Tíminn - 30.12.1986, Side 15
Þriðjudagur 30. desember 1986
Tíminn 15
Átak til Skjóls
Það fer ekki framhjá mörgum að
um þessar mundir stendur yfir fjár-
söfnunin Atak til Skjóls.
Verið er að safna fé til að ljúka
byggingu umönnunar og hjúkrunar-
heimilis fyrir aldraða á Laugarási í
Reykjavík.
Eggert Ásgeirsson sent er í fram-
kvæmdanefnd átaksins hafði þetta
að segja Tímanum.
Stofnendur Skjóls eru stórir aðilar
í íslcnsku samfélagi, einkunt þeir
sem sérstaklega hafa í starfi sínu
kynnst hversu alvarleg vistunarþörf-
in er fyrir aldraða nú. Ekki aðeins
um þessar ntundir heldur er fyrirsjá-
anlegt að hún muni aukast mjög í
framtíðinni þar sem öldruðum fer
mjög fjölgandi. Breytingar á
atvinnuháttum gera það að verkum
að erfiðara er nú en áður að annast
hina öldruðu í heimahúsum, þótt að
sjálfsögðu hljóti að vera markmiðið
að þeir dveljist þar sem lengst. Til
þess að svo megi verða þarf að
sjálfsögðu að veita heimilunum
margvíslega hjálp. Hún þarf ekki
alltaf að vera mikil en þýðingarmikið
er að við höfum það á tilfinningunni
að við verðunt ekki skilin eftir með
óleysanlegan vanda þegar harðnar.
Hækkaður meðalaldur íslendinga
hefur það í för með sér að fólk
heldur lengur heilsu en áður þannig
að oft fer ekki að halla undan fyrr en
fólk er komið á mjög háan aldur og
eru þá börnin komin á háan aldur
einnig, þeim fækkað og heilsa þeirra
ekki þannig að leggja á þau að
annast hina öldruðu. Margir þekkja
hin verstu dæmi úr sínum fjölskyld-
um. T.d. þar sem tvær kynslóðir
aldraðra eru mikillar hjálpar þurfi.
Það er staðreynd í umönnunar-
málum aldraðra að fólk hefur vegna
forsjálni getað búið vel í haginn fyrir
sig, tryggt sér pláss á elliheimili og
þannig komist framúr þeim sem
lengur hafa reynt að þrauka heima.
Þegar svo sjúkdómar valda skyndi-
legum breytingum á högum þeirra
vakna fjölskyldurnar upp við þá
óþægilegu staðreynd að hvergi er
rými fyrir hinn aldraða.
Við hugsum um vandamálið eins
og það væri eitthvað sem gæti komið
fyrir aðra, vandinn sé langt undan.
Raunveruleikinn er samt sá að bæði
getum við orðið illa úti sjálf og
einnig þurft að leysa vanda okkar
nánustu. Þetta er vandi okkar allra.
Við getum ekki ætlast til að aðrir
leysi mál sem við látum eins og ekki
komi okkur við. Hvað getum við
gert? Við getum lagt okkar skerf
fram með því að leggja fram fé, nreð
því að sýna áhuga okkar á þessu máli
og með þvf að leggja okkur fram um
að leysa vandamál okkar sjálfra og
annarra.
Til að reyna að bæta úr vistunar-
málum aldraðra sjúklinga bar Félag
lífeyrisþega ríkis og bæja upp tillögu
í öldrunarráði íslands þar um bygg-
ingu hjúkrunarheimilis. Varð það úr
að ásamt félaginu tóku ASÍ,
Reykjavíkurborg, Sjómannadags-
ráð, Þjóðkirkjan og Stéttarsamband
bænda höndum saman um stofnun
Sameignarfélagsins Skjóls og eru nú
að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt
að 111 sjúklinga á Laugarási í
Reykjavík.
