Tíminn - 30.12.1986, Qupperneq 16
46 Tíminn Þriöjudagur 30. desember 1986
IIIIIIIHII.Ipróttaannall .......IIIHIIIIIIHI.Illllllllllll..
ÍÞRÓTTAANNÁLL
JANÚAR
Einar Vilhjálmsson var kjör-
inn íþróttamaður ársins og hlaut
hann fullt hús stiga hjá Samtökum
íþróttafrcttamanna sem gengust fyr-
ir kjörinu. Þetta er í annað sinn sem
Einar cr kjörinn íþróttamaður
ársins, árið 1983 hlaut hann einnig
fullt hús stiga. Einar keppti á 22
alþjóöamótum íspjótkasti árið 1985,
var á vcrölaunapalli í 20 þeirra og
sigraði í 12. Hann átti 8. besta
heimsárangurinn í spjótkasti.
Víkingar tryggðu sér íslands-
mcistaratitilinn í handknattlcik,
enduðu mótiö mcð stæl, unnu KR
34-24 í síðasta leik. Valsmenn urðu
í 2. sæti. ísland hafnaði í 4. sæti í
Baltic keppninni í handknattleik,
sigruðu A og B lið Dana en töpuðu
fyrir Austur-Þjóðverjum sem sigr-
uðu, Sovétmönnum og Pólverjum.
Leif Mikkelsen landsliðsþjálfari
Dana sagðist eftir leikinn ekki hafa
munað eftir að Þorbergur Aðal-
steinsson væri til og þar væri
komin skýringin á tapinu því gleymst
heföi að hafa gæturá honum! Skarp-
ur strákur, Tobbi hefur ekki leikið
nenta 130 htndsleiki og marga gegn
Dönum. Eðvarð Þór Eðvarðs-
son varð í 3. sæti í 100 og 200 m
baksundum á Gullbikarkeppninni í
sundi í Frakklandi og sannaöi enn að
hann er fremsti baksundsmaður
Norðurlanda og í heimsklassa. Tím-
ar hans voru mun betri en á sama
tíma árið áður. Sigurður Jóns-
SOn var lánaður frá Sheffield
Wednesday til Barnsley í einn mán-
uðaðminnsta kosti. Fimleikafélagið
Björk sigraði í A-flokki kvenna á
bikarmeistaramóti íslands í fimleik-
um og Ármenningar urðu hlutskarp-
astir í A-flokki karla. Gunnlaugur
Grettisson bætti 25 ára gamalt
Islandsmet í þrístökki án atrennu.
stökk 10.17 m á íslandsmótinu í
atrennulausum stökkum. ÍK, Vík-
ingur, HSÞ-b og ÍR fluttu sig um set
upp í 1. deild í innanhússknatt-
spyrnu eftir gott gcngi á íslandsmót-
inu og Njarðvík, Stjarnan, ÍBV og
Einherji fóru upp í 2. deild. Framar-
ar urðu Reykjavíkurmeistarar í
knattspyrnu í karlaflokki en Valur í
kvennaflokki.
Körfuknattleikssamband íslands
varð 25 ára í mánuðinum, þann 29.
nánar til tekið.
Mark Huges ákvað að keppa
með Barcelona í knattspyrnu og
fékk Manchester United stjarnfræði-
lega upphæðfyrirhann. Hcimsmetin
féllu í stríðum straumum á innan-
hússmóti bandarískra í frjálsum og
Billy Olson bætti heimsmetið í stöng
skömmu síðar um einn sentimetra,
5.89. Tennisleikarinn skapstóri John
McEnroe ákvað að taka sér frí til að
hressa upp á sálina.
FEBRÚAR
íslendingar sigruðu á Flugleiða-
mótinu í handknattleik, unnu Pól-
verja 22-19 í úrslitaleik. Frakkar
urðu í 3. sæti og Bandaríkjamenn
ráku lestina. Sigurður Jónsson lék
með Barnsley og gekk vel. Bjarni
Friðriksson sigraði á Afmælismóti
JSÍ. Preben ElkjærLarsen varvalinn
íbróttamaður Norðurlanda 1985.
