljósasýningum. Skærbláir dropa- steinar mynduðu baksviðið fyrir þessa íburðarmestu skautasýningu sem sést hefur. Margir skauta- meistarar taka þátt í sýningunni. Skautaparið Torvill og Dean segja að uppsetningin á „Eldur og ís“ sé draumur þeirra beggja, sem nú hafi ræst. Robert De Niro að við réttarrannsókn á dauðsfall- inu. Robert De Niro þykir enginn miðlungsleikari og hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Bolinn frá Bronx (Rag- ing Bull) árið 1980. Sú mynd var sýnd í Sjónvarpinu nýverið og mátti þar meðal annars sjá hvernig þetta kvennagull tekur sig út þegar þyngdin hefur farið úr böndunum. 105 kíló varð hann að vera til að passa í hlutverkið, en venjuleg þyngd hans er 73 kg. Hvort það var erfiðara að þyngja sig eða léttast aftur treystir Robert sér ekki til að dæma um. „Ég varð að fara snemma á fætur þegar ég var að fita mig. Það tekur nefnilega tíma að borða 3 stórar máltíðir á dag. Og ég át oft og mikið og vel. Ég fór m.a.s. til Frakklands og át á öllum tveggja og þriggja stjörnu veitingahúsunum þangað til ég var að springa," segir hann um þessa lífsreynslu. Hins vegar var eina ráðið til að léttast að borða hreint ekkert! Og það tókst Robert De Niro.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.