Byggingin gengur furðuvel og hef-
ur tekist bærilega við öflun fram-
kvæmdafjár. Þó er enn nokkuð langt
í land. Nokkrir einstaklingar sáu að
þörf var á átaki til að byggingin
tefðist ekki og hafa nú gengist fyrir
fjársöfnunni Átaki til Skjóls nú í
árslokin. Hefur verið sent bréf á öll
heimili í landinu ásamt gíróseðlum
þar sem fólk er beðið að láta eitthvað
af hendi rakna til þessa stóra bygg-
ingarátaks.
111 pláss eru ekki nægileg en
vonast er til að áfram verði haldið og
fleiri slík heimili reist. Reksturþessa
heimilis á að verða mjög hagkvæm-
ur. Tókst samkomulag við Hrafnistu
um að nota lóð sem hún hafði yfir að
ráða við hliðina á þeirra dvalar-
heimili á Laugarási og að þvottahús
og eldhús þess verði samnýtt væntan-
lega til hagræðingarfyrirbáða. Síðar
er stefnt að fleiri sameiginlegum
þáttum sem hugsanlega geta haft
góð áhrif á rekstur þeirra beggja.
Við sem erum í forystu fyrir þessu
átaki leggjum áherslu á að þarfir
skuli ráða hverjir komist inn á Skjól.
Þannig séu allir jafnir hvaðan sem
þeir eru af landinu. Að vísu er þörfin
mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem
hcr búa svo margir og hér hafa
safnast margir öldungar af öllu land-
inu. Til að tryggja samband aðstand-
enda sem fjarri búa við skyldmenni
á heimilinu er gert ráð fyrir skamm-
tíma gistirými sem hægt er að fá
þegar menn vilja dveljast nærri
þeini. Þá verður hér veitt sérhæfð
hjálp sem ekki hefur verið hægt að
veita úti um landið.
Viðbrögð hafa verið góð til þessa.
Að vísu eru bréf ekki enn komin til
allra, en allt bendir til að þessu átaki
verði vel tckið. Það sent inn kemur
verður notað þegar í stað til að
kaupa innréttingar og hreinlætis-
tæki.
Ekki aðeins hafa borist peninga-
gjafir. Nokkrir hafa heitið stuðningi
MINNING
111!
Ilillll
111
Ragnhildur Runólfsdóttir
Fædd 27. október 1889
Dáin 5. desember 198A
Nú er hún amma mín horfin
sjónum okkar. Hún var einstök
kona og til hennar mun verða hugsað
með hlýju og þakklæti. Ég var svo
lánsöm að fá að lifa mín bernskuár
með henni en hún og afi dvöldu á
heintili foreldra minna þar til ég var
um fermingu. Hann var svo orð-
heppinn að um var talað og snyrti-
mcnni hið mesta og allt varð að vera
svo hundrað prósent hjá honum að
jaðraði við smámunasemi. Ég bar
ákaflega mikla virðingu fyrir afa.
Hún var alltaf svo hlý og mild og
skapgóð, og var ávallt tilbúin að gefa
af mildi sinni. Það er ómetanlegt
fyrir barn að vera meðal slíks fólks,
sem margt hefur lært í lífinu og hefur
þroska og vilja til að miðla af reynslu
sinni án alls yfirlætis. Það lýsir
ömmu minni vel það svar sem ég
fékk í þau fjölntörgu skipti, sem ég
tók um hálsinn á henni og sagði af
minni innstu sannfæringu: „Amma
mín, þú ert best í heimi'". Þá sagði
hún alltaf: „Þetta máttu aldrei segja
elsku barn, auðvitað er mamma
alltaf best.“ Ég fann að andmæli áttu
ekki við, þarna hefur henni fundist
hún vera í því sæti sem hún átti ekki
rétt á. Hún vissi líka hvað var að
vera móðurlaus því hún missti móð-
ur sína sjö ára gömul. Þá var hún ein
átta systkina og heimilinu var tvístr-
að eins og svo oft á þeim tímum ef
annað foreldrið féll frá. Hún fór á
bæ með systur sinni sem hét Guð-
laug. Hún var aðeins eldri og hennar
besta vinkona. Guðlaug dó um
tveimur árum seinna. Þetta var mik-
ill missir fyrir ömmu ntína og talaði
hún ennþá um þessa atburði með
söknuði undir það síðasta.