Ámundi Sigmundsson ákvað að
ganga til liðs við Valsmenn í knatt-
spyrnunm en liann lék með Víking-
um í fyrrasumar. Einar Ólafsson
stóð sig vel á sænska mcistaramótinu
í skíðagöngu. Ásgeir Sigurvinsson
átti góða leiki rneð Stuttgart. Fimm
heimsmet voru sett í frjálsum íþrótt-
um innanhúss.
Ingibjörg Arnardóttir sctti
telpnamet í 400 m skriðsundi,
4:39,80 mín. A-lið TBR vann 1.
deildina í badminton. Kuwait var
vikið úr Alþjóða knattspyrnusam-
bandinu í 15 daga þar sem þeir
svikust um að halda aðalfund. Ju-
ventus féll úr ítölsku bikarkeppninni
strax í 2. umferð, tapaði fyrirComo.
íslenska landsliðið í handknattleik
vann Norðmenn tvisvar í Laugar-
dalshöll. ÞorgilsÓttar spilaði mcð
spelkur og sagðist vanta sncrpu með
þær. Hnémeiðsli höfðu hrjáð hann
um skcið. íslendingar drógust í riðil
mcð Frökkum, Sovétmönnum,
Norðmönnum og Austur-Þjóðverj-
um í undankeppni Evrópukeppninar
í knattspyrnu. Sigfried Held var
ráðinn landsliðsþjálfari í knatt-
spyrnu næstu tvö árin að minnsta
kosti. Um 20 umsóknir bárust um
starfið.
Fjögur íslandsmet voru sett á NM
innanhúss í frjálsum íþróttum.
Þórdís Jónsdóttir frá ísafirði
varð Noregsmcistari í alpatvíkeppni
á skíðum og Marita Koch bætti
heimsmetiö í 200 m innanhúss.
Bogdan Kowalczyk landsliðs-
þjálfari í handknattlcik fékk gull-
merki ÍSÍ fyrir störf að handknatt-
leiksmálum.
Sigurður Pétursson golfmaður var
kosinn íþróttamaður Reykjavíkur
1985. Höskuldur Höskuldsson setti
íslandsmet í keilu, fékk 257 stig í
einum leik. Hæst er hægt að ná 300.
Haukar og Njarðvíkingar tryggðu
sérsæti í úrslitaleik bikarkcppninnar
í körfu. Sergei Bubka setti 7.
heimsmetið í stöng síðan í desemb-
er, 5,94 m. KR-ingar urðu íslands-
meistarar í innanhússknattspyrnu en
Blikastúlkur unnu kvennaflokkinn.
Framarar uröu íslandsmeistarar í
I. deild kvenna í handknattleik,
tryggöu sér titilinn þó tvær umferðir
væru cftir. Ólafur H. Ólafsson
KR-ingur varð sigurvegari í Bikar-
glímu lslands.
íslendingar steinlágu fyrir Kór-
eumönnum í fyrsta leiknum á HM í
handknattleik. Þorgils Óttar sem nú
hafði fengiö viðurnefnið Snældublesi
cftir hestinum sem fór í gips lék ekki
nteð. Furöuleg ákvörðun. Liðið
bætti um bctur og sigraði Tékka í
næsta leik.
MARS
íslendingar unnu Rúmena á HM,
25-23 með stórgóðum leik, Einar
Þorvarðarson varði víti á úrslita-
stundu og Bogdan brosti! Þeir töp-
uðu síðan fyrir Ungverjum, 20-21.
Kristján Arason átti enn einn
stórleikinn á mótinu.Danirnir fengu
stóran skell, 25-16. Einar fór á
kostum og varði tvö víti og Atli var
frábær. Rúmenski markmaðurinn
var dæmdur ólöglegur vegna lyfjaáts
og dæmdust Svíar hafa unnið leik
sinn gegn þeirn 10-0. Það bitnaði á
fslendingum sem þarmeð þurftu að
sigra Svía með 7 marka mun til að
leika um bronsið. Þeir töpuðu leikn-
um 23-27 og áttu aldrei glætu. Þar
með var ljóst að leikurinn um 5.
sætið yrði íslendinga og það gegn
Spanjólum. Sá lcikur tapaðist að
fslandsmótinu í kraftlyftingum.
Islenska landsliðið í sundi vann
yfirburðasigur á Kalottmótinu í
Finnlandi og setti 13 ný íslandsmet.
Broddi Kristjánsson varð
stærsti sigurvegarinn á íslandsmót-
inu íbadminton, vann þrefalt. Elísa-
bet Þórðardóttir vann tvöfalt.
Fram varð bikarmeistari í kvenna-
flokki í handknattleik.
Barcelona, Real Madrid og Atlet-
ico Madrid, spænsku stórliðin þrjú
komust öll í úrslit á Evrópumótun-
um í knattspyrnu.
Piltalandsliðið í handknattleik
tapaði illa fvrir Svíum á Norður-
landamótinu.
íris Grönfeldt setti fslandsmet í
spjótkasti á móti í Florida, kastaði
59,12 m. Einar Vilhjálmsson kastaði
nýja spjótinu 78,60 m og Sigurður
Einarsson bætti sinn árangur í 79,24
m. Þá kastaði Vésteinn Hafsteinson
kringlunni 61,78 m. Sigrún Bjarna-
dóttir varð þrefaldur fslandsmeistari
í borðtcnnis og Tómas Guðjónsson
tvöfaldur.
Einar Vilhjálmsson var kjörinn
íþróttamaður ársins 1985. Það var
faðir hans, Vilhjálmur Einarsson
sem afhenti honum
verðlaunagripinn. Vilhjálmur
hefur sjálfur hlotið þessa
viðurkenningu 5 sinnum.
Handknattleikslandsliðið varð í 6.
sæti á Heimsmeistaramótinu.
Kristján Arason skoraði grimmt
og lék mjög vel.
Körfuknattleikslandsliðið sigraði
í C-heimsmeistarakeppninni í
körfu sem haldin var hér á landi.
Landsliðsþjálfararnir Gunnar
Þorvarðarson og Einar Bollason
voru að vonum kátir að
leikslokum.
vísu 22-24 en engu að síður frábær
árangur og Ólympíusæti í höfn.
Austur-Þjóöverjar uröu í 3. sæti og
Svíar í 4. Sovétmenn urðu í 10. sæti
og Danir í 8. það voru svo Júggarnir
sem urðu meistarar en Ungverjar
fengu silfrið töpuðu 22-24.
Bubka bætti heimsmetið í stöng
rétt eina ferðina, nú 5,95 m og
Ásgeir Sigurvinsson skoraði fallegt
mark fyrir Stuttgart cn þeir töpuðu
samt. Ragnheiður Runólfsdótt-
ir setti íslandsmet í 200 m bringu-
sundi í Kanada, 2:43.55 mín. og í
200 m fjórsundi fauk metið líka,
2:27,93 mín. Njarðvíkingar urðu
íslandsmcistarar í körfuknattleik,
unnu Hauka í tveimur úrslitaleikj-
um. Dæmið snérist við í bikarnum,
Haukar unnu Njarðvík 93-92 eftir
æsispennandi leik. KR varð bikar-
meistari kvcnna, sigruðu ÍS í úrslita-
lcik.
íslenska knattspyrnulandsliðið
tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn
Sigfried Held, 1-2 gegn Bahrein.
Liðin léku aftur og þá vanh ísland 2-
l.Bogdan var ráðinn aftur, fram yfir
.ÓL '88. Atli Hilmarsson sleit hásin
.og verður frá í 3 mánuði. Þróttarar
urðu íslands- og bikarineistarar í
blaki, unnu ÍS í úrslitaleikjunum. ÍS
varð bikarmeistari kvenna í blaki.
Kristján Arason gerði samning
við Gummersbach en Juventus féll
úr Evrópukeppninni í knattspyrnu,
tapaði fyrir Barcelona. Lárus Guð-
mundsson skoraði fyrir Uerdingen.
Sigurður Einarsson kastaði nýja
spjótinu 75,88 m í Alabama og náði
lágmarkinu á háskólameistaramót-
ið.
Fimmtán ný íslandsmet voru sett
á innanhússmeistaramótinu í sundi
sem fram fór í Vestmannaeyjum.
Davíð Ingason og Hanna Lóa Frið-
jónsdóttir urðu íslandsmeistarar í
fimleikum.