frá Hólmi
Amma mín ætlaði aldrei að giftast
en þegar hún kynntist afa breyttist
það áform hennar. Hún sagði sjálf:
„Hann var vandaður maður til orðs
og æðis.“ Og hún vildi að hann yrði
faðir barnanna sinna. Þau hófu bú-
skap í Vestamannaeyjum og þar
eignuðust þau sína fyrstu syni. í
Vestmannaeyjum lcið henni vel en
afi þráði sveitina sína og var það
henni mikil fórn þegar hún lét það
eftir honum, að fíytjast að Hólmi í
hlóðareldhús og allsleysi, en alltaf
varð eitthvað til bjargar aðsteðjandi
vandamálum og oft talaði hún um
„blessunina hana Arnýju sína“ sem
var nágrannakona hennar og besta
vinkona og virtist alltaf koma þcgar
ömntu lá á, í það minnsta talaði hún
þannig. Þarna í Hólmi bjuggu þau
allan sinn búskap og cignuðust alls
sex börn, fimm drengi og eina
stúlku, sem öll eru á lífi nema eitt,
en það var faðir minn sem lést af
slysförum þegar ég var unglingur.
Amma mín var mjög trúuð kona og
oft scttist hún á rúmstokkinn hjá
okkur á kvöldin og fór nteð kvöld-
bænirnar með okkur. Það var gott
fyrir litla barnssál að róast fyrir
svefninn við þýðan róm og bænir,
sem fluttar voru af látleysi. Mér
finnst ég rík að hafa átt hana fyrir
ömmu og kynnst henni og hennar
| góða innræti. Hún var alltaf gefand-
inn og hennar mesta gleði var að
gleðja aðra og gera öðrum gott. Það
streymdi svo mikil hlýja og góðvild
frá henni að það var eins og maður
fylltist friði af návist hennar. Það var
mannbætandi að kynnast hcnni og
mörg gullkorn lagði hún á minn
lífsveg.
Um sextugt gekkst hún undir
aðgerð á mjöðmum sem mistókst og
gekk hún síðan við tvær hækjur lengi
vel og síðar við hækju og staf. Þctta
háði hcnni mjög mikið og olli henni
miklum þjáningum en breytti ekki
skapgerð hennar og aldrei örlaði á
biturð. Hún saumaði mikið og marg-
an íslenskan búning gerði hún en
mest saumaði hún á litla drcngi og
gerði það þar til hún var níræð. Hún
dvaldi hjá dóttur sinni á Húsavík í
um átján ár cftir að afi lést, og þar
leiö henni vel. Hún fluttist að Vífils-
stöðum fyrir um fjórum árum og þar
andaðist hún þann 5. desember sl.
Ég er þakklát öllum þeim sem
stuðluðu að vellíðan hennar og
glöddu hana á einhvern hátt, og að
lokum fer ég með kvöldbæn, sem
hún flutti svo oft við rúmið mitt
þegar ég var barn:
Vertu yfir og allt urn kring
í eilífri blessun þinni.
Silji Guðsenglar sarnan í liring,
sœnginni yfir rninn.
Erla R. Guðmundsdóttir
með öðrum hætti. T.d. hefur Almar
Grímsson lyfsali í Hafnarfjarðar-
apóteki heitið að gefa innréttingar í
lyfjabúr Skjóls og að hjálpa til við
skipulag þess. Gísli J. Johnsen s.f.
hefur gefið tölvu til heimilisins.