Real Madrid varð spænskur meist-
ari í knattspyrnu fjórum umferðunr
áður en mótinu lauk. Hearts settu
mct í skosku knattspyrnunni, töp-
uðu ekki 22 leikjum í röð.
Jónína Olsen og Árni Eínars-
son urðu íslandsmeistarar í kata á
íslandsmeistaramótinu í karate.
Kristín Einarsdóttir vann kumite
kvenna og Atli Erlendsson vann
opna flokkinn.
Pétur Guðmundsson gerði
samning við Los Angeles Lakers í
bandarísku NBA deildinni í körfu-
knattleik.
APRÍL
íslendingar unnu tvo fyrstu leiki
sína á C-riðli Evróþumeistaramóts-
ins í körfuknattleik en voru rass-
skelltir í þeim þriðja. Fjórða leikn-
um sem var á móti Norðmönnum
lauk með sögulcgri þriggja stiga
körfu Pálmars Sigurðssonar á síð-
ustu sekúndunni. hún tryggði íslend-
ingum sigur í leiknum og C-riðlin-
um.
Einar Ólafsson varð fjórfaldur
meistari í göngu á skíðalandsmót-
inu. Daníel Hilmarsson og Tinna
Traustadóttir stóðu uppúr í alpa-
greinunum. Pétur Guðmundsson lék
með Lakcrs. skoraöi að vísu ckki
mikið, en gerði ekki mistök. Liverp-
ool og Everton voru santhliða á
toppi 1. deildar ensku knattspyrn-
unnar og börðust af hörku.
íslenska landsliðið í badminton
sigraði í 3. deild Evrópukeppninnar
en tapaði fyrir írum sem urðu neðstir
í 2. deild. Þeir halda því sæti sínu.
Herbert Arnarson og Jón Arnar
Ingvarsson voru valdir leikmenn
Norðurlandamóts unglinga í körfu-
knattleik, Scania-Cup. Haukar og
ÍR náðu góðum árangri á mótinu.
Kári Elísson vann bestu afrekin á
Bayern Miinchen varð þýskur
meistari í knattspyrnu, Juventus ít-
alskur og Paris SG franskur.
Andrésar Andarleikarnir á skíð-
um heppnuðust vel og voru kepp-
endur yfir 400 talsins á aldrinum
8-12 ára.
MAÍ
Víkingar unnu Stjörnuna í úr-
slitaieik bikarkeppni HSÍ og unnu
þarmeð tvöfalt. Dynamo Kiev rúst-
aði Atletico Madrid í úrslitaleiknum
í Evrópukcppni bikarhafa í knatt-
spyrnu og vann 3-0. Stcaua Búkarest
varð Evrópumeistari meistaraliða,
vann Barcelona eftir vítaspyrnu-
keppni. Markvörður Steaua varði
fjórar spyrnur og varð hetja liðsins.
Liverpool tryggði sér cnska mcist-
aratitilinn í knattspyrnu en Celtic
stal skoska titlinum á elleftu stundu.
þeir þurftu að vinna 3-0 og Hearts að
tapa og viti menn. það gerðist.
Arnór Guðjohnscn og félagar í
Anderlecht urðu belgískir meistarar
í knattspyrnu.
Ásta Urbancic varð önnur á
bandaríska háskólamótinu í borð-
tcnnis. Framarar urðu Reykjavík-
urmeistarar í knattspyrnu, unnu KR
3-1 í framlengdum úrslitaleik. Vals-
stúlkursigruðu KR 1-0 í úrslitaleikn-
um í kvennaflokknum. Framarar
unnu líka meistarakcppni KSI og
þar voru það Valsmenn sem lágu.
2-1. Liverpool varð enskur bikar-
meistari og sagðist Kcnny Dalglish
sem var framkvæmdastjóri í fyrsta
skipti vera í draumi. Liðið vann
tvöfalt.
PSV Eindhoven varð hollenskur
meistari í knattspyrnu.
Svíar urðu Norðurlandameistarar
í blaki cn niótið fór fram hér á landi.
íslendingar urðu í 5. sæti.
Kristján Arason skoraði 13 mörk í
þýska handboltanum og sagði eftir
leikinn að þetta væri einn af þessum
dögum sem allt gengi upp.