Þá hefur verið haft samband viö
stjórn Skjóls og tilkynnt að heimilinu
hafi verið ánafnað stórgjöfum í
erfðaskrám. Viðbrögð benda til þess
að fólk hafi ekki gefist upp á sam-
hjálpinni þótt því sé ekki að leyna
að mjög er leitað í vasa fólks og það
svo mjög að hætt er við að fólk
þreytist. En þörfin er mikil og það
ekki síður mikilvægt að fólk sýni
vilja sinn í verki.
Sjálfboðin þjónusta og gjafir
ásamt fruntkvæði í hugmyndum og
öðru er ntjög mikilvægt fyrir þróun
velferðarmála og framfaramála. Ef
fólk sýnir ekki yfirvöldunum að það
hafi jákvæðan hug til verkefna af
þessu tagi er hætt við að dragi úr
frumkvæði þeirra og fjárveitingum.
Fátt er jafn hættuiegt á þessu sviði
sem öðru og að safna fyrir óleystum
vandamálum, t.d. með því að leysa
ekki vistunarþörfina jafnóðum. Að
öðrum kosti er hætt við að mönnum
lítist á óleyst vandamál sem óyfir-
stíganleg.
Við sem erum í þeim áhuga-
mannahópi sem vill styðja Skjól von-
umst til þess að allir sem áhuga hafa
á eða áhyggjur af vistunarmálum
aldraðra sýni jákvæðan hug sinn
með því að leggja sitt af mörkum í
santeiginlegan sjóð, Átak til Skjóls.
Eggert Ásgeirsson.
VINNINGSNÚMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
--------Dregið 24. desember 1986
SUBARU STATION GL: 63924 80481 89945
FORD SIERRA1600: 115514 155964 161885
VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR KR. 50.000:
184 22716 42295 90620 102282 126229 130827 158838 179821
16933 38082 59961 98316 102392 127409 138317 166534
21945 41524 67814 102102 115410 128386 156783 168086
VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR KR. 25.000:
2223 22071 43234
3859 22478 57034
4582 36080 57486
5576 38446 57724
12848 38571 59161
14038 39396 59422
15348 40902 63139
20822 41232 63169
63196 76507 87249
63640 79423 87258
64126 82441 94245
67472 83082 94696
67975 83156 97722
69197 85033 98440
72796 86781 102729
75031 86803 108275
115257 144097 172848
116292 145933 175521
117982 150579 175719
119983 156468 177988
138578 156740 181775
139338 158428
139627 161849
143414 168801
Handhafar vinningsmiöa framvisi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
aö Skógarhlíö 8, simi 62 14 14.
Krabbameinsfélagiö
þakkar landsmönnum
veittan stuöning.
Krabbameinsfélagið
Ritari
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa
í utanríkisþjónustunni.
Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu
öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu.
Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð
fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum
íslands erlendis.
Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík, fyrir 15.
janúar nk.
Utanríkisráðuneytið.
RfR
rafmagnseftirl.it ríkisins
Orðsending til rafvirkja
Nám til löggildingar á rafvirkjun samkvæmt nýjum
reglum er fyrirhugað í fyrsta sinn á vorönn 1987.
Umsækjendur skulu hafa sveinspróf í rafvirkjun
eða rafvélavirkjun og lokapróf frá iðnfræðsluskóla
og auk þess uppfylla inntökuskilyrði samkvæmt
Stjórnartíðindum nr. 372, 31. júlí 1986.
Nánari upplýsingar um námið fást hjá Rafmagns-
eftirliti ríkisins í síma 91-84133.
Rafmagnseftirlit ríkisins
Fjármálastjóri
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins óskar að ráða
fjármálastjóra.
í starfinu felst meðal annars: Fjármálastjórn,
áætlanagerð, eftirlit með bókhaldi stofnunarinnar
auk daglegrar umsjónar með rekstri.
Nánari upplýsingar um starfið veitir forstjóri.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